Morgunblaðið - 19.03.1959, Síða 18

Morgunblaðið - 19.03.1959, Síða 18
18 Sf O Ryhl’ NBL AÐIB Fimmfudagur 19. marz 1959 ríttatfréttir ftct-phblafomA Glœsilegur árangur Valdimars Örn■ ólfssonar á skíðamóti í Póllandi ^VALDIMAR örnólfsson, skíða-^ maður í ÍR tók nýlega þátt í miklu alþjóðlegu móti í Zakat- ane í Póllandi. Voru um 70 þátt- takendur í mótinu, þeirra á með- al margir landsliðsmenn og meistarar frá- ýmsum löndum. Árangur Valdimars á mótinu varð mjög góður. Hann varð í 3. sæti í alpaþríkeppninni. Varð hann 7. í stórsvigi, 7. í bruni og 119. í svigkeppninni. Valdimar Örnólfsson hefur áð- ur getið sér góðan orðstír á skíða- mótum erlendis, en hefur nú enn bætt þar á, svo um munar. # " Cóður árangur UM sl. helgi var haldið alþjóð- legt skíðamót í Áre í Svíþjóð. Voru þar þá staddir íslendingarn ir fjórir, sem með svo miklum glæsibrag tóku þátt í Holmen- kollenmótinu í Noregi á dögun- um. Sá fræknasti þeirra, Ey- steinn Þórðarson gat ekki tekið sþátt í mótinu í Áre vegna meiðsla er hann hefur hlotið, en hinir þrír kepptu með allgóðum árangri. Kristján Benediktsson frá fsa- firði varð 6. í stórsvigskeppn- inni, Svanberg Þórðarson níundi og Árni Sigurðsson 21. í svig- keppninni varð Svanberg 24. í röðinni, en hinir tveir urðu úr leik. Heiðra kunna forustumenn Á ÁRSÞINGI Í.B.R. sæmdi íþróttasamband fsl. Gísla Hall- dórsson, formann Í.B.R., gull- merki Í.S.Í. fyrir langt og mikið starf að íþróttamálum Reykja- víkur, en hann hefur verið í stjórn Í.B.R. frá upphafi og for- maður framkvæmdastjórnar bandalagsins síðastliðin 10 ár. Einnig hefur hann átt sæti í Sam ibandsráði f.S.Í. og Olympíunefnd íslands. Þá gat Forseti Í.S.Í. þátt ar Gísla Halldórssonar í bygging arframkvæmdum félags hans, K.R., bæði á íþróttasvæði K.R. ©g í Skálafelli. Hann hefur frá upphafi verið formaður bygging arnefndar og Hússtjórnar K.R. Á Ársþinginu sæmdi Frjáls- fþróttasamband íslands Þorgils Guðmundsson gullmerki F.R.Í. fyrir langt og mikið starf að frjálsíþróttamálum, fyrst I Borg- arfirði og síðar í Reykjavík. Þor- gils hefur um árabil átt sæti í Olympiunefnd íslands, fþrótta- dómstóli Í.S.Í. og Héraðsdómi Í.B.R. Þá var Gunnar Sigurðsson sæmdur við sama tækifæri silfur- merki F.R.f. fyrir ágætt starf að f r j álsiþróttamálum, Körfuknattleiksmót Islands hófst sl. sunnudag með skemmtileg- um leikjum. Var þá dæmt eftir nýjum reglum, sem gera leikina skemmtilegri á að horfa, og kom þetta í ljós þegar í fyrstu leikj- unum. i kvöld verður mótinu haldið áfram og leika þá í 2. fl. lið ÍKF og B-lið Ármanns og í meistaraflokki karla lið ÍKF, sem er núverandi íslandsmeistari, og lið stúdenta. — Myndin er frá körfuknattleikskeppni að Hálogalandi. Enska bikarkeppnin: Luton komst í úrslit, sigraði Norwich 1-0 í ENDURTEKNUM leik undan- úrslita bikarkeppninnar í gær, sigraði Luton Town, 3. deildar hetjurnar Norwich City með einu marki gegn engu. Norwich átti meira í leiknum og voru oft nærri að skora, en hámark leiks- ins var á 40. mín. er vinstri bak- vörður Lutons, McNally, bjargaði á marklínu. Ef Norwich hefði tekizt að skora á þessu augna- bliki — sagði fréttamaður frá BBC — hefði 3. deildar liðið komizt á Wembley. Markið kom á 10. mín. seinni hálfleiks, Brown fékk knöttinn sendan frá Gregory og gaf hann til Mortons, sem spyrnti með hæl til Binghams, en Bingham skaut viðstöðulaust í gegnum þvögu varnarleikmanha Norwich og upp í hornið á mark- inu. Leikinn, sem fór fram á St. Andrews Park, Birmingham Skíðamót á ísafirði — ísafirði, 15. marz. SKÍÐAMÓT VESTFJARÐA hélt áfram sl. laugardag 14. marz. Var þá keppt í göngu í þrem flokkum. Fór keppnin fram á Seljalandsdal. f karlaflokki var 15 km. ganga. II. Haukur Ó. Sigurðsson (Herði) j 1:11,50 min. 2. Jón Karl Sigurðsson (Herði) I 1:12,53 mín. 3. Gunnar Pétursson (Ármanni) 1:14,27 mín. y í 17—19 ára aldursfl. var 5 km 'ganga. Þar var fyrstur Elías Sveinsson (Ármanni) 1:20,58 m. í drengjaflokki 13—16 ára var 6 km ganga. Fyrstur var Kristján iR. Guðmundsson (Árm.) 25,15 m. ÍSAFIRÐI, 15. marz. — Firma- keppni á vegum Skíðaráðs ísa- fjarðar var háð í dag hér frammi á Seljalandsdal. Veður var ágætt og færi sömuleiðis. Hér var um svigkeppni að ræða og var braut- in 150 m löng. 1. Theódór Nordquist 27,4 sek. Keppti fyrir Útib. Landsb. fsl. 2. Guðm. Jóbanness. 28,2 sek. Keppti fyrir Sýsluskrifstofuna. 3. Elías Sveinsson 29,0 sek. — Keppti f. Hraðfrh. hf., Hnífsd. 4. Kristján J. Þorlákss. 29,2 mín. Keppti fyrir afgr. flugfél. fsl. 5. Auður Halkiórsdóttir 29,5 sek. Keppti fyrir Raf hf., ísafirði. Þátttaka var ágæt og fjöldi áhorfenda. — G .K. sáu yfir 50 þús. áhorfendur. Þetta er í fjórða sinn sem lið úr þriðju deild, er stöðvað í und- anúrslitum keppninnar: 1937 tap- aði Millwall fyrir Sunderland, sem vann bikarinn þetta sama ár, 1954 tapaði Port Vale fyrir West Bromwich Albion og West Brom. vann bikarinn, 1955 tapaði York City fyrir Newcastle Utd., sem sigraði á Wembley og nú tapaði Norwich City fyrir Luton Town. „Þess vegna held ég að Luton vinni i ár“ sagði fréttamaðurinn að lokum. Luton og Nottingham Forest leika því til úrslita á Wembley 2. maí í vor. Aðalfundur Slysavarna deildarinnar Ingólfs AÐALFUNDUR Slysavarnadeild arinnar Ingólfs í Reykjavík, var haldinn 24. febr. s.l. Formaður deildarinnar setti fundinn og minntist látinna félaga, sérstak- lega minntist hann þeirra þriggja, Frú Guðrúnar Jónasson, Jóns Loftssonar og Geirs Sigurðs sonar, en þau störfuðu öll mikið að eflingu slysavarnastarfsemi landsins. Einnig minntist formað ur þeirra er fórust með togaran- um Júlí og vitaskipinu Hermóði. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Því næst flutti formaður skýrslu fráfarandi stjórnar og gjaldkeri, Jón Jónsson, las upp endurskoðaða reikninga deildar- innar. Hagur deildarinnar stend ur með ágætum og skuldlaus eign deildarinnar nemur nú rúmlega 140.000,00 krónum. Gunnar Friðriksson varafor- maður deildarinnar gaf mjög ítar legt yfirlit um gang húsbygg- ingarmáls Slysavarnafélags ís- lands, og ríkti á fundinum mik- ill einhugur um þetta mál. Þar næst sýndi Jón Oddgeir Jónsson nýja, fullkomna tegund af sjúkrabörum og björgunarflot holt af nýrri og handhægri gerð, ennfremur skýrði hann nýja að- ferð til lífgunar úr dauðadái. Einnig sýndi Jón Oddgeir nýj'a gerð björgunarkaðla til notkunar í húsum er eldsvoða ber að hönd um. Henry Hálfdánarson skrifstofu stjóri S.V.F.f. sýndi ný radíó senditæki til notkunar í gúmmí- bátum. Þá afhenti formaður deildar- innar Birni Pálssyni, flugmanni, fjögur björgunarbelti til notkun- ar í flugvél hans, og þakkaði hon um vel unnin störf og óskaði honum blessunar í starfi. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Séra Óskar J. Þor láksson formaður, Jón Jónsson gjaldkeri, og Gunnar Friðriksson, Baldur Jónsson og Jón Oddgeir Jónsson meðstjórnendur, til vara Sigurður Teitsson og Björn Páls- son, endurskoðendur Þorsteinn Árnason og Júlíus Ólafsson. Á fundinum voru gerðar svo- felldar samþykktir: Þar sem vit- að er, að erfitt er, eða jafnvel ekki leyfilegt að halda björgun- aræfingar með gúmmíbjörgunar- bátum um boð í skipunum sjálf- um, þá beinir aðalfundur Slysa- varnadeildarinnar Ingólfs þeim tilmælum til stjórnar S.V.F.Í., að hún fari þess á leit, við Skipaeft- irlit ríkisins, að komið verði einhverju föstu og viðunandi formi á þessar æfingar í staðinn. Vegna hinna tíðu umferða- slysa vill aðalfundur Slysavarna- deildarinnar Ingóifs í Reykjayík, skora á alla ökumenn og stjórn- endur ökutækja, að gæta sem allra mestrar varúðar í umferð- inni og fylgja í öllu settum regl- um um hraða og svo öðrum Nýtt, 250 lesta togskip til Neskaupstaðar / gœr- morgun NESKAUPSTAÐ, 18. marz. — Hingað kom í morgun nýtt, 250 lesta togskip úr stáli. Skipið heit- ir Hafþór og lagðist að bryggju hér í heimahöfn sinni kl. 11 í morgun. Er skipið smíðað í Stral sund í Austur-Þýzkalandi, og er Hafþór fimmta skipið af þessari stærð, sem keypt hefir verið hingað til lands frá Austur- Þýzkalandi. Skipið er búið öllum nýjustu siglingatækjum, sem sett voru í skipið í Kaupmannahöfn, m.a. sjálfstýringu, tveimur dýptar- mælum með innbyggðri fisksjá og þriðja dýptarmæli að auki. Rat- sjáin var ekki tilbúin, en verður sett í skipið hérlendis. Frysti- geymsla fyrir beitu og lifrar- bræðslu er í skipinu og kældar lestar klæddar með aluminíum. Klefar skipverja eru bjartir og rúmgóðir, flestir klæddir innan með kjörviði. Kojur eru fyrir 21 mann um borð. f bátnum er 800 hestafla Mann heimdeiselvél. Gekk skipið 12 mílur í reynsluför, en á heimleið 1014 mílu með 300 snúningum. Eigandi skipsins er Óskar Lárusson, útgerðarmaður, Nes- kaupstað. Skipstjóri á Hafþór er Steinn Jónsson, Eyjólfur Hall- dórsson er stýrimaður, Björn Einarsson fyrsti vélstjóri og Guð mundur Sigmarsson annar vél- stjóri. Skipið býst nú á togveiðar. — Fréttaritari. ákvæðum hinna nýju bifreiða- laga. Með því að mjög er algengt, að þeir, sem bifreiðaslysum valda, reynast ölvaðir við akstur skor- ar aðalfundur Slysavarnadeildar innar Ingólfs á alla löggæzlu- menn og lögreglustjóra, að taka hart á slíkum brotum, og sýna enga linkind í sviptingu ökuleyfa í slíkum tilfellum. Málarafélag Hafn- arfjarðar 30 ára NÆSTKOMANDI föstudag minn- ist Málar: félag Hafnarfjarðar 30 ára afmælis síns, með samsæti í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Málaraf-lag Hafnarfjarðar var stofnað 27. febrúar 1929, og voru stofnendur 5 starfandi málarar í Hafnarfirði. Tilgangur félagsins var sam- kvæmt 2. gr. félagslaga: Að gæta hagsmuna félagsmanna í hví- vetna og efla samvinnu þeirra á meðal. Að stuðla að því, að félagar beiti ekki hver annan órétti, eða verði beittir órétti af öðrum óvið- komandi, hvorki persónulega eða fjárhagslega. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þessum mönnum: Magnús Kjartansson formaður; Kristinn J. Magnússon varaformaður; Ás- geir Einarsson ritari; Árni Árna- son gjaldkeri; Magnús Kjartans- son var formaður félagsins um 20 ára skeið, og var gerður heiðurs- félagi árið 1950. Einar Risberg sem einnig var einn af stofnendum félagsins var kjörinn heiðursfélagi á 15 ára af- mæli félagsins 1944. Félagið er aðili að Landssam- bandi iðnaðarmanna og hefir verið frá stofnun þess. Félagar eru nú 17. í núverandi stjórn eru: Björn Bjarnason formaður — Sigurður Kristinsson varfaformaður, Her- mann Ólafsson ritari og Eyþór Júlíusson gjaldkeri. Dönsk samúðar- kveðja vegna sjó- slysanna DANSKUR kennari Axel Kals- böll sem er mikill íslandsvinur og hefur af góðum skilningi og velvild til íslendinga skrifað um handrita- og landhelgismálið í dönsk blöð og þannig léð íslenzk- um málstað lið, hefur sent fram- lag í söfnunina vegna sjóslysanna og fylgdu þessar línur með: „Mig langar til að senda mínar innilegustu samúðarkveðjur til íslenzku þjóðarinnar, og aðstand- enda hinna mörgu hugdjörfu sjó- manna, sem fórust með b/v „Júlí“ og vitaskipinu ,,Hermóði“, er þeir börðust við haf og storma í hinni hættulegu þjónustu sinni fyrir ís- land. Það eru margir fslandsvinir i Danmörku sem taka innilega þátt í sorg yðar. Ég bið blað yðar vinsamlegast að taka á móti meðfylgjandi til- lagi mínu í söfnunina vegna sjó- slysanna. Um leið bið ég yður að flytja kveðju mína, til minna mörgu vina og kunningja á ís- landi, með hjartanlegri þökk fyr- ir hinar góðu móttökur sem ég varð aðnjótandi á ferð minni um ísland sumarið 1958. Haderslev þ. 3/3 1959. Axel Kalsb0ll, gymnasilærer. Vestmannaeyjum, 18. marz. — VEIÐI hjá Vestmannaeyjabátum var mjög treg í dag, og voru flest ir bátanna með sáralítinn afla. Var aflamagnið frá 800—1200 fisk um, og jaínvel enn minna. — Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.