Morgunblaðið - 10.04.1959, Page 3
Föstudagur 10. apríl 1959
MORCVNBLAÐIÐ
3
Billy Graham í predikunarstól.
Milliþinguneind geri tillögur um
lnusn vondumdla öryrhju
Fjárhagsnefnd efri deildar flytur þáltil-
lögu þess efnis
í GÆR var útbýtt á Alþingi till.
til þingsályktunar um kosningu
milliþinganefndar um öryrkja-
mál. Flutningsmenn tillögunnar
eru Gunnar Thoroddsen, Bern-
harð Stefánsson, Jóhann Jósefs-
son, Eggert Þorsteinsson og Björn
Jónsson, en þeir skipa fjárhags.
nefnd efri deildar.
Tillagan “er á þessa leið:
Alþingi ályktar að kjósa fimm
Kvikmynd með Billy Graham trú-
boða synd í KFUM á sunnudag
Billy frelsaði 07 þusundir í New York
a 16 vikum
1 GÆR var fréttamönnum gefinn
kostur á að sjá hinn heimsfræga
trúboða, Billy Graham, á kvik-
mynd í húsi K.F.U.M. Gunnar
Andrésson talaði um trúboðann
aður en myndin var sýnd, en að
sýningu lokinni ræddu frétta-
mennirnir við Gunnar og séra
Magnús Runólfsson um trúboða 1
og vaknmgarstarfsemi.
Billy Graham er fæddur og
uppalinn á búgarði í Bandaríkj-
unum og sýndi trúmálum ekki
neinn sérstakan áhuga á upp-
vaxtarárum sínum, en sótti þó
kirkju að jafnaði. Köllun sína
fékk hann á samkomu hjá um-
ferðapredikara og varð það til
að breyta lífsstefnu hans. Billy
hafði ætlað sér að verða baseball-
leikari, en fór nú í skóla og vakti
strax á sér athygli sem predikari
rúmlega tvítugur að aldri. Hann
lauk prófi í mannfræði, en komst
um svipað leyti í kynni við hreyf
inguna Æskan fyrir Krist og hef-
ur upp frá því helgað starf sitt
útbreiðslu Kristindómsins.
Eins og kunnugt er hefur Billy
Graham ferðazt víða um heim og
hvarvetna verið húsfyllir á sam-
komum, sem hann hefur haldið.
Um þessar mundir er hanníÁstra
líu og kvað sprengja utan af séx
öll samkomuhús. Helztu aðstoð-
srmenn predikarans eru söngvar-
inn George Beverly Shea, sem
hefur sungið á samkomum hjá
Billy Graham í meira en tíu ár
og Cliff Barrow, sem stjórnar
samkomunum.
Kvikmyndin, sem heitir Krafta
verkið í Manhattan er af kross-
ferð Billys í New York, sem hófst
15. maí 1957 og stóð í 16 vikur
samfleytt. Á hverju kvöldi kl.
7,30 voru haldnar samkomur í
geysirúmgóðu samkomuhúsi en
auk þess útisamkomur víðs vegar
um borgira. Ein slík útisamkoma
var haldin á stærsta baseball-
leikvangi í New York og var
mannfjöldi samankominn slíkur
sem leikvangurinn rúmaði. Nix-
on, varaforseti Bandaríkjanna,
ávarpaði Billy og samkomugesti
og sagði að predikarinn gæti ver
ið hreykinn af að hafa náð svo
miklum mannfjölda til samkom-
unnár. ,.Ég fyllti ekki leikvang-
inn. Guð gerði það“, svaraði
Billy Graham.
í lok hverrar samkomu biður
Billy þá, sem vilji ganga Kristi
á hönd, að gera svo vel og koma
upp að ræðupallinum. Á kvik-
myndinnr sést er fólk streymir
upp að ræðupallinum. Þar talar
predikarinn til þess nokkrum orð
um og vísar því síðan til þess
lútherska safnaðar, er næstur er
heimilis hvers og eins. Á þessum
16 vikum, sem Billy predikaði í
New York er talið að 57 þúsund-
ir manna hafi gengið kristninni
á hönd.
Kvikmyndin um Billy Graham
verður sýnd almenningi á sunnu
dagskvöldið í húsi K.F.U.M. Verð
ur samkoma þar í húsinu kl. 8,30
og myndin sýnd að samkomunni
lokinni. ,
STAKSTEINAR
manna nefnd til þess að rannsaka
og gera heildartillögur um lausn
á atvinnumálum og félagslegum
vandamálum öryrkja í landinu.
Skal nefndin afla álits sérfræð-
inga og hafa samráð' við samtök
öryrkja.
Nefndin skal hraða störfum svo
sem unnt er. Kostnaður við störf
hennar greiðist úr ríkissjóði.
f greinargerð segir svo:
í sambandi við frv. til laga um
framlengingu á vöruhappdrætti
Sambands íslenzkra berklasjúkl-
inga hefur fjárhagsnefnd efri
deildar rætt öryrkjavandamálin í
heild og fengið fróðlegar upplýs-
ingar og umsagnir, munnlegar og
skriflegar, frá Sambandi ís-
lenzkra berklasjúklinga, Styrktar
félagi lamaðra og fatlaðra og
Sjálfsbjörg — félögum fatlaðra
á Siglufirði, Akureyri, ísafirði,
Reykjavík og Selfossi.
Nefndarmenn telja nauðsyn-
legt, að fram fari hið fyrsta heild-
arathugun á atvinnumálum og fé-
lagslegum vandamálum öryrkja í
landinu, og flytja því í sameinuðu
þingi tillögu þessa um kosningu
milliþinganefndar í málið.
Námskeiðog mötNor-
rænu félaganna
20 sterlingspund
BREZKA sendiráðið hefur beðið
Mbl. að geta þess, að nýlega hef-
ur gjaldeyrislöggjöf Bretlands
verið breytt þannig, að fólk sem
fer úr landi í Bretlandi má hafa
með sér 20 sterlingspund í seðl-
um. Áður mátti fólk aðeins hafa
10 sterlingspund.
I SUMAR verða fjölmörg mót
og námskeið haldin á Norður-
löndum á vegum Norrænu fé-
laganna.
Danmörk.
í Hindsgavlhöllinni á Fjóni,
sem er félagsheimili Norræna
félagsins í Danmörku verða eft-
irtalin norræn mót og námskeið
haldin.
25. maí—2. júní:
Mót norrænna verzlunarmanna,
bankamanna og iðnaðarmanna.
Þetta er í þrítugasta skiptið, sem
Norrænu félögin gangast fyrir
slíku móti.
5.—12. júlí:
Norrænt námskeið fyrir kenn-
araskólakennara í samvinnu við
Kennaraskólann í Kaupmanna-
höfn.
12.—18. júlí:
Námskeið fyrir fulltrúa nor-
rænna sveitarstjórna í sam-
vinnu við samband sveitar-
stjórnarfélaga.
19,—26. júlí:
Norræn æskulýðsvika.
26. júlí—1. ágúst:
Mót norrænna kennaranema.
Ungum kennurum er einnig boð-
in þátttaka.
23.—30. ágúst:
Fræðslumót um norr'æna bóka-
gerð.
18.—25. október:
Mót norrænna menntaskóla-
nema.
Ennfremur verður norrænt
kennaranámskeið haldið í Askov
á Jótlandi í sumar eins og venja
er til og fjölmörg hálfsmánaðar-
námskeið, „14 dage pá höjskole",
verða haldin á lýðháskólum víðs
vegar um Danmörku á tímabilinu
frg júníbyrjun til septemberloka.
Finnland,
Eftirtalin mót og námskeið
verða haldin í Helsingfors á veg-
um félagsins í Finnlandi.
16.—22. marz:
Norrænt námskeið fyrir æsku-
lýðsleiðtoga og ungt fólk, sem
hyggst leggja fyrir sig félagslegt
leiðbeiningarstarf.
31. maí—6. júní:
Norrænt námskeið fyrir þá
sem sjá um starfsmannahald fyr-
irtækja og félagssamtaka.
9.—15. ágúst:
Norrænt æskulýðsmót.
Noregur.
Námskeið fyrir norræna land-
mælingamenn haldið á landbún-
aðarháskólanum í Ási.
1.—7. júlí:
Norrænt kennaramót á Sjusjö-
ens háfjallahóteli við Lille-
hammer.
12.—18. júlí:
Norrænt æskulýðsmót á
Hundorp lýðháskólanum í Gud-
brandsdal. Síðari hluta ágúst-
mánaðar verður haldið blaða-
mannamót í Ósló.
Svíþjóð.
6.—16. júní:
Námskeið um ntrræn efna-
hagsmál og efnahagssamvinnu
Evrópuþjóða. Námskeiðið er
haldið á Biskops-Arnö, hinum
nýstofnaða lýðháskóla Norræna
félagsins sænska á eyju í Mal-
aren skammt frá Stokkhólmi.
17. —25. júní:
Námskeið um norræna sam-
vinnu á sviði menningarmála,
haldið á Biskops-Arnö.
18. —25. júní:
Norrænt æskulýðsmót á Bohus
g&rden, sem er miðstöð sumar-
námskeiða sænska félagsins við
vesturströndina nokkru fyrir
norðan Gautaborg.
26.—27. júní:
Fulltrúaþing (kongress) Nor-
rænu félaganna og ýmissa félags-
deilda þeirra háð í Stokkhólmi
og í tengslum við það vinabæja-
mót víðsvegar um Svíþjóð.
28.—29. júní:
Fulltrúafundur Norrænu félag
anna, hinn árlegi aðalfundur
heildarsamtakanna haldinn á
Biskops-Arnö.
1. —8. júlí:
Norrænt námskeið, sem kallast
Norðurlönd í dag verður haldið
á Bohusgárden.
4,—12. júlí:
Norræn bókmenntavika á
Biskops-Arnö.
9.—18. júlí:
Norrænt námskeið sem nefnist:
Litir og form okkar nánasta um-
hverfis, haldið á Bohusgárden.
23.—29. júlí:
Norræn fjallanáttúra, kenn-
aranámskeið, haldið í Abisko í
Lapplandi.
2. —8. ágúst:
Norrænt kennaranámskeið sem
nefnist: „Att spela teater", haldið
á Bohusgárden.
Auk þess ráðgerir sænska fé-
lagið að efna til móts fyrir unga
lögfræðinga síðari hluta sumars
og námskeiðs fyrir leiðbeinend-
ur í félagsmálum.
Ennfremur verða ýmiss konar
kennaranámskeið haldin í sumar
á vegum sænsku fræðslumála-
stjórnarinnar og fleiri aðila, þar
á meðal a. m. k. 5 námskeið á
Naás, skammt frá Gautaborg,
fyrir liandavinnukennara, teikni-
kennara og íþróttakennara, og á
Sigtuna fyrir kennara tornæmra
barna og unglinga. íslenzkum
kennurum gefst kostur á þátt
töku í þessum námskeiðum. Einn-
ig verða haldin námskeið fyrir
norræna kennara í Englandi í
júní og júlímánuði í sumar.
Þess má að lokum geta, að 15
danskir kennarar munu dveljast
hér á landi um þriggja vikna
skeið í júlímánuði í sumar, í boði
Norræna félagsins og íslenzkra
kennarasamtaka. Þá mun sum
arnán\skeið á vegum fræðslu-
miðstöðvar Gautaborgarstúdenta
haldið hér um mánaðamótin
júní og júlí og hafa þeir notið
fyrirgreiðslu Norræna félagsins í
sambandi við undirbúning.
Nánari upplýsingar um nám
skeið þessi og mót gefur Magnús
Gíslason, framkvæmdastjóri Nor
ræna félagsins í Reykjavík.
Aflabrögð Hafnar
fjarðarbáta
HAFNARFIRÐI — Síðasta hálfan
mánuðinn hafa bátarnir nær
stanzlaust getað stundað veiðar,
en aflabrögð hafa verið fremur
rýr, þótt einstaka bátur hafi hins
vegar aflað vel af og til. Um
síðustu mánaðamót höfðu bátarn
ir, sem eru 23 að tölu, aflað 4569
tonn en á sama tíma í fyrra 4947.
Hæstu bátarnir höfðu þá aflað
sem hér segir: Faxaborg 468 tonn
(slægt og óslægt) í 44 róðrum,
Fákur 406 (slæg.t og óslægt) í 43,
Dóra 290 (óslægt) í 24, Haförn
260 (sl. og ósl.) í 31 róðri, Fiska-
klettur 255 (ósl.) í 40, Reykjanes
236 (ósl.) í 23, Álftanes 229 (ósl.)
í 39, Örn Arnarson 228 (ósl.) í 27,
Fjarðarklettur 217 (sl. og ósl.)
í 24 og Flóaklettur 212 (ósl.) í 17
róðrum. Hinir bátarnir höfðu þá
ekki náð 200 tonnum. — Togar-
arnir halda sig yfirleitt á Selvogs
banka og hefir verið þar reytings
fiskirí. Eitthvað mun þó hafa
glæðzt á þessum miðum síðustu
daga. —G.E.
Ekki frá S. í. S.
Eins og frá hePur verið skýrt
var svo að sjá af fréttatilkynning
unni um hinn nýja forstjóra Hins
íslenzka steinolíuhlutaféiags og
Olíufélagsins sem hún væri send
frá S. f. S. en ekki félögunum
sjálfum. Síðar var beðið um leið-
réttingu þessa og sagt, að tilkynn
ingin hafi raunverulega verið frá
félögunum en ekki S. í. S. Hafl
þar verið um „rnistök" að ræða,
voru þau gerð af þeim, sem til
kynninguna sendi út, en ekki
blöðunum, er birtu hana. Aðalat-
riðið er, að þessi „mistök“ sýna
hið nána samband S. í. S. og þess
arra tveggja félaga.
Engin athugasemd hefur verið
gerð við frásagnir blaðanna af
orsökum forstjóra-skiptanna. S.I.
miðvikudag var hér drepið á frá-
sagnir Alþýðublaðsins og Þjóð-
viljans af þeim. Auk þess, sem
þá var hér tekið upp, sagði Þjóð-
viljinn í framhaldi frásagnarinn-
ar af skiptum á amerískri og
rússneskri olíiu:
„Neðan j arðarleiðsla
úr flugvallartönkum
Olíufélagið mun hafa haldið
því fram, að það hafi ekki fram-
kvæmt þessi sérkennilegu við-
skipti í auðgunarskyni, heldur
hafi hernámsliðið fengið eins
mikið magn af rússneskum vör-
um og íslendingar höfðu fengið
af amerískum. Erfitt mun ráða-
mönnum þó hafa reynzt að leggja
fram gögn því til staðfestingar,
enda mun hafa verið fullkomið
samkrull á hernámsviðskiptum
Olíufélagsins og innlendum við-
skiptum þess.
Þannig kom það í ljós við
rannsóknina að neðanjarðar-
leiðsla var úr tönkum hernáms-
liðsins á ISeflavíkurflugvelli j
tanka Olíufélagsins í Keflavík
þannig að hægt var að tappa af
flugvallartönkunum eftir því sem
ráðamenn Olífélagsins töldu
henta! Munu yfirmenn hernáms-
liðsins ekki hafa talið sig vita
neitt um þessa neðanjarðarleiðslu,
og var henni lokað om síðustu
áramót.
Hcu-fnir bílar fundust
hjá olíufélaginu
Þá mun Olíufélagið einnig hafa
blandazt inn í hin stórfelldu
þjófnaðarmál sem upp kom-
ust á Keflavíkurflugvelli á
s. 1. ári en svo sem kunnugt er
var stolið frá hernámsliðinu
mjög miklu magni af vélum og
verkfærum, bílum o. s. frv. Munu
að minnsta kosti tveir af
hinum horfnu bílum hafa
fundizt sem „eign“ Olíufélags-
ins. í rannsókninni munu ráða
menn Olíufélagsins hafa haldið
því fram að bílarnir hafi verið
keyptir af svonefndri Sölunefnd
varnarliðseigna, en sá framburð-
ur stóðst ekki þegar að var gáð“.
Morgunblaðið dæmir að svo
komnu ekki um, hvað rétt er í
þessium ásökunum. En víst hlýt-
ur það að auka styrk þeirra, að
engin mótmæli birtast.
Tíminn biðst ekki
afsökunar
Greinlegt er af Tímanum i gær,
að mjög hef ur verið komið • við
kaun hans með aðfinningum út
af „menningar“-skrifum hans og
myndum s.l. sunnudag. Morg-
unblaðinu er ánægja að því,
að Tímann svíður sárast undan
hirtingunni, sem hann hefur hlot-
ið hér í blaðinu. Enn neitar Tím-
inn að biðja stúlkurnar sex af-
sökunar á móðguninni í þeirra
■ garð. Það mundi hvert sæmilegt
blað hafa gert þegar í stað.