Morgunblaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 23
Sunnudagur 19. apríl 1959
'r MORGUNBLAÐ1Ð
23
Nokkru meiri afli
í Eyjum en í fyrra
VESTMANNAEYJUM, 18. apríl.
— í gær var afli mjög misjafn
á Vestmannaeyjabáta, og var sá
bátur, sem mestan afla hafði, með
um 4600 fiska. Aðrir voru með
miklu minna, og sumir voru með
engan afla. Voru þeir að róta í
netadræsunum suður á miðun-
um. í gær munu hafa komið hér
á land 1000—11000 lestir af fiski.
Á föstudagskvöldið var lifrar-
magnið hér í Vestmannaeyjum
orðið 2710 lestir, en hafði verið
2635 lestir á sama tíma í fyrra.
Þar sem liframagnið er nokkuð
öruggur mælikvarði á sjálft fisk-
magnið, bendir það til þess, að
nú sé kominn dálítið meiri fiskur
á land, en um þetta leyti á ver-
tíðinni í fyrra. Rétt er að gela
þess í sambandi við fiskmagnið.
að afli er að öllum líkindum
nokkru minni hjá línu- og neta-
bátum, en hann er nú ákaflega
misjafn, og líklega aldrei mis-
jafnari en einmitt nú. Afli færa-
báta er hins vegar nokkru meiri
nú en i fyrra.
Á föstudagskvöldið var afla-
hæsti báturinn í flota Vestmann-
eyinga Gullborg með 872 lestir,
en fast á eftir fylgir Stígandi.
— Bj. Guðm.
11 togarar lönduðu
hér síðustu viku
1 VIKUNNI, sem nú var að líða,
lönduðu 11 togarar hér í Reykja-
vík, ýmist ísfiski eða saltfiski,
og er það fiskur af heimamiðum,
nema fiskurinn, sem Fylkir land-
aði, en hann kom í vikunni vest-
an af Grænlandsmiðum, þar sem
hann var í rannsóknarleiðangri,
og hafði togarinn kastað er úti-
vistinni þar var að verða lokið.
Togararnir, sem lönduðu, eru
þessir: Þorkell máni 47 tonnum
af saltfiski og 33 af ísfiski. Marz
242 tonna ísfisksfarm, Skúli
Magnússon var með 157 tonn af
ísfiski og 97 af saltfiski, Egill
Skallagrímsson 226 tonn af ís-
fiski, Jón forseti 287 tonn, Pétur
Halldórsson 90 tonn af ísfiski og
18 tonn af saltfiski, Fylkir 146
tonn, tfranus 206 tonn og Hval-
fellið 137 tonn. I gær var verið
að landa úr Geir um 200 tonnum
og Ingólfi Arnarsyni, sem verið
hafði með 140—150 tonn af ís-
fiski og um 90 tonn af saltfiski.
Bólusótt
SINGAPORE 18. apríl. — Mikið
magn af bóluefni við kúabólu hef
ir verið flutt til Singapore vegna
þess, að þar hefur orðið vart
við allmörg bólusóttartilfelli und-
anfarið. Ungur drengur, sem kom
frá Indlandi fyrir þremur vikum,
bar veikina til Singapore.
T ómstundaheimili
ungtemplara
NÝLOKIÐ er öðru starfsári Tóm
stundaheimilis ungtemplara í
Rvík. Heimilið hóf starfsemi sína
í októbermánuði s. 1. haust með
námskeiðum í föndri, og stóðu
þau yfir fram í miðjan desem-
ber. Eftir áramótin var efnt til
nýrra námskeiða og lauk þeim
fyrir skömmu; Alls var starfað í
14 flokkum með samtals 220 þátt
takendum, sem voru á aldrinum
12—25 ára. Þrír kennarar leið-
beindu, þær Guðrún Júlíusdóttir,
Ingibjörg Hannesdóttir og Sigrún
Gissursdóttir.
Undanfarna daga hefur staðið
yfir í glugga verzl. Málarans í
Bankastræti, sýning á munum,
sem unnir hafa verið á námskeið
um Tómstundaheimilis ungtempl
ara. Þar má sjá marga haglega
gerða hluti úr basti, tágum, garni,
filti, hornum, íbenholti, beinum,
kuðungum, skeljum og fleiru.
Gluggasýningu þessari mun Ijúka
í kvöld, sunnudag.
„Húmar hægt að kveldi“ sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. —
Myndin er af Val Gíslasyni í hlutverki James Tyrone í
„Húmar hægt að kveldi“. — Leikritið hefur hlotið mjög lof-
samlega dóma leiklistardómenda.
Björguðu 16 gislum
úr Montana-fangelsinu
NEW YORK, 18. apríl. — Eins
og kunnugt er, hafa fangarnir í
rikisfangelsinu í Mcntana haft
fangelsið á valdi sínu frá þvi
á fimmtudag, en þá gerðu þeir
uppreisn og tóku allmarga fanga-
verði sem gisla. f átökunum skutu
þeir aðstoðarmann yfirfanga-
varðar til bana, en yfirfangavöið-
urinn slapp með naumindum með
aðstoð eins fangans. Þá slapp
sálfræðingur fangelsins út í nótt
og skýrði frá því að föngunum
Verður félag
væri alvara og þeir myndu láta
skeika að sköpuðu.
í nótt sprengdu her og lögreglu
menn gat á einn vegginn á fang.
elsinu og réðust með vélbyssum
og táragasi inn og komu föngun-
um í opna skjöldu og gátu bjarg-
að 16 fangavörðum, sem þar var
lxaldið sem gislum. — Nu hafa
fangarnir búið um sig á öðrum
stað í fangelsinu og eru hinir
vígreifustu.
— Dali Lama
Framh. af bls. 1.
ins gert sér grein fyrir þeirri
hættu, sem Dalai Lama var í.
Jón Einar Jónsson
prenfari — minning '
HINN 7 apríl sl. andaðist hér |
í bong Jón Einar Jónsson prent-
ari í hárri elli, eða rúmlega ní-
ræður. — Jón Einar, eins og
hann var oftast nefndur af vin-
um og samstarfsmönnum var
einn í hópi mætustu manna sem
„byggðu þessa borg“.
Fæddur var Jón að Vestur-
koti í Leiru, Garðahi-eppi. Inn-
an fermingaraldurs fluttist hann
hingað til Reykjavikur. Um
fermingaraldur hóf hann prent-
nám og gerði síðan hina göf-
ugu prentiðn að lífsstarfi sinu.
Að undanskildum 2 árum, sem
hann starfaði austur á Seyðis-
firði í prentsmiðju Skafta
Jósepssonar hins þjóðkunna blaða
manns og ritstjóra Austra,
dvaldist Jón og starfaði eingöngu
hér í Reykjavík og lengst eða
um 60 ára skeið í Gutenberg og
var hann einn þeirra prentara
sem stofnuðu þá prentsmiðju.
Iðjusemi og grandvarleiki ein-
kenndu allt dagfar Jóns Einars,
jafnt við vinnu sína sem önn-
ur störf, er hann innti af hönd-
um....
Hann var félagslyndur maður,
góðgirni hans og réttsýni skip-
uðu honum þar í öndvegi.
Snemma tók hann sér stöðu
í fylkingum bindindismanna og
hvikaði þar aldrei eitt augnablik.
Ungur gerðist hann félagi Góð
templarareglunnar og hugsjón
hennar varð honum innilegt á-
hugamál, þar vann hann af þeim
hug og þeirri fórnfýsi og mann-
ást, sem honum var í blóð bor-
íð, jafnt með eldri sem yngri,
dáður af öllum. Dagfar hans og
prúðmennska var sönn og fögur
fyrirmynd öllum gem með hon-
um störfuðu hvort heldur var að
daglegum störfum eða að fram-
gangi mannbóta- og menningar-
mála, svo sem bindindismálsins.
Jón Einar Jónsson var kjör-
inn heiðursfélagi Hins íslenzka
prentarafélags, svo og Stórstúku
Islands og st. Verðandi nr. 9, en
þar var hann félagi um ára-
tugi.
Það lætur að líkum að örlaga-
nornirnar voru, öðrum eins
manni og Jóni Einari vinveitt-
ar. Þær létu honum líka í té i
fagurt heimili og ágæta konu,
dugandi börn og barnabörn, og I
þær munu standa vörð um það
að allir hans mörgu afkomend-
ur, sem vera munu um 100,
megi í dagfari og að Jxengskap
líkjast honum í hvívetna.
Vér, sem höfum starfað með
Jóni Einari Jónssyni innan bind-
indishreyfingarinnar þökkum
honum nú er leiðir s'kilja um sinn,
hlýju handtökin og blíða brosið, í
einu orði sagt, samstarfið.
Einar Bjömsson.
Nýkomið
allt mögulegt fyrir hárið:
Hárkrem
HárÍanolín
Hárlakk
Hárlagningavökvi
Háralitur
Hárspennur
Hárklips
Hárnet
Hárgreiður
Hárspangir
Hárilmvötn
Rúllur í hár
Sliampoo mikið úrval.
m.a. BANDBOX-KREM
og Bandbox-shampoo
fyrir feitt og þurrt hár,
POLYCOLOR öll númer.
Höfum mikið úrval af varalit.
Einnig ekta varalit
Day Dew make-up
SNYRTIVÖRUBÚÐIN
Laugav. 76, sími 12275
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á
sjötugsafmæli mínu 6. apríl s.l.
Kristín Stefánsdóttir, Ásum.
skcmmtibáta-eig-
endastoínað?
HÉR í Reykjavík eru allmargir
menn, sem eiga skemmtibáta,
annað hvort vélknúna eða búna
seglum.
Þessum bátaeigendum hefur
þótt á það skorta, að myndaður
væri félagsskapur til þess að
þeir geti þar í sameiningu unn
ið að ýmsum aðkallandi málum.
Nefna þeir t. d. a, hér í Rvík
hafi bátarnir engan fastan sama-
stað, en slíkt hlyti að takast ef
félagsskapur væri stofnaður og
hann ætti vinsamlegar viðræður
við fulltrúa bæjaryfirvaldanna
um það mál. Bátaeigendur benda
á að siglingar séu vinsælar hér
meðal æskufólks, en það hái á-
hugasömum mönnum, að ekkert
félag er starfandi. Svo mætti láta
sér til hugar koma að þegar fram
líða stundir, verði efnt til kapp-
siglingar t. d. inni á Kleppsvík,
eða Skerjarfirði.
Geir P. Þormar bifreiðakennari
Blönduhlíð 33, er einn þeirra
manna, sem vilja reyna að stofna
félag skemmtibátaeigenda og tel
ur hann að innan vébanda þess
gætu verið Hafnfirðingar og
Kópavogsbúar ásamt Reykvíking
um. Hefur hann beðið Mbl. að
koma þeim boðum til þeirra, er
hér eiga hlut að máli og áhuga
hefðu á stofnun slíks félags, að
þeir geri sér viðvart í bréfi.
Fyrir S. Þ.
Fréttamenn benda loks á,
að í lok yfirlýsingar sinnar
hafi Dalai Lama ekki minnst
sérstaklega á sjálfsforræði
Tíbeta, heldur talað um frelsi
landsins og þykir það benda
til þess, að hann muni sjálfur
leggja mái þjóðar sinnar fyr-
ir S. Þ.
o o o
Dalai Lama gaf fyrrnefnda
yfirlýsingu sína á fundi með
fréttamönnum í dag. Hann var
glaður og reifur, en þó þreytu-
legur. Hann gekk á milli frétta-
mannanna og sagði eína og eina
setningu á tíbetsku, en ráðherra
í stjórn hans las yfirlýsinguna
fyrir fréttamenn.
★
Dagens Neheter hefur það eftir
fréttaritara sínum í Tezpur, að
indverska stjórnin hafi tekið þátt
í skipulagningu flótta Dalai
Lama frá Tíbet. Segir fréttamað-
urinn, að þetta hafi komið fram
í Tezpur s.l. fimmtudag og lieim-
ildir að þessum upplýsingum
megi teljast góðar.
Opinberir aðilar hafa hvorki
viljað staðfesta þessa fregn né
neita hcnni, enda hér um algert
leyndarmál að ræða. Segir frétta
maður Dagens Nyheter, að sögu-
maður sinn hafi stranglega bann
að sér að gefa upp nafn sitt því
það mundi tekið hart á þessari
uppljóstrun vegna þess hve að-
staða Nehrus gagnvart Kínverj-
um er veik um þessar mundir.
Móðir okkar
KRISTÍN BRANDSDÓTTIR ARNET
lézt í Landsspítalanum föstudaginn 17. apríl.
Þórarinn Pjeturss., Anna Pjeturss.
Móðir okkar
BJÖRG ISAKSDÓTTIR FINNBOG ASON
andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar 18. apríl.
Rannveig Þór, Borghildur Jónsdóttir,
Albert J. Finnbogson.
Útför föður míns og tengdaföður
BJÖRNS JÓNSSONAR
fyrrum skósmiðs,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. apríl kl. 2,30
eftir hádegi.
Svava Bjömsdóttir, Einar Einarsson.
Bálför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa
EIRfKS ÞORSTEINSSONAR
fyrrum kaupmanns í Gerðum,
fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 21. apríl kl.
1,30. Blóm afþökuð.
Ragnhildur Davíðsdóttir,
Ólafur Eiríksson, Lovísa Rögnvaldsðóttir,
og börn.