Morgunblaðið - 10.04.1959, Qupperneq 12
1?
MORGVHBLAÐi'
Fðstudagur 10. apríl 1959
WELLIT
einangrunarplötum
Birgðir íyrirliggjandi
Mars Trading Co. h.f
Sími 1-73-73 •
Klapparstíg 20.
Einangrið hús
yðar með
Czehoslovak Ceramis Frag
KVIKMYNDIN
f jöklanna skjóli
Svipmyndir úr Skaftafellsþingi verður sýnd í Aust-
urbæjarbíói sunnudaginn 12. apríl kl. 1,30.
Fyrri hluti: Kvöldvaka, Fýlatekja, Kolagerð,
Meltekja og þáttur úr Öræfum.
Mánudaginn 13. apríl kl. 7.
Síðari hluti: Ferðalög fyrr og nú. Aflabrögð í sjó
og vötnum. Vöruuppskipun í Vík. —
Aðgöngumiðar fást í Austurbæjarbíó frá kl. 2 á
laugardag. —
S**»,sta tækifæri að sjá þessar einstöku myndir.
Skaftfellingafélagið.
Cardínuefni
Fyrirliggjandi í miklu úrvali: Storesefni, Popinet,
Damask og abstrakt bómullareíni.
Fjölbreytt litaúrval.
ó. V. Johannsson & Cotnpany,
Hafnarstr. 19, símar 12363 og 17563.
Atvinnurekendur
Ungur maður utan af landi, vanur þunga- og lang-
ferðaflutningum, óskar eftir einhverskonar akstri.
Einnig vanur bílaviðgerðum, góður rafsuðumaður
Uppl. í síma 23698 milli kl. 18—20.
Aðstoðarstúlkc
Aðsfoðarstúlka óskast í möfuneyti.
Upplýsingar í síma 1-14-25.
- O’Neill
Framh. af bls. 11.
fræðilegum hugmyndum. Hvar-
vetna var gerður aðsúgur að
sjálfsánægjunni, virðuleikanum
og velsæminu. Ibsen, Shaw og
Strindberg voru hin ríkjandi á-
hrifaöfl í dramatískum bókmennt
um, og ungir leikritahöfundar
fóru hátíðlegum orðum um það,
sem þeir kölluðu „sveita-
mennsku“ og „púrítanisma" í
bandarískum bókmenntum. >ess
í stað boðuðu þeir „hina nýju
sálfræði" og auk þess frjálslynd-
ar og róvtækar hugmyndir um
siðgæði og félagslegt réttlæti.
O’Neill fylgdi þessayi nýju
stefnu, á yfirborðinu að minnsta
kosti. Hann var uppreisnarmaður
stjórnmálalega, siðferðilega og
þjóðfélagslega. Að þessu leyti
var hann sannur sonur samtíðar
sinnar. En hann var einnig sjálf-
stæður og átti engan sinn líka.
Og ekki leið á löngu, þar til hann
fór að bera höfuð og herðar yfir
aila aðra í „hópnum" eða „stefn-
unni,“ þegar hvert leikrit hans
rak annað með stuttu millibili,
ekki aðeins vegna þess að hann
var auðsjáanlega mestum hæfi-
leikum búinn, heldur og vegna
þess að fólki varð smám saman
ljóst, að hann hafði eitthvað nýtt
að segja. Leikrit hans voru að
vísu þjóðfélagsádeilur. og hann
hefur vafalaust fengið nytsamar
hugmyndir og „búninga" að láni
úr sálarfræði Freuds. En þó var
hann ekki fyrst og fremst ádeilu-
skáld eða boðberi Freuds. Það var
óhjákvæmilegt, að þjóðfélags-
ádeila, _.'.lfr:-3i Freuds fengi
rúm í huga hans, vegna þess að
hann var „maður nútímans." En
við hjartarætur allra stærstu leik
rita hans voru spurningar, ráð-
vana undrun og sársauki, sem
voru yfirleitt ótímabundin.
O’Neill sóttist engu síður eftir
samfyigd við Sófókles en Ibsen
og Strindberg. Og það er þetta
sem veldur því, að það er jafnvel
auðsærra nú en þá að O’Neill var
allt að því ótímabundinn, þar sem
samtíðarmenn hans í bandarísk-
um leikbókmenntum „tilheyrðu
þriðja tug aldarinnar." Það er
ekki „vandamál" ákveðins tíma-
bils eða þjóðfélags, sem hann fæst
við, heldur „vandamál" manns-
ins sjálfs.
O’Neill var ákaflega afkasta-
mikill rithöfundur, hann unni sér
engrar hvíldar og var sífellt að
þreifa fyrir sér um ný form og
ný efni. En öil miðaði þessi óstöðv
andi leit hans að því að fmna,
hvaða form væri áhrifamest til
að túlka viðfangsefni, sem var
alltaf hið sama í stórum dráttum.
Og það var vegna þess hve frum.
leikinn og einlægnin í verkum
hans var rík og augljós, jafnvel
þótt þau væru aðeins lesin yfir,að
farið var að sýna leikrit O’Neills í
London, París, Moskvu og Berlín,
þegar fyrir 1930. Ekkert annað
bandarískt harmleikaskáld haíði
áður híotið slíka viðurkenningu
í Evrópu, og árið 1936 varð hann
fyrsti bandaríski leikritahöfund-
urinn, er hlaut Nóbelsverðlaunin.
í hverju felast yfirburðir hans?
Sviðsáhrif leikrita hans út af fyr-
ir sig eru stórkostleg, en þau
nægja ekki til að skýra þann al-
vöruþunga, sem maður kemst
ekki hjá að finna í þeim. Þekk-
ing hans á afstöðu samtíðar-
manna til þjóðfélags- og siðgæðis-
mála er augljós, en langt frá því
að vera nokkuð sérstök, því að
hún er hin sama og hjá flestum
alvarlegum leikritaskáldum þessa
tíma. Því síður geta yfirburðir
hans legið í leikni, kænsku ,g
hugviti. Honum hefur jafnvel
stundum verið borið það á brýn,
að hann skorti tilfinnanlega hæfi-
leika til þess að fara með orð af
lipurð og leikni.Þó er óhugsandi,
að hægt sé að kynnast neinum
af stærri leikritum hans án þess
að gera sér grein fyrir. að hér er
á ferðinni rithöfundur, sem kafar
djúpt niður í mannlegt eðli og
spyr í fyllstu alvöru spurning-
anna, sem hinir miklu harmleika-
höfundar hafa alltaf spurt. Á
sama hátt og það snart Eskílos
og Shakespeare, Tolstoí og
Dostojevskí, snart það O’Neill
djúpt að sjá, hve ómannúðlegir
menn eru i samskiptum sínum
hver við annan, og að sjá óham.
ingjuna sem stafar af stjórnmála-
legum, efnalegum og þjóðfélags-
legum órétti. En það fór eins fyrir
honum og þeim — hann gat ekki
látið þar við sitja. Ofar spurn-
ingunni um samskipti mannanna
hver við annan liggur spurningin
um samskipti mannsins við al-
heiminn. Eru þau samskipti vin-
gjarnleg, fjandsamleg eða ómerk?
Er til eitthvað æðra en maðurinn
sjáifur, sem hugsanlegt er að
hann geti hafið skilningsrík sam-
skipti við, eða er það inntak til-
verunnar, að það sem hann þarfn-
ast mest er ekki til?
Söguhetjur hans eiga sorgleg
hlutskipti, vegna þess að þær
trúa því að þær lifi fyrir eða séu
ofurseldar einhverju ofar þeim
sjálfum, sem er stærra, voldugra
og veigameira heldur en hyggindi
og almenn skynsemi. Þetta fólk
getur haft réttar eða rangar fyrir
sér en óbrotnari og hugmynda-
snauðari menn. En frá dramatísku
sjónarmiði er það athygiisverð-
ara, og að því er bezt verður séð
hefur þetta alla tíð verið skoðun
allra mikilla harmleikaskálda.
Hann lýsir hugsjónum, vónleysi
og kvöl söguhetja sinna — ekki
vegna þeirra sjálfra, heldur til
að spyrja hinnar alvöruþrungnu
spurningar. hvort hugsjónir, von.
leysi og kvöl hafi þýðingu vegna
þess að þetta eigi skylt við eitt-
hvað annað, eða hvort þetta sé
aðeins innantómur hávaði og
iæti.
¥
Einstaklingsherbergi
Ensk stúlka ,sem gerir ráð fyrir að dvelja hér eitt
eða tvö ár, óskar eftir að leigja herbergi með eða án
húsgagna, sem næst miðbænum. Aðgangur að eld-
húsi og baði nauðsynlegur.
Upplýsingar óskast sendar blaðinu fyrir n.k. mánu-
dag 13. þ.m. merkt: „Ensk stúlka — 9513“.
TÖLUR
HNAPPAR
SKELPLATA
FJÖLBREYTT ÚRVAL fynrliggjandi
Fatatölur
Úlputölur
Skelplötutölur
Plast-skyrtutölur
Káputölur
Kjólatölur
povcnfívlny
INI
P
Einhver athyglisverðustu um-
mæli, sem talið er að O’Neill hafi
iátið frá sér fara um merkingu
verka sinna, voru eitthvað á þá
leið, að hann hefði ekki áhuga
á að skrifa um samskipti mann-
anna innbyrðis, heldur um sam-
skipti manns og guðs — og með
því átti hann augsýnilega við sam
skipti mannsins við eitthvað fyrir
utan og ofan hið veraldlega.
Þetta er hið sanna sorgarstef í
verkum hans, og spennan í beztu
leikritum hans hvílir alltaf á
þeim nagandi efa, hvort guð sé
í raun og veru til eða ekki, jafn-
vel í þessari mjög svo víðtæku
merkingu. Grikkir töluðu um ör-
lög, nútímamenn tala um erfðir,
áhrif umhverfisins og sálfræði-
iegan „trjáma“. Tilgangur allra
þessara hugmynda er að útskýra,
hvers vegna persónurnar í sorg-
arleik gátu ekki verið annað en
það sem þær voru. Og þó væri
ekki hægt að skrifa harmleiki, ef
menn gerðu sig fyllilega ánægða
með þessar kenningar.
Grikkir fundu sig knúða til að
spyrja, hvort örlög manna væru
fyrirfram ákveðin, þannig að
þeir fengju engu um ráðið.
Shakespeare gat aldrei svarað í
eitt skipti fyrir öll spurningunni,
hvort örlög okkar væru í stjörn-
unum eða hvort eitthvað í okkur
sjálfum réði því að við værum
svona eða hinsegin. Og enn í dag
geta menn því aðeins skrifað
harmleiki, að þeim nægi ekki eig-
in útskýringar í þessu efni, heldur
þurfi þeir að spyrja. Á sama hátt
og Ödipus voru allir meðlimir
Tyronefjölskyldunnar í sjálfsævi-
söguleikritinu „Húmar hægt að
kvöldi" að leita að einhverjum
sem þeir gætu áfellzt. Það verður
aldrei uppvíst, hvort þeir hefðu
ekki gert sömu uppgötvun og
Ödipus sjálfur, ef leit þeirra
hefði borið árangur. Óvinurinn
bjó í þeim sjálfum.