Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 11.04.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1959, Blaðsíða 14
14 HORCl'NBLAÐIB Laugardagur 11. apríl 1959 Aðalfundur Pöntunarfélags Náttúrulækningafélags Beykjavíkur verður haldinn laugardaginn 18. þ.m. í Guðspekifél- agshúsinu, Ingólfsstræti 22 og hefst kl. 8,30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál.. Stjórnin. KJOTSÖG Stór og góð kjötsög til sölu. — Tilboð merkt „Kjötsög — 5912", sendist afgr. blaðs- ins fyrir föstudagskvöld.. Ritari óskast Staða ritara á handlækningadeild Landspítalans er laus til umsóknar frá 1. júní næstkomandi að telja. Laun samkvæmt XI. flokki launalaga. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í vél- ritun, íslenzku, ensku og Norðurlandamálum. Um- sóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf óskast sendar til skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 25. apríl næstkomandi. Skrifstofa ríkisspítalanna. Einbýlishús til sölu Til sölu er vandað einbýlishús í Kópavogi, rétt við Hafnarfjarðarveg. Á hæð er 4ra herb. íbúð og í kjall- ara geta verið tvö herb., geymslur og þvottaherbergi. Lóð fullgirt og ræktuð. Bílskúr. Upplýsingar gefur Málflutningsstofa og fasteignasala, Laugavegi 7, sími 19545. Sölumaður: Guðmundur Þorsteinsson sími 17459. TILKYNNINC um lóðahreinsun í Hafnarfirði Með tilvísun til 10. og 17. greinar heilbrigðissam- þykktarinnar fyrir Hafnarfjörð, eru umráðamenn lóða í bænum áminntir Um að flytja nú þegar burt af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði. Og hafi lokið því ekki síðar en 1. maí n.k. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kosnað lóðaeiganda. Hafnarfirði, '10. apríl 1959. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar. Skóverzlun óskar að ráða góða afgreiðslustúlku Umsóknir sendist blaðinu merkt: „Skóverzlun — 5909“. Seðlaveski tapast Barn, sem var að innheimta, tapaði ómerktu brúnu seðlaveski í Laugaráshverfi sl. fimmtudag. 1 vesk- inu voru rúmlega þúsund krónur. Finnandi er vin- samlega beðinn að skila því til HEF OPNAÐ húsgagnabólstrun Tek til klæðningar og einnig nýsmíði. JÓN TRYGGVASSON, Vitastíg 10, sími 18611. Keflavík Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í kjöt- og ný- lenduvöruverzlun. Upplýsingar í síma 455, Keflavík. VINIMA Bifvélavirkjar, járnsmiðir, eða menn vanir slíkri vinnu, óskast strax á verkstæði vor. * Isarn H.f. Tjarnargötu 16, sími 17270 eða 13670. íbúð óskast 3—4 herbergja íbúð óskast á leigu í Kópavogi eða Reykjavík. Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „Leiguíbúð — 5908“. Hjálpræðisherinn 1 kvöld klukkan 20,30 Sérstök hátíðas^mkoma er heimilasambandið stendur fyrir. VEITINGAR — SÖLUBORÐ o. fl. Allir velkomnir! Til fermingargjaía BABY DOLL náttföt — undirföt — undirpils Einnig peysur og blússur. Verzl. IÐA Laugavegi 28, sími 16387. Húsgögn eru tilvalin fermingargjöf Snyrtiborð frá kr. 990,00 — Komóður — Skrifborð — Smáborð kr. 290,00 — Stoppaðir stólar frá kr. 1400,00. Við keyrum út fermingargjafirnar á sunnudaginn. Skeifan Laugavegi 66, sími 16975, Skólavörðustíg 10, sími 15474. — / fáum orðum sagt Framh. af bls. 9 beitu. Högni Sigurðsson fór með mér til Danmerkur og lærði á vélarnar á tíu dögum. Hann var bráðgáfaður maður og duglegur. 1912 var haldin alþjóða fiski- og mótorsýning í Kaupmannahöfn, og sýndi ég þar ýmsar sjávar- afurðir og hlaut silfurmedalíu. Þetta var áreiðanlega nýung, og fyrsta sinni, sem íslendingar sýndu erlendis afurðir sínar. En við hugsuðum líka um öryggi sjómannanna, og 1926 setti ég loftskeytatæki i mótorbátinn Heimaey, sem var byggður í Danmörku, og voru tækin sett í hann þar. Það er eins víst og ég horfi á yður nú, að þetta voru fyrstu loftskeytatækin, sem sett voru í fiskibát í víðri veröld. Nýi tíminn krafðist þess, að eins vel væri búið að sjómönnum og hægt var. Heimaey hafði svo fullkom- in loftskeytatæki að hún gat bæði tekið á móti og sent frá sér morseskeyti, en það þóttu undur mikil í þá daga. III. Gísli J. Johnsen sagði mér að lokum frá því, þegar hann hætti verzlun í Vestmannaeyjum. Ég spurði, hvort kreppunni hefði ver ið um að kenna, en hann neitaði því: — Ég hætti að vísu á kreppu árunum, en það var ekki vegna kreppunnar heldur pólitískra of sókna. Þá var íslandsbanki lagð- ur að velli og stjórn landsins virtist ekki hafa annað takmark en koma framkvæmdamönnum fyrir kattarnef, a. m. k. ef þeir fylgdu ekki þeim flokki, sem með völdin fór. Þér munið, hvern ig farið var með Stefán Th. á Seyðisfirði og Sæmund Halldórs- son í Stykkishólmi. Ég var fórn- ardýrið í Vestmannaeyjum. Ég hitti Jónas á Hriflu nokkru síðar og þá hvíslaði hann að mér: — öhö, sagði hann, mér er ekkert illa við þig Gísli. En ég ætla bara öhö að leggjast á flokkinn í gegnum ykkur. Og svo brosti hann eins og hákarl og klappaði á bakið á mér. En það birti aft- ur. Þetta var ekki nema hrafna- gusa. Nú gat samtalið ekki orðið lengra, því að dúfurnar voru byrjaðar að éta smáfuglamatinn á tröppuveggnum. Gísli kallaði á önnu konu sina og svo var farin herför að dúfunum með all- sæmilegum árangri. Þrestirnir ! komu aftur og tóku til matar síns, en ég kvaddi og hugsaði með mér, að það væri undarlegt, hvað sumt fólk hefði gaman af að gefa smá- fuglunum brauðmola. Þetta var í vetur, áður en örísað varð. M. Félagslíf Frá Róðrarfélagi Reykjavíkur. Drengir! — Karlmenn! Ungir, sem gamlir — 14 til 70 ára. Ef ykkur langar til þess að kynnast róðraríþróttinni, og æfa kapp- róður, þá hringið í síma 17562 eða 12690 milli kl. 7 og 8 e. h. virka daga og fáið allar upplýsingar. Æfingastjóri. íþróttafólk! Þrekmælingar eru hafnar í fþróttahúsi Háskólans. Verða þær á fimmtud. kl. 20—22 fyrir í- þróttafólk innan í. B. R. Fyrir aðila utan bandalagsins verða þrekmælingartímar eftir sam- komulagi. Mælingar annast Ben- edikt Jakobsson. íþró.ttabandalag Reykjavíkur Sími 10655. Knattspyrnufélagið Valur Hraðskákmót verður haldið n.k. sunnudag kl. 2,30. Keppt verður um Valshrókinn. Öllum félögum heimil þátttaka. Fjölmennið. Nefndin. Knattspyrnufél. Fram. Knattspyrnuæfingar verða sem hér segir á sunnudag: 4. fl. kl. 2. 3. fl. kl. 3.15 2 fl kl 4,30. — Áríð- andi að allir mæti sem ætla að ' æfa í sumar. — Þjálfarinn.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 81. tölublað (11.04.1959)
https://timarit.is/issue/110913

Tengja á þessa síðu: 14
https://timarit.is/page/1321502

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

81. tölublað (11.04.1959)

Aðgerðir: