Morgunblaðið - 29.04.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 29.04.1959, Síða 10
MiðviRudagur 29. apríl 1959 10 MORCVNBLAÐ1Ð Utg.: H.f. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundason. UTAN ÚR HEIMI _______________ J Slagorðin eru 96 að þessu sinni Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti f Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Aski-;ttargald kr. 35,00 á mánuði innan ands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. EINHUGA ALÞINGI MÓTMÆLIR OFBELDI BRETA OFBELDISAÐGERÐIR og yfirgangur Breta á fiski- miðunum við strendur ís- lands allt frá því að hin nýju fiskveiðitakmörk tóku gildi hinn 1. september sl. hafa vakið þjóð- arreiði meðal íslendinga. Eitt mesta herveldi heimsins, sem þar að auki er gömul viðskiptaþjóð íslenzku þjóðarinnar hefur notað herskipaflota sinn til þess að halda uppi hernaðaraðgerðum gegn minnstu þjóð heimsins. Vegna þess að brezkir togara- menn telja 12 mílna fiskveiðitak- mörkin sér óhagstæð hefur ríkis- stjórn Stóra-Bretlands látið her- skipaflota sinn vernda landhelgis brot þeirra upp í landsteinum við íslandsstrendur.Hin litlu íslenzku varðskip hafa verið beitt ofbeldi af bryndrekum Breta, sem hafa haft í hótunum um að sigla þau niður eða jafnvel skjóta þau í kaf. ★ Þetta atferli er svo svívirffi- legt, áff undrun sætir. Engu líkara er, en aff Bretar haldi aff ekkert sé eðlilegra en aff þeir beiti sama ofbeldinu í dag og þeir hafa beitt á liðnum tíma, meðan nýlendukúgunin var sem svörtust og óbilgjörn- ust. Þróunin í alþjóðamálum íslendingar hafa undanfarin ár háð harða baráttu fyrir verndun fiskimiða sinna. í>eir settu árið 1948 löggjöf um vísindalega vernd fiskimiða landgrunnsins og á grundvelli þeirra var flóum og fjörðum síðan lokað árið 1951— 1952 og fjögurra mílna fiskveiði- takmörk ákveðin út frá grunnlín- um. Þegar þessar mikilvægu ráð- stafanir voru gerðar voru íslend- ingar þess alráðnir að halda áfram sókninni fyrir vernd fiski- miða sinna á grundvelli land- grunnslaganna. Þeir unnu ötul- lega að því, að vinna málstað sín- um fylgi á alþjóðavettvangi. Inn- an Sameinuðu þjóðanna, Efna- hagssamvinnustofnunar Evrópu, Atlantshafsbandalagsins. Evrópu ráðsins og Norðurlandaráðs, skýrðu fulltrúar íslands aðstöðu þjóðar sinnar og lífsnauðsyn hennar til að varðveita fiskistofn- ana við strendur lands síns, og hindra áframhald hinnar taum- lausu rányrkju, sem þar hafði um langt skeið átt sér stað af völdum fiskiskipaflota stórþjóðanna. ★ Árangurinn af þessari upplýs- ingstarfsemi íslendinga var mik- ill og heillaríkur. Bretar reyndu að vísu í lengstu lög að vefengja ráðstafanirnar frá 1952. En þeir komust ekki hjá því að viður- kenna þær í verki. Það gerðu einnig aðrar fiskveiðiþjóðir er sóttu á íslandsmið. Á Genfarráffstefnunni, sem haldin var fyrir rúmlega ári og sótt var af öllum fisk- veiðiþjóðum heims, var einnig svo komið, að meiri hluti þjóð- anna taldi 12 mílna fiskveiði- takmörk efflileg og réttlát. Þrátt fyrir þetta hikuðu Bret- ar ekki við að hefja hernaðar- aðgerðir gegn íslendingum, þegar þeir færðu fiskveiðitakmörkin út 1. september sl. Þar með greiddi brezka heimsveldið alþjóðlegri samvinnu þungt högg og flekkaði um leið skjöld brezku þjóðarinn- ar, sem talin hefur verið meðal þroskuðustu lýðræðisþjóða heims ins. Mótmæ’i landsfundatr S j álf stæðisf lokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins markaði hiklausa og einarða stefnu gagnvart ofbeldi Breta. Fundurinn fagnaði útfærslu fisk- veiðilandhelginnar á sl. ári, sem spori í rétta átt, en harmaði að ekki skyldu samtímis leiðréttar grunnlínur eins og fulltrúi flokks ins í landhelgisnefnd stjórnmála- flokkanna hafði lagt til fyrir hönd flokksins. Landsfundurinn vítti harðlega herhlaup Breta inn í íslenzka fiskveiðilandhelgi og skoraði á alla íslendinga að sýna þrátt fyr- ir mistök fyrrverandi ríkisstjórn- ar algeran einhug í málinu, og láta ekki undan síga fyrir er- lendu ofbeldi né sætta sig við minni fiskveiðilandhelgi en ákveð ið hafði verið, heldur sækja fram þar til lífshagsmunir þjóðarinnar væru tryggðir. ★ Með þessari yfirlýsingu hafði Sjálfstæðisflokkurinn markað stefnuna gagnvart ofbeldisaðgerð um Breta. Stærsti stjórnmála- flokkur þjóðarinnar lýsti yfir því, að ekki kæmi til mála að láta undan síga fyrir ofbeldinu eða hvika frá þeim ráðstöfunum, sem gerðar hefðu verið til aukinnar verndar fiskimiðanna. Einhuga Alþingi í framhaldi af yfirlýsingu Sjálf stæðisflokksins, hefur nú tekizt samkomulag milli allra flokka Alþingis um harðorð mótmæli gegn þeim brotum á islenzkri fiskiveiðilöggjöf, sem brezk stjórnarvöld hafa efnt til með of- beldisaðgerðum herskipa sinna. í þingályktun, sem flutt hefur ver- ið af fulltrúum allra flokka, er lagt til að Alþingi lýsti því yfir, að það telji ísland eiga ótvíræð- an rétt til 12 mílna fiskveiðiland- helgi og að afla beri viðurkenn- ingar á rétti þess til landgrunns- ins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og að ekki komi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum um- hverfis landið. ★ Þessi yfirlýsing Alþingis er í fullu samræmi viff ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokks ins. Þar er ekki affeins lögð áherzla á aff minni fiskveiði- landhelgi íslands en 12 mílur komi ekki til greina, held- ur „aff afla beri viðurkenning- ar á rétti þess til landgrunns- ins alls“. íslendingar fagna þessari yfirlýsingu og munu skipa sér um anda hennar og efni í órofa fylkingu. AÐ vanda er mikill undirbúning- ur og viðhöfn í tilefni 1. maí í Ráðstjórnarríkjunum. Þá fara fram mikil ræðuhöld og hersýn- ingin 1. maí á Rauða torginu í Moskvu er mesta hersýning árs- ins að einni undanskilinni: 7. nóvember. Fyrir löngu eru æf- ingarnar byrjaðar, langar fylk- ingar hermanna hafa þrammað yfir Rauða torgið að næturlagi á æfingu — og hergagnalestirn- ar eru fullbúnar utan við borg- ina. Rússnesku leiðtogarnir leggja jafnan áherzlu á það við hátíða- höld sem þessi að flytja stórpóli- tískar ræður og marka stefnuna svo í innanríkismálum sem ut- anríkismálum. Af tilefni dagsins eru alltaf gefin út af hálfu Ráð- stjórnarinnar fjöldi „slagörða dagsins" — og alltaf með nokk- urra daga fyrirvara svo að al- menningi gefist kostur á að læra slagorðin utan að. Þá lætur ríkið prenta tugþúsundir spjalda með slagorðunum — og utan á húsveggi eru hengdir langir borðar með helztu slagorðunum. Og nú eru Rússar farnir að læra lexíur sínar utan að í gríð og erg, enda ekki seinna vænna. Skammur tími er til stefnu — og slagorðin hafa þegar verið birt. Pravda birti þau á dögun- um, vandlega tölusett. Þau eru hvorki meira né minna en 96 talsins — og þar af eru 39 á sviði utanríkismála. Eins og alltaf áður má finna vissan grunntón í slagorðum dagsins, þegar þau eru lesin yfir. Nú er lögð mikil áherzla á það að boða þjóðum utan járntjalds- ins kjarna hins kommúniska fagnaðarerindis. Þá er hvatttilein ingar allra vinstrisinnaðra flokka um allan heim og hlutlaus ríki eru hvött til að sýna einhug í friðarsókninni. Þjóðirnar í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins, löndunum í Austur-Asíu og í Suður-Ameríku eru og hvattar til þess að taka höndum saman við þá menn, sem unna fögrum hugsjónum og mannréttindum — og hrinda heimsvaldasinnunum af höndum sér. fraksbúum er sérstaklega helgað eitt slagorð — og þar er stuðningi Ráðstjórn- arinnar heitið við írak og íbúa Nasser 1. maí hátiff í Moskvu þess í baráttunni fyrir „sjálf- stæði“. Á einum stað er minnzt á Egyptaland, en ekki ber neitt á því að kastast hafi í kekki milli Nassers og Krúsjeffs. í þeim slagorðum sem fjalla um sambúð Kínverja^og Rússa kemur greinilega fram andúð Krúsjeffs á hinu mikla veldi Mao Tse Tung — og segir, að treysta beri samvinnuna við Kínverja, sem nú séu að öðlast skilning á sósíalismanum. For- ustumenn kinverskra kommún- ista hafa hins vegar ekki dregið dul á það, að þeir telja sig komna miklu lengra en Rússar — og þeir séu að „öðlast skilning á kommúnismanum". Frétta- menn, sem skrifað hafa frá Moskvu að undanförnu, segja, að sífellt eigi rússneskir ráða- menn erfiðara með að leyna gremjunni í garð Kínverja. Rúss nesku ráðamennirnir vilja um- fram allt leggja áherzlu á það, að enn séu trúbræður þeirra í Kína aðeins búnir að finna smjörþefinn af sósíalismanum — og það er hægt að lesa á milli línanna þau orð, sem Krúsjeff hefur einu sinni valið tilraun- um Mao Tse Tung með hinar ný- stofnsettu kommúnur. Krúsjeff sagði eitt sinn, að tilraunir þess- ar væru afturhaldslegar og ó- framkvæmanlegar. Það er að sjálfsögðu sérlega eftirtektarvert fyrir okkur ís- lendinga, að mikil áherzla virð- ist lögð á það í slagorðum 1. maí í ár að vingast við Norður- landaþjóðirnar. Vináttuböndin milli þjóða Ráðstjórnarríkjanna og Svía, Norðmanna, Dana og íslendinga á að styrkja og efla“. Þannig hljóðar slagorð númer Krúsjeff 36. Fréttamenn eystra telja einn ig ýmis merki þess, að nú eigi að herja róðurinn á Norðurlönd- um. En Rússar telja Finna ekki með Norðurlöndum. Þeir hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð í Finnlandi, að það land er ekki lengur í sama flokki og Norður- lönd. f slagorði númer 35 eru vináttutengsl Rússa og Finna marglofuð og talin til fyrirmynd ar. Mótmælin gegn „Wehimncht" fengn ekki hijómgrnnn í þinginn ÓSLÓ, 27. apríl. — í dag var sam- þykkt í norska þinginu að heim- ila tveimur þýzkum herforingj- um að taka við störfum í NATO- herstöðinni í Kolsaas, í nágrenni Óslóar. 12 þingmenn greiddu at- kvæði gegn því, að þessi heimild yrði veitt — 9 jafnaðarmenn, 2 frjálslyndir og 1 kommúnisti. Þá var einnig samþykkt, að norskur sjóliðsforingi verði sendur í NATO-flotastöðina í Holtenau Talsvert hefur verið um mót- mæli í Noregi gegn því, að Þjóð- verjunum yrði heimilað að koma til Noregs. Um 2000 verkamenn fóru í mótmælagöngu framhjá þinghúsinu, þegar atkvæða- greiðslan fór fram. Þeir báru spjöld, sem m.a. var letrað ás Ekki meira af Wehrmacht í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.