Morgunblaðið - 29.04.1959, Page 11
Miðvik'udagur 29. apríl 1959
MORGUNBLAÐID
11
Umræður um kjordæmamálið halda áfram:
Án samþykkis fólksins sjálfs
verður þessu landi ekki stjórnað
Strjalbýlinu tryggður yfirgnæfandi
meirihluti þingmanna og óhjá-
kvæmilegur réttur fjöldans virtur
EINS og skýrt var frá í blaðinu
í gær stóð 3. umræða um kjör-
dæmafrumvarpið yfir í neðri
deild Alþingis allan daginn í
fyrradag, en var að lokum frest-
að kl. hálfeitt um nóttina. Á
fundinum, sem hófst kl. 9 í fyrra-
kvöld talaði fyrstur Bjarni Bene-
diktsson, þá Jóhann Hafstein og
Páll Þorsteinsson. Fer hér á eftir
útdráttur úr ræðu Bjarna Bene-
diktssonar.
Bjarni Benediktsson hóf mál
sitt með því, að af getsökum,
hártogunum og illyrðum Fram-
sóknarmanna yrði ekki heyrt að
hér væri til umræðu eitt mesta
vandamál íslenzks þjóðfélags nú.
Með engu móti yrði umflúið að
taka réttum afleiðingum af hin-
lun breyttu þjóðfélagsháttum,
sem á væru orðnir. Á síðustu
áratugum hefðu orðið meiri
fólksflutningar á íslandi en áður
í sögu þjóðarinnar. Frá því að
kjördæmabreyting var síðast
gerð fyrir 17 árum hefur fólks-
fjöldi mjög vaxið og byggð
landsins orðið með allt öðrum
hætti. Væri nú ekki aðeins mikl-
um mun færra fólk í sveitum
landsins en þá var hlutfallslega,
heldur einnig færra að tölu.
Þessar breytingar væru svo
miklar, að hér á suðvesturkjálk-
anum, í Reykjavík og Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og kaup-
stöðunum, sem áður hefðu verið
innan þeirra sýslumarka, væri
saman kominn meiri en helming-
ur allra landsmanna.
Þungamiðja valdsins þar
sem fólkið býr
Mörgum okkar geðjast ekki sú
þróun, sem hér hefur orðið, hélt
Bjarni Benediktsson áfram. Við
hefðum viljað að málin hefðu
skipazt öðruvísi og byggð hefði
haldizt jafnari um allt landið.
Mun leitun á þeim Islendingi,
sem ekki viðurkennir, að ef sveit-
ir landsins og útskagar hætta að
byggjast, þá er ísland orðið ann-
að en það sem við þekkjum og
óskum að sé. í þessu máli grein-
ir okkur ekki á. Okkur þykir
öllum vænt um landið, við vilj-
um að byggð þess haldist og íbú-
unum vegni vel.
En sumir segja: Þungamiðja
valdsins má ekki flytjast úr
sveitunum. Við þetta er það að
athuga, að þungamiðja valdsins
hlýtur alltaf að vera þar sem
fólkið býr. Ef reynt er að standa
á móti því, hlýtur það að enda
með ósköpum. Við verðum að
taka afleiðingunum af því hvern-
ig þróunin hefur orðið. Jafnvel
þó við hér á Alþingi samþykkt-
um öll, að ekki mætti breyta
stafkrók í kjördæmaskipun
landsins, mundi það ekki stoða.
Þá mundu myndast hreyfingar
utan Alþingis, sem tækju valdið
af þinginu án þess að lög og'
réttur væri viðhaft.
Einn af helztu andstæðingum
þessa frv. Eysteinn Jónsson,
sagði eitt sinn, að ekki væri
hægt að stjórna landinu nema í
samráði við verkalýðssamtökin.
Hefði fyrrverandi ríkisstjórn
verið mynduð á þessum forsend-
um og á valdaárum hennar lýsti
Eysteinn yfir því, að bezta lausn
efnahagsvandamálanna væri sú,
að fara eftir því, sem samtök
verkalýðsins segðu til um.
Auðvitað verður að hafa gott
samstarf við verkalýðinn en
landinu verður ekki heldur
stjórnað án samráðs við bændur,
hélt Bjarni Benediktsson áfram
og ekki án samráðs við önnur
samtök hinna ýmsu stétta. Land-
inu verður með öðrum orðum
ekki stjórnað án samráðs við
meirihluta íslenzku þjóðarinnar.
Það hefur verið reynt að stjórna
þessu landi á móti Reykjavík.
Við sjáum, hvernig það tókst.
Eysteinn Jónsson hefur sagt, að
Alþýðuflokkurinn hafi farið úr
fyrrverandi ríkisstjórn vegna
fylgistapsins í bæjarstjórnar-
kosningunum í Reykjavík. Þarna
bendir Eysteinn Jónsson á eina
höfuðröksemdma fyrir nauðsyn
þeirrar kjördæmabreytingar,
sem lögð er til í þessu frum-
varpi: Án samþykkis fólksins
sjálfs verður þessu landi ekki
stjórnað.
Á hnefaréttur að ráða?
Þá ræddi Bjarni Benediktsson
nokkuð þær staðreyndir, sem
væru undirrót þessarar stjórnar-
skrárbreytingar. Byggðin hefði
aukizt mest hér í Reykjavík og
nágrenni hennar og því yrði að
hafa þau sjónarmið í huga að
láta í senn fjöldann hér njóta
sín og tryggja jafnframt hag
hinna dreifðu byggða íslands.
Þess vegna yrði að uppræta þá
úlfúð og þau illindi, sem alið
hefði verið á milli fólksins í
Reykjavík og fólksins í strjál-
býlinu. Jón Sigurðsson hefði
gert glögga grein fyrir þessu 1
ræðu sinni við 1. umr. frv., er
hann hefði bent á, að það væri
fyrir enga mikilvægara, en ís-
lenzka bændastétt að halda friði
við þá, sem í þéttbýlinu byggju.
Bændur þyrftu ekki þar fyrir
að koma biðjandi til kaupstaðar-
búanna, eins og einhver Fram-
sóknarmaður hefði sagt í þessum
umræðum. Bændastéttin ætti
sinn rétt og væri ómissandi fyrir
þetta þjóðfélag fremur en nokkur
önnur stétt. En bændur yrðu að
gera sér grein fyrir því eins og
aðrir, að ekki yrði hjá því kom-
izt að taka afleiðingum breyttra
þjóðhátta, Island væri nú allt
annað en er danski einvaldskon-
ungurinn lögfesti kjördæmaskip-
unina. 97% þjóðarinnar voru þá
í sveitum, en nú eru þar aðeins
20%.
Það stóð í Tímanum um dag-
inn, að hægt væri að verjast
þessu frv. með því að sýna hnef-
ann, hélt ræðumaður áfram. Sá,
sem er nógu öflugur, getur auð-
vitað sýnt hnefann. Framsóknar-
menn stagast á því að við Sjálf-
stæðismenn séum einræðissinn-
ar. Ef svo væri hefðum við sjálf-
sagt einhverntíma sýnt hnefa-
réttinn í Reykjavík, en við höf-
um aldrei viljað beita honum.
Við höfum ætíð haldið í heiðri
hið fornkveðna: Með lögum skal
land byggja.
Leiðir jafivrétti til skríl-
veldis?
Það verður að líta á stað-
reyndirnar í þessu máli. Það er
dálítið furðulegt að heyra, er
ágætir menn eins og Steingrímur
Steinþórsson halda því fram, að
ef Reykjavík fái aukin ítök í
stjórn landsins, þá sé það sama
og gefa skrílnum vald. En
Reykvíkingar þurfa ekki
blygðast sín og þeir eru sízt lak-
ari Islendingar en hverjir aðrir.
Það er ólíkur andi, sem kom
fram í þessum ummælum Steih-
gríms Steinþórssonar og í um-
mælum Einars Benediktssonar
um Reykjavík fyrir 60 árum, en
Einar var eins og Steingrímur
fluttur úr Þingeyjarsýslu til
Reykjavíkur. Hann segir svo:
Bjarni Benediktsson
En þó við Flóann byggðist borg
með breiða vegi og fögur torg
og gnægð af öllum auð, —
ef þjóðin gleymdi sjálfri sér
og svip þeim týndi, er hún ber,
er betra að vanta brauð.
— Þeir segja, að hér sé hættan
mest
og hérna þróist frónskan verst
og útlend tízka temjist flest
og tungan sé í nauð. —
Það er engu líkara, en hann
hefði heyrt ummæli Steingríms
Steinþórssonar og væri að svara
þeim:
Nei, þegar öldin aldna flýr
og andi af hafi kemur nýr
að vekja land og lýð,
er víkka tún og breikka ból
og betri daga morgunsól
skín hátt um strönd og hlíð,
skal sjást að bylgjan brotnar
hér. —
— Við byggjum nýja sveit og ver,
en munum vel, hvað íslenzkt er,
um alla vora tíð.
Skyldur höfuðborgar-
innar
Við Reykvíkingar erum stoltir
af að þannig var spámannlega
mælt um borg okkar fyrir 60 ár-
um. Það er íslandi nauðsyn, að
eiga glæsilega og mannmarga
höfuðborg, en höfuðborgin verð-
ur einnig að skilja þær skyldur,
sem á henni hvíla gagnvart lands
byggðinni. Það er í þeim anda,
sem við Reykvíkingar höfum
fallizt á frv. þó að það ætli okk-
ur minni rétt en öðrum lands-
mönnum, þar sem þrjú atkvæði
í Reykjavík jafngilda einu á
Austurlandi. Þetta er ekki tölú-
legt réttlæti, en það er fldíra en
tölur einar, sem hér kemur til
greina. I frv. er ekki gert ráð
fyrir að neinn láti neitt af þeim
að rétti, sem honum ber og við
Reykvíkingar heimtum ekki okk-
ar fulla rétt.
Steingrímur Steinþórsson, Ás-
geir Bjarnason o. fl. hafa talað
svo sem allt vald ætti að flytj-
ast hingað til Reykjavíkur og á
Reykjanes. Samkvæmt frv. verða
á þessu svæði kosnir 17 þm. en 32
í öðrum héruðum landsins. En
um þessa skiptingu er heldur eng
inn munur á frv. og á því frv.,
sem Framsóknarmenn hafa lagt
fram hér á Alþingi, því að þar
er gert ráð fyrir að Reykjavík og
Reykjanes hafi jafnmarga þm. og
í frv. okkar. En Reykvíkingar og
aðrir, sem í þéttbýlinu búa,
telja að það sé nóg að njóta ekki
tölulegs réttlætis þó að ekki bæt-
ist við að viðhafðar séu aðrar
kosningaaðferðir. Hagsmunir
eins flokks, Framsóknarflokks-
ins, eru ekki hagsmunir strjálbýl
isins eða þjóðarheildarinnar.
Með þessu frv. er skynsamlega
ráðið fram úr þeim vanda, að
tryggja strjálbýlinu yfirgnæf-
andi meirihluta þingmanna, en
virða þó óhjákvæmilegan rétt
fjöldans í þéttbýlinu. Þannig eru
hagsmunir beggja tryggðir.
Framsókn bara á móti
Framsóknarmenn hafa nú gef-
izt upp við að rökstyðja, hvfers
vegna þeir vilja ekki alls staðar
sama kosningafyrirkomulag. —
Flokksþing þeirra samþykkti, að
öllu landinu utan hinna fjöl-
mennustu kaupstaða skyldi skipt
í einmenningskjördæmi. En
hvernig ætluðu þeir að fara með
tvímenningskjördæmin? Átti að
skipta þeim í tvennt eða taka
annan þingmanninn af þeim?
Þessu hafa Framsóknarmenn
ekki svarað, enda eru tillögur
þeirra ekki bornar fram sem
lausn á málinu.
Það hefur ekki fengizt upplýst
hvað fyrir Framsóknarmönnum
vakir í kjördæmamálinu. Við
höfum heyrt í þessum umræðum,
að þeir voru á móti tillögunum
1931, þeir voru á móti samkomu-
laginu, sem gert var 1933 um lög-
festingu uppbótarþingmanna,
sem Skúli Guðmundsson talaði
svo háðulega um hér í umræð-
unum. Þeir voru einnig á móti
breytingunni, sem gerð var 1942
þegar ákvæðin um hlutfallskosn-
ingar í tvímenningskjördæmum
var lögfest. Hverju eru þeir þá
með? Nú eru þeir með samkomu
laginu, sem gert var 1933, sem
J þeir hafa barizt á móti í 25 ár
i og vilja halda uppbótarþingsæt-
um. Nú vilja þeir einnig halda
í þá breytingu, sem gerð var
1942, sem þeir voru þá á móti.
Það verður væntanlega ekki
langt þangað til þeir lýsa því yf-
ir, að sú lausn, sem nú er fundin,
hafi nú ekki verið svo afleit, þar
sem hún hafi tryggt rétt strjál-
býlisins betur en tillögur þeirra
sjálfra.
I þessum umræðum hefur verið
vitnað £ þau ummæli mín, hélt
Bjarni Benediktsson áfram, að ef
Reykjavík væri skipt í 16—17
einmenningskjördæmi, hefði fólk
ið betri aðstöðu til að nálgast
sinn þingmann en nú. Ég játa
fúslega, að ég sé marga kosti við
einmenningskjördæmi, en það
gefur einnig auga leið, að hagur
Reykvíkinga batnar, ef þing-
mönnum þeirra er fjölgað um
helming. Ef atkvæði væri ekki
metið á einn þriðja hér eins og á
Austurlandi gætu þingmenn
Reykvíkinga betur sinnt málum
sinna kjósenda eins og Eysteinn
Jónsson o. fl., sem ekki þurfa að
hafa áhyggjur af nema rúmum
1100 kjósendum á mann eftir þá
breytingu, sem nú er ráðgerð.
Réttur kjósenda aukinn
Réttur kjósandans verður auk-
inn með hinu nýja fyrirkomu-
lagi, er hann getur jafnan leitað
til fulltrúa úr sínum flokki með
fyrirgreiðslu. Ég hef getið um
það hér áður, hvernig Framsókn-
arflokkurinn beitti flokksvaldi
sínu á Alþingi á árunum 1934 til
1937 til að gera afskipt þau kjör-
dæmi, sem höfðu kosið Sjálf-
stæðismenn.
Þó að meirihluti landsmanna
sé búsettur í Reykjavík og á
Reykjanesi, þá verður meirihluti
þingmanna úr öðrum landshlut-
um og verður því tryggt, að þeir
landshlutar verða á engan hátt
afskiptir frá því sem nú er. Allt
tal Framsóknarmanna um að ver-
ið sé að ganga á rétt landsbyggð-
arinnar eru staðlausir stafir.
Heillavænlegra er fyrir heila
landshluta að eiga þingfulltrúa
úr öllum flokkum, en að þing-
menn þeirra séu allir sameinaðir
í einum flokki, sem óhjákvæmi-
lega hlýtur að verða í minni-
hluta á Alþingi í hvað mikið rang
læti, sem verður haldið.
Framsóknarmenn vitna í kosn-
ingarnar 1931, er þriðji hluti
þjóðarinnar fékk meirihluta
þingmanna. Aldrei hefur þó
neinn flokkur beðið annað eins
afhroð og Framsóknarflokkurinn
vegna þess rangfengna sigurs. Af
leiðingarnar þá urðu til þess að
beztu menn flokksins sneru við
honum baki, eins og Tryggvi Þór
hallsson, Ásgeir Ásgeirsson og
síðar foringi flokksins og stofn-
andi, Jónas Jónsson frá Hriflu.
Því að þá komust til valda í
flokknum Eysteinn Jónsson og
Hermann Jónasson. Hreiðruðu
þeir þar um sig og boluðu vel-
gerðarmanni sínum burtu. Upp
frá því hefur flokkurinn ekki
verið þjóðmálaflokkur heldur
valdaklíka, en illur fengur illa
forgengur, og hefur það sannazt
á skyndisigri þessa flokks. Slíks
sigurs er ekki að vænta nú. Það
mál, sem hér liggur fyrir er þjóð-
inni of ljóst til að málflutningur
Framsóknarmanna fái nokkurn
hljómgrunn.
Ósannindum útbýtt úa*
skjóðu
Framsóknarmenn hafa rætt um
að flokksvald aukist með frum-
varpinu. Því er öðru vísi farið,
því einmitt er ætlast til að lands-
listi sé úr sögunni og getur flokks
stjórn því ekki ráðið uppbótar-
sætum að einum þmiðja eins og
er 2. þm. Rangæinga sagði
raunar, að það væri sjálfsagt, að
flokksstjórnir réðu framboðum
og kemur ekki á óvart að heyra
slíka rödd úr þeim flokki, því að
flokksstjórn Framsóknarflokks-
ins hefur ekki aðeins skipað kjós-
endum sínum að kjósa sína
rnenn,, heldur einnig skipað þeim
að kjósa menn í öðrum flokkum.
Þessi sami þingmaður sagði, að
framboð Einars Ingimundarson-
ar á Siglufirði hafi verið ákveð-
inn af fulltrúaráði og flokksfé-
lagi okkar hér í Reykjavík, að
því er segði í Mbl. Vil ég með
leyfi forseta lesa frásögn Morg-
unblaðsins, þar sem fram kemur
hið gagnstæða. Þar segir berum
orðum, að þetta hafi verið ákveð-
ið af Siglfirðingum sjálfum, eins
og vera ber. Út af þessu leyfir
þessi þm. sér að koma hér með
umvandanir og orðaskak. Hvað
halda menn um málflutning hans
á því sem fjarlægara er?
Eftir höxðinu dansa limirnir.
Þessi þingmaður vill fara að eins
og foriiigi hans Eysteinn Jóns-
Framh. á bis. 12