Morgunblaðið - 29.04.1959, Page 19
Miðyikudagur 29. apríl 1959
MORCVNBLAÐIÐ
19
—Fiamsóknarmenn
_ /amh. af bls. 12
dæmi. Þjóðfélagsfræðingur þar i
landi ritaði þá grein, þar sem
hann sýndi fram á, hve mikið
ranglæti gæti leitt af slíku kosn-
ingafyrirkomulagi. Vakti greinin
slíka athygli, að kjördæmaskip-
uninni var breytt þegar og teknar
upp hlutfallskosningar í stórum
kjördæmum. í Danmörku þurfti
þannig ekki nema eina grein til
að sýna fram á nauðsyn þess að
breyta kjördæmaskipuninni, en
hér kostaði það stofnun Hræðslu
bandalagsins.
Framsóknarmenn telja ein-
menningskjördæmi höfuðstefnu
sína í kjördæmamálinu. Slíkar til
lögur hafa komið fram áður. Árið
1907 var lagt til að landinu yrði
skipt í 34 einmenningskjördæmi,
en þær voru felldar á þinginu.
í þeim tillögum um einmennings-
kjördæmi var algerlega raskað
sýsluskiptingunni, sem Framsókn
armenn telja nú allt að því helg-
an dóm. Má þó ætla að þeir menn
sem þessar tillögur fluttu, liafi
ekki verið óþjóðhollir, því tillög-
urnar voru eftir ábendingum frá
héraðastjórnum um gervallt land
ið. Á þeim árum litu menn ekki
á sýsluskiptinguna sem fornhelga.
Framsóknarmenn hafa haldið
því fram í þessum umræðum að
að frumvarpinu standi aðeins
þeir, sem séu slitnir úr sambandi
við landið. Hvað segja þeir þá um
Þórhall biskup, sem lagði til að
landinu yrði skipt í 4 kjördæmi
og sagði hlutfallskosningar runn-
ar af rót réttlætishugsjóna, Pé+ur
á Gautlöndum, sem studdi þessar
tillögur og kvaðst sannfærður um
það að hlutfallskosningar efldu
pólitískan þroska. Ólafur Briem
sagði í þessu sambandi að har n
gæti ekki betur séð, en það væri
meira virði að hugsa á stærri
aviðum en út frá þrengstu sjórar-
miðum fámennustu hópa í land-
inu. Jónas Jónsson fráHriflulagði
til í bók sinni „Komandi ár“, að
kosningalögunum yrði breytt og
segir, að ef 3—4 sýslur séu saman
í kjördæmi, reyni minna á fjár-
magn og úrslit hinna síðustu and
legu vesalinga, sem dregnir séu
á kjörstað.
Sumir þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa digurbarkalega
vitnað til þess að þjóðin hafi tek-
ið í taumana, þegar breyta átti
kj ördæmaskipuninni 1931. Fram-
sóknarflokkurinn fékk 30% at-
kvæða í kosningunum 1927 en
35% í kosningunum 1931. Er hér
um að ræða sömu aukningu og
hjá Sjálfstæðisflokknum, frá
kosningunum 1953 til 1958, en í
kosningunum 1956 töpuðu Sjálf-
stæðismenn nokkrum þingmönn-
um eins og kunnugt er þrátt fyrir
þessa aukningu í kjörfylgi. Það er
rétt, að það var nokkur atkvæða-
aukning hjá Framsóknarflokkn-
um, en þjóðin studdi hann ekki í
þessu, heldur greip flokkurinn í
taumana fram fyrir hendurnar
á þjóðinni.
Kjördæmahreytingin mun hefja
íslenzk stjórnmál á hærra svið
Sveinbjörn Högnáson og Ey-
steinn Jónsson töluðu um það í
sínum ræðum, að Sjálfstæðis-
flokkurinn gæti sízt ásakað aðra
um að beita atvinnukúgun í sam-
bandi við kosningar. Nefndi
Sveinbjörn Högnason landshapp-
drætti Sjálfstæðisfiokksins í
þessu skyni og það fé, sem flokk-
urinn aflaði sér þannig. Það vita
allir, að kosningaumstang kostar
fe og í þessu sambandi er ekki úr
vegi að menn spyrji, hvenær
Framsóknarflokkurinn efni til
happdrættis eða annarrar fjár-
söfnunar í kosningasjóð. Hvaðan
skyldi þá flokkurinn fá þá pen-
inga sem hann þarf, til að standa
straum af flokksstarfsemi sinni.
Jóhann Hafstein sagði að lok-
um: Það mál, sem hér er til um-
ræðu er mikið réttlætismál og
það er mín skoðun, að framgang-
ur þess verði til að hefja íslenzk
stjórnmál upp á hærra svið og
lagfæra þær misfellur, sem hafa
þróazt í skjóli ranglátrar kjör-
dæmaskipunar.
TémstoBdaheínili Keflavíkur
KEFLAVIK, 25. apríl. — Tóm-
stundaheimiiið í Keflavík hefur
nú lokið sínu fyrsta starfsári og
voru hinir fyrstu nemendur
kvaddir af forráðamönnum í gær
kvöldi að lokinni sýningu Tóm-
stundaheimilisins í Tjarnarlundi.
Frú Vilborg Ámundadóttir,
form. stjórnarinnar, ávarpaði
nemendur og kennara og þakk-
aði þeim fyrir hið árangursríka
starf, sem unnist hefði á þessum
fyrsta vetri Tómstundaheimilis-
ins. Þá skýrði frú Vilborg frá
tildrögum að stofnun heimilisins.
Kvað hún Kvenfélag Keflavíkur
lengi hafa haft hug á að koma
af stað hér einhverri tómstunda
vinnu fyrir unglinga og þar sem
þeim kvenfélagskonunum hefði
verið kunnugt um að fleiri fé
lög hér í bæ hefðu verið sama
sinnis, ákváðu þær að reyna að
sameina þessa aðila um að
hrinda þessari framkvæmd af
stað. Þessi félög voru: Kvenfélag
Keflavíkur, Ungmennafélag
Keflavíkur, sem áður hafði haft
tómstundavinnu fyrir unglinga
í flugmódelsmíði við góðan ár
angur, Skátafélagið Heiðarbúar,
Taflfélag Keflavíkur, Stúkan
Vík, Rotary-klúbburinn, Lions-
að ljósmyndagerð og tágvlnnu.
Ljósmyndagerð fór síðan fram í
húsi Ungmennafélagsins og var
Heimir Stígsson kennóiri þar. —
Við kennsluna í tágvinnu var
nokkuð erfiðara að eiga, þar
sem erfitt var um kennara í
þeirri grein, en Kvenfélagið
leysti þá þraut með því, að fá
hingað til bæjarins ungfrú Ingi-
björgu Hannesdóttur frá Reykja-
vík, er kenndi 11 konum úr fé-
laginu bast-, tág-, filtvinnu og
perlusaum. Þessar konur urðu
síðan kennarar á námskeiðinu er
haldið var í Tjarnarlundi.
Alls sóttu um 100 unglingar
þetta fyrsta námskeið, sem stóð
yfir í tvo mánuði og var árang-
ur með afbrigðum góður, eins og
kom fram á sýningunni.
Að lokum þakkaði frú Vilborg
öllum þeim, sem aðstoðað hefðu
við að koma þessu Tómstunda-
heimili af stað og kvað það von
sína, að þessi starfsemi ætti eft-
ir að vaxa og verða fjölbreytt-
ari með árunum, börnum og ung-
lingum til gagns og ánægju.
Þá ávarpaði Höskuldur Goði
Karlsson, form. Ungmennafélags
ins, nemendur. Ræddi hann gildi
tómstundavinnunnar og hvatti þá
klúbburinn og Áfengisvarnar- til nota frístundir sínar sem
nefnd Keflavíkur. Að loknum ! bezt, Því glötuð stund yrði aldrei
bætt upp. Að lokum var nem-
endum sýndar kvikmyndir frá
starfi erlendra tómstundaheim-
ila. — Ingvar.
nokkrum viðræðum þesssira að-
ila, var kosin framkvæmdanefnd
Tómstundaheimilisins, en hana
skipa auk frú Vilborgar, Ólafur
Þorsteinsson, gjaldkeri, Höskuld
ur Goði Karlsson, ritari, Margeir
Jónsson og Brynleifur Jónsson,
meðstjórnendur.
Jón Pálsson, sá er stjórnaði
tómstundaþætti barna- og ung-
linga hjá útvarpinu kom síðan
hingað til Keflavíkur til við-
ræðna við fulltrúa félaganna.
Varð að ráði að fyrst yrði horfið að hefjast 11. maí.
LONDON, 28. apríl. — Brezka
sendiráðinu í' Prag hefur borizt
orðsending tékknesku stjórnar-
innar varðandi hugsanlega þátt-
töku Tékka í væntanlegum ut-
anríkisráðherrafundi austur og
vesturs í Genf, en fundurinn á
Félagið Fílharmónía
óskar eftir söngfólki, konum og körlum, í væntan-
lega söngsveit. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, eru
beðnir að hringja í sma 23700 kl. 5—7 í dag og tvo
næstu daga eða skrifa félaginu í pósthólf 1251. —
Bréflegum umsóknum þurfa að fylgja upplýsingar
um aldur, raddtegund og söngreynslu.
Þakka innilega þeim er ógleymanlega heiðruðu mig á
sextugsafmælinu 22. apríl s.l. Gleðilegt sumar.
Aðalbjörg Haraldsdóttir, Miðdal
Hugheilar kveðjur og þakkir til allra, sem mundu mig á
sjötugsafmælinu 15. apríl s.l.
Pétur Siggeirsson frá Oddsstöðum
Ég sendi öllum nær og fjær hjartans þakkir og kveðj-
ur, sem minntust min og glöddu mig á 60 ára afmæli
mnu 15 þ.m. með blómum, skeytum og gjöfum.
Sérstaklega þakka ég vinum mínum á Akureyri fyrir
þær góðu gjafir, er þeir færðu mér, og fyrir hið veglega
samsæti að Hótel KEA. Börnum mínum færi ég einnig
hjartans þakkir.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og bið ykkur
allra blessunar á komandi tímum með þakklæti fyrir
ógleymanlegar samverustundir.
Lára Ágnstsdóttir,
Bjarmastíg 3, Akureyri.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim er vottuðu okkur
samúð sína við jarðarför
ÞÖRARINS KR. ÓLAFSSONAR,
Patreksfirði
Sigurrós Guðmundsdóttir
Börn, tengdaböru og barnabörn
tfrjMeiMisíipmw
ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Isafirði,
lézt að Landakotsspítala 26. þ.m.
Vandamenn
Faðir okkar og tengdafaðir
DANlEL JÖHANN DANlELSSON
andaðist 27 þ.m.
Magnús Daníelsson, Páll Daníelsson
Margrét Kristinsdóttir, Þorbjörg Jakobsdóttir
Jóna Olsen, Robert Olsen.
Hjartkær eiginmaður minn og faðir
BENEDIKT ÞÓRARINSSON
fyprverandi Bankabókari, frá Seyðisfirði
lézt á St. Jósepspítala 27. þ.m.
Ragnhildur Guðmundsdóttir
Guðmundur Benediktsson, Anna Þóra Benediktsdóttir
Móðir okkar
ÓSK BJARNADÓTTIR,
er andaðist 21. þ.m. að Grund við Langholtsskóla, verður
kvödd í Fossvogskirkju, fimmtudaginn 30. apríl kl. 1,30
e.h.
Jarðarförin fer fram laugardaginn 2. maí og hefst að
Svalbarði kl 2 e.h.
Jarðsett verður að Tjörn á Vatnsnesi. Bílferð verður
frá Hvammstanga.
Börn hinnar látnu
Minningarathöfn um eiginkonu mína
HERMANÍU BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Ránargötu 33A
er andaðist í Heilsuverndarstöðinni, 27. apríl, fer fram
fimmtudaginn 30 apríl frá Fossvogskirkju kl. 16,30.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Albert Kristjánsson
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir,
GUNNAR H. ÓLAFSSON
arkitekt
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 30.
apríl kl. 10,30.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað
Þorbjörg S. Sigurbergsdóttir og böm
Ólafur J. Gestsson, Andrés Ólafsson.
Hjartanlega þökkum við þeim ættingjum og vinum,
sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og
jarðarför mannsins míns og föður okkar.
KRISTJÁNS fr. jónssonar
Guðrún Arnþórsdóttir og börn
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og
vinarhug, við andlát og jarðarför eiginmanns míns,
JÓNS LÁRUSSONAR,
frá Hlíð
Sérstaklega þakka ég þeim, sem veittu höfðinglega og
ómetanlega aðstoð, sem unnin var af alúð og fórnfýsi.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna
Halldóra M. Guðmundsdóttir
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför fósturmóður okkar
GUÐLAUGAR GlSLADÓTTUR
Bergþóra Magnúsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir,
Gestur Ólafsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för móðir okkar
INGUNNAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Ljótarstöðum
Margrét Jóhannsdóttir, Ársæll Jóhannsson .
Alúðar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur samúð
og hluttekningu við andlát og jarðarför bróður okkar
ÓLAFS A. GÐUJÓNSSONAR
Systkinin