Morgunblaðið - 13.03.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.03.1959, Qupperneq 24
VEÐRID Þykknar upp með vaxandi suðvestan átt. Landsfundarrœða Ólafs Thors hefst á bls. 3. 60. tbl. — Föstudagur 13. marz 1959 Söfiiimin vcgna sjóslysanna ENN berast peningagjafir til þeirra aðila, sem taka á móti söfnunarfé vegna aðstandenda þeirra sem fórust í sjóslysunum miklu. í gær bárust Morgunblað- inu liðlega 45 þús. kr. í gær hafði Bæjarútgerðin í Hafnarfirði tekið á móti 140 þús. kr. í ailt og Adolf Björns- son, formaður útgerðarráðs, við 276 þús. krónun*. Leikirnir hefjast kl. 8,15 ÞAÐ er 1 kvöld kl. 8,15 sem keppnin hefst milli úrvalsliða Handknattleikssambandsins og liða, sem blaðamenn hafa valið í karla- og kvennaflokki. — í þeim fyrrnefnda eru hinir sömu, er kepptu við Dani í Slagelsi í fyrra mánuði og stóðu sig þá afbragðsvel, en í kvennaflokkn- um á móti blaðaliði eru stúlkur, sem valdar hafa verið í landslið. — Keppnin fer fram að Háloga- landi. Svo mikinn púðurreyk lagði út um opið á jarðgöngunum, að ckki sá handaskil. Framan við opið eru verkfræðingarnir Árni Snævarr á miðri myndinni, tii vinstri við hann Gestur Stefánsson og Sören Langvad og verkamennirnir, sem hafa unnið við göngin, við sprengingarnar og grjótflutningana úr þeim. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Lokasprengingin er opnaði göngin Dráttarhlíð heppnaðist vel KLUKKAN 8 í gærmorgun kváðu við þrjár öflugar sprengingar í Dráttarhlíð, austur við Efra-Sog, Þingvaliavatnsmegin. Út úr berg- inu stóð nokkur grjóthríð, og í sama mund opnaðist eins og hellir í hlíðinni. Þar með voru jarðgöngin í gegnum hlíðina frá orkuverinu við Efra- Sog og að Þingvallavatni komin í gegn. Margir verkamenn voru nær- staddir, er þessi síðasta spreng- ing var gerð, en þeir höfðu ýmist unnið við sprengingarnar í jarð- göngunum eða við grjótflutninga úr þeim. Þá voru þar og verk- fræðingarnir Árni Snævarr, Sör- en Langvad og Gestur Stefáns- son, sem haft hefir daglegt eftir- lit með sprengingum fyrir jarð- göngin. Nokkru eftir að sprengingarnar urðu, en í þær hafði farið um 200 kg. af sprengiefni, tók mik- inn gráleitan púðurreik að leggja út um opið, og þeir, sem komnir voru til þess að skoða verksum- merki, urðu að hörfa frá. — Þeir, sem unnið höfðu við að bora og undirbúa sprenginguna um nótt- ina, héldu nú heim í mötuneytið ásamt verkfræðingunum. Voru menn glaðir í bragði og töldu þessa lokasprengingu hafa heppn azt mjög vel. 1 mötuneytinu var setzt að kaffidrykkju. Árni Snæ- varr verkfræðingur dró þar upp þriggja stjörnu koníak og dálítil staup, og var verkamönnunum, sem tilheyra svonefndum bor- flokki, færðar þakkir fyrir vel unnið starf. Kvaðst Árni vilja leggja áherzlu á hve vel hefði farið úr hendi hin erfiða og á stundum hættulega vinna við borun og sprengingar í jarð- göngunum. Gat hann þess, að enginn verkamannanna héfði orð ið fyrir meiðslum allt frá því vinna hófst. Jarðgöngin í gegnum Dráttar- hlíð eru nú 355 metra löng. Þau eru tæplega 9 metrar á hæð og breiddin rúmir 8. Til þess að leggja þau í gegnum hlíðina hefir þurft að framkvæma 110 spreng- ingar, en við hverja þeirra hafa göngin lengzt um 3—3,5 metra. Guðm. Hermannsson hefir verið verkstjóri í jarðgöngunum, stjórn að borflokki, sém í voru 8 menn,- og einnig flokki þeim, sem sér um að hreinsa til í göngunum eftir sprengingarnar og flytja grjótið úr þeim. Þótt göngin séu nú komin í gegnum Dráttarhlíð, verður enn um hríð haldið áfram borvinnu og sprengingum í aðrennslis- skurði gangnanna, Þingvalla- vatnsmegin. Síðan hefst svo að sjálfsögðu undirbúningurinn að steypuvinnu í göngunum, við að fóðra þau, eins og það er kallað, en nú þegar er því verki lokið á 125 metra löngum kafla. Bergsteinn Guðjónsson Lýðrœðissinnar sigruðu í Hreyfli STJORNARKOSNING fór fram í bifreiðastjórafélaginu Hreyfli 1 gær og í fyrradag. Atkvæði voru talin í gærkvöldi og úrslit urðu þau, að A-listi lýðræðissinna fékk 228 atkvæði, en B-listi kommún- ista 120. Auðir og ógildir voru 11. í stjórnarkosningunum í fyrra í/ 4 'T' " Hér opnaðist Dráttarhlíð Þmgvallamegin sprengingu í gærmorgun. Opið myndaðist bogauum. eftir hina miklu undir steinsteypta Stjórnmdlaskóli Varðar: Svavar Pálsson viðskiptafræðmgur talar um skattamálin í kvöld. f KVÖLD hefst fyrsta erindið í fimmta og síðasta málaflokki stjórnmálaskólans, en þau fjalla um skattamál, viðskiptamál, verkalýðsmál og félagsmál. Á mánudagian í þessari viku flutti Jóhann Hafstein erindi um kommúnismann. Skýrði hann hug sjónir, hugtök og kenningar stefnunnar og ræddi síðan ýtar- lega um þá reynslu sem fengizt hefði af þessu þjóðskipulagi í hinum austrænu ríkjum. Var er- indi hans fróðlegt og skemmti- legt og svaraði hann að lokum mörgum fyrirspurnum sem fram komu. Svavar Pálsson viðskiptafræð- ingur og löggiltur endurskoð- andi talar um skattamálin í kvöld. Þau mál eru meðal allra þýðingarmestu mála í íslenzku efnahagslífi í dag. Mun hann fyrst stuttlega ræða nokkur skatt- teknisk atriði, en síðan aðallega um stefnuna í skattamálum und- anfarin ár og að lokum gera grein fyrir þeim breytingum á skattalögum sem nauðsynlegt er að gera á næstu árum. ovavar Pálsson munaði 90 atkvæðum á listum lýðræðissinna og kommúnista, en nú 108. í stjórn voru kosnir: Bergsteinn Guðjónsson, Hreyfli, formaður; Andrés Sverrisson, BSR, varaformaður; Bergur Magnússon, Borgarbílast., ritari, og meðstjórnendur þeir Guðman Heiðmar, B.S.R. og Ármann Magnússon, Hreyfli. Stóreignaskatts- skráin lögð f ram SKRÁ um stóreignaskatt á hluta félög hefur nú verið lögð fram að nýju, en svo sem kunnugt er felldi hæstiréttur þennan hluta stór- eignaskattsins úr gildi og lagði fyrir skattayfirvöld að leggja hann á að nýju. Stóreignaskattur á hlutafélög var upphaflega rúmar 80 millj. en hins vegar aðeins 300 þúsund á öll samvinnufélög í landinu. Eftir að kært hafði verið til skatta nefnda lækkaði skatturinn niður í 75 milljónir, en samkvæmt þeirri skrá, sem nú liggur frammi nemur skatturinn rúmum 62 milljónum. Matsverð hlutabréfanna er að langmestu leyti miðað við sama grundvöll og áður. í þetta sinn er þó örlítið tillit tekið til tekna félagsins og arðgreiðslna á und- anförnum árum. SANDGERÐI, 12. marz. — 16 bátar voru á sjó og fengu 137 tonn. Aflahæst var Guðbjörg með 19,5 tonn og næstur Mummi með 14 tonn. — A.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.