Morgunblaðið - 31.05.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 31.05.1959, Síða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 31. mai 1959 TJtg.: H.f. Arvakur ReykjavHL Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. BLÓMLEGUR LANDBÚNAÐUR ER HAGSMUNAMÁL ALÞJÓÐAR EGAR litið er yfir sögu landbúnaðarmálanna síð ustu 30—40 árin verður það augljóst, að flest þau lög, sem gagnlegust hafa reynzt sveitun- um hafa verið sett fyrir frum- kvæði Sjálfstæðismanna Segja má, að setning jarðræktarlag- anna árið 1923 hafi verið fyrsta skrefið af hálfu löggjafans til stuðnings við ræktunarfram- kvæmdir í stórum stíl. Sjálfstæð- ismenn undirbjuggu þessa lög- gjöf með fyrirhyggju og fram- sýni, og framkvæmd hennar varð landbúnaðinum til mikillar gæfu. Jarðræktarlögin urðu bændum hin mesta hvatning til þess að hefjast handa í ræktunarmáiun- um, ráðast gegn óræktinni og hefja ræktunarbúskap í stærri stíl en áður. Tæknin í þjónustu Iandbúnaðarins En enda þótt forysta Sjálfstæð- ismanna um setningu jarðræktar lagannna og aukinn stuðningur við túnræktina væri þýðingar- mikill á fyrstu árum hins unga fullvalda ríkis á íslandi, var þó forysta þeirra ekki síður þýðing- armikil á árunum eftir síðustu heimsstyrjöld um að taka tækn- ina í þágu landbúnaðarins. Þá hafði Pétur heitinn Magnússon, sem var landbúnaðarráðherra ný sköpunarstjórnarinnar, forgöngu um margvíslegar nýjungar á sviði landbúnaðariöggjafarinnar. Undir hans forystu voru m. a. sett lögin um jarðræktar- og húsa gerðarsamþykktir i sveiturn, sem samþykkt voru snemma á árinu 1945. Sú löggjöf varð u.idirstaða hinna miklu ræktunarfram- kvæmda, sem síðan hafa verið unnar með stórvirkum vélum. Lögin um landnám, nýbýli og endurbyggingar í sveitum voru einnig sett fyrir forgöngu Péturs Magnússonar. Með þeim var tryggt lánsfé til byggingarfram- kvæmda í sveitunum og stór- auknar framkvæmdir á sviði ný- býlamála. Hefur þessi löggjöf orðið grundvöllur að stórfelldum umbótum í húsnæðismálum sveit anna. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þannig forgöngu um það, að íslenzkur landbúnaður tók tæknina í þjónustu sína í rík- ari mæli en nokkru sinni fyrr að síðari heimsstyrjöldinni lokinni. Forysta Péturs Magn- ússonar um öflun nýrra véla og tækja í þágu ræktunar og bústarfa, var eitt hið mesta gæfuspor, sem stigið hefur ver ið í íslenzkum landbúnaðar- málum. Skildi kall nýs tíma Fólkinu hafði fækkað gífurlega í sveitum landsins. Óhugsandi var, að framkvæma rækíun og auka framleiðsluna, án nýrra véla og tækja. Ef ekki hefði ver- ið snúizt að því þegar að síðari heimsstyrjöldinni lokinni, að efla lánastofnanir bænda og flytja inn ný og stórvirk ræktun- artæki, er óhætt að fullyrða að kyrrstaða hefði skapazt á sviði landbúnaðarmála. En Sjálfstæð- ismenn báru gæfu til þess að skilja kall hins nýja tíma og íslenzkir bændur hikuðu ekki við að hagnýta sér tæknina. Setning jarðræktarlaganna ár- ið 1923 og samþykkt landbúnað- arlöggjafar Péturs Magnúsonar og nýsköpunarstjórnarinnar eru þannig tveir merkilegustu áfang- arnir í sögu landbúnaðarmála síð ustu áratuga. Árangur þessarar löggjafar getur að líta í svo að segja hverri einustu sveit á ís- landi í dag. Á árunum 1938—1954- tvöfaldaðist töðufengur bænda og á árunum 1946—1954 jukust túna sléttur og nýrækt túna úr 1963 ha. árið 1946 í 3762 ha. árið 1954. Á því tímabili þegar Sjálfstæð- ismenn höfðu áhrif í ríkisstjórn, varð landbúnaðarframleiðslan einriig miklum mun fjölbreyttari. Hagnýting jarðhitans var hafin í miklu stærri stíl en áður til gróðurhúsaræktar. Árið 1938 voru gróðurhús aðeins 6900 fermetrar. En árið 1955 eru þau orðin 77 þús. fermetrar. Síðan hefur gróð- urhúsaræktin enn aukizt, og verð ur með hverju árinu sem líður ríkari þáttur í íslenzkum land- búnaði. Rafvæðing strjálbýlisins Rafvæðing strjálbýlisins er einnig mikilvægt framfara- og hagsmunamál landbúnaðarins. Samkvæmt rafvæðingaráætlun- inni, sem Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir, er þeir mynduðu ríkis- stjórn sumarið 1953, var ákveðið að hefjast handa um byggingu orkuvera í þeim landshlutum, er orðið höfðu útundan til þess tíma um raforku. Byggingu þessara orkuvera er nú lokið og unnið er að því að dreifa orkunni út frá þeim og öðrum orkuverum, sem byggð hafa verið. Hagnýting vatnsaflsins í þágu sveita sem sjávarsíðu hefur verið eitt helzta baráttumál Sjálfstæð- isflokksins frá upphafi. Fyrir rétt um 30 árum fluttu þeir Jón Þor- láksson og Jón á Reynistað fyrstu tillögurnar um almenningsraf- veitur, sem næðu ekki aðeins til kaupstaða og sjávarþorpa heldur einnig til sveitanna. Framsóknar- menn tóku þessum tillögum af fullum fjandskap og sögðu að rafvæðing sveitanna myndi „setja landið á hausinn". Og þegar Sjálf- stæðismenn fluttu frv. um fyrstu virkjun Sogsins árið 1931 kölluðu Framsóknarmenn það, „samsæri andstæðinga Framsóknarflokks- ins“. Þessi andstaða við rafvæðingu strjálbýlisins er fyrir löngu kveð- in niður og nú fá hundruð sveita- býla á hverju ári raforku frá nýj- um orkuverum. Sjálfstæðismenn munu halda áfram baráttunni fyrir eflingu íslenzks landbúnaðar eins og þeir hafa á liðnum tíma haft forystu um flest mikilvægustu framfarasporin i þágu sveit- anna. Ræktun landsins og blómleg'ur landbúnaður er ekki aðeins hagsmunamál bænda heldur islenzku þjóð- arinnar í heild. UTAN UR HEIMI Fyrír hundrað árum fékk Henri Dunant hugmyndina að stofnun Rauða krossins — í orrusfunni við Solferino R.K. var stofnaður til líknar fórnar- lömbum styrjaldanna — en verkefnin eru einnig nœg á friðartímum UM mestallan heim verður mikið gert til hátíðabrigða i júnímánuði í ár. — Götur og stræti verða skýrð upp, t. d. í Persíu og Sviss. í Portúgal og Ítalíu verða myndastyttur afhjúpaðar. Nýju, hollenzku spítalaskipi verður gefið nafn. í Accra hefur verið gefin út stjórnartilskipun um almenn- an frídag, og í Danmörku og Frakklandi verða gefin út ný frímerki, svo nokkuð sé nefnt ★ Allt er þetta gert til þess að heiðra minningu svissnesks hug- sjónamanns, sem fyrir hundrað árum fékk stórfenglega hug- mynd, þegar hann varð vitni að blóðugri orrustu á ítölskum víg- velli. Hugmyndin var sú, að bet- ur þyrfti að búa að særðum her- mönnum, sem lágu þá oftast um- hyggjulitlir á vígvöllunum eftir orrustur. Á grundvelli hennar reis síðar hin merka líknarhreyf- ing, Rauði krossinn, sem löngu er þekkt um heim allan, en Rauða kross-deildir munu nú starfandi í flestum menningar- löndum. — Segja má, að hvergi gæti minna hinnar hörðu tog- streitu austurs og vesturs en í Henri Dunant — stofnandi R. K. starfi Rauða krossins — og höf- uðstöðvarnar í Genf benda með stolti á þá staðreynd, að í Sovét- ríkjunum séu 17 milljónir Rauða kross-félaga, en í Bandaríkjun- um 22 milljónir. Stærsta deildin starfar í Chicago í Bandaríkjun • um. ★ Upphafsmaður hreyfingarinn- ar, Henri Dunant, fæddist í Sviss árið 1828. Flestir karlmenn ætt- arinnar í nokkra liði höfðu verið í opinberri þjónustu eða starfað að bankamálum, og sjálfur vann Henri Dunant í banka á yngri árum, en faðir hans hafði á hendi stjórn uppeldis- og menntastofnunar fyrir munaðar- leysingja. — Dunant gekk í YMCA-hreyfinguna (KFUM) á unga aldri, en hún var þá nýlega stofnuð, og þegar hann var 25 ára, tók hann þátt í stofnfundi heimssambands þeirrar hreyfing- ar í Genf. — Um árabil ferðaðist hann viða á vegum félagsskapar- ins. — í einni slíkri ferð hitti hann hjúkrunarkonuna frægu, Florence Nightingale. Hún var þá nýkomin frá Krím, en eins og kunnugt er, varð hún heimsfræg fyrir frábært líknarstarf sitt í Krímskagastyrjöldinni (1855), enda er oftast talið, að hún hafi með starfi sínu þar lagt grund- völl að skiplögðu og vísindalegu hjúkrunarstarfi nútímans. — Vafaluast hefur fundurinn við Nightingale haft mikil áhrif á hinn unga Svisslending og beint huga hans að hörmungum styrj- aldarinnar, enda er Nightingale af flestum talinn eins konar fyr- irrennari Rauða krossins. ★ Á þrítugsaldri fluttist Dunant til Alsír og starfaði þar sem Florence Nightingale —- — „fyrirrennari“ R. K. bankamaður um skeið, en sneri sér síðan að kaupsýslu. Hafði hann lítið upp úr því nema ang- ur og óhamingju, er frá leið, enda tóku önnur viðfangsefni hug hans brátt fanginn. Sumarið 1859 bjuggust franskir og austurrískir herir til úrslita- orrustu á ítalíu, við Solferino. Þangað hélt Dunant til þess að sjá með eigin augum, hvernig vígvöllur lítur út í og eftir stór- orrustu. —• Fylkingunum laust saman hinn 24. júní Þrjú hundruð. þúsundir hermanna tóku þátt í orrustunni. Eftir 15 stunda æðisgengna bar- daga, lágu 40 þúsund í valnum —■ látnir og særðir. — Dunant gleymdi kaupsýslumálum sínum. Þrjá daga vann hann stanzlaust að því að hjálpa til að greftra hina látnu, flytja hina særðu í kirkjur eða önnur örugg hæli og skipuleggja hjálparstarf. Ógnir þessara daga stóðu lengi ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hans ’— og þremur árum síðar lýsti hann þeim í bók sinni, „Memoris of Solferino". Hann gaf bókina út á eigin kostnað og sendi 1600 eintök hennar til helztu áhrifamanna í Evrópu. — í bókinni lagði hann áherzlu á nauðsyn þess, að læknar og hjúkrunarlið stríðandi herja væri hlutlaust og fengi hindrun- arlaust að hjálpa öllum, sem eft- ir lægju á vígvöllunum — án til- list til þess, hvort um bandamenn eða andstæðinga væri að ræða. ★ Ári síðar, 1863, komu evrópskir herlæknar saman til fundar í Berlín. Dunant bar hugmyndir sínar fram við þá — og þeir hrif- ust af eldmóði hans og áhuga og veittu honum stuðning. — Næsta skkref Dunanst var það að • fá svissnesku sambandsstjórnina til þess að bjóða til alþjóðaráðstefnu um þessi mál á næsta ári, og hann hóf áróður fyrir því, að ráð- stefnan yrði sem fjölmennust. Meðal annars skrifaði hann Abraham Lincoln. Bandaríkjafor- seta, bréf og fékk hann til að senda fulltrúa til ráðstefnunnar. Þessi ráðstefr..-; varð hin árang- ursríkasta. Ný vopn, stórvirkari en áður þekktust, ollu æ meira mannfalli í orrustum, og hernað- arleiðtogar játuðu fúslega þá staðreynd, að brýna nauðsyn bæri til að sjá særðum hermönn- um fyrir sem beztri hjúkrun. — Tólf þjóðir undirrituðu hinn fyrsta Genfarsamning, sem fjall- aði um sjúkrahjálp og vernd til handa sjúkum og föngum og hlut leysi lækna og hjúkrunarliða. Með síðari samningum var al- mennum borgurum veitt sams konar vernd. ★ Einmitt þegar Dunant hafði náð þessum glæsiiega árangri — fengið viðurkenningu fjölda þjóða á hugsjónum sínum, skall ógæfan yfir hann. Málaferli höfðu staðið alllengi út af lands- réttindum, sem hann hafði keypt í Alsír — og nú féll dómur þann- ig, að allar eignir hans voru upp- tækar gerðar, en hann stóð eftír sem öreigi, eða því sem næst. Hann yfirgaf föðurland sitt sem dæmdur maður og tók að flakka um Evrópu þvera og endi- langa — en hugsjónaeldurinn brann enn í brjósti hans. — Hann gerði tilraunir til að koma á fót heimsbókasafni, hann reyndi að koma af stað félagshreyfingu í því skyni að afnema þrælahald hvar sem það þekktist — að stofna alþjóðadómstól — að koma á sameiginlegu riki Araba og Gyðinga í Palestínu — að koma á samningum um allsher j- arafvopnun og að koma upp hlut lausum svæðum fyrir Konur og börn á styrjaldarsvæðum, svo nokkuð sé nefnt af baráttumál- um hans. — En enginn virtist taka mark á honum, og almennt var hann tahnn ',forskrúfaður“ sérvitringur, ef ekki hreinlega geggjaður. Eftir tíu ára flakk víða um lönd. hvarf harm mönn- um sjónum, og só orðrómur komst á kreik, að hann væri lát- inn. ★ Árið 1892 barði sjúkur maðui að dyrum á líknarspítal'anum í svissneska þorpinu Heidea, grá- hærður og ellihrumur fyrir aldur fram. — Læknirinn veitti honum inngöngu og fékk honum til um- ráða lítinn, fátæklegan klefa. — Sex árum síðar kom svissneskur blaðamaður í sjúkrahús þetta og sá gamla manninn. Þekkti hann, að þar var kominn Henri Dun- ant, stofnandi Rauða krossins. Fréttin barst út, og veittu þá bæði skyldmenni Dunants og Rauða kross-félagar honum nokkra aðhlynningu. Þrátt fyrir ömurleg örlög Dun- ants að ýmsu leyti, sýndi heim- urinn þó, árið 1901, að hann hafði ekki gleymt honum. Þá var frið- arverðlaunum Nóbels úthlutað í fyrsta skipti, og hlaut Dunant þau, ásamt F. Passy. — Níu árum síðar, eða 1910, lézt hann í hinu litla, svissneska sjúkrahúsi, 82 ára að aldri — og saddur lífdaga. ★ Segja má, að.saga Rauða kross- ins sé nokkurn veginn samfelld saga sigra og framfara. — Smám saman voru stofnaðar Rauða kross-deildir víða um lönd til stuðnings hinni alþjóðlegu nefnd sem starfaði í Sviss, rekin af svissnesku fjármagni. — Síðar mynduðu svo allar deildirnar al- þjóðlegt samband. Var það gert á ráðstefnu í París, en aðsetur alþjóða Rauða krossins var flutt til Sviss árið 1922. Aldrei hefir reynt eins á Rauða krossinn eins og í síðustu heims- Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.