Morgunblaðið - 31.05.1959, Síða 3
Sunnudagur 31. ma! 1959
VORGUNBLAÐIB
Mitt sérstaka yndi var veiði-
skapurinn og góðir hestar
Spjallað við Sigurð Ólatsson, Höfn
Hornafirði, sjötugan
í TILEFNI af því, að einn af
frumbyggjum Hafnar í Horna-
firði og mikill athafnamaður í
kauptúninu, Sigurður Ólafsson,
verður sjötugur þann 31. maí,
datt mér í hug að heimsækja
þennan heiðvirða og lífsreynda
mann og eiga við hann stutt sam-
tal. Sigurður hefur um mörg ár
verið útgerðarmaður, en nú síð-
ustu árin afgreiðslumaður Flug-
félags íslands í Hornafirði. Hann
tók mér glaðlega að vanda og
bauð mér nefið úr silfurtóbaks
dósum. Þegar ég fór að minnast
á afmaelið við hann vildi hann
ekkert um það tala og sagðist
frekar kvíða fyrir því, heldur
en hitt.
— Þú ert fæddur á hinu forna
höfuðbóli Úlfljóts í Bæ í Lóni,
sagði ég til þess að reyna að
koma þessu af stað.
— Já, foreldrar mínir voru
Sveinbjörg Sigurðardóttir og Ól-
afur Einarsson, en faðir minn
drukknaði við Papós ásamt tveim
öðrum bændum frá Bæ, er ég
var sex ára. Þeir voru að róa út
í Papósskipið. Einn af þeim, sem
var í förinni komst upp í skip-
ið og fór með því til Kaupmanna
hafnar, en það vissu menn ekk-
ert um í landi, fyrr en hann kom
bráðlifandi með sama skipi næsta
sumar. Svona voru nú samgöng-
urnar við umheiminn á þeim
tímum. Ég ólst upp með móður
minni og stjúpa, Þorleifi Eiríks-
syni og hjá honum dvaldist ég
alltaf öðrum þræði, þar til ég
kom alkominn hingað á Höfn.
— Fórst þú ekki snemma til
sjós?
— Það mun hafa verið ferm-
ingarvorið mitt, sem ég byrjaði
að róa og eftir það stundaði ég
alltaf öðrum þræði, þar til í
stríðslokin seinustu. Um tvítugs-
aldur reri ég nokkur sumur úr
Seley á Heyðarfirði og var þar
einnig stundum á mótorbát-
um, sem þá voru nýfarnir að
ryðja sér til rúms. í Seley var
ég samtíða Oddi karlinum sterka
af Skaganum og Gvendi ralla og
ýmsum svoleiðis körlum. Já, það
var oft skemmtiiegt þar og margs
að minnast frá þeim gömlu og
góðu dögum.
— Hvenær byrjaðir þú útgerð
sjálfur?
—• Árið 1919 keyptum við Jón
Brunnan mágur minn gamla
Björgvin frá Vestmannaeyjum og
hófum útgerð á honum frá
Hornafirði á vetrarvertíð og
stundum á Austfjörðum að
sumrinu. Annars stundaði ég að-
allega heyskap á sumrin, átti þá
dálítið bú, nokkrar kindur og
hesta, og hafði mikinn áhuga á
því, sérstaklega á hestunum. Mitt
sérstaka yndi var veiðiskapur-
inn og góðir hestar, enda komu
hestarnir í góðar þarfir við sjó-
sóknina, því langur vegur er frá
Bæ í Þorgeirsstaðaklif og þegar
mikið lá á var oft farið nokkuð
geyst og kom sér þá vel að vera
á öldum gæðingum.
— Þú hafðir lengi með hönd-
um vöruflutninga á Björgvin hér
í sýslu?
Sigurður Ólafsson með orðuna
frá Bretakonungi
— Já, við fluttum vörur á
Hvalsneskrók, Bæjarós, Papós, og
af söndunum í Suðursveit og Ör-
æfum. Það var oft erfitt að losa
við sandana, en það heppnaðist
alltaf vel og urðu aldrei neinar
skemmdir á vörunum. Eitt sinn
brugðum við okkur út í Öræfi til
að ná í kol úr strönduðum tog-
ara og höfðum með okkur létti-
bát, sem við kölluðum Kussu til
að ferja kolin um borð. Einu sinni
sökk Kussa með öllum farmin-
um, en okkur tókst að ná henni
upp í fjöruna og gátum fyllt
Björgvin af kolum. Við vorum
dasaðir á eftir og illa hraktir
og var þá ekki sparað að kynda
upp lúkarinn í Björgvin með
þessum ágætu kolum og allir
lögðumst við til svefns nema
tveir, sem vorum á vakt aftur
í stýrishúsi. Eftir nokkra stund
er komið var austur að Jökulsá
á Breiðamerkursandi sjáum við
að rösklega er farið að rjúka
úr lúkarnum. Kom þá í ljós, að
kviknað var í og voru nú höfð
snör handtök við að ræsa mann-
skapinn og slökkva eldinn. Það
tókst, en ég bjóst við að þurfa
þá og þegar að stíma upp í sand,
en allt slapp vel eins og ævin-
lega.
— Þeir segja mér, Sigurður,
að þú sért nokkur trúmaður, þó
I dag er síðasti dagur hinnar ágætu málverkasýningar Gunn-
laugs Schevings listmálara í Listamannaskálanum. Er þessi
mynd ein hinna mörgu sterku mynda hans frá lífi þeirra, sem
á sjónum vinna og heitir þessi mynd „Nótt á sjó.“
þú bölvir dálítið annað vei fið. Er
Er nokkur hæfa í að svo sé?
— Ég skal segja þér eina sögu
um það. Einu sinni vorum við í
hákarlatúr sem oftar vestur við
Eyjar. Við vorum búnir að vaka
lengi og fórum allir að sofa, nema
einn maður, sem skyldi vera á
vakt, en hann sofnaði líka. Þá
gerðist það, sem veldur því, að
ég gæti ekki með nokkru
móti verið vantrúaður á ann-
að líf, enda er ég sannfærður
um það af fleiri atvikum. — í
þetta skipti birtist mér látinn
vinur minn. Hann kom til mín
í h’vítum kufli og aðvaraði mig
um bátinn, en ég hrökk upp og
sá hann hverfa. Skreiddist ég svo
hálfsofandi upp úr lúkarnum og
litaðist um. Kom þá í ljós, að
stjórinn hafði slitnað og báturinn
var rekinn alveg upp undir brim
garðinn og hér mátti ekki neinn
tíma missa, en það tókst vel að
Sr, Óskar J, Þorláksson
Ungt fólk og alvara
lífsins
„Gleði þig ungi maður í æsku
þinni og lát liggja vel á'þér
unglingsár þín, og breyt eítir
því, sem hjartað leiðir þig og
eins og augun girnast; en vit,
að fyrir allt þetta leiðir Guð
þig fyrir dóm“. (Pred: 11,9).
ÞAÐ er í samræmi við eðli heil-
brigðs æskufólks, að horfa með
gleði og bjartsýni til framtíðar-
innar. Og vissulega er bjart yfir
æskuárum þeirra, sem njóta góðr-
ar heilsu, eiga umhyggjusama og
þeim tókst að gogga mig upp, því
ekki var ég sýndur. í annað
skiptið féll ég útbyrðis hér við
Hornafjarðarós, en það fór eins
og áður að ég flaut og þeim tókst
að ná mér. f eitt skipti hef ég
misst út mann. Við vorum þá að
koma af Austfjörðum í ein-
bjarga bát og mönnum, eins og I hverju Þyí versta veðri, sem ég
ævinlega.
Einu sinni vorum við líka á
sjó í mikilli snjókomu og nátt-
myrkri og vorum að leggja lín-
una. Allt í einu bendir einn há-
setinn og spyr, hvort þarna sé
ekki sker. „Hvaða bölvuð vit-
leysa“, segi ég. En þá voru hvorki
til dýptarmælar né radartæki.
Við leggjum nú línuna, en þá
sé ég að maðurinn hefur haft rétt
að mæla og lízt nú sannarlega
hefg verið í á sjó. Okkur tókst
að ná honum inn aftur, svo það
hefur aldrei orðið neitt að mönn-
um hjá mér.
Við höfum flutt margt fólk á
Björgvin og það kom ýmislegt
skemmtilegt fyrir í þoim ferð-
um og þeir gátu verið hrekkj-
óttir strákbjánarnir mínir, þegar
svo bar undir. Einu sinni sem
oftar var með okkur eldri kona,
okkur vel kunn. Hún var alltaf
að biðja fyrir sér og var mjög
ekki á. Liggjum við nú að um
nóttina, en þegar farið'var að ! hrædd> en tU olyg&s fyrír hana
draga, var fiskur á hverjum ein- tóku strákarnir hana og bundu
asta krók þarna inni á milli! við mastrið, því pá væri henni
skerjanna, en lítið á línunni, sem
óhætt. Þetta lét hún sér vel líka
lá * dýpra. Þannig endaði þetta °® fannst mikið oryggi í þvi.
allt vel og sýndi hér sem oftar J — Bjargaðir þú ekki einu sinni
að það var vakað yfir mér og' Englendingi og varst heiðraður
fyrir?
— Jú, það gekk á ýmsu hjá
minum monnum.
— Þú hafðir lengi á -hendi af-
greiðslu við skipin hér utan við
Ós?
— Já, og það voru nú oft mikl-
ar svaðilfarir og oft teflt í tví
sýnu og farið út í ljótan sjó, en
maður þoldi illa áeggjan. Einu
þessum aumnigjum, en maður
varð að hafa vakandi auga á
þeim. í þetta skipti var flugvél
frá þeim að taka sig upp hér
á fjörunum í ofsa norðanroki.
Skipti það engum togum, að vél-
Bátur Sigurðar.
sinni sem oftar kom Esja hér að
og átti þá að taka hér haust-
afurðir. Hafnsögumaðurinn, hinn
reyndi sjómaður Björn Eymunds
son, segir hér sé alveg ófært.
En ég var kominn með bátinn
tilbúinn að draga á milli upp-
skipunarbátanna Segi ég þá við
Björn, hvort við eigum ekki að
koma út í Ósinn og skoða hann.
Við höldum svo allt út að Hlein
og liggjum þar við brimið. Þá
segir einn dugnaðarhásetinn: —
„Á hvað eruð þið að glápa, ætl-
uðu þið ekki út í Esju?“ Þetta
þoldi ég ekki og út var farið. —
Þegar að Esju kom, hafði Ásgeir
skipstjóri póstinn tilbúinr á lúg-
unni og sagðist ekki fara inn,
það væri bráðófært. Þá segir
Björn hafnsögumaður: — „Það er
ekki verra fyrir þig að faia inr,
en okkur út“ Og inn fór skipið
og um kvöldið átum við góða
máltíð hjá Ásgeir skipstjóra og
hann var þá anægður.
— Varst þú ekki stundum hætt
kominn?
— Ég lenti tvisvar í sjónum,
í annað skiptið við Seley. Þá
var ég á mótorbát hjá Páli í Sel-
látrum og var að pumpa, þegar
bára kom á bátinn og tók mig út.
En ég flaut á stakknum og ein-
hvers konar hundasundi, unz
in hvolfdist yfir sig og beint í
hafið. Við brugðum strax við
á Björgvin og tókst að ná einum
manni, sem hafði komizt í gúmmí
bát. Svo kom þettr. óhemju vesen
seinna um haustið út ai þ’essu,
þó manni tækist að bjarga ein-
um mannræfli, sem sennilega er
þó dauður eamt.
— Svo hættirðu við sjóinn og
snerir þér að flugmálunum?
— Ég varð að h:.tta við sjóinn
í stríðslokin síðari vegna fótanna.
Þá gat ég ekki meira, en ekki
var mér ljúft að fara i land.
Fyrstu xynni mín ar flugvélun-
um voru ekki beysin, og aldrei
hefði ég þorað að fljúga i þeim
tíkum, sem þeir voru að fljúga
í fyrst Agnar og Örn. En þetta
breyttist og svo kom áætlunar-
flugið og þá sneru þeir sér til
mín með afgreiðslu fyrir sig.
Þannig lenti ég inn í flugmálin
frá sjónum. Nú eru flugmálin eitt
af áhugamálum mínum enda eig-
um við Hornfirðingar engum
meira að þakka góðar samgöngur
en Flugfélagi íslands.
Ég þakka Sigurði fyrir viðtal-
ið, óska honum til hamingju með
afmælið og vona að hann eigi
enn eftir að starfa í þágu flug-
málanna um langan tíma.
—gs.
ástríka foreldra, fá að njóta
menntunar og búa sig undir lífið
og eiga sjálfir einhver göfgandi
hugðarefni, til þess að vinna að
í tómstundum sínum.
En þó að bjart sé yfir æskuár-
unum og allt leiki í lyndi, þá er
lífið samt ekki leikur, heldur er
innsta eðli þess alveara og á-
byrgð. Það er því nauðsynlegt að
búa sig þannig undir lífið, að
hægt sé að mæta alvörunni með
ró og festu og geta sigrast á
þeim erfiðleikum, sem flestum
mæta, fyrr eða síðar á lífsleið-
inni.
Trúaralvara og siðferðileg festa
þarf að vera sterkur þáttur i
þeim undirbúningi, sem ungt
fólk fær, er það býr sig undir
þau framtíðarverkefni, sem það
velur sér.
Það er misskilningur að halda
að heilbrigt trúarlíf skyggi á lífs-
gleði hinna ungu. Það gerir að-
eins gleðina heilbrigðari og
hreinni.
Það er eðlilegt að menn gleðj-
ist á æskuárum sínum, en gæta
verða menn þess, að mörg víxl-
spor hafa verið stigin undir yfir-
skyni falskra gleði.
Guð leiðir oss fyrir dóm, líf-
ið sjálft prófar oss, og það er
mest um vert að standast það
próf með heiðri. Vér, sem eldri
erum, erum stöðugt að gefa æsk-
unni heilræði og lífsreglur, ekki
vegna þess að vér höfum löng-
un til þess að finna að ungu
fólki, eða ráða fyrir það, heldur
viljum vér leiðbeina því í sam-
ræmi við vora eigin lífsreynslu
og vara við þeim hættum, sem
orðið hafa á leið vorri.
Margur maður hefur harmað
það alla ævi, að hafa ekki, í
æsku, farið að ráðum foreldra
sinna eða annarra, sem vildu
honum vel.
II
Á vorum dögum er óneitan-
lega mikið gert, til þess að gefa
hinum ungu sem bezt tækifæri,
til þess að búa sig undir lífið.
En það er ekki nóg að hugsa
aðeins um þann undirbúning,
sem miðar allt við veraldlega
hagsæld og aðstæður. Hamingju-
samur getur sá einn orðið, sem
þroskar sinn innri mann og er
sér þess meðvitandi, að hann ber
ábyrgð á lífi sínu fyrir Guði og
mönnum.
Oft hættir þeim, sem alist hafa
upp í meðlæti við því, að gefast
upp, þegar erfiðleikar verða á
veginum, í stað þess að sýna þol-
gæði og reyna að sigrast á erfið-
leikunum. Guð tekur ekki frá
oss alla erfiðleika, en hann veit-
ir oss styrk, til þess að sigrast á
þeim og hver unninn sigur gerir
oss styrkari í baráttu lífsins.
í fljótu bragði kann svo að virð
ast sem margt ungt fólk vilji forð
ast alvöru lífsins og hugsi lítið
um skyldur sínar við Guð. En
þess skulum vér minnast, að hver
sá æskumaður, sem vill stefna
að háleitu marki, lifa heilbrigðu
lífi og verða hamingjusamur,
hann miðar líf við Guðs vilja og
þau sannindi, sem flutt eru í
fagnaðarerindi Jesú Krists, því
um það getum vér borið vitni,
sem öðlazt höfum nokkra lífs-
reynslu, að allt það bezta, sem
vér höfum notið í lífinu, hefur
verið í nánum tengslum við
Frelsara vorn og fagnaðarerindi
hans.
Þú sem ert ungur, og lest þess-
ar línur mínar í dag, minnstu
þess að æskuár þín eru dýrmæt-
ur undirbúningstími undir fram-
tíðina. Aðeins um nokkur ár nýt-
ur þú hinna.björtu æskuára, síð-
an kemur þroskaaldurinn og lífið
leggur margvíslegar skyldur á
herðar þér.
Njóttu gleði æskuáranna þann-
ig, að þau geti orðið þáttur í
manndómi fullorðinsáranna og
Guð og hans vilji verði leiðar-
ljós þitt í lífi og starfi.
— Ó. J.Þ.