Morgunblaðið - 19.03.1959, Page 20
VEÐRIÐ
og SA stinningskaldi. Hvasst
og rigning við og við
Kvennasíða
Sjá bls. 9.
65. tbl. — Fimmtudagur 19. marz 1959
,Brigb á stjórnarsáttmálanum'
ad leggja stórmál fyrir Alþingi
Einstæð yfirlýsing forsætisráðherra
vinstri stjórnarinnar sálugu
1 RÆÐU sinni við setningu flokksþings Framsóknarmanna lýsti
Hermann Jónasson því yfir, að það hefði verið „brigð á stjórnar-
sáttmála“ vinstri flokkanna ef hann hefði lagt efnahagsmála-
tillögur sínar fram á Alþingi í nóvember sl., í stað þess að leggja
þaer fyrir þing Alþýðusambands Islands!
Hér er um að ræða einstæða yfirlýsingu. Fyrrverandi forsætis-
ráðherra lýsir því umbúðalaust yfir, að hann hafi ekki getað lagt
mesta vandamál þjóðarinnar fyrir Alþingi til úrskurðar eða með-
ferðar, vegna þess að hann hafi verið búinn að skuldbinda sig
til þess að hlíta forsjá stéttaþings.
Svona lítilmótlegt var Al-
þingi íslendinga orðið undir for-
ystu vinstri stjórnarinnar og
Hermanns Jónassonar. Hann
taldi sig ekki hafa leyfi til þess
að leggja fyrir það hin þýðingar-
mestu mál nema með leyfi komm
únistanna í stjórn Alþýðusam-
bands Islands.
Alþýðuflokkurin* vildi málið
fyrir Alþingi
Um þetta segir einn af ráð-
herrum vinstri stjómarinnar,
Gylfi Þ. Gíslason, í ræðu á Sel-
fossi sl. sunnudag, samkvæmt
frásögn Alþýðublaðsins í gær:
„Sannleikurinn er sá, sagði
Gylfi Þ. Gíslason, að við Al-
þýðuflokksráðherrarnir vild-
um láta/leggja efnahagsmála-
ágreininginn fyrir Alþingi, en
á það gat Hermann ekki fall-
izt“.
Meira að segja Alþýðuflokk-
urinn vildi láta leggja efnahags-
málin fyrir Alþingi og láta úrslit
þeirra ráðast þar. „En á það gat
Hermann ekki fallizt".
Ummæli Hermanns
á flokksþinginu
Ummæli Hermanns Jónasson-
Fræðslunámskeið
um atvinnu- og
verkalýðsmál
NÆSTI fundurinn á fræðslunám
skeiðinu um atvinnu- og verka-
lýðsmál verður haldinn í Valhöll
við Suðurgötu í kvöld kl. 8,30.
Rætt verður um þróun atvinnu-
veganna siðari ár.
Nauðsynlegt, að þátttakendur
mæti stundvíslega.
Hofnarfjöiður
HAFNARFIRÐI. — f kvöld kl.
8,30 hefst annar
f u n d u r stjórn-
málanámskeiðs
Stefnis. Magnús
Jónsson alþingis
maður flytur þá
framsögu um
ræðumennsku.
Fyrsti f u n d -
urinn var mjög
vel sóttur, og eru
þátttakendur beðnir að mæta
gtundvíslega í kvöld.
Keflovik
I KVÖLD kl. 9 verður hið vinsæla
bingó spilað í Vik. Góð verðlaun
verða veitt. Aðgangur er ókeypis.
Fjölmennið.
Sjálfstæðisfél. í Keflavík.
ar um þetta á flokksþinginu voru
á þessa leið:
„Ýmsir hafa sagt: Þið Fram-
sóknarmenn áttuð að bera fram
á Alþingi tillögurnar, sem þið
báruð fram í ríkisstjórninni 17.
nóv. sl. Þetta var ekki hægt.
Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyr-
ir að leysa beri efnahagsmálin í
samráði við vinnustéttimar.
að fallast á tillögurnar, ásamt
tveimur af stjórnarflokkunum.
Að bera tillögurnar fram á Al-
þingi hefði verið brigð á stjórnar-
sáttmálanum“.
Svo mörg voru þau orð. Enn
einu sinni hefur þjóðinni gef-
izt tækifæri til þess að skyggn
ast niður í hyldýpi þess stjórn-
málaöngþveitis, sem vinstri
stjórnin leiddi yfir hana.
Mbl. hefur borizt
rúml. 1,1 millj. kr.
SöFNUNINNI vegna sjóslysanna
er haldið áfram, og Morgunblað-
inu berast jafnt og þétt framlög
frá þeim, sem vilja styrkja að-
standendur þeirra, er fórust með
Júlí og Hermóði. í gær bárust
blaðinu tæplega 42 þús. kr., og
hafa blaðinu þá borizt alls lim 1
Verkalýðshreyfingin hafði neitað millj. og 110 þús. kr.
Metafladagur varð
Olafsvík í fyrradag
ÓLAFSVÍK, 18. marz. — Dagur-
inn í gær varð sögulegur, því þá
kom hér á land meiri þorskafli
en komið hefur á land áður á
einum og sama degi. Eru því
miklar annir hér í kauptúninu í
dag og allir í vinnu, sem vettlingi
geta valdið.
Sjósókn hefur verið erfið hér
sem og víðar á þessari vertíð.
Segja má að afli hafi verið von-
um framar nú að undanförnu,
einkum hjá netjabátunum. En
Ágústa blaut
afreksbikarinn
ÁGÚSTA Þorsteinsdóttir kom í
veg fyrir að Svíarnir færu ósigr-
aðir heim, er hún sigraði Birg-
ittu Erikson í 50 m skriðsundi á
nýju isl. meti 30,1 sek. Það var
bezta afrek mótsins samkv. stiga
töflunni og hlaut Ágústa bikar
þann er SSÍ gaf KR á 60 ára af-
mæli félagsins. Lennart Brock
sigraði í 50 og 100 m skriðsundi
karla. Nilson í 100 m. bringusundi
og jafnaði sitt sænska met 1:14,8.
Birgitta sigraði í 100 m baksundi
kvenna 1:17,7, en Helga Haralds-
dóttir KR setti ísl. met 1:19,6 min.
Mörg málverk ef tir
meistarana á upp-
boði í dag
í DAG heldur Sigurður Bene-
diktsson málverkauppboð í Sjálf
stæðishúsinu. Verða þar á boð-
stólum 36 málverk, þ.á.m. 8 mál-
verk eftir Kjarval og 5 myndir
eftir Ásgrím. Má t.d. nefna mál-
verk frá Berserkjahrauni, Heið-
in há og Moldin angar eftir
Kjarval og olíumálverk Úr Borg-
arfirði og Jöklasýn í vatnslitum
eftir Ásgrím. Einnig verða m.a.
á uppboðinu myndir eftir Þórar-
in B. Þorláksson, Kristínu Jóns-
dóttur, Þorvald Skúlason og Jó-
hannes Geir Jónsson.
Af öðrum munum, sem þarna
verða á boðstólum, má einkum
nefna 12 manna matarstell, Al-
þingishátiðarstell, og kaffistell
af sömu gerð.
Uppboðið hefst kl. 5 síðdegis.
það var þó ekki fyrr en í gær,
sem allur flotinn kom inn með
netjafisk. Héðan róa 12 bátar.
Hefur afli þeirra, sem verið hafa
á netjum, numið 12—20 tonnum
í róðri nú að undanförnu.
Bátarnir komu úr róðri í gær-
kvöldi og í nótt, á tímabilinu kl.
8 um kvöldið til 2 um nóttina.
Allir voru með mikinn afla,
stærri og fallegri þorsk en við sá-
um nokkru sinni á vetrarvertíð
í fyrra, svo tekið sé dæmi. Var
aflahæsti báturinn með 29 tonn,
en það er mb. Glaður, skipstjóri
Kristmundur Halldórsson. Þegar
löndun var lokið snemma í
morgun og farið var að reikna út
meðalafla hjá bátunum, kom í
ljós að hann var hvorki meira né
minna en 20 tonn.
1 þessum róðri bárust á land
alls 235 tonn af þorski, óslægðum.
Aflinn var ýmist frystur eða salt-
aður.
Nú er aflahæsti báturinn hér í
Ólafsvík mb. Hrönn, skipstjóri
Guðmundur Jensson. Aflinn er
350 tonn í 42 sjóferðum.
— Bj. Ól.
Hálfan osf takk fyrir!
HÁLFAN ost fjörtíu og fimm pró
sent takk., sagði viðskiptavinur-
inn. Kaupmaðurinn tók flug-
beittan búrhnífinn og sótti ost-
inn inn í ostaskápinn, og skar
pstinn í tvennt að viðskiptavinun-
um ásjáandi.
Hvað er þetta, sagði kaupmað-
urinn er hann skoðaði í sárið? Já
sagði viðskiptavinurinn, osturinn
er bara myglaður, ber ekki á
öðru, sagði kaupmaðurinn og gat
þess um leið að hann hefði fyrir
nokkrum dögum keypt ostinn frá
osta og smjörsölunni að sjálf-
sögðu með tilheyrandi gæða-
mati. — Afsakið sagði kaupmað-
urinn og sótti annan ost.
Hvernig ætli standi á þessu
með ostinn? Sú skýring sem
kaupmaðurinn gaf á þessu er
sennileg talin. Hann sagði að
þegar gæðamatið hefur fram far-
ið, hefur sérstöku áhaldi til þess
verið stungið inn í ostinn. Það er
sívalt í laginu og tekur í sig ost
sem síðan er athugaður. Þegar
Bezti afladagur Grundar
fjarðarbáta í fyrradag
Aldrei komið jafnmikill fiskur á land
á einum degi
GRUNDAFIRÐI, 18 marz. — f
gær var bezti afladagur Grund-
arfjarðarbáta það, sem af er ver-
tíðinni. Sex bátar komu að landi
með um það bil 170 lestir eða
sem næst 28 lestir að meðaltali
á bát. Aflahæsti báturinn var
Grundfirðingur II. með 46 lestir,
þá Hringur með 30 lestir, Blíðfari
með 29 lestir, Sæfari með 26
lestir, Farsæll með 21 lest og
Sigurfari með 16 lestir.
Aldrei hefir komið jafnmikill
fiskur á land á einum degi i
Grundarfirði, og afli Grundfirð-
ings II. er metafli hér í einum
róðri.
Allur þessi afli fékkst í þorska
net og var tveggja nátta nema
hjá Sigurfara.
Geysimikið annríki er hér við
vinnslu aflans og leggja menn
nótt með degi til að koma fiski
dag við ótt til að koma fiskinum
undan. Er aflinn ýmist frystur,
saltaður eða hertur. — E.M.
stykkið var dregið út úr ostinum
hefur það skilið eftir opið sár,
svo loft hefur komizt inn í ost-
inn og myndast mygla.
Það er ekki að undra þó Neyt-
endasamtökin séu að fetta fing-
ur út í þetta með gæðasmjör og
gæðaosta.
1624 tonn á land
í Sandgerði f yrri
helming marz
SANDGERÐI, 18. marz. — Bát-
arnir, sem reru með net í gær,
fengu engan afla, en þeir átta bát-
ar, sem voru með línu, öfluðu
sæmilega og fengu 5—18% lest.
Hæstur var Hamar með 18% lest,
annar Guðbjörg með 12% lest og
þriðji Helga með 12 lestir. Allt
miðað við óslægðan fisk.
Fyrri helming marzmánaðar
voru gæftir sæmilegar. og fóru
bátarnir að jafnaði 8—11 íóðra.
Alls voru farnir 172 róðrar af 19
bátum, en á sama tíma i fyrra
fóru 17 bátar samtals 158 róðra.
Heildarafli þennan hálfa mánuð
nam 1624 lestum. Mestur afli kom
á land miðvikudaginn 11. þ. m.,
og fékk Helga þá 20% lest og
Guðbjörg 19 lestir. Mestan afla
þennan hálfa mánuð hefir Helga,
133 lestir, næstur er Víðir II. með
128% lest og þriðji Guðbjörg með
119% lest. — Axel.
10 fogarar
um veiðum
UNDANFARIÐ hefur togurum
verið að smáfjölga fyrir Vestur-
og Suðvesturlandi, en hingað til
hafa þeir yfirleitt verið nokkuð
dreifðir og haldið sig djúpt und-
an landi. Þrjú til fjögur brezk
herskip halda stöðugt uppi gæzlu
á tveimur verndarsvæðum til ó-
löglegra veiða fyrir brezka tog-
ara, öðru á Selvogsgrunni og hinu
við Snæfellsnes. Fjöldi togara,
sem veiðar hafa stundað á þessum
svæðum, hefir verið misjafn, oft-
ast 4—5 á hvoru svæði fyrir sig,
að ólögleg-
í gœrkvöldi
en þó oft færri og stundum fleiri.
í gær voru engir brezkir tog-
arar að ólöglegum veiðum á Sel-
vogsgrunni, en 18 enskir, þýzkir,
belgískir og íslenzkir togarar fyr-
ir utan takmörkin. Við Snæfells-
nes voru í gærkvöldi 10 togarar
að ólöglegum veiðum. Við Vest-
firði var vitað um 4 togara að
veiðum nokkuð utan takmark-
anna, og voru þeir allir brezkir.
Fyrir Norður-, Austur- og Suð-
urlandi voru í gær engir togarar
nálægt íiskveiðitakmörkunum.