Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 9
Timmtudagur 19. marz 1959
MORCVlSBLAÐlb
9
_J\ieiij)jú(fi11 ocj heimifié
Foreldrar og börn
ÍJSVÍÞJC® og á Norðurlöndum
yfirleitt er mikið rætt og ritað
um uppeldismál. Hér fer á eftir
grein, sem nýlega birtist í saensku
tímariti og eru höfundarnir tveir,
Kirsten Thorvald Falk og Gustaf
Jonsson frá Ská, doktor í barna-
sálarfræði.
Stundum dettur mér í hug,
hvort lífið hafi ekki verið auð- !
veldara, þegar menn vissu ekki!
svona mikið, á þeim gömlu góðu
dögum, þegar börnin höfðu ekki j
annan vilja en vilja foreldranna. :
Þau voru „vond“ eða „góð“ eftir J
því sem þægiiegast var fyrir hina ;
fullorðnu. Fullorðið fólk hafði
alltaf á réttu að standa, því það
hafði lifað mikiu lengur og hiaut
Þrjóskufull og samanbitin
þar af leiðandi að vita allt miklu
betur. Auk þess voru til alveg j
ákveðnar uppeldisreglur. Allt frá j
fæðingu voru börnum kenndir ]
góðir siðir, sem siðan áttu að.
halda alla ævi, uppaiendum til
ævarandi sóma.
Með nýja tímanum kom lýð-
ræðisskipulag, jafnrétti kvenna
og kenningar Freuds og í kjölfar
þessa, nýjar afstöður til uppeldis-
mála og barna. Áður var barnið
ekki nema óþroskuð mynd af
fullorðnum. Nú var litið á það
sem barn, með öllum þess eigin-
leikum. Börnin áttu að vera
frjáls og glöð. Skapgerð þeirra
mótaðist að mestu leyti á fyrstu
árunum og það varð því bæðj
vandasant og ábyrgðarmikið
starf að ala upp börn. Samkvæmt
nýju kenningunum var það
mikilsvert fyrir barnið að vera
i návist foreldra, sérstaklega
móðurinnar. Nýjar reglur um
uppeldi barna ruddu sér til rúms,
reglur sem þó enn er deilt um.
Við lifum á byltingartímum. Það
er orðið svo alvarlegt og ábyrgðar
mikill hlutur að eiga börn, að
menn gleyma því, að það er líka
skemmtilegt.
Ungir foreldrar lifa í stöðugri
óvissu Eldri kynslóðin gagnrýnir
hinar nýju uppeldisaðferðir sem
hún skilur ekki og fordæmir því.
Eldra fólki finnst börn nútímans
eins og siðlausir villimenn. Það
hnyklar brúnir, setur upp vand-
lætingarsvip og segir: „Hvernig
enda þessi ósköp.“ Og ungu for-
eldrarnir sem hafa kynnt sér
grundvallaratriði í barnasálar-
fræði og vita hvað helzt er uppi
á teningunum í uppeldismálum,
eru fullvissir um það með sjálf-
um sér, að nýju aðferðimar séu
réttar .. auðvitað. En hins vegar
er það ekkert gaman þegar Anna
litia segir „andskotans mamma"
og Jónas litli stríðir ömmu
Kenningin er einföld og góð, en
hún er erfið í framkvæmd. Sjálf
veit ég ósköp vel, hversu tillits-
söm, blíð og þolinmóð ég á að
vera gagnvart börnum mínum ..
en þó kemur það fyrir. að ég
gleymi öllu og rífst og skammast,
einmitt eins og ég hafði ákveðið
að gera ekki. Og á eftir blygðast
ég mín og fer að velta því fyrir
mér, hvað börnin muni halda um
móður sína sem hagar sér svona.
Áður var sagt: „Börn gleyma svo
fljótt". Nú vitum við að það sem
börn „gleyma“ getur lagst þungt
í undirmeðvitund þeirra og orsak
að taugaveiklun sem erfitt getur
orðið að ráða við þegar þau eru
orðin fullorðin. Allt þetta veit ég,
en þó grípur mig stundum andúð
á þesum nýju uppeldisreglum og
ég hugsa: Já, en ég, hef ég ekki
líka rétt á að lifa mínu lífi eins
og mér er eðlilegt?".
Ég hef leitað til eins af frum-
herjum hinna nýju kenninga í
uppeldismálum doktor Gustafs
Jonssons frá Ská. Honum mælt-
ist m. a. á þessa leið:
„Það er talað mikið um það nú
á dögum, hversu erfitt það sé að
vera barn, en það er ekki síður
erfitt að vera foreldri. Við lifum
á byltingartímum. Hver kenni-
setningin rís upp á móti annarri
og það er eðlilegt að foreldrar
lifi í stöðugri óvissu. Sá sem er
alveg viss um, hvernig á að með-
höndla börn, á áreiðanlega engin
börn sjálfur. Sjálfur er ég þeirrar
skoðunar, að það sé ekki svo yfir-
máta hættulegt þótt foreldrum
verði á smá-skyssur í uppeldi
barna sinna. Það getur orðið
hættulegra, ef foreldrar fórna sér
algerlega fyrir börnin. Menn
mega ekki rugla saman uppeldi
sinna eigin barna og læknis-
fræðilegri sálgreiningu. Á heim-
ilinu skiptir það ekki svo mklu
máli. hvað sagt er eða gert. Að-
alatriðið er að þar riki samheldni
og samúð. Börn eru tilfinninga-
Börn sem nýlega hafa lært að
ganga, fara stundum á stjá ein
síns liðs á næturnar.
næm og skynja ótrúlega fljótt
alla misklíð og sundrung. Slíkt
verkar á þau þannig að þau verða
ódæl og erfið, án þess að foreldr-
arnir geti gert sér ljóst af hverju
það stafar. Á heimilinu eiga allir
að fá að vera eins og þeim er
eðlilegast.Bæði börnog fullorðnir.
Ef móðurinni er eðlilegt að skipta
oft skapi þá á hún líka að gera
það í umgengni við börnin. Hún
á ekki að hlæja með þolinmæði,
þegar sonurinn brýtur postulíns-
vasann, sem henni þótti svo vænt
um. Mest langar hana til að segja
við hann „nokkur velvalin orð“
og kannske dangla í hann. En
henni finnst hún vera betri mann
eskja ef hún stillir sig. Það er
óþarfi fyrir hana að leggja það
á sig. Börn skilja eðlileg viðbrögð
og finna strax hvað er tilgerð.
Þau kannast við reiðiköst frá
sjálfum sér og vita, að þegar því
er lokið, þá verður mamma glöð
aftur. Auðvitað á þó móðir, sem
að eðlisfari er hæglátari, ekki
að gera sér upp reiði. Það væri
óeðlilegt fyrir hana.
Kjarninn í nútíma barnaupp-
eldi er ekki sá, að láta börnin
ráða sér sjálf, heldur skilningur
fólks á því, að börn eru ólík hvert
öðru á hinum ýmsu þroskastigum.
Fólk einblínir oft óþarflega mik-
ið á það að börnin séu „vel van-
in“. „Vel vanin“ börn eru þau
börn sem gera í pott frá því
fyrsta, borða fallega, hneigja sig
fyrir ókunnugum í stuttu máli
eftirlíkingar hinna fullorðnu í
minni mælikvarða. Víst er hægt
að „venja“ börn svo að þau verði
hæf í hvaða veizlu sem er, en þá
er hætta á því að þau glati barns-
legri sjálfsvild sinni, verði augna-
þjónar fullorðinna .... hneigi sig
og þakki kurteislega þegar það á
við en blóti og reki út úr sér
tunguna þegar þau eru komin úr
augsýn.
Oft er það svo að mæður hafa
miklar áhyggjur af því, hve erf-
lega gengur að venja barnið við
pottinn. Og þá ekki sízt ef móðir-
in fréttir af jafnöldrum dóttur
innar, sem hafa gert í pott í marga
mánuði. Móðirin kennir sjálfri sér
um þessi miklu mistök. En það er
gömul hjátrú að hægt sé að venja
barn á hreinlæti áður en það hef-
ur náð þroska til þess. Hreinlætið
kemur af sjálfu sér og það er
engin skömm að því þótt eitt
barn taki út þennan þroska nokk-
uð seinna en önnur.
Gamlar kreddur um matar-
venjur og svefnsiði barna geta
einnig oft ruglað dómgreind for
eldra. Barnið á að borða svo og
svo mikið á þessum og þessum
tíma. Bregði út af fyllist móðirin
strax áhyggjum. Sannleikurinn er
sá að börn svelta sig aldrei af
frjálsum vilja. Þau borða vel
þetta tímabil og minna annað.
Bezt er að láta barnið sem mest
sjélfrátt. Annars getur það líka
átt sér stað að barnið missi matar-
lyst ef misklíð og ósamlyndi ríkir
við matarborðið og þá eru það
oft foreldrar en ekki barnið sem
þarfnast leiðbeiningar.
„Drengurinn minn sefur ekki
nóg“, segja margar órólegar mæð
ur. „Stundum vakir hann tímun
um saman um nætur og stundum
sofnar hann ekki fyrr en seint á
kvöldin". Bækurnar segja að börn
eigi að sofna klukkan 8 á kvöldin
og vakna klukkan 8 á morgnana.
En það eru ótal undantekningar
frá þeirri reglu. Talað er um að
hættulegt sé að venja barnið á
að stinga sér í rúmið hjá mömmu.
Þá muni það heimta að fá að
halda því áfram fram eftir öllum
aldri. En börn fá yfirleitt ekki
fastar og óumbreytanlegar venj-
ur. Ef tveggja ára snáði vill fá
að sofa hjá mömmu sinni , um
tíma, hættir hann því sjálfkrafa,
„seinna“ og „bráðum“. Það vill
hafa sitt fram og það strax. En
það er ekkert hættulegt, þótt börn
öskri í heift. Það er einn þáttur-
inn í skapgerðarþroska þeirra.
Um 6 ára aldurinn fá börn oft
mikla þörf fyrir að þroska sjálf-
stæðiskennd sína, þau lítilsvirða
fyrirmæli foreldranna, félagarnir
skipta þau meiru máli, foreldr-
unum til mikillar skelfingar.
Og það er fleira í fari barnanna
sem veidur foreldrunum áhyggj-
|um. t. d. þegar þriggja ára snáði
tekur upp á því að viðhafa „ljót
orð. Sjaldnast man fólk eftir því,
að börnin sjálf skilja ekki, hvers
vegna orðin eru ljót. Þau vita
bara að það er eitthvað skugga-
legt við þau og langar til að sjá
hvaða áhrif þau hafa á foreldr-
ana.
Heiftarleg reiðiköst samfara hat
römum ásökunum valda margri
móðurinni þungri sorg. „Baminu
mínu þykir ekki vænt um mig“,
hugsar hún. En þess ber að gæta,
að það ber vott um góða andlega
heilsu, þegar börn þora að gefa
sér lausan tauminn í reiði sinni
gagnvart foreldrunum. Með því
sýna þau trúnað þeim sém þykir
vænt um þau. Allir kannast við
söguna um ókunnugu barnfóstr-
una sem segir: „Ó, börnin hafa
verið eins og englar allan tím-
ann“, en um leið og mamma kem-
ur inn úr dyrunum, breytast engl-
arnir í hina verstu grenjandi
óþekktarorma.
Og þá eru það foreldrarnir sem
stöðugt og einatt hafa það efst í
huga að vera börnum sínum gott
fordæmi og vera hinir fullkomnu
uppalendur. En ef til væru al-
gerlega óaðfinnanlegir foreldrar,
sem aldrei segðu eða gerðu nema
það eina rétta, þá væru þeir áreið
anlega alveg óþolandi og alls
ekki börnum sínum hollir for—
eldrar. Börn eiga að „upplifa" og
kynnast íoreldrum sínum sem
manneskjum, lifandi verum, sem
getur skjátlast.“
Niðurstaðan er þvi sú: Allir
eiga rétt á því að vera glaðir,
blíðir, fjörugir, hávaðasamir,
þreyttir, nægðir, rétt til að lifa
sínu lífi eins og þeim er það eðlí*
legast, hvort sem um börn eða
fullorðna er að ræða.
(Lauslega þýtt og stytt)
Sex ára félagamir skipta
stundum meiru máli en for-
eldrarnir
þegar þeirri þörf hans hefur ver-
ið fullnægt. En auðvitað verður
að setja þau skilyrði að nætur-
svefn móðurinnar truflist ekki
um of.
Ákveðinn tímabil á þroska-
skeiði barna eru erfiðari en hin,
í fyrsta lagi 2—3 ára aldur, svo-
kallað þrjóskuskeið, síðan 6 ára
aldur og loks kynþroskaskeiðið.
2—3 ára barni er stöðug athafna-
semi eðlilegust og allar hömlur
sem lagðar eru á athafnafrelsi
þess vekur hjá því reiði. Barnið
skilur ekki hugtök eins og
Þessi fallega peysa er mjög hent
ug til útivistar um vortimann.
Trefillinn, sem einnig má nota
sem herðasjal er úr ullarefni og
ákaflega hlýr. Takið eftir mitt-
isbandinu á peysunni, sem
heldur treflinum í skorðum.
(Dor ville -model).
Hver getur staðist þenna hvíta,
úfna hárkolluhatt? Efnið er
hvitt mohair og kemur einnig
frá Dorville
♦ V
BRIDCE
♦ *
NÆSTKOMANDI sunnud. hefst
í Breiðfirðingabúð sveitakeppni
Bridgesaimbands Reykjavíkur.
Eftirtaldar 8 sveitir taka þátt í
móti þessu:
Hörður Þórðarson,
Sigurhjörtur Pétursson,
Vigdís Guðjónsdóttir,
Hjalti Elíasson,
Stefán Guðjohnsen,
Ásbjörn Jónsson,
Ólafur Þorsteinsson og
Hiimar Jónsson.
Þetta er í þriðja skipti, sem
keppni þessi fer fram, og hefur
sveit Harðar Þórðarsonar sigr-
að tvö undanfarin ár. Er búizt
við mjög jafnri og spennandi
keppni, og mjög erfitt að spá
fyrir um, hver hljóta muni
Reykjavíkurmeistaratitilinn að
þessu sinni. Keppninni mun
ljúka 5. april n.k.
•
Að fjórum umferðum loknum
í parakeppni þeirri, er nú stend-
ur yfir hjá Bridgefélagi kvenna,
eru þau Rósa og Tryggvi efst
með 719 stig. í öðru sæti eru þau
Elín og Zophanías með 706 stig
og númer þrjú eru þau Rannveig
og Júlíus með 700 stig.
Bridgefélag kvenna gengst
fyrir hófi í Silfurtunglinu annað
kvöld í tilefni af 10 ára afmæl-
inu. —
Að þrem umferðum loknum í
tvímenningskeppni starfsmanna
ríkisstofnana eru þeir Júlíus og
Ólafur efstir með 401 stig, í 2.
sæti eru Björn og Hjörtur með
382 stig og númer 3 eru Krist-
ján og Sveinn með 380 stig. —
Fjórða og síðasta umferð fór
fram í gærkvöldi.
•
Að tveim umferðum loknum
í einmenningskeppni Tafl- og
Bridgeklúbbsins er Gylfi Gunn-
arsson efstur með 217 stig, í 2.
sæti er Aðalsteinn Guðmunds*
son með 208 stig og númer 3 er
Reynir Snjólfsson með 202 stig.
Þriðja umferð fer fram í
kvöld.
•
Spilið, sem hér fer á eftir er
mjög skemmtilegt, því aðferðin
til að vinna spilið er þannig, að
útilokað er, að sagnhafi geti
komið auga á hana, nema þvi að-
eins að sjá allar hendur.
* G 10 9 8 7
V Á 3
* 987
* Á 5 4
♦ 6 5 4 * —
» D G 10 8 N V9
7654 +KG10
♦ D V A 6 3 2
* D S + K G 10
6 3 2
* Á K D 3 2
V K 2
* Á 5 4
* 9 8 7
Suður er sagnhafi og spilar
fjóra spaða og vestur lætur út
hj artadr ottningu.
Ef litið er á spil suðurs og
vesturs þá er útlitið ekki glæsi-
legt. Tveir gjafaslagir á tigli og
tveir í laufi. Hvað getur suður
gert? Eina leiðin til að vinna
spilið er að drepa hjartadrottn-
ingu með ás og kasta hjarta-
kóngi i. Síðan er trompi spilað
þrisvar og tigulás og laufhás
teknir. Nú lætur suður út hjarta
tvist og vestur verður að drepa.
Nú getur vestur ekki spilað
öðru en hjarta og suður gefur
tvisvar og kastar í hjörtun
tveim tiglum úr borði og tveim
laufum heima og trompar síðan
tvö lauf heima og tvo tigla í
borði. A-V fá þvi aðeins þrjá
slagi á hjarta.