Morgunblaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐ1& Sunnudagur 19. aprfl 1959 Fermingarskeyti Fermingarskeyti sumarstarfsins verða afgreidd á eftirtöldum stöðum, kl. 10—12 og 1—5 í dag: Vesturbær: Drafnarborg. Miðbær: Amtmannsstíg 26. Kleppsholt: Ungmennafélagshúsinu við Holtaveg. Smáíbúðahverfi: Breiðagerði 13. Laugarnes: Kirkjuteigi 33. Vatnaskógur — Vindáshlíð. Kópavogsbúar fermingarskeyti skátanna verða seld á eftirtöld- um stöðum: Borgarskýlinu, Kársnesi, við Gíslabúð, Barna- skólanum, Kársnesi, við KRON, Borgarhólsbraut, Fossvogsbiðskýli, biðskýlinu Digranesi, við Verzlunina Kóp og við KRON, Hlíðarvegi. Styrkið gott málefni um leið og þér gleðið aðra. SKÁTARNIR. Ráðskona óskast í mötuneyti verkfræðinga að Irafossi. Nánari upp- lýsingar hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar. SOGSVIRKJUNIN. Miðstöðvarofnar Ror og fittings (»vart. — galv.). Skolprör Skolpfittings Fyrirliggjandi Sighvatur Einarsson Skipholti 15. Sími 24133 og 24137. INNANMÁl CtUCCA kristján Siggeirsson Laugavegi 13 — Sími 1-38-79 hrmingarskeyti skdtanna fást á eftirtiildum stöðum: AUSTURBÆR: Skátaheimilinu við Snorrabraut opið 10 f.h. til 19 e.h. Skrifstofa B. 1 Laugaveg 39 — 10 — til 19 — Bókasafnshúsið Hólmgarði 34 — 10 — til 17 — Barnaheimilinu Brákarborg — 10 — til 17 — Leikvallaskýlinu Barðavogi — 10 — til 17 — Leikvallaskýlinu Rauðalæk — 10 — til 17 — VESTURBÆR: Leikvallaskýlinu Dunhaga Gamla stýrimannaskólanum við opið 10 f.h. til 17 e.h. Öldugötu — 10 — til 17 — Hlutavelta Knattspyrnufélagsins Þróttar hefst í Skáta- heimilinu við Snorrabraut kl. 2 í dag. Þúsundir góðra vinninga. Ekkert happdrœtti Ef þér hljótið stóran vinning, getið þér haft hann með yður heim. K. Þ. Munið fermingarskeyti sumarstarfsins Vindáshlíð VatnaskÖgur e LESBÖK BARNAKNA LESBÖK BARNANNA 9 tröllastigann, en þá datt hún og rann niður. Hún missti fötuna sína, og ó —, ó —, rétt fyrir neð- an var stóri fossinn, skyldi hún steypast í hann? Sem betur fór gat hún náð taki á víðihrislu og haldið sér í hana, svo að hún dytti ekki í foss- inn. En nú fór hún að gráta. Fatan hennar var týnd og hún hafði ein- mitt átt að fara til dverg- anna að sækja mjólk í hana. Hvað átti hún að gera? Dvergarnir heyrðu nú til hennar og sáu hvað hún átti bágt. Þeir flýttu sér af stað með föturnar sínar upp bratta skriðu og komust til litlu stúlk- unnar. „Því situr þú þarna, Linda litla?“, kölluöu þeir, „gættu þín að detta ekki í fossinn". „Hvar er fatan þín?“, spurði annar þeirra. „Ó, ó, hún datt í ána“, svaraði Linda litla. „Hættu nú að gráta", sögðu dvergarnir, „við skulum hjálpa þér“. En hvernig áttu þeir að fara að því, þar sem þeir voru með mjólkur- föturnar sinar í báðum höndum? Þá kom þeim ráð i hug. „Taktu í skeggið á mér“, sagði annar þeirra, „og þá skal ég toga þig upp“. „Ég skal ganga á eftir þér, svo að þú sért ekki hrædd um að detta nið- ur“, sagði hinn. Nú gekk allt vel og brátt voru þau komin heilu og höldnu upp á gilbarminn. Þá tóku dvergarnir upp hálf út- sprungna holtasóley og fylltu hana af mjólk. heim með mjólkina í blóminu sínu. Ég hrökk upp við það að kallað var á mig. Mamma var búin að mjólka og var að leggja af stað heim. Bára, 8 ára. — ★ — „Flýttu þér nú heim með mjólkina, áður en sólin hverfur úr gilinu og allt, sem bærist, fer að sofa“, sögðu þeir. „Þegar sólin hvérfur, gætir þú ef til vill orðið hrædd“. Linda litla þakkaði þeim fyrir hjálpina og flýtti sér glöð og ánægð RITGEUÐASAM- KEPPNINNI lýkur i þessu blaði. Hafa þá alls verið birtar 20 ritgerðir og sögur. Þátttaka hefir verið mjög góð í þessari keppni, og fjöldi góðra greina hefur borizt. Því miður hefur Lesbókin ekki getað birt, nema lít- inn hluta þeirra. Keppn- inni verður að ljúka nú, til þess að þið getið dæmt um, hverjar séu þrjár beztu ritgerðirnar og sent tillögur ykkar til Les- bókarinnar fyrir 20. maí n. k. Úrslitin í samkeppn- inni verða síðan birt í maílok. Þær þrjár ritgerðir, sem flest atkvæði fá, hljóta verðlaun. Fyrstu verðlaun eru 200 krónur, önnur 150 krónur og þriðju verðlaun 100 krón- ur. —• Þið hafið sýnt mikinn áhuga fyrir samkeppn- inni og Lesbókin þakkar ykkur öllum, sem tekið hafa þátt í hcnni. Eitt- hvað af þeim ritgerðum, sem ekki var hægt að koma í keppnina, munu síðar birtast í blaðihu. Lesbókin hvetur sem flesta lesendur sína til að velja úr þessum 20 rit- gerðum þær þrjár, sem þeim þykja beztar og senda atkvæði sín fyrir 20 mai n. k. Með beztu kveðju. Lesbók barnanna. Kæra Lesbók. Mér datt í hug að senda þér stutta sögu sem ég heyrði nýlega, hún heitir: Köttur og kanarífugl Kona nokkur auglýsti Það leynir sér ekki, að Anna hefur komið auga á eitthvað, sem við sjáum ekki. Hvað skyldi það vera? Ef þú tekur blýant og dregur strik frá 1—39, sérðu það. A eftír má svo lita myndina. eftir kanarífugli, sem hún hafði misst úr búri. Daginn eftir kemur lítill drengur til hennar með stóran svartan kött und- ir hendinni. Hvað er þér á höndum, drengur minn? spurði konan. Ég er hérna með kanarífuglinn, svar- aði drengurinn. Kanarí- fuglinn, sagði konan undrandi, mér sýnist þetta vera köttur. — Já, svaraði drengurinn, en kanarífuglinn er innan í. Vertu sæl kæra Les- bók. Sigurður R. Sigurðsson (8 ára), Reykjavík. Skrítla — Veiztu, hver fann upp dýpkunarskipið? — Já, það var Skoti, sem missti fimmeyring í höfnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.