Morgunblaðið - 11.04.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. apríl 1959
HfOncr’\nT4fíif)
9
a u m
o r ð u m
s a g t
Ohö! súgði hann mér er
ekkert ilia við þig, Gísii
RabhaB við Císla 3. Johnsen á 60 ára
afmœli verzlunar hans
i.
BLAÐAMENN eru eins og sel-
irnir. Maður veit aldrei, hvar
þeir skjóta næst upp kollinum.
Ég sit hér inni í stofu hjá Gísla
J. Johnsen í tilefni af því, að
sextíu ár eru liðin frá því hann
stofnaði verzlunarfyrirtæki sitt
og spjalla við hann um heima
og geima. Gísli segir mér frá
orðatiltækinu „að hátta í björtu“,
sem var oft notað í Vestmanna-
eyjum á æskuárum han, en hefur
einhverra hluta vegna ekki kom-
izt á sinn stað í Blöndalsorðabók.
Hann segir mér, að þetta orðatil-
tæki hafi verið notað um menn,
sem drukknuðu, Gísli hefur sýsl-
að við margt á langri ævi. Hann
segist hafa skrifað öll sín verzl-
unarbréf sjálfur og 1906 fékk
hann sér ritvél í því skyni. Hann
segist hafa lært allt af sjálfum
sér. Við byrjuðum rabb okkar
með því að tala um gömlu Vest-
mannaeyjar og hann sagði mér,
hversu mikinn áhuga hann hefði
haft á því að bæta kjör fólksins
í Eyjum, með því að nýta sjávar-
afurðirnar, eins og unnt var: —
Það var mín lífsstefna, sagði
hann, að bæta kjör fólksins, og
ég tel, að ég hafi verið heppinn
í þessu starfi mínu. í Eyjum er
gott fólk og frámfarasinnað og
skemmtilegt að vinna með því.
Þar hafa verið margir ágætis-
menn og félagsþroski eins og bezt
verður á kosið.
Mér kom í hug mormónatrú-
boðið, þegar hann minntist á fé-
lagsþroskann:
— Jú, ég man vel eftir því,
sagði Gísli. Þeir skírðu í Mor-
monapolli vestur á Torfmýri, sem
er einskonar mýrarfláki vestast
á eyjunum. Þar var tekinn mór
áður fyrr. Á okkar heimili var
fólk, sem hafði verið skírt í
Mormonapolli. Ég hafði komizt i
kynni við hann unglingur, því við
lærðum að synda í þessum polli,
þegar ekki þótti fært að synda
undan Heimakletti. Mormonatrú
var ekki boðuð í Vestmannaeyj-
um fyrir aldamót, svo ég muni,
en aftur á móti komu nokkrir
trúboðar upp úr aldamótunum og
voru þá oftast tveir saman. Eitt
sinn kom Loftur Bjarnason frá
Hrísnesi í Austur-Skaftafells-
sýslu. Hann var vel gefinn mað-
ur. Hann varð síðar fræðslumála
stjóri í Utah. Hann var enginn
ofstækismaður. Hann sagði eitt
sinn við mig: — Ég mundi engum
ráðleggja að breyta um trú, en
ég var beðinn um að fara hingað
og boða mormonatrú og undan
því gat ég ekki komizt.
— Tóku margir Vestmannaey-
ingar mormonatrú?
— Já, þeir voru allmargir. Ég
held þeir hafi aðallega tekið
mormónatrú til þess að komast
til Ameríku. Á þessum árúm var
mikil vesöld í Vestmannaeyjum,
og fóikið orðið beygt eftir alda-
langa einokun. Menn áttu ekki
einu sinni skó á fæturna.
Ég spurði um ástæðuna.
— Ég tel aðalástæðuna vera þá,
að Vestmannaeyingar notuðu að-
eins gamlar aðferðir við veið-
amar: handfæri og beran öngul.
Ef fiskur var mikill, var hann
fljóttekinn með þessum hætt, en
væri lítið um fisk, eins og oft
var, fékkst ekki bein úr sjó. Á
síðasta tug aldarinnar reyndi Jes
Thomsen, verzlunarstjóri við Mið
búðina í Eyjum, línustubba, en
' fór aldrei nema rétt út fyrir
landssteinanna, og aflaði því sára
lítið. Hann beitti ekki heldur
réttri beitu, því síld var óþekkt
til þeirra hluta í þá daga. Karl-
arnir gerðu grín að þessari ný-
breytni Thomsens og sögðu, að
hann hefði ekki róið lengra- en út
í „Skíthaugsmið". Þau höfðu
fengið nafn af fjóshaug austasta
býlisins í Eyjum, sem hét Gjá-
bakki.
— Það hafa búið margir dugn-
aðarmenn í Eyjum á þessum ár-
um?
— Já, á þessum árum bjuggu
dugandi menn i Eyjum og mér
hefur oft dottið í hug, að ef þeir
hefðu tekið upp aðferð Thomsen,
beitt línuna, lengt hana og farið
dýpra, þá hefðu þeir ekki þurft
að flýja land.
— En hvenær fóru menn að
beita rétt?
— Það var ekki fyrr en undir
aldamót. Þá fóru þeir almennt
að nota línu og beita síld. Eins
og þér vitið kannske, hófust síld
veiðar fyrr í Eyjum en annars
staðar á Suðurlandi. Það var 1897.
Ég spurði Gísla Johnsen, hvort
mikil fátækt hefði verið á æsku-
heimili hans. Hann svaraði:
— Ojá, heldur var nú fátækt
á heimilinu. Við bjuggum þó í
einu stærsta timburhúsi á land-
inu. Það hét Frydendal og er enn
til. Faðir minn lét byggja þetta
hús. Hann hefur verið allstórhuga
og hef ég líklega erft fram-
kvæmdaviljann frá honum. Hann
ætlaði að reka þarna gistihús og
ég man eftir því, að á æskuárum
mínum fengu skipshafnir af
frönskum skútum, sem strönduðu
í Eyjum, oft hæli á heimili for-
eldra minna. Húsið var tvær hæð
ir, 12 álna breitt og 18 álna langt,
og bar af öðrum íbúðarhúsum í
Vestmannaeyjum, því á þessum
árum bjuggu þar flestir í lélegum
hýbílum.
— Svo dó faðir yðar.
— Já, stuttu eftir að hann hafði
byggt húsið. Þá var ég 12 ára,
elztur fimm bræðra. Þá horfði
frekar illa fyrir heimilinu. Á-
byrgðin hvíldi á mínum herðum.
Strax í upphafi fékk ég áhuga á
því að bæta verzlun eyjaskeggja
og húsakynni og koma því til
leiðar, að þeir bæru meira úr být-
um og gætu sjálfir verkað afla
sinn, sem varla þekktist áður,
a. m. k. ef fátæklingar áttu í hlut.
Ég spurði nú Gísla Johnsen,
hvernig hann hefði fengið pen-
inga til að ráðast i svo umsvifa-
mikið fyrirtæki og verzlun var.
Hann svaraði:
— Ég spilaði á böllum og fékk
aura fyrir það. 1897—’98 kenndi
ég sund ásamt kunningja mínum
og fékk 20 krónur í minn hlut.
Vinur minn lánaði mér sínar 20
krónur og auk þess fékk ég 10
krónur í viðbót, og með þessa
aura upp á vasann stofnaði ég
eigin verzlun. Ég fékk svonefnt
borgarabréf á nafn móður minn-
ar, því sjálfur var ég ofungur. Það
veitti mér heimild til að verzla.
Svo verzlaði ég á nafni móður
minnar, þangað til ég hafði fengið
svonefnt myndugleikabréf. Ég
skal sýna yður það. Það er senni-
lega heldur sjaldgæft nú á dög-
um, að menn eigi slík bréf. Kon-
ungurinn varð að gefa út bréfið
og það er undirskrifað af sjálfum
Alberti, eins og þér sjáið hér.
Landshöfðingi hafði ekki einu
sinni heimild til að gefa út slíkt
bréf. Svo illa vorum við ís-
lendingar staddir, þegar ég var að
alast upp. Bréfið er gefið út i
Kaupmannahöfn 9. jan. 1902 og
undirritað „efter Hans Kongelige
Majestæts aller naadigste Befal-
ing“.
— Hvað voruð þér gamall,
Gísli, þegar þér fenguð þetta
bréf?
— Ég var rúmlega tvítugur. Það
var mjög sjaldgæft að fá slíka
pappíra svo ungur, en ég hafði
góð meðmæli. Upp úr þessu fór ég
að verzla fyrir alvöru á eigin
spýtur og eiginlega með þeim á-
setningi að draga verzlunina úr
höndum selstöðukaupmanna og
láta arðinn af henni renna inn í
landið. Það var ákaflega erfitt
starf í fyrstu og mörg ljón á veg-
inum, en ég átti hauk í horni, þar
sem Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri var. Hann sýndi mér alltaf
mikla vináttu og hafði trú á
þessari tilraun minni. Ég átti ekki
í höggi við neinn minni karl en
gamla Bryde, sem á þeim árum
var talinn milljóneri, en líklega
tók það þó ekki nema 10 ár að ná
verzluninni úr höndum hans.
— Hver haldið þér að hafi verið
aðalástæðan til þess, að þetta l
gekk svo auðveldlega.
— Ja, ég held það hafi aðallega
verið vegna þess að hann notaði
gamaldags og úreltar aðferðir,
flutti inn lítið vöruúrval og gaf
ekki bændum og útgerðarmönn-
um færi á að hagnýta aflann.
Ég hófst þegar handa um að
stofna ýms fyrirtæki, sem
gætu lyft undir sjávarútveginn.
Um aldamótin stofnaði ég t. d.
lifrarbræðslu, sem framleiddi ein
göngu meðalalýsi pg var slík
bræðsla óþekkt fyrirbæri hér á
landi um það leyti. Tel ég að lifr-
arbræðslan hafi markað tímámót
í sjávarútvegi okkar.
— Hvernig datt yður þetta nú í
hug, Gísli?
— Ég var búínn að ferðast nokk
uð og kynnast ýmsum verksmiðj
um utanlands og mér varð ljóst,
að gömlu aðferðirnar voru orðn-
ar úreltar.
— Áttuð þér engin skip um
þetta leyti?
— Jú, ég eignaðist part í
báti 1897 og aldamótaárið
smíða ég mitt fyrsta vertíðar-
skip. Það hét Nýja öldin. Það
var áttæringur. Formaður á skip
inu var jafnaldri minn, korn-
ungur maður, Björn Finnbogason
að nafni, en á þeim árum var
afar fátítt, að ungir menn væru
ráðnir formenn á vertiðarskip.
Þetta nýmæli gafst ágætlega, og
útgerðin óx jafnt og þétt.
Áður en lengra var haldið,
spurði ég Gísla J. Johnsen um á-
tök hans við Brydeverzlun, því
þau eru merkilegur kafli í verzl-
unarsögu þeirra ára. Ég spurði:
— Hvernig tók Bryde brambolti
yðar?
Gísli svaraði:
—• Þegar ég stofnaði verzlun
mína, hafði Bryde lagt undir sig
allar verzlunarlóðirnar í Vest-
mannaeyjum. Ég reyndi að ná í
eina af þessum lóðum og benti á,
að landssjóður ætti þær allar
nema eina, sem Bryde átti sjálf-
ur og hafði fengið, vegna þess að
hann var arftaki gömlu einokun-
arkaupmannanna. Hinar tværátti
landssjóður og hafði Bryde fengið
þær á leigu með því að kaupa
upp hús dönsku kaupmannanna,
sem þar voru. Hann hugði sig
því hafa náð algerri einokunar-
aðstöðu í Vestmannaeyjum, enda
voru þessar lóðir á bezta stað í
bænum, við sunnanverða höfnina.
Ég sótti um að fá miðlóðina und-
ir mitt verzlunarhús, en tókst
ekki í fyrstu atrennu að fá nema
helminginn af henni. Amtmaður-
inn fyrir suðuramtinu, Júlíus
Havsteen, mælti svo fyrir, að ég
skyldi fá þann part, sem fjærst
væri Bryde-verzlun. Þessar lóðir
voru allar lagðar stakkstæðum og
Bryde ákvað að flytja allt grjót
í burtu til þess að gera mér sem
erfiðast fyrir. Skildi hann við lóð
Brauð handa þröstunum.
irnar eins og moldarflag. Þetta
kostaði hann auðvitað ærna fyrir
höfn og allmikla peninga, en bak-
aði mér lítil óþægindi. Þegar á-
kveðið hafði verið að ég fengi
lóðina, gerði amtmaður það að
skilyrði, að ég keypti eftir mats-
verði öll hús og mannvirki, sem
á henni stóðu. Það voru mörg hús
og stór og fór hrollur um mig við
þá tilhugsun að þurfa að greiða
mikið fjármagn út í hönd, en þá
kom Bryde sjálfur mér til hjálp-
ar: hann var svo ,,hygginn“ að
láta rífa öll húsin með miklum
tilkostnaði. En þessi „grikkur"
hins útsmogna kaupmanns bjarg-
aði mér alveg út úr ógöngunum
og hef ég oft síðan hlegið með
sjálfum mér að þessu uppátæki
hans. Ég byrjaði svo að flytja inn
alls konar varning, því mikill
vöruskortur var í Vestmannaeyj-
um, eins og ég sagði yður áðan,
og kostaði kapps um að hafa
á boðstólum ýmis konar vörur,
sem aldrei áður höfðu sézt í
Eyjum, s. s. fatnað og skó. Þá
flutti ég inn alls konar byggingar-
vörur, þar á meðal nagla í skip,
en slíkur „munaðarvarningur“
var óþekktur í Eyjum. Bátasmið-
irnir urðu sjálfir að smíða saum-
inn í bátana og það er í frásögur
fært, að Ásgeir í Litlabæ hafi
farið í smiðju sína til að smíða
sauminn fyrir næsta dag, þegar
hann sá ekki lengur til við báta-
smíðarnar úti.
n.
1904 átti Gísli frumkvæðið að
því að fyrsti mótorbáturinn var
tekinn í notkun hér við land.
Hann var smíðaður hér. Það var
sama árið og ísland fékk ráð-
herra. Ég spurði Gísla hvort hon-
um hefði þótt merkilegra að fá
vélbát eða ráðherra.
Hann svaraði:
— Ég tel það jafnmerkilegan
viðburð að fá vélbát til íslands
og ráðherra inn í landið. Við urð
um bjartsýnni, þegar við fengum
ráðherrann. Við fengum meira
traust á sjálfum okkur, og ís-
lenzkur ráðherra var aflgjafi at-
vinnuveganna, ef svo mætti segja.
1904 var afarmerkilegt ár í lífi
mínu. Þá komst ég fyrst í blöðin.
Póstafgreiðslumaðurinn í Eyjum
hafði farið til Ameríku og ég var
beðinn að taka við starfi hans.
Launin voru 60 kr. um árið, en ég
sagði Briem póstmeistara, að ég
tæki þetta ekki að mér fyrir
minna en 120 kr. Þar sem
ég var í heimastjórnarflokkn
um og ákafur stuðningsmað-
ur, Hannesar Hafstein var
talið, að ég hefði fengið bitling.
Um það var svo skrifað í blöðin,
en ég hristi allar árásir af mér,
eins og ég hef ætíð gert. Þetta
sama ár sendi ég líka fyrsta fisk-
I .
slattann beint til Spánar og var
það held ég óþekkt áður. Ég leigði
lítið norskt skip, sem hét Alden
og kom upp síðla sumars með
kolafarm og 50 tunnur af stein-
olíu. Síðan sendi ég það til
Spánar með 400 skippund af fiski
og 200 tunnur af hrognum og þá
varð mér fyrst ljóst, hvernig sel-
stöðukaupmennirnir höfðu hagað
málum Sínum, því sá sem keypti
fiskinn á Spáni greiddi hærra
farmgjald en ég þurfti að borga
fyrir alla leiguna, Eftir þetta var
ég aldrei hissa á því, að Bryde
skyidi vera bendlaður við milljón
ir. Loks fékk ég fyrsta timburskip
ið til Vestmannaey-ja þetta sama
ár. Þá byggði ég mér allstóra
sölubúð og nokkuð stórt pakkhús,
og upp úr því fóru Vestmannaey-
ingar að hugsa um það alvarlega
að yfirgefa torfbæina og húsa
eyjarnar betur.
— Einhverjar framfarir hafa
nú orðið áður?
— Jú, dálitlar. í Vestmannaeyj-
um voru alltaf manndóms- og
dugnaðarmenn. Um 1860 var út-
lenzkur. sýslumaður í Eyjum.
Hann þjálfaði menn í her-
mennsku. Hann hét Kapteinn
Kohl. Ég hygg, að þessar æfingar
hafi stuðlað að því að gera menn
úr Vestmannaeyingum.
— Og hvers vegna tók sýslu-
maður upp á þessum hermennsku
látum?
— Ég held það hafi verið vegna
þess að Tyrkjaránið var mönnum
enn i fersku minni, þó að langt
væri liðið síðan Tyrkir gengu á
land í Vestmannaeyjum. Það var
eins og eimdi eftir af ótta við
sjóræningja fram á 19. öld. En
við vorum að tala um framfarirn
ar. Upp úr aldamótum fóru bænd-
ur að stækka tún hjá sér og þá var
strandvegurinn lýstur með olíu-
Ijósum. Þá voru aðalgöturnar
jafnvel gerðar akfærar. Eftir
aldamótin urðu framfarirnar í
Vestmannaeyjum að sumu leyti
meiri en í Reykjavík. Við kunn-
um betur að hagnýta sjávarafl-
ann. Ég hef oft hugsað um, hver
ástæðan hafi verið og komizt að
þeirri niðurstöðu, að hún hafi
verið sú að við vorum yngri í
Vestmannaeyjum, víðsýnni og
meiri fullhugar en sjósóknarar og
útgerðarmenn í Reykjavík. Við
áttum frumkvæðið að márgskonar
nýjungum, sem voru óþekktar í
Reykjavík. Það var ekkert véla-
íshús í Reykjavík 1908, þegar við
byggðum okkar íshús í Vest-
mannaeyjum og fluttum fyrstu
frystivélina inn í landið. Mér varð
snemma ljóst, að það var ekki að-
eins nauðsynlegt að eiga bát og
öngul, heldur líka frystihús þar
sem hægt væri að geyma næga
Framh. á bls. 14