Morgunblaðið - 10.04.1959, Síða 1
20 slður
46. afgangrur
80. tbl. — Föstudagur 10. apríl 1959
Frentsmiðja Morgunblaðsbu
Tíbetbuar mynda eigin stjórn
Harðir bardagar viða i landinu.
Viðtækar fangelsanir
ASSAM, 9. apríl. — NTB-Reuter.
— Dalai Lama kom í dag til
Búddistaþorpsins Sang Ozong,
sem liggur 40 km. frá Towang-
klaustrinu í Norður-Indiandi.
Hann er á leiðinni til Tezpur,
sem er fyrsta stóra járnbrautar-
stöðin á svæðinu sem hann ferð-
ast um. Daiai Lama fór frá To-
wang í gær og dvaldist í nótt i
litlu þorpi, sem liggur í 20 km.
fjarlægð frá hinu fræga klaustri.
Leppurinn fer til Peking
Peking-útvarpið skýrir frá því
að Panchen Lama, sem er leið-
togi kínversku leppstjórnarinnar
í Tíbet, hafi farið frá Lhasa í
dag áleiðis til Peking, þar sem
hann á að taka þátt í alþýðu-
þinginu sem hefst þar 17. apríl.
Frá Nýju Dehli berast þser
fréttir að hersveitir kínverskra
kommúnista hraði nú för sinni
til vesturhluta Tíbets til að koma
í veg fyrir flótta íbúanna til
Nepals og Indlands.
Indland verður varið
Indverski landvarnaráðherr-
ann, Krishna Menon, lýsti því
yfir í indverska þinginu í dag,
að ef nokkurt ríki virti að vett-
ugi landamæri Indlands, mundi
herstyrkur Indverja skerast í
leikinn. I umræðunum í þinginu
í dag ræddu flestir þingmann-
anna, sem til máls tóku, um þá
ógnun sem Indlandi væri búin,
eftir innrás kínversku hersveit-
anna í Tíbet.
Eðlileg tjáning á föðurlandsást
Nehru forsætisráðherra komst
svo að orði í þingræðu, að upp-
reisnin í Lhasa virtist vera eðli-
leg tjáning á föðurlandsást Tíbet-
búa. Hann kvaðst ekki hafa orðið
var við nein merki þess, að í
vændum væri stórkostlegur flótti
frá Tíbet til Indlands. Hann kvað
her og lögreglu mundu vernda
landamæri Indlands og verja ör-
yggi þess. Indverjar vildu gjarna
halda vináttu við Kínverja, en
þeir mundu aldrei gangast inn
á það, að Tíbetbúar hefðu fram-
ið glæp með því að verja sjálfs-
stjórn sína.
Bráðabirgðastjórn
í frétt frá Kalimpong seg-
ir að frelsishetjurnar í Tíbet
hafi myndað bráðabirgða-
stjórn. Hafi þessi ríkisstjórn
lýst því yfir, að baráttunni
við Kínverja verði haldið
áfram þar til Tíbet hefur
heimt frelsi sitt undan Kín-
verjum og Dalai Lama get-
ur snúiðTieim aftur.
Harðir bardagar
Áreiðanlegar fregnir herma
að harðir bardagar standi enn
víða í Tíbet. Hafa Kínverjar flutt
til Tíbet mikinn fjölda léttra
skriðdreka, sem eru hentugir í
fjalllendi.
25.000 í fangelsum
U Nu fyrrverandi forsætisráð-
herra Burma sagði frá því í dag,
að hann hefði boðið Dalai Lama
að koma í heimsókn til Burma.
Indversk blöð fullyrða að Kín-
verjar hafi þegar fangelsað 25
þús. Tíbetbúa í fimm fangabúð-
um náiægt Lhasa.
Rússar vilja nýja efna-
hagsstofnun Evrópu
GENF, 9. apríl. — NTB-Reuter.
— Það er haft eftir áreiðanlegum
heimildum í Genf í dag, að Rúss-
ar hafi lagt til, að sett verði
upp efnahagssamvinnustofnun
fyrir alla Evrópu, sem komi í
staðinn fyrir sameiginlega mark-
aðinn og Efnahagssamvinnustofn
un Evrópu (OEEC). Aðilar hinn-
ar nýju stofnunar eiga að vera
Bretar breyta um stefnu
LONDON, 9. apríl. — NTB-AFP.
— Stjórnmálafréttaritarar í
London höfðu fyrir satt í dag,
að brezka stjórnin hefði neyðzt
til að breyta ýmsum þeim áætl-
unum, sem að áliti Macmillans
áttu að liggja til grundvallar um-
ræðum Vesturveldanna við Sovét
ríkin. Það eru bandamenn Bret-
lands með Vestur-Þýzkaland í
broddi fylkingar, sem hafa feng-
ið brezku stjórnina til að hverfa
frá upphaflegri áætlun sinni um
svæði í Mið-Evrópu, þar sem
vígbúnaður verði takmarkaður.
Nú hefur náðst samkomulag
um að semja beri aðeins um svo-
kallaða „frystingu" þess herafla
sem nú er fyrir hendi, þ. e. a. s.
að vígbúnaðarkapphlaupið verði
stöðvað. öll vestræn ríki leggja
áherzlu á það, að komið verði
upp gagnkvæmu eftirlitskerfi, og
telja það skilyrði þess að hægt
sé að takmarka herafla og víg-
búnað.
; Góðar heimildir herma, að
brezka stjórnin sé enn reiðubú-
in að ræða stöðu Berlínar við
Rússa til að fá réttindi Vestur-
veldanna staðfest. Hins vegar er
hún ekki þeirrar skoðunar, að
breyta beri núverandi stöðu
borgarinnar. Hún vill aðeins
tryggja stöðu hennar með nýjum
samningum, ef með þarf, með
aðstoð Sameinuðu þjóðanna.
öll ríki, sem taka þótt í starfi
efnahagsnefndar Sameinuðu
þjóðanna fyrir Evrópu.
Tillaga Rússa kom fram í orð-
sendingu til efnahagsnefndar
Sameinuðu þjóðanna, og verður
hún tekin til umræðu á 14. þingi
nefndarinnar, sem kemur saman
í Genf 20. apríl.
í orðsendingunni leggja Rúss
ar til, að viðskiptamálaráðherrar
hlutaðeigandi landa komi sam-
an til að ræða efnahagssamvinnu
allra landa í Evrópu. Hin nýja
stofnun á að vinna að því að
binda enda á allt ójafnræði
viðskiptum Evrópuríkjanna og
athuga möguleikana á að lækka
tolla. Einnig á hún að auðvelda
aðildarríkjunum að afla gagn-
kvæmra lána og tryggja langan
lánsfrest.
Frank Lloyd
Wright látinn
NEW YORK, 9. apríl. — Einn
frægasti húsameistari samtímans,
Bandaríkjamaðurinn Frank Lloyd
Wright, lézt í dag 89 ára gamall.
Wright var frægur fyrir opinská-
ar og frumlegar yfirlýsingar sín-
ar varðandi nútímabyggingarlist
og var sjálfur merkur brautryðj.
andi á sínu sviði, þótt hann væri
mjög umdeildur, eins og títt er
um merka menn.
Myndin til vinstri er af einu
þeirra húsa, sem Wright gerði upp
drátt að á sínum tíma. Það átti
að verða hæsta hús í heimi,
hvorki meira né minna en 510
hæðir, eða 1732 metrar. Ætlað
var að þar gætu starfað um 100
þúsund manns. Wright vildi að
húsið yrði byggt í Chicago. Bygg-
ingin hefði orðið fimm sinnum
hærri en Empire State Building í
NewYork, sem enn er stærsta hús
I heimi. Sézt hún yzt til hægri
á myndinni. Ekki hefur enn verið
ráðizt í að byggja húsið, sem
Frank Lloyd Wright gerði upp-
dráttinn að, en hver veit hvað
verða kann?
Grotewohl skrifar
Adenauer
BERLÍN, 9. apríl. — NTB-AFP.
• Otto Grotewohl forsætisráð-
herra Austur-Þýzkalands hefur
lagt til við Adenauer forsætis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands, að
fulltrúar beggja þýzku ríkjanna
hittist til að ganga frá sameigin-
legri stefnu þeirra fyrir utan-
ríkisráðherrafundinn í Genf- 11.
maí. Útvarpið í Austur-Berlín
flutti þessa frétt í kvöld. Tillag-
an var í bréfi sem Grotewohl
sendi til Adenauers, og las
Grotewohl sjálfur bréfið í út-
varpið.
30 kappar fórnuðu sér
fyrir Dalai Lama
Villtu um fyrir Kinverjum, meban
leiðtogi þeirra komst til fjalla
Debré f er til Bonn
BONN, 9. apríl. — NTB-Reuter.
— Franski forsætisráðherrann,
Michel Debré, kemur í heimsókn
til Bonn í byrjun maí, sam-
kvæmt upplýsingum vestur-
þýzku stjórnarinnar í dag. Til-
gangur heimsóknarinnar er að
ræða aðkallandi vandamál við
Adenauer forsætisráðherra Vest-
ur-Þýzkalands, m. a. undirbún-
inginn að fundi utanríkisráð-
herranna, sem hefst í Genf 11.
maí. —
DANSK-ENSKI blaðamaðurinn
Noel Barber hefur fengið nánari
fregnir af flótta Dalai Lama frá
Tíbet og hefur símað þær til
Vesturianda. Það var Khamba-
ættflokkurinn sem hélt verndar-
hendi yfir Dalai Lama á flóttan-
um, eins og skýrt hefur verið frá.
í föruneyti hans var 30 manna
„sjálfsiiiorðssveit", sem var sér-
staklega búin, og var leiðtogi
hcnnar maður sem þóttist vera
Dalai Lama, Var um það séð, að
fréttin um „flótta“ þessarar
sveitar sem fór í vesturátt bærist
til Kínverja, þannig að athygli
þeirra beindist frá hópi þeim,
sem flúði með Dalai Lama. Fór
sá hópur í austurátt til Assams.
Noel Barber, sá er fyrstur
birti fréttir af bardögunum í Tí-
bet, kveðst hafa öruggar heimild
ir meðal Khamba-ættflokksins
um flóttann.
Kínverjar óvitandi
um flóttann í 3 daga
Þegar Dalai Lama flúði, meðan
barizt var í Lhasa, fór fylgdar-
lið hans, sem var úr flokki hinna
tryggu Khamba-manna með
hann vestur þjóðveginn í áttina
til Gyantse. Það virðist nokkurn
veginn ljóst að Kínverjar vissu
ekki um flóttann fyrstu þrjá dag
ana og héldu sýnilega að Dalai
Lama væri um kyrrt í Pokla •
höllinni. Vegurinn til Gyantse er
góður og hópurinn fór hratt yfir
á hestbaki eða í vörubíl, þegar
færðin leyfði. Þannig komst hann
að vesturhorninu á Yandrak-
vatninu, en þar beið öflugur liðs
styrkur frá Khamba-ættflokkn-
um.
Dulbúinn
Dalai Lama var klæddur eins
og tíbezkur bóndi, og enginn sem
á vegi hans varð hafði hugmynd
um hver hann var. Það var ætlu"
in að halda áfram til Gangtok í
Sikkim, en þá uppgötvuðu Kín-
verjar flóttann. Tólf vörubílar
með kínverskar hersveitir voru í
snatri sendir til bæjarins
Thangla, en þaðan var auðvelt að
loka veginum til Gangtok.
Khamba-mennirnir fengu veður
af þessu og voru um kyrrt einn
dag við Yandrak-vatnið til að
hugsa ráð sitt.
30 sjálfboðaliðar
Það var á þessum stað sem
skæruliðsforingi bauðst til að
mynda 30 manna hóp, sem létist
vera Dalai Lama og föruneyti
hans og reyndi að villa um fyrir
Kínverjum. Ilermennirnir 30
voru sjálfboðahðar. Þessi hópur
lagði af stað til Gyantse með tví-
fara Ðalai Lama. í fyrsta þorpini:
sem hópuriim kom til var sú fréti
látin berast út, að hér væri Dalai
Lama á ferð. Á staðnum voru
engir kinverskir hermenn, en þeg
ar allir þorpsbúar komu saman
til að hylla þjóðhöfðingja sinn,
var fréttinn ekki lengi að berast
til eyrna Kínverja.
Falsfréttir
Það var för þessa hóps sem
olli fyrstu fréttunum um það, að
Frh. á bls. 19.
Friðrik
tapaði
MOSKVA, 9. apríl. — Spassky
sigraði Friðrik Ólafsson í þriðju
umferð á skákmótinu hér. Frið-
rik tapaði snemma peði og stóðst
síðan ekki ásókn Rússans. Hann
missti drottninguna og gafst upp
í 39. leik.
Aðrar skákir fóru svo, að
Filip vann Portisch, en jafntefli
varð hjá Vasjukov og Smyslov
og Lutikov og Bronstein. Bið-
skákir urðu hjá Aronin og Milev
og Larsen og Simagin.
Smyslov hefir unnið biðskák
sína við Spassky úr 2. umferð.
Föstudagur 10. apríl
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Kvikmynd um Billy Graham
sýnd hér. *
— 6: Ályktun landsfundar Sjálf-
stæðismanna um verzlunar-
mál.
— 8: Síða S.U.S.
— 10: Ritstjórnargreinin: Stærri skip
— fullkomnari hafnir.
Utan úr heimi: Frönskukenn-
arinn okkar heitir Piere Men-
dés-France.
— 11: Eugene O’NeilI grafinn ÚK
gleymsku.