Morgunblaðið - 10.04.1959, Page 18

Morgunblaðið - 10.04.1959, Page 18
18 MORCVNBL4Ð1Ð Föstudapur 10. apríl 1059 — Ufan úr heimi Framh. af bls. 10 ið máli sínu, hóf nemendaskarinn upp raust sína og söng eitt lag, gesti sínum til heiðurs. — Síðan hófst kennslustundin í 3. bekk G. Stjórnmálaskörungurinn tók sér sæti við kennaraborðið — eins og hann hefði aldrei gert annað en kenna dönskum unglingum frönsku. — Nú var þetta raun- ar ekki venjuleg kennslustund, heldur skyldi henni þannig hag- að, að nemendurnir spyrðu Mendés-France hvers sem þeir vildu. — Sennilega hefir þetta minnt hann á blaðamannafund- ina, sem löngum hafa verið dag- legt brauð í lífi hans, en hann hefir þá einnig kynnzt því, að menntaskólanemar gefa blaða- mönnum ekkert eftir um bein- skeyttar og ákveðnar spurningar. Þátttaka æskunnar í stjórnmálum Fyrst ræddi Mendés-France litla stund við nemendurna um daginn og veginn, og er hann hafði hrósað þeim fyrir góða frönskukunnáttu, bað hann þá að bera fram þær spurningar, sem þeim helzt lægju á hjarta, Og það stóð ekki á unglingunum. íbúð Ung hjón utan af landi óska eftir lítilli 2ja herbergja íbúð. Mætti vera í góðum bragga. — Upplýsingar í síma 23698, milli kl. 18x>g 20. — Keflavík — Vinna Stúlka með gagnfræðingsmennt un, óskar eftir vinnu um mán- aðamótin. Vön afgreiðslu. Upp lýsingar í síma 546, — Fyrsta spurningin var: Hvers vegna teljið þér, að æskufólk eigi að kynna sér stjórnmál? — Að sjálfsögðu vegna þess, að það er ríkjandi stjórnmálastefna hverju sinni, sem ræður mestu um það, hvernig lífi morgundagsins verð- ur háttað, anzaði stjórnmálafor- inginn. — Ef unglingarnir taka sinn þátt í stjórnmálum, eru þeir jafnframt þátttakendur í að á- kvarða sína eigin framtíð. Það er varla annað hægt en vorkenna þeim unglingum, sem lifa í þeirri trú, að stjórnmál séu eitthvað, sem þeim komi ekkert við. Næst var Mendés-France spurð ur, hver hefðu verið höfuðstefnu- mið hans, þegar hann „sat við stjórnvölinn" í Frakklandi. — f svari sínu talaði hann fyrst og fremst um heimspólitíkina — til- raunirnar til að minnkaspennuna í alþjóðamálum — framkalla þíð vindi í kalda stríðinu milli Aust- urs og Vesturs. Þar var fyrsta boðorðið að vera þolinmóður og varkár, sagði hann; maður varð að gera sér ljóst, að ekki var árangurs að vænta á skömmum tíma. Hversvegna eruð þér andvígur gaullismanum? Og svo kom þriðja spurningin, eins og þruma úr heiðskíru lofti — og þó hefir hún sjálfsagt ekki komið hinum franska stjórnmála foringja að óvörum, a.m.k. virt- ist hún ekki raska ró hans. — Ljóshærður piltur í fremstu röð spurði: — Hvers vegna eruð þér andvígur gaullismanum? Mendés France leiddi nemend- unum fyrir sjónir, að það væri ekki svo auðvelt fyrir foringja stjórnarandstöðu að lýsa því sem gestu á erlendri grund, hverja skoðun hann hefði á stjórn lands síns. — Síðan sagði hann: — Ég Magnús Thorlaeius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75. Auglý sendur! 3®®rjpwií>l&iiiií& er helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt dagblað. ☆ Blaðið er nú sent öllum þeim, er áður fengu „ísafold og Vörð“. og er því lesið á flest öllum bæjum dreifbýlisins. ☆ er blað allra landsmanna. hefi alltaf verið mikill lýðræðis- sinni — og staðið þar allangt til vinstri, sem kallað er. Þess vegna var það nokkurt áfall fyrir mig, hvernig breytingin, sem gerð var á stjórnarháttum Frakklands í fyrra, var framkvæmd. Að vísu ríkti upplausn og óreiða í fjórða franska lýðveldinu — því verð- ur ekki neitað. En skiptin frá hinu fjórða til fimmta lýðveldis- ins fóru ekki fram í samræmi við leikreglur lýðræðisins — og þess vegna var ég og vinir mínir og skoðanabræður í andstöðu. En — ef lýðræðisreglur verða virtar í fimmta lýðveldinu, munum við ekki vinna gegn stjórninni, held- ur þvert á móti reyna að styðja hana eftir mætti. Síðasta spurningin, sem Mend és-France svaraði, fjallaði úm ó- sigur Frakka í stríðinu (1940) og orsakir hans. — f svari sínu við þessari spurningu fór hann mikl- um viðurkenningarorðum um þann mann, sem hann kvað gleggst hafa skilið, að hin kom- andi heimssyrjöld yrði með allt öðrum hætti en hin fyrri, sem sé de Gaulle, ofursta—nú de Gaulle, forseta Frakklands. — Því miður, sagði hann, skildi herforingja- ráðið þetta ekki — og svo gerðist það mótsagnakennda, að það voru Þjóðverjarnir, sem beittu einmitt þeirri hertækni, sem de Gaulle, ofursti, hafði gert drög að. ★ Allar spurningarnar, sem beint var til Mendés-France, höfðu ver ið bornar fram af piltum. — Hann virtist dálítið undrandi á þessu og spurði, hvort stúlkurn- ar í bekknum langaði ekki til að spyrja neinna spurninga — en dömurnar horfðu aðeins í gaupnir sér og þögðu. — í næsta skipti verðið þér að láta „les jeunes filles“ sitja í fremstu röð, sagði Mendés-France brosandi við Bendsen kennara, um leið og hann gekk á milli nemendanna og kvaddi þá með handabandi. Þegár hann gekk út úr kennslu- stofunni kvað við dynjandi lófa- tak hinna þakk'átu nemenda. „Diplomatarnir“ óku í snatri til Kastrup, en nemendurnir í 3. bekk G. hópuðust saman og ræddú með ákafa æskufólksins um þessa óvenjulegu heimsókn, sem þeir munu áreiðanlega lengi í minni geyma. — Þeir eru víst ekki margir, sem geta státað af því að hafa lært frönsku hjá Pierre Mendés-France. — Síðo S. U. S. Frh. af bls. 8 þótt Vesturveldin hefðu viljað láta hart mæta hörðu, skorti þau styrk til að hrinda vilja sínum í framkvæmd. Þau höfðu afvopnazt í góðri trú, jafnskjótt og stríðinu lauk, og á einu ári fækkaði þeim mönnum, sem Bretland og Banda ríkin höfðu undir vopnum í Ev- rópu, úr 5 millj. í 880.000 manns, en á sama tíma héldu Sovétríkin áfram að hafa fjórar milljónir manna undir vopnum í Evrópu, og hernaðarundirbúningur þeirra var í fullum gangi. Rússar takmörkuðu ekki valda baráttu sína við Austur-Evrópu, heldur héldu þeir uppi undirróðri og ofríki alls staðar meðfram landamærum yfirráðasvæðis síns í tveimur heimsálfum. í norður hluta Persíu reyndu þeir þannig að hrifsa til sín olíuhéraðið Az- erbaídsjan og gera.það að Sovét- lýðveldi, en voru neyddir til að hörfa burt þaðan með heri sína. Þeir gerðu harðar kröfur á hend- ur Tyrkjum um yfirráð yfirlanda mærahéruðunum Kars og Arda- han og um herbækistöðvar við strendur Svartahafs, en það hefur um langan aldur verið kappsmál Rússa. í Grikklandi studdu þeir lið kommúnista beint og óbeint, en þar geisaði allsherjarborgara- stríð árum saman. Norður-Kóreu, sem var hernumin af sovézkum herjum, gerðu þeir að leppríki; og í hverju landinu á fætur öðru, þar sem kommúnistaflokkarnir — „fimmta herdeild Moskvuvalds ins“ — voru nægilega sterkir, komu þeir af stað afdrifaríkum Jón Sigurðsson járn smiður — Minning í DAG er til moldar borinn einn ágætasti borgari þessa bæjar, Jón Sigurðsson, járnsmiður. Jón var fæddur að Krossi í Ölfusi 2. júlí 1871. Foreldrar hans voru Guðrún Ögmundsdóttir og Sigurður Gissurarson, bóndi. Foreldrar Jóns áttu margt barna, og vegna fátæktar urðu þau að bregða búi og fara í vinnumennsku. Jón fylgdi föður sínum og voru þeir á ýmsum stoðum, en kjörin voru oftast erfið. Hann vann af sjálfsögðu öll alm. sveitastörf og stundaði sjóróðra. Hann sagði síðar, að svo hefðu kjör sín verið bágborin, að sig hefði ekki getað dreymt um, að hann nokkru sinni kæm- ist til þess starfa, er hugur hans stóð til, einhverra smíða. Er hann, 24 ára gamall, kom til Reykjavíkur 1895, brýzt hann í að nema járnsmíði hjá Ólafi Þórðarsyni, og varð það hans ævistarf. Árið 1905, 2. september, giftist hann Sigurborgu Jónsdóttur frá Hallbjarnarstöðum á Héraði, hinni ágætustu konu. Þau eignuð- ust sjö mannvænleg börn og eru sex þeirra á lífi. Ólöf Hólmfríður dó 21 árs að aldri, árið 1931, efnisstúlka. Konu sína missti Jón haustið 1950. Þar missti hann þann ástvin, er honum var alla þeirra sambúð sterkasta stoðin í blíðu og stríðu. Árið 1907 réðst hann í að kaupa húsið númer 54 við Lauga- veg. Þar hefur hann síðan átt heima og rekið járnsmiðju sína í rúmlega hálfa öld. Margir Austurbæingar, sem komnir eru á miðjan aldur, eiga ýmsar endurminningar frá því umhverfi sem Laugavegurinn var í á árunum 1915—1925. Þá var smiðja Jóns Sigurðssonar fyrir margar sakir töfraheimur ungra drengja. í „sundinu", eins og við kölluðum umhverfi smiðj- unnar, var alltaf eitthvað að ger- ast, sem tók hug allan. Mynd Jóns í smiðjunni, við eld aflsins og gneistaflug glóandi járnsins, sem lýtur vilja listasmiðsins, er frá þeim tíma í huga mér, sem listaverk meistarans Rembrants — hið bjartasta ljós og dimm- ustu skuggar. Jón var afbragðs smiður, mikil verkföllum og óeirðum, jafnt í Vestur-Evrópu og í Austur-Asíu“. Árás á Davíð — árás á Golíat. Það var með þetta í huga, og í þeirri fullvissu, að kommúnistar teldu ráð yíir gjörvallri Evrópu lið í áformum sínum um heims- yfirráð, að Atlantshafsbandalagið var myndað. Heimstyrjöldin síðari hafði kennt þjóðum Evrópu, að árás á eina þeirra ógnaði öryggi hinna og þær hlytu fyrr eða síðar að dragast inn í átökin. Til þess að tryggja öryggi sitt ákváðu þau, að litið skyldi á „vopnaða árás gegn einu eða fleiri aðildarríkjanna í Evrópu eða Norður-Ameríku sem árás á öll aðildarríkin“. Þetta er án efa þýðingarmesta ákvæði Atlantshafssáttmálans. Með þessu átti að koma í veg fyr ir, að ofbeldisöflin freistuðust til árásar á varnarlítil eða varnar laus smáríki í þeirri trú, að eng- inn skeytti um að verja þau. Að- ild að bandalaginu er því engum eins mikilvæg og einmitt smáríkj unum. Vissan um, að litið muni á árás á hið minnsta þeirra sem árás á hið stærsta og öflugasta veitir ómetanlega öryggiskennd. Frá upphafi hefur verið lögð á það rík áherzla, að Atlantshafs- bandalagið er eingöngu varnar- bandalag og meginhlutverk þess er að hindra stríð en ekki að sigra í stríði. Er óskandi, að því megi auðn- ast „að tryggja frelsi þjóða á grundvallaratriðum lýðræðis- stjórnar, einstaklingsfrelsis og réttarríkis". virkur og framkvæmdasamur og hugviti hans var viðbrugðið. Hanti var áreiðanlegur og sam- vizkusamur um að öll verk væru vel af hendi leyst. Sköpunar- gáfa og listsmíði Jóns kom glöggt fram í smíði járnhliða og girð- inga, fagurlega skreytt með ýms- um formum, og eru sum þeirra enn við líði hér í bæ. Jón var sterkur persónuleiki, bæði að innra atgervi og ytra út- liti. Hart, skarþleitt andlitið lýsti vilja og þrótti, þreklega vaxinn, enda sterkur vel. Hann var maður fróður um flesta þá hluti, er fjölluðu um alvöru lífsins. Góð bók var hans töfraheimur. Hann talaði fallegt mál, en dálítið hæðnislegt, sagði frá á sérstakan og hrífandi hátt. Aldrei miklaðist hann af neinu í fari sínu nú verkum. Hann var að eðlisfari maður stilltur, en hann gat verið hvassyrtur, ef honum fannst ástæða til. Reglu- maður alla tíð. Mér er það í barnsminni, hve mér fannst heimili þeirra hjóna bera sérstakan blæ, hlýju og rausnar, enda var það svo að oftast var þar mann- margt. Ættingjar og vinafólk dvaldist þar oft um lengri og skemmri tíma. Húsrúm og hjarta rúm var alla tíð boðorð þeirra beggja. í húsinu við Laugaveg 54 hefur Jón búið^ síðan hann eignaðist það, og er hann missti eiginkonu sína fyrir 9 árum, gat hann ekki hugsað til þess að yfirgefa þann stað, er hann átti sínar hjart- fólgnustu minningar bundnar við og þar sem hann hafði mestan hluta af langri ævi starfað og stritað, með konu og ástríkum börnum — skapað traust fyrir- myndarheimili. Börn þeirra á lífi eru Sigur- jón, vélstjóri; Vilborg Hjalte- sted, frú; Ögmundur, járnsmiður (sem rekur smiðju föður síns); Þuríður Billich, frú; Gunnar, járnsmiður, og Hjalti, járnsmið- ur. Oft. hefur mér við lestur kvæða Davíðs Stefánssonar fundizt sem kvæði hans,*„Höfðingi smiðjunn- ar“, væri ort um frænda minn, Jón Sigurðsson. Allt, sem þar er sagt, gæti verið um hann. Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. 1 dag kveðja börn, ættingjar og vinir hins látna, góðan föður, traustan vin og sannan mann. Og verum minnug þess, að: Sú hönd vinnur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar í stálið sinn manndóm — sín kraftaverk. Vertu sæll, sterki og stórbrotni frændi. S. S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.