Morgunblaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 1
24 síður
Mér tókst að flýja með aðstoð hugrakkra
og þjóðhollra Tíbetbúa
— Sagði Dali Lama í gœr
Chou En Læ endurtók skröksögur
kmverskra kommúnista á flokksþinginu
i gær: Dalai Lama var rænt sagði hann
LUNDÚNUM, 18. apríl. — Dalai Lama, sem er nú á leiðinni
til hvíldarstaðarins Mussoorie í Himalajaf jöllum ásamt föru-
neyti sínu, hefur gefið út yfirlýsingu, þar sem hann ber
harðlega á móti þeirri fullyrðingu kínversku kommúnista-
stjórnarinnar, að honum hafi verið rænt og hann fluttur
nauðugur til Indlands. Hann segir þvert á móti, að honum
hafi tekizt að flýja ofbeldi kommúnista með aðstoð hug-
rakkra og þjóðhollra Tíbetbúa.
Rétturinn kæfður í blóði
í yfirlýsingu sinni ræðir Dalai
Lama samskipti Tíbets og Kína
á liðnum öldum og segir, að
ætíð, jafnvel á verstu tímum í
sögu þjóðarinnar, hafi landið
fengið að halda sjálfstæði sínu
inn á við. Þá segir hann, að í
samningi þeim, sem hann hafi
verið neyddur til að undirrita
1951, sé gert ráð fyrir þvi, að
Tíbet haldi sjálfstæði sínu, þó
að Kínverjar fari með land-
varna- og utanríkismál. En
Þá benda fréttamenn á, að það
sé mikið áfall fyrir kommún-
ista, þegar Dalai Lama lýsir því
nú yfir, að hann hafi farið til
Segir, að Dalai Lama hafi
verið rænt!
Kínverjar hafi margoft gengið á
gerða samninga og 1955 og 1956
hafi þeir eyðilagt fjölmörg
klaustur í landinu og myrt
marga lama og sent fjölda Tíbet-
búa í þrælkun til Kína. í marz
sl. hafi ástandið versnað mjög
með þeim afleiðingum sem öllum
heimi eru kunnar. Tíbetbúar hafi
gripið til vopna til að verja rétt
sinn og Kínverjar hafi reynt að
kæfa allan vilja þeirra til sjálfs-
forræðis í blóði.
Með fjölskyldu sinni.
Dalai Lama gaf út þessa yfir-
lýsingu, þegar hann í dag kom
til indverskrar herbækistöðvar
á leið sinni til fyrrnefnds Hima-
lajabæjar. Hann var í fylgd með
nokkrum meðlimum úr ríkis-
stjórn sinni og í förinni voru
einnig móðir hans, Byaum
Chemmo, 60 ára gömul, systur
hans tvær og Ngari Rimpoch,
14 ára gamall bróðir hans, sem
einnig er „lifandi Búdda". Einn-
ig hefur eldri bróðir hans, Gyalo
Tondup, slegizt í förina, en hann
býr í indverska landamærabæn-
um Kalimpon.
Harmleikur.
1 yfirlýsingu sinni segist Dalai
Lama vera mjög þakklátur Ind-
landsstjórn fyrir að veita sér
pólitískt hæli. Hann kveðst vona,
að blóðsúthellingunum linni í
landi sínu og þar komist á friður
og regla, svo bægt verði frá
skuggum hins mikla harmleiks,
sem þar hefUr átt sér stað.
Honum var rænt!
Fréttamenn segja, að það sé
augljóst, að Dalai Lama hafi
ekki í hyggju að hverfa aftur
heim til Lhasa, eins og komm-
únistar óski. Það megi sjá af
hinum skörpu árásum hans á
kínversku kommúnistastjórnina.
Ef hann hefði haft í huga að
hverfa heim aftur innan tíðar,
eins og kommúnistar vilja, þá
hefði hann verið tungumýkri.^
Dalai Lama! Leiðtogi Tíbcta
Indlands af fúsum og frjálsum
vilja, því enginn minni málpípa
kommúnista en Chou En Lai hef-
ur margtönnlazt á þeirri fjar-
stæðu, að Khambamenn hafi
rænt honum og flutt hann nauð-
ugan til Indlands. Á flokksþingi
kínverska kommúnistaflokksins,
sem haldið er um þessar mundir,
sagði Chou En Lai í dag, að Dalai
Lama hafi verið rænt og Kín-
verjar vonuðust til, að hann sneri
heim til Lhasa hið fyrsta! —
Flokksþing þetta situr leppur
Kínverja í Tíbet, Panchen Lama.
„Margir lamar voru drepnir"
í fyrrnefndri yfirlýsingu sinni
segir Dalai Lama ennfremur, að
Kínverjar hafi lofað í samning-
unum 1951 að skipta sér ekkert
af trú eða siðvenjum Tíbeta og
láta þá eina algerlega um stjórn
innanríkismála landsins. En
þessi loforð hafi verið svikin og
því hafi bardagar blossað upp
i Khamahéraði 1955. Síðan seg-
ir: „Kínverski herinn eyðilagði
mörg klaustur og margir lamar
voru drepnir og fjölmargir múnk
ar og opinberir starfsemnn tekn-
ir og þvingaðir til að leggja vegi
í Kína og síðan jukust til muna
afskipti Kínverja af trúmálum
landsins.... “
Þá segir Dalai Lama að þrátt
fyrir þetta hafi stjórn sín reynt
að koma á friði í landinu og hafa
góða samvinnu við Kínverja, en
„hinn 17. marz sl. var tveimur
eða þremur sprengjum varpað á
Norbulingka-höllina (sumarhöll
Dalai Lama), en til allrar ham-
ingju lentu þær ítjörnumskammt
frá höllinni". Þá segir, að eftir
þennan atburð hafi stjórn lands-
Framh. á bts 23
Hans C. Andersen, sendi-
herra, kvaddur heim
til ráðuneytis um landhelgismálið
HANS G. Andersen, sendiherra
íslands hjá Atlantshafsbandalag-
inu. kom til landsins í gær. Var
hann kvaddur heim af ríkisstjórn
inni til samráðs við hana og full-
trúa þingflokkanna um hverjar
ráðstafanir séu vænlegastar til
árangurs í landhelgismálinu
vegna hins stöðuga ofbeldis
Breta í fiskveiðilandhelginni.
Hrein og hiklaus stefna
Sjálfstœðisflokksins
I landhelgis málinu
Stórvitaverð klofningsiðia Framsóknar-
manna og kommúnista
Þjóðhollusta og hugrekkl Khambamanna bjargaði leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama.
MÁLGÖGN kommúnista og Framsóknarmanna hafa undanfarið
verið með dylgjur um það, að Sjálfstæðisflokkurinn væri óheill
í landhclgismálinu. Engum getur dulizt, að með þessu eru Fram-
sóknarmenn og kommúnistar að gefa þeirri skoðun undir fótinn
erlendis, að óeining ríki meðal íslendinga um afstöðu þeirra til
lífshagsmunamáls síns. Er það vissulega illt verk sem þessir flokk-
ar vinna með slíkum söguburði. Um afstöðu Sjálfstæðisflokksins
til landhelgismálsins hefur íslenzka þjóðin aldrei verið í neinum
vafa. Hann hefur staðið í fylkingarbrjósti í baráttu landsmanna
fyrir aukinni vernd fiskimiðanna og mun halda áfram að gegna
því forustuhiutverki. Það áform flokksins kemur mjög greinilega
fram í samþykkt síðasta landsfundar hans um landhelgismálið.
En þar er m. a. komizt að orði á þessa leið:
„Landsfundurinn lýsir óhagg-
anlegu fylgi Sjálfstæðismanna
við þá stefnu, sem mörkuð var
í landhelgismálinu árið 1948 með
setningu laganna um vísindalega
verndun fiskimiða landgrunns-
ins og áréttar samþykkt lands-
fundar árið 1956 um að leita
beri, hvenær sem fært er, lags
um frekari friðun fiskimiðanna,
þangað til viðurkenndur er, rétt-
ur íslands til landgrunnsins.
Fundurinn fagnar útfærslu
fiskveiðilandhelginnar á síð-
asta ári sem spori í rétta átt,
en harmar ,að ekki skyldu
samtímis leiðréttar grunnlín-
ur, þar sem síðari leiðrétting
þeirra verður mun erfiðari
eftir að í odda hefur skorizt
um 12 mílna fiskveiðiland-
helgi“.
Þá vítti landsfundurinn harð-
lega herhlaup Breta inn í ís-
lenzka fiskveiðilandhelgi og
taldi ámælisverðan ágreining
fyrrverandi stjórnarflokka um
málið. í niðurlagi ályktunar
landsfundarins um landhelgis-
málið var
þessa leið:
komizt að orði á
Sýnum algeran einhug
„Landsfundurinn skorar á
alla íslendinga að sýna, þrátt
fyrir mistök fyrrverandi rík-
isstjórnar, algeran einhug I
málinu, láta ekki undan síga
fyrir erlendu ofbeldi né sætta
sig við minni fiskveiðiland-
helgi en nú hefur verið á-
kveðin, heldur sækja fram
þar til lífshagsmunir þjóðar-
innar hafa verið tryggðir.“
Með þessari ályktun lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins er
mörkuð hiklaus og hrein afstaða
í þessu mikla máli. Er það einn-
ig í samræmi við einarða og
drengilega baráttu flokksins í
landhelgismálinu fyrr og síðar.
Almenningur í landinu mun
ekki kunna kommúnistum og
Framsóknarmönnum neina
þökk fyrir það, að reyna nú að
koma því inn hjá andstæð-
ingum okkar erlendis að ÍS-
lendingar séu klofnir í land-
helgismálinu. Þvert á móti
munu allir heiðarlegir menn
fordæma þessa iðju þeirra
harðlega.
Sunnudagur 19. apríl.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Fylg þú mér, eftir sr. Óskar J
Þorláksson.
Við Vonarstræti mun ráðhús
rísa. Frá bæjarstjórnarfundi.
—6 : Skák o. fl.
— 8: Sitt af hverju tagi.
— 10: Fólk í fréttunum.
— 12: Forystugreinin: Lærdómsríkur
ferill vinstri stjórnarinnar.
— 13: Reykjavíkurbréf.
— 15 og 16: Lesbók barnaan.
— 17: Ferming í dag.