Morgunblaðið - 11.04.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 11.04.1959, Síða 8
8 MOnCTJISfíJ. 4 Ðtfí Laugardagur 11. apríl 1959 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavllr. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason r Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askrit’targald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÞÖGNIN STOÐAR EKKI FORSTJÓRASKIPTI í Hinu íslenzka steinolíuhluta- félagi og Olíufélaginu hf. vekja mikla athygli. Það eitt, að fréttatilkynningin um forstjóra- skiptin bar með sér að vera frá SÍS en ekki félögunum sjálfum, segir sína sögu. Síðar var beðið fyrir leiðréttingu á þessu og var henni að sjálfsögðu komið á fram færi. En hið nána samband beggja félaganna við SÍS leynir sér ekki. Þau eru í raun og veru dótturfélög þess mikla auðhrings. Sama klíkan hefur úrslitaráð í öllum, lítill hópur ævintýra- manna, sem hefur náð undir sig meiri ráðum í stjórnmálum og fjármálum en nokkru sinn hefur áður þekkzt á íslandi. Af hálfu félaganna sjálfra hef- ur ekkert verið sagt um, hvernig á forstjóraskiptunum stendur. í fréttatilkynningunni var að vísu sagt: „Haukur Hvannberg, sem gegnt hefur framkvæmdastjóra- starfi hjá Hinu íslenzka stein- olíuhlutafélagi undanfarin 12 ár, hefur sagt því starfi upp frá 1. júlí nk.“ Manna á meðal segja sumir, að uppsögnin sé vegna veikinda. Aðrir hafa um það gerólíka sögu að segja. Málgagn ríkisstjórnar- innar, Alþýðublaðið, sagði ber- um orðum, að það hafi legið í loftinu undanfarið, að forstjórinn yrði látinn hætta vegna við- skipta við varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli. „Hefur ýmislegt vafasamt komið fram í sambandi við þau viðskipti, en rannsókn málsins hefur staðið yfir lengi undanfarið. Er þess að vænta, að VALDNÍÐSLA Menn minnast þess enn, með hvílíkri heift Framsóknarmenn tóku stofnun Verzlunarfélags V- Skaftfellinga. Ráðist var á félags- stofnunina með óbótaskömmum í Tímanum. Þegar þannig var látið í almanna augsýn, má nærri geta hvílíkum ráðum hefur verið beitt við einstaka íbúa héraðsins til að fæla þá frá þátttöku í hinu nýja félagi. Þá þarf ekki að fara í grafgötur um, á hvern veg Framsóknarmenn hafi beitt valdi sínu í ríkisbákninu í skiptum við hið unga félag. Eitt dæmi þess hefur nú verið rifjað upp. í Hæstarétti er ný genginn dómur í máli, sem Framsóknarmenn réðu, að á sín- um tíma var höfðað gegn fram- kvæmdastjóra 'verzlunarfélags- ins, Ragnari Jónssyni í Vík. Ragnar var sakaður fyrir það, að Verzlunarfélagið hafði leyft sér að flytja farþega milli Vestur- Skaftafellssýslu og Reykjavíkur í hálfkassabíl, sem félagið hvort eð er hafði í förum á þessari leið. Aldrei voru þó tekin fargjöld fyrir þann flutning, en greiða- semin ein átti að vera refsiverð. Af þessari kröfu var Ragnar Jónsson algerlega sýknaður. Hann fékk hins vegar 1000 króna sekt fyrir það, að hann sjálfur upplýsti, að ökugjald hafði verið tekið í örfáum tilvikum af far- þegum, sem ferðuðust kafla úr leiðinni á milli Víkur og Reykja- víkur, svo sem venja hafði verið um vörubifreiðir félagsins. Aðalákæran var talin með öllu marklaus. Með þeim úrskurði er bráðlega fáist niðurstaða af þeirri rannsókn". Þjóðviljinn tekur mun sterk- legar til orða. Yfirleitt er hann ekki góð heimild, en að þessu sinni hefur hann talið upp ákveðnar sakargiftir, sem koma mjög heim við það, sem heyrzt hefur meðal almennings. Engri af þessum sakargiftum hefur verið neitað af hálfu félag- anna né Framsóknar, sem lítur á þau sem sín flokksfyrirtæki. Þó að Tíminn sé margorður um hin ótrúlegustu mál, gætir hann full- kominnar þagnar um þetta. Hann hefur ekki vikið einu orði að veikindum forstjórans, sem sagt hefur upp starfi, og ekki mót- mælt hinum sundurliðuðu ásök- unum, sem birtar hafa verið. Óneitanlega bendir þessi fram- koma á, að hér eigi að gera einn tiltekinn mann að fórnarlambi. Slík framkoma er aldrei mikil- mannleg, allra sízt þegar svo hagar til sem í þessu máli. Ef sagnirnar um misferli hjá þess- um félögum eru réttar, þá hafa þær verið svo lengi á almanna- vitund, að óhugsandi er annað en að hinir raunverulegu ráðamenn hafi um þær vitað. Það, sem gerzt hefur, getur ekki hafa farið fram hjá hinum háttsettu ráðamönnum. Þeir geta þess vegna ekki firrt sjálfa sig ábyrgð. Þögnin nú bætir ekki úr. Óumflýjanlegt er, bæði vegna þeirra, sem fyrir sökum eru hafðir og alls almennings, að skýrsla sé gefin um það, hvað réttarrannsókn líður og hvað henni liggur til grundvallar. FORDÆMD feldur þungur áfellisdómur yfir ofsókn, sem Eysteinn Jónsson hefur haldið uppi með atbeina Hermanns Jónassonar gegn þess- um samtökum Vestur-Skaftfell- inga. Með framferði þeirra var sannarlega lagzt lágt í misbeit- ingu opinbers valds. Eysteinn Jónsson neytti stöðu sinnar sem samgöngumálaráð- herra til þess að synja Verzlun- arfélaginu um sérleyfi, er það áður hafði haft. Sérleyfisnefnd hafði þó einróma lagt til að fé- lagið fengi að halda leyfinu, og síðar að því yrði veitt undan- þága frá sérleyfisakstri. Málefna- leg rök fyrir synjun Eysteins voru engin. Þar var um ómeng- aða pólitíska valdníðslu að ræða. Jafnskjótt og V-stjórnin hrökkl- aðist frá, var þessi undanþága veitt af hinum nýja samgöngu- málaráðherra, að fengum ein- dregnum meðmælum sérleyfis- nefndar. Því fer fjarri að mál sem þetta snerti þá aðila eina, sem ofsóttir hafa verið og ranglega bornir sökum. Hér er eitt dæmi þess, hvernig Framsókn. hefur í ótal tilfellum misbeitt valdi sínu. Ef óskeleggari maður en Ragnar Jónsson hefði átt í hlut, er hætt við, að hann hefði gugnað og látið undan ofurveldi stjórnar- herranna. En mennirnir, sem heitið höfðu að víkja helming landsfólksins til hliðar, áttu skemmri setu í valda stólunum en þeir hugðu, og til er Hæstiréttur, sem ekki fór eftir valdboði eins eða neins, heldur réttum íslenzkum lögum UTAN UR HEIMI Bandaríkjamenn hafa sent Salk - bóluefni til 90 landa LÆKNUM er það að vísu enn um megn að lækna mænuveiki, en þeir geta stuðlað að því að koma í veg fyrir hana og forðað mönn- um þannig frá þeirri örkumlan, sem ella gæti orðið afleiðing henn ar: Salkbóluefnið, sem bandaríski læknirinn dr. Jonas Salk fann upp, og önnur bóluefni svipaðs eðlis eru skæðasta vopnið sem læknar geta nú beitt gegn þessum sjúkdómi. Þá er þess að gæta, að birgðir af því eru nægar, og hægt er hð flytja þær loftleiðis, hvert á land sem er á nokkrum klukku- stundum. Einnig verður innan skamms hafin framleiðsla á því að nýju í Bandaríkjunum. u Þrátt fyrir víðtæka notkun bólu efnisins hafa mænuveikitilfelli gert vart við sig víða í heiminum, m. a. í Bandaríkjunum. Ástæðurn ar fyrir sumum þeirra eru aug- ljósar og auðskildar, en í ýmsum tilfellum hafa komið fram óvænt einkenni, sem mænuveikisér- fræðingar leita nú skýringa á. Þar sem mænúveiki herjar enn þrátt fyrir notkun bóluefnisins, benda sérfræðingar á, að skýring in geti legið í því, að sprauturnar hafi ekki verið nægilega stórar til þess að gera líkamann ónæman eða tíminn, sem líða þarf til i þess að'bóluefnið verði virkt, hafi I verið ónógur. Sömu sérfræðingar halda því fram, að áhrifamátt- ur fyrstu tveggja sprautanna — gefnar með tveggja til sex vikna millibili — sé 70 til 80 af hundr- aði. Loks er reiknað með, að á- hrifamáttur þriðju og síðustu sprautunnar, sem gefin er sjö mánuðum síðar, sé 90 af hundr- aði. I sumum tilfellum, eins og t. d. þegar alvarleg farsótt geisar, getur stundum verið nauðsynlegt að gefa fjórðu sprautuna. Þrátt fyrir miklar birgðir af bóluefni og endurteknar áskoran- ir heilbrigðisyfirvalda til fóiks um að gefa sig fram og láta sprauta sig, hefur borið nokkuð á andvaraleysi og kæruleysi í þessu efni, auk þess sem það hef ur oft af einhverjum ástæðum ekki hirt um að fá allar þær sprautur, sem tilskildar eru. Af- leiðingin hefur orðið sú, eins og fram kom í Bandaríkjunum í ár, að mænuveikifaraldur hefur breiðzt verulega út meðal fólks, sem vanrækt hefur að gera nauð- synlegar varúðarráðstafanir á þeim tíma árs, sem mænuveikinn ar verður venjulega vart. Þetta er það, sem blasir við nú, þegar læknar höfðu gert sér vonir um, að mænuveikin væri á undan- haldi eftir víðtækar bólusetning- arherferðir. Sá Annað atriði, sem hér kemur til greina, er, að mænuveiki hef- ur brotizt út í þeim hlutum heims, þar sem ekki er vitað til, að hennar hafi orðið vart áður og þar af leiðandi fáar eða engar varúðarráðstafanir gerðar gegn henni. Mænuveiki hefir t. d. færzt í aukana í hitabeltislöndum, í Asíu, Suður-Ameríku og Afríku og í löndum Austur-Evrópu. Á fjórða alþjóða þinginu, sem fjall- aði um mænuveiki og haldið var í Genf árið, 1957, sögðu tveir sér- fræðingar álit sitt á þessum mál- um. Doktor Anthony M. Payne, er starfaði við heilbrigðismálastofn- un Sameinuðu þjóðanna, WHO, áleit, að það sem talið væri aukn- ing mænuveiki, væri í raun og veru afleiðing betri sjúkdóms- greininga. Doktor Jonas Salk var hinsvegar á annarri skoðun. Hann heldur því fram, að þetta sé „menningarsjúkdómur.“: Heil- Dr. Jonas Salk. brigðari lifnaðarhættir og hvers konar hreinlæti fer vaxandi með- al almennings í þessum löndum og dánartala barna fer lækkandi. Jafnframt fjölgar þeim börnum, sem ekki verða ónæm á unga- aldri gegn margskonar sjúkdóm- um. Mesta athygli meðal vísinda- laannanna, sem þarna voru saman komnir frá 56 löndum, vakti skýrslan um árangurinn af bólu- efni dr. Salks. Áhrif þess komu að þeirra dómi skýrast fram í því, hve mjög hefur yfirleitt dregið úr mænuveiki í Bandarikj- unum, þar sem notkun bóluefnis ins hefur verið víðtækust, og sömuleiðis í Danmörku, Kanada, Ástralíu og ísrael. Áður en þing- inu Iauk, luku þeir allir upp ein- um munni um, að það væri bæði öruggt og áhrifamikið og stuðla bæri að því, að það verði hand- bært uni heim allan. 3á Löngu áður en þetta þing var haldið, hafði Bandaríkjastjórn ekki aðeins veitt öllum þjóðum aðgang að formúlu Salks, heldur hafði hún jafnframt boðið öðrum þjóðum aðstoð sína við fram- leiðslu þeirra eigin bóluefna. Og jafnskjótt og bóluefnabirgðirirn ar voru orðnar nægar, hófu banda rísk lyfjafyrirtæki að senda bólu efnið í stórum stíl til þeirra landa, sem höfðu beðið um það. Fram að þessu hefur bóluefni verið sent frá Bandarlkjunum til rúmlega 90 landa, þar með talin lönd handan járntjaldsins. Það var í febrúar í fyrra, að ein hver stærsta sendingin — þrjár smálestir — var send til Búda- pest, þar sem það var notað við bólusetningu ungverskra barna. í maí sl. vom sendir rúmlega tvær milljónir skammta til heil- brigðismálaráðuneytisins í Lund- únum, og var það notað ásamt brezku bóluefni í bólusetningar- herferð um allt landið. í október voru þrjór milljónir skammta sendar loftleiðis til Varsjá í Pól- landi. Þetta var fyrsta af mörg- um ból..afnasendii.gum Bandarikj anna til Póllands, en þar var það notað til þess að bólusetja nokkr ar milljónir pólskra barna í þeim landshlutum, þar sem veikin var skæð. Nokkrum mániuðum áður, þ.e. í júlí, höfðu Bandaríkin auk þess gefið bóluefni til þess að bólusetja börn á nokkrum flóða- svæðum í Póllandi. Það var ungl- ingadeild ameríska Rauða kross- ins, sem stóð fyrir þessari gjöf til pólska Rauða krossins, og voru þá sendir 11 þús. skammtar. Allt mænuveikibóluefni er flutt loftleiðis, og flugfélög hafa alltaf látið slíka flutninga ganga fyrir öðrum. Lyfjafyrirtæki geta látið slíkar sendingar, bíða í mesta lagi í þrjá daga. Af þessu leiðir, að oftast er hægt að komast hjá að frysta bóluefnið. Er því ekki að furða, þó að flugfélögin stæri sig af því að hafa flutt bóluefni „ótal sinnum um gervallan heim án þess að nokkuð af áhrifamætti þess hafi farið forgörðum — eða bóluefnið spillzt." Mörg lönd, þar með talin Eng- land, Norðurlönd, Frakkland og Sovétríkin, hafa nú hafið fram- leiðslu á eigin mænuveikisbólu- efni, sem byggð eru á sömu for- sendum og Salkbóluefnið banda- ríska. Enda þótt þær tegundir mænuveikiveira, sem notaðir eru í þessu bóluefni, geti verið mismunandi, eru veirurnar í þeim öllum dauðar eins og í Salkbóluefninu. Veirurnar eru drepnar með kemiskum efnum og valda síðan móteitri í líkamanum. 'Á Margir mænuveikissérfræðing- ar eru sannfærðir um, að bezta bóluefnið, sem hægt væri að fá gegn mænuveiki, þurfi að inni- halda lifancli veirur. Þeir benda á, að það ætti að vera ódýrara í notkun og áhrifameira. Það gæti þó haft þá hættu í för með sér, að veirurnar í bóluefninu séu ekki aðeins lifandi heldur valdi þær sýkingu. Það er að segja bólu efnið gæti valdið veikinni, sem það á að varna. Miklar rannsókn ir eru nú gerðar í því augnamiði að veikja hina lifandi mænuveik isveiru, svo að öruggt sé, að hún myndi móteitur í líkamanum gegn mænuveiki, en engin hætta sé á, að hún valdi henni. í Belgísku Kongó eru nú gerðar tilraunir á sjúklingum með eina tegund af slíku bóluefni, sem bú- ið var til af doktor Hilary Kop- rowski, er starfar við Wistarstofn unina í Fíladelfíu í Bandaríkjun um. Svo virðist sem það sé full- komlega öruggt, og áhrifamáttur þess er allt að því 100 prósent. Annað svipað bóluefni, sem fram- leitt var af doktor Álbert Sabine við Cincinnatiháskóla í Ohio, er nú reynt á nokkrum stöðum í Bandaríkj unum með tiltölulega góðum árangri. Þrátt fyrir þessar niðurstöður munu mænuveiki- sérfræðingar enn sem fyrr aðal- lega treysta á Salkbóluefnið og önnur svipuð, þar til rannsókn- um með þessar nýju tegundir bóluefna er lokið og þau hafa verið prófuð. Kirkjukór ar halda samsön^ BÚÐARDAL, 7. apríl. — Síðastl. sunnudag efndi kirkjukórasam- band Dalaprófastsdæmis til sam- söngs að Nesodda. Fjórir kórar skemmtu þar með söng. Voru það ’Vorboðinn' í Laxárdal, kirkju- kórar Hvammskirkju og Staðar- fellskirkju og kirkjukór Saurbæj- ar, en með honum voru tveir ein- söngvarar, þau Guðbjörg Jóns- dóttir í Stórholti og Ellert Hall- dórsson á Saurhól. Að lokum sungu allir kórarnir saman. Söngstjóri var Magnús Jónsson frá Kollafjarðarnesi, sem undan- farið hefur æft þessa kóra á veg- um söngmálastjóra. Söng kirkju. kóranna var vel tekið. Formaður kirkjukórasambandsins er Hall- dór Þórðarson á Breiðabólstað. Vegna þess hve veður var slæmt hér á sunnudaginn, var að- sónk að söngnum minni en búast hefði mátt við. Hér er nú alhvít jörð og snjór nokkur. —E.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.