Morgunblaðið - 19.03.1959, Side 19
Fimmtudagur 19. marz 1959
MORGUHBLAÐIÐ
19
Órói í Sovéflýðveldum
Asíu vegna rússneskrar
nýlend ukúgunar
Rómaborg, 18. marz.
(Reuter)
ÍTALSKA fréttastofan Con-
tinental segir frá því í dag og
kveðst hafa það eftir áreiðan-
legum heimildum, að allir
helztu forystumenn ríkisins
Turkmenistan hafi verið rekn
ir úr stöðum sínum og hand-
teknir, þar sem þeir hafi gert
samsæri gegn Sovétstjórninni.
Turkmenistan er eitt af lýðveld
unum í Sovétríkjunum. Það er í
Mið-Asíu, austur af Kaspíahafi,
norður af Persíu. Segir frétta-
stofan Continental, að foringjar
kommúnistaflokksins, , hafi gert
samsæri gegn Sovétrikjunum.
Hafi þeir ætlað að gera uppreisn
gegn Moskvuvaldinu og stofna
sjálfstætt ríki í Turkmenistan.
Eru nafngreindir nokkrir forystu
menn, sem handteknir hafa verið,
svo sem Babajev, framkvæmda-
stjóri kommúnistaflokksins, og
Sarejev, varaforsætisráðherra
landsins.
Ibúar Turkmenistan eru flestir
Múhameðstrúar og má vera að
sjálfstæðishreyfing Araba-land-
anna sé farin að berast þangað,
þrátt fyrir þétt járntjald. —
Óánægja meðal íbúa landsins hef
ur farið sívaxandi síðustu árin
vegna þess, að rússneskir land-
nemar streyma inn í landið og
sitja yfir rétti hinna innfæddu.
Þjóðverjar eíla
loftvarnir sínar
BONN, 18. marz (Reuter) — V-
þýzka stjórnin hefur ákveðið að
koma sér upp einni loftvarnar-
herdeild, sem verður búin loft-
varnareldflaugum. Eldflaugarnar
munu Þjóðverjar fá frá Banda-
ríkjunum og verða þær af gerð-
unum Ajax og Hercules. Síðar-
nefnda tegundin er langdrægari
en sú fyrrnefnda og getur borið
litlar kjarnorkusprengjur, sem
eru til þess fallnar að eyða
sprengjuflugvélum. Þjóðverjarn-
ir fá þó ekki að meðhöndla kjarn
orkusprengjukúlurnar, heldur
verða þær í höndum bandarískra
sérfræðinga.
* KVIKMYNDIR +
Nýja-Bíó:
ÆVINTÝRAKONAN
MAMIE STOVER
ÞESSI ameríska kvikmynd, sem
tekin er í litum og Cinemascope,
er byggð skáldsögu eftir Willi-
am Bradford Huie. — Segir þar
frá ungu lauslætiskvendi, Mamie
Stover, sem stundað hefur þá
iðju í San Francisco, að ginna
fé út úr mönnum með fegurð
sinni. Hefur lögreglan vísað
henni á brott úr borginni og hún
heldur til Honolulu til þess að
stunda þar sömu atvinnu. — Á
leiðinni þangað kynnist hún ung-
um rithöfundi, Jim Blair, að
nafni. Þegar til Honolulu kemur
ræður Mamie sig í danshús, þar
sem siðferðið er ekki upp á
marga fiska, en Jim, sem er orð-
inn ástfanginn af Mamie biður
hana að hverfa frá þessari at-
vinnu. Hún er líka hrifin af Jim,
en peningarnir eru henni fyrir
öllu og það gerir gæfumuninn.
Boðskapur myndarinnar er sá, að
lítil stoð er í auðæfum ef menn
bíða tjón á sálu sinni og að sú
sanna lífshamingja verður ekki
keypt fyrir peninga. —
Myndin er að mörgu leyti góð
og þau Jan Russel og Richard
Egan fara vel með aðalhlutverkin
og Agnes Moorehead er afbragð
í hlutverki eiganda danshússins.
Ego.
Er framkoma Rússa á þessu
svæði í stíl við harðsvíruðustu
nýlendukúgun,
Fyrir þremur dögum var opin-
berlega tilkynnt í Moskvu, að
foringjum kommúnistaflokksins
í Uzbekistan, öðru Sovétríki í
Asíu, hefði verið vikið frá störf-
um. Var sagt í tilkynningunni að
þessir forystumenn, þeirra á
meðal Kamalov, framkvæmda-
stjóri flokksins, hefðu reynzt ó-
hæfir og svikulir. Ríkið Uzbeki-
stan er næst fyrir austan Turk-
menistan, eða fyrir norðan hið
sjálfstæða ríki Afganistan. íbú-
arnir þar eru einnig Múhameðs-
trúar og er talið að brottvikning
forystumannanna sé afleiðing af
árekstrum milli frumbyggjam.a
og rússneskra landnema.
TRÍPÓLÍ í Líbyu og Kairo, 18.
marz. (Reuter). — Stúdentar í
Trípólí höfuðborg Libyu lýstu
fylgi sínu við Nasser í dag á há-
værum og æsingasömum úti-
fundi. Var þar mótmælt harðlega
afskiptum Rússa af innanríkis-
málum Arabaríkjanna og undir-
róðursstarfsemi kommúnista for
dæmd. Að útifundinum loknum
gengu stúdentarnir áleiðis til rúss
neska sendiráðsins í borginni til
að mótmæla útþenslustefnu
Rússa. En lögreglulið stöðvaði
gönguna og tvístraði henni áður
en hún næði sendiráðinu. Vopnað
ur lögregluvörður gætti rúss-
neska sendiráðsins í kvöld.
Blöðin í Kairo héldu í dag
uppi harðvítugri árásum en
nokkru sinni fyrr gegn kommún-
istum og Kassem forsætisráPB-
herra íraks. Bera þau aðalfyrir-
sagnir sem hljóða m.a. svo:
„Kommúnistar rífa sundur Kór-
aninn“, og „Kommúnistar stofna
ógnardómstóla í írak“.
Blöðin birta einnig samtal við
rektor Múhameðstrúarskólans í
Kairo, þar sem hann segir, að
allir arabískir Múhameðstrúar-
menn verði að berjast gegn
kommúnistum og zionisma. Skor
ar hann á Kassem að snúa aftur
til Allah og reisa við þjóðernis-
hreyfingu Araba í írak, sem
kommúnistar séu að bæla niður.
Frá Damaskus í Sýrlandi ber-
ast fréttir, að yfirvöldin í írak
hafi látið handtaka Mohammed
Afli Akranesbáta
3008 lestir frá
vertíðarbyrjun
AKRANESI, 18. marz. — f dag
eru 18 bátar á sjó héðan. í gær
var heildarafli sömu báta 195
lestir. Þá var Sigrún langafla-
hæst með 33 lestir. Næstur var
Höfrungur með 22 lestir, þá Sæ-
faxi með 18 lestir og Ólafur
Magnússon með 18 lestir. Afla-
magn Akranesbáta frá vertíðar-
byrjun til 15. marz er 3008 lestir
í 438 róðrum. Á sama tíma í
fyrra var heildaraflinn 117 lest-
um minni, en róðrarnir 31 fleiri.
Að þessu tvennu leyti er útkom-
an hagstæðari í ár en í fyrra. 15.
þ.m. voru hæstu bátarnir Sigrún
með 304,3 lestir, Sigurvon með
279 lestir, Ólafur Magnússon með
270,3 lestir, Sæfari með 214 lestir,
Keilir 201 lest og Höfrungur 200
lestir. Nú mun aflahæsti bátur-
inn, Sigrún, búinn að fá 350 lestir.
— Oddur.
Haf izt handa um að
bjarga Gulltoppi
VESTMANNAEYJUM, 18. marz.
— Þegar er hafinn undirbúningur
að því að bjarga mótorbátnum
Gulltoppi frá Vestmannaeyjum,
sem rak upp á Landeyjasand í
gær, eftir að net hafði flækzt í
skrúfuna og stöðvað vél Gull-
topps, eins og frá var skýrt í
fréttum í gær. Báturinn er ó-
skemmdur að því er vixðist og
ekki teljandi sjór í honum. Skip-
stjórinn á bátnum og nokkrir af
áhöfninni fóru héðan með flugvél
í dag til Reykjavíkur og munu
síðan ætla austur til að geta tekið
þátt í björgunarstarfinu. Á þessu
stigi málsins er erfitt að segja
um, hvernig til muni takast um
björgun bátsins, þar sem ýmis-
legt getur orðið til að há björg-
unarstarfínu svo sem sjólag og
veður. — Bj. Guðm.
Kubbah foringja þjóðernissinna-
flokks íraks. Einnig er sagt, að
fjöldahandtökur fari fram meðal
embættism. og er það nægileg
sök, ef þeir hafa ekki verið við-
staddir útför kommúnistans
Kamel Kazanji, sem féll í upp-
reisninni í Mósúl á dögunum.
Segja blöðin í Sýrlandi að fjölda
handtökurnar í írak séu einn lið-
urinn í aðgerðum til að uppræta
þjóðernisstefnu Araba í landinu.
Rúmlega 100 þús.
haf a saf nazt á flug-
vellinum
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 19.
marz. — Hér á flugvellinum hef-
ur sem svo víða annars staðar far
ið fram fjársöfnun til slysasam-
skotanna. Hafa íslenzkir starfs-
menn hjá varnarliðinu safnað fé
til samskotasjóðsins. Söfnuðust
meðal þeirra 49,000 krónur. Þá
hefur fjársöfnun einnig farið
fram meðal hinna bandarisku
varnarliðsmanna og hafa þar
safnazt 45,000 krónur. Hér höfðu
áður safnazt meðal starfsmanna
flugmálaþjónustunnar 8000 kr.
Hafa því safnazt hér á Keflavík-
urflugvelli yfir 100,000 krónur til
slysasamskotanna. — B. Þ.
— Ofsalegar árásir
Framh. af bls. 1.
þessa í dag og hafa síðan birt
fjölda greina og flutt erindi
þar sem Tító og júgóslavneskir
félagar hans eru bornir hinum
þyngstu sökum.
Peking-útvarpið sagði m. a., að
för Títós hefði verið farin til að
sá sundrungu og illdeilum meðal
sósíalista, en flytja áróður fyrir
bandaríska heimsvaldasinna og
stríðsæsingamenn. Þá hafi hann
stefnt að því að grafa undan
sjálfstæðishreyfingu Asíu-þjóða
og kveða niður hlutleysisstefn-
una, vegna þess að Bandaríkja-
menn væru búnir að múta honum
með fjárframlögum og ráða hann
í sína þjónustu, sem erindreka
heimsvaldakúgunarinnar.
Útvarpið sagði einnig, að allir
vissu, að heimsvaldastefna Banda
ríkjanna væri mesta ógnunin við
heimsfriðinn og við sjálfstæðis-
stefnu Asíu og Afríku. Þess vegna
væri ekki svo mikil hætta sam-
fara því, þótt Tító gerðist helzti
talsmaður heimsvaldastefnunnar,
það yrði aðeins til þess, að þjóðir
Asíu og Afríku skyldu það svik-
arahlutverk, sem hann ynni og
myndi Tító-klíkan einangrast og
hljóta almenna fyrirlitningu.
Afskiptum Rússa af mál-
um Araba mótmœlt
Fjöldahandtökur á þjóðernissinnum í írak
TÚNIS, 18. marz. (Reuter). —.
Stjórnmálanefnd Neo-Destour
hershöfðingi
AÞENA, 18. marz. (Reuter). •—
George Grivas, foringi EOKA
flokkanna á Kýpur, sem fyrir
nokkru sneri heim til Grikk-
lands var í dag skipaður hers-
höfðingi af æðstu gráðu við
gríska herinn. Samþykkti griska
þjóðþingið einróma að sýna hon-
um þennan heiður fyrir hetju-
lega framgöngu á Kýpur.
Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum fjær og nær,
sem með heimsókn, gjöfum og skeytum, sýndu mér
vinsemd á 70 ára afmæli mínu.
Gísli Sæmundsson.
Ég þakka öllum sem heiðruðu mig með heimsóknum,
skeytum og góðum gjöfum á 80 ára afmæli mínu 13.
þessa mánaðar.
Vilhjálmur Ásgrímsson, Hringbraut 90.
Hjartanlegar þakkir fyrir allan þann hlýhug og alla þá
sæmd, sem ég og mínir urðu aðnjótandi í tilefni af 70 ára
afmæli mínu.
Guð og gæfan fylgi yður vinir mínir.
Bjarni Snæbjörnsson.
flokksins sem er við völd í Tún-
is samþykkti í dag einróma álykt
un þar sem nýlendukúgun yfir
Arabaþjóðum er fordæmd og
því er lýst yfir að íbúar Túnis
vilji sverjast í fóstbræðralag við
aðrar Afríkuþjóðir og reka
Frakka og Breta af höndum sér.
Vinna
Hreingerningar
Pantið í bí na. — Guðmundur
Hólm. sími 15133.
Grívas srerður
Lokað
vegna jarðarfarar frá hádegi.
Sig. Þ. Skjaldberg h.f.
B
Konan mín
ÞÓBA PÉTURSDÓTTIB
andaðist að St. Jóefsspítala, þriðjudaginn 17. þ.m.
Ingjaldur Þórarinsson.
Móðir mín
ÓLÖF ÁGtíSTSDÓTTIB
andaðist að heimili sínu Hagamel 20 miðvikud. 18- þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda. '■*.
Gunnhildur Eyjólfsdóttir.
Faðir okkar og fósturfaðir
GUÐMUNDUR HANSSON
frá Þúfukoti í Kjós,
andaðist að hjúkrunarheimili Hrafnistu aðfaranótt 18.
þessa mánaðar.
Bðrnln.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
SÓLVEIGAR PÉTUBSDÓTTUB
Gautlöndum.
Börn, tengdabörn og barnaböm.
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum nær og
fjær fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall
og jarðarför konunnar mínnar, móður okkar. tengda-
móður og ömmu
SIGURBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
Vesturgötu 68,
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og vinarhug sýnd-
an við fráfall og útför
guðrUnar þórðardóttur
frá Brekkubæ,
Ennfremur hjartans þakkir öllum sem lögðu henni lið
á hennar löngu þrautargöngu..
Kærar þakkir fyrir minningargjafir gefnar í hennar
nafni.
Aðstandendur.