Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 15
I
Sunnudagur Sí. maí 1959
Sjötugur i dag:
Steingrímur Arnason
ÆTLA má að margir af vinum
Steingríms Árnasonar verði undr
andi þegar það sannast að hann
er sjötugur í dag. Svo léttur er
hann enii í lund og fasi að mið-
aldra mönnum finnst hann jafn-
aldri. En kirkjubækurnar segja
það rétt vera.
Steingrímur er fæddur að
Kletti í Gufudalssveit, 31. maí
1889. Hann er sonur Helgu í>órð-
ardóttur og Árna Úlfssonar, sem
bæði eru gildra bændaætta við
Briðafjörð.
Hann fluttist 11 ára gamall
vestur að Eyrardal í Álftafirði
til hins þekkta héraðshöfðingja
Jóns Guðmundssonar. Kunnugir
herma að Jón hafi þegar fengið
dálæti á sveininum og séð hvað
í honum bjó.
Steingrímur byrjaði að stunda
sjó 14 ára gamall og innan við
tvítugt var hann orðinn formaður
í Hnífsdal, einni mestu veiðistöð
við Djúp á þeim árum. Þar voru
Erlander
til Noregs
Stokkhólmi, 29. maí — NTB.
TAGE ERLANDER forsætisráð-
herra Svía hefur þegið boð Ein-
ars Gerhardsens forsætisráðherra
Norðmanna um að heimsækja
Noreg í byrjun júlí. Heimsóknin
verður hálfopinber og mun
standa fjóra til fimm daga. Er-
lander, sem með heimsókn sinni
endurgeldur heimsókn Gerhards
sens til Svíþjóðar í fyrra, mun
sennilega leggja af stað frá
Stokkhólmi 6. júlí.
frábærir sjósóknar þá, eins og
lengst af síðan. Á fyrstu árum
Steingríms í Hnífsdal var verið
að setja vélar í áraskipin. Auk
viðurkenndra s jóstjórnarhæfi-
leika þótti hann og sérlega laginn
við vélarnar. Mótorbátarnir tóku
nú við af áraskipunum í Hnífs-
dal, en hafnleysið sagði snemma
til sín. Það var því 1916 að nokkr
ir ungir formenn úr Hnífsdal,
sem flestir áttu báta sína sjálfir,
þar á meðal Steingrímur, fóru á
vetrarvertíð til Flateyrar þar sem
sjálfgerð lífshöfnin bauð alla vel
koma.
Um þessar mundir kvæntist
Steingrímur fyrri konu sinni
Kristinu Hálfdánardóttur Örn-
ólfssonar hreppstjóra frá Bolung-
arvík. Um svipað leyti stofnsetti
hann verzlunar og útgerðar fyr
irtæki á Flateyri ásamt Jóni Hálf
dánarsyni og Guðmundi Péturs-
syni. Fyrirtæki þeirra félaga fór
vel af stað. M.a. byggðu þeir haf-
skipabryggju á Flateyri, sem enn
er við líði, að vísu endurbætt og
stækkuð síðan.
Kristín kona Steingríms var
afgragðs kvennkostur, enda var
hjónaband þeirra farsælt. Þau
eignuðust þrjá mannvænlega
syni, sem nú eru allir vaxnir
menn í Reykjavík, Kjartan, út-
gerðarmaður, Hálfdán, prent-
smiðjustjóri og Gunnar kaupmað
ur.
En skapanornirnar eru misk-
unarlausar á kö.flum. Stórhýsi,
þar sem Steingrímur og félagar
höfðu verzlun sína ásamt við-
byggðri fiskgeymslu, brann til
ösku eina nótt lítið eða ekki
tryggt. Skömmu síðar tók Kristín
kona Steingríms bannvænan sjúk
dóm og lézt seint á sumri 1927.
MORGUNBT. AfílÐ
útgerðarm.
Steingrímur tók virkan þátt >'
opinberum málum þar vestra,
enda var hann um tíma bæði í
hreppsnefnd og hreppstjóri á
Flateyri og sýnir það traust
mannsins þar, sem annar staðar.
Árið 1982 fluttist hann alfarinn
til Reykjavíkur. Gerðist hann þá
starfsmaður hjá Kveldúlfi h.f.
Keypti fisk í veiðistöðvum við
Faxaflóa, Vestmannaeyjum og
víðar. Hann átti vélskipið Þóri
í sameign með Kveldúlfi og var
skipstjóri á því í fiskflutningum.
Árið 1932 flutti Steingrímur til
Sauðárkróks. Þar tók hann á
leigu tvö frystihús og stofnaði
útgerðarfyrirtæki ásamt fleirum.
og keypti vélskipið Skagfirðing.
Á þeim árum fór hann til Belgíu
Til Reykjavíkur flutti hann svo
1934. Hann kvæntist aftur 1933
Gretu Mariu Þorsteinsdóttir, mik
illi gæða og myndarkonu, sem
bezta móðir. Eftir að suður kom
reynst hefur sonum hans sem
tók hann að frysta beitusíld og
selja. Hann varð fyrstur til að
frysta Faxasíld til beitu, en menn
höfðu áður trúað því að þorsk-
urinn í Faxaflóa vildi aðeins
norðurlandssíld. Síldina frysti
hann í Sænska frystihúsinu og
stundaði þá atvinnu til ársins
1942. Þá flutti hann til Keflavik-
ur og stofnaði ásamt fleirum
Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. og
rak það til ársins 1955. Jafnframt
rekstrinum í Keflavík rak hann
einnig Hraðfrystistöð Reykjavík-
ur, sem hann leigði af Einari Sig
urðssyni. Öll þau ár sem Stein-
grímur rak frystihúsin hafði
hann einnig útgerð með hönd-
um. Hann hefur lengi átt sæti
í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Þetta er orðið lengra mál en
ætlað var í fyrstu. Því veldur
langur og breiður ferill hins harð
duglega athafnamanns. Kjarni
málsins er þó eftir, en hann er
þessi: Steingrímur hefur um-
gengizt samferðamennina á þann
veg að öllum er einkar hlýtt til
hans. Hann er ráðsnjall og ráð-
hollur. Hreinn í skapi og uppörf-
andi. Hjartahlýr og miðlandi,
einkum þeim sem bágt eiga. Harð
ur í horn að taka ef hann telur
menn fara með rangt mál eða
vanrækja skyldur sínar. Hann er
höfðingi í lund og drengur góður.
Þau hjón, Steingrímur og Greta
dvelja nú erlendis, hress og glöð.
Vinir og ættingjar senda því af-
mælisbarninu hlýjar kveðjur um
langan veg og ósk um velfarnað
þeirra hjón í bráð og lengd.
H. Sveinsson.
★
Grána Steingríms höfuöhárin.
Halla tekur œvidegi.
Sjötíu liöin œviárin,
er mér sagt hann telja megi.
Man eg Steingrím ungan áöur.
Ætíö prúöur, hress og glaöur.
Var af mörgum mikiö dáöur,
mótorvéla töframaöur.
Góöri hœfni, glöggur, heitti.
Gaf sig lítt aö dœgurþrasi.
Greind og festa garpinn skreytti.
Geös og þokkablœr í fasi.
Hugur fylgdi hverju verki.
Hagsýnn mjög í starfi var hann.
Jafnan vinnuvitsins merki,
viröum flestum, hœrra bar hann.
Stórhuga til starfs og dáöa,
stööugt hugöi mikiö vinna.
Brast ei dug til bjargarráöa,
betri stórum, flestra hinna.
Tvisvar giftur gϚa konum,
gildum bundinn kœrleiksviöjum,.
Á sér gnótt af góöum vonum,
glööum tengdur manndóms-
niöjum.
Fiskiveiöar frœkinn þreytti,
frœgur varö í svaðilförum,
15
pegar Sigurfara fleytti,
foröum upp á Skagafjörum
Sóttu feng á fiskimiöin,
trœknir drengir Hnífsdal fróL
Þá var lengi þoluö biðin,
þó aö gengi hríöum á.
Afli sóttur oft meö harki,
unnardráttum léðist þá.
Vetrarnótt meö vondu slarki,
vit og þróttinn reyndi á.
Hreinum þar aö hetjusiöum,
háska marar bœgöir frá.
Vel á þara sollnum sviöum
Sigurfara stýröir þá.
Svipleg brast á sortahríðin,
söng og gnast í viöunum.
Hrinurastir hrakti lýöinn,
hrannakast af miöunum.
Beindi Hel aö köldu fari
heiftarþeli grimm og Ijót.
Knúöi vélin kugg á mari,
kafaldséli dimmu mót.
Haröna þrautir, hrönnum veltUt
hvíta, blauta hafiö á.
Aldan braut, svo yfir helltist.
Olían flaut í hafiö þá.
Háskavœttir hlógu grimmir,
hrannir tætti rokiö þar.
Vélar hættu, hljómar dimmir,
hennar mœtti lokiö var.
Undan halda hlutu stormi
hlinir skjalda sœvi á.
Hrönnin kalda unnar-ormi,
œgiváldið sýndi þá.
Upp var dregin öflug voöin,
yfir fleyi smáu þá.
Öldum þvegin œddi gnoöin,
unnarvegi bláum á.
Landiö huldi hríðin dimma,
hrönn á buldi súöunum.
Heift ei duldi gjálfin grimma,
galdra þuldi á flúöunum. c
Háreist alda úfin rauk um, X
yfir faldaskrúöa þá.
Dauöinn kaldri krumlu strauk
um
kjölinn tjaldi súöa á.
Framh. á bls. 16.
%
LESBÓK BARNANNA
JVjáJshrenna og hefnd Kára
59. Þorgelr skorrageir mælti
Þi við Kára: „Þar er hann nú
Eyjólfur Bölverksson, ef þú
vilt launa bonuiu hringinn".
„Eg ætla það nú eigi f jarri4*,
segir Kári og þreif spjót af
manni og skaut til Eyjólfs,
og kom það á hann miðjan
og gekk í gegn um hann. Féll
Eyjólfur þá dauður tii jarðar.
Þá varð hviid nokkur á
bardaganum. Þeir Snorri goði
og Hallur af Síðu komu þá
með lið sitt og hljópu þegar
i milli þeirra. Náðu þeir þá
eigi að berjast. Voru þá sett
grið fyrst um þingið.
60. Annan dag eftir gengu
menn til Lögbergs. Hallur af
Síðu stóðu upp og kvaddi
sér hljóð og fékk þegar.
Hann mælti: Hér hafa orð-
ið harðir atburðir I manna-
látum og málasóknum. Mun
ég enn sýna það, að ég er
lítilmenni. Eg vil nú biðja
Ásgrím og þá menn aðra, er
fyrir þessum málum eru, að
þeir unni oss jafnsættir**.
Fór hann þar um mörgum
fögrum orðum.
61. Kári mælti: „Þ6 að alllr
sættist aðrir á sín mál, þá
skal ég eigi sættast á mín
mál, því að þér munuð vilja
virða vlg þessi í móti brenn-
unni, en vér þolum það eigi**.
Slíkt hið sama mælti Þor-
geir skorrageir.
62. Snorri goði stóð þá upp
og talaði langt erindi og
snjallt og bað að þeir skyldu
sættast.
Ásgrfmur mælti: „Það ætl-
aði ég, þá er Flosi reið heim
að mér, að ég myndi við hann
aldrei sættast, en nú vil ég,
Snorri goði, sættast fyrir orð
þín og annarra vina vorra**.
Þá mælti Gissur hvíti: „Nú
má Flosi sjá sinn kost, hvort
hann vill sættast til þess, að
sumir séu utan sætta**.
Flosi kvaðst sættast vilja,
— »»<>6 Þykir mér því botur“,
segir hann, „er ég hefi færrl
góðam enn I móti mér*. Var þá
jafnað saman vígum, en bætt
ir þeir, er umfram voru. Þeir
gerðu og um brennumálið. Á
vígið Þórðar Kárasonar var
ekki sætzt. Flosi var gerr ut-
an og allir brennumenn.
Var þessi sætt nú hand-
söiuð og efndist vel siðaa.
Frœkinn flugmaður
Rauði-Bill hafði séð
það fyrir, að þarna gat
verið um undankomuleið
að ræða, og þess vegna
látið nokkra af mönnum
sínum raða sér á gjár-
barminn. Þeir höfðu safn-
að saman stórum stein-
um, sem þeir voru við-
búnir að velta niður á
flugvélina til að brjóta
hana. Jón gerði sér strax
ljóst, að hann átti aðeins
um eitt að velja: Hann
varð að stefna vélinni
næstum lóðrétt upp úr
gjánni, svo að vængirnir
yrðu sem minnst skot-
mark fyrir grjótkastið.
Hann slapp upp úr
gjánni, án þess að nokk-
ur af stóru steinunum
hitti vélina. Þegar hann
sá fram á, að hann hafði
komist undan, fannst hon
um tími til kominn að
launa þorpurúnum þessa
lúalegu árás. Þeir skyldu
fá makleg málagjöld.
Jón hafði nú komið
auga á hesta ræningj -
anna, og allt í einu
steypti hann flugvélinni
niður að þeim með gífur-
legum hávaða. Hestarnir
trylltust af hræðslu, slitu
sig lausa og tóku sprett-
inn. Aftur og aftur
renndi Jón vélinni niður
á eftir þeim og á þann
hátt tókst honum að reka
hestana fleiri mílur í
burtu. Það var óhugsandi
að ræningjarnir gætu náð
í þá og þar með voru ör-
lög þeirra ráðin.
Eftir klukkustund leníi
hann heilu og höldnu á
flugvellinum í Árbæ með
allt gullið. Þetta var síð-
asta ferð „Eldingarinn-
ar“, hún hafði staðið sig
vel í þessari hættulegu
för og lokið langri og
strangri þjónustu með
prýði. Jón fékk nýja vél
að launum fyrir afrek
sitt.
Lögreglustjóri bæjar-
ins sendi ‘strax út lið til
að leita þorparanna og að
fáum dögum liðnum
höfðu þeir allir verið
teknir til fanga. Hest-
j lausir höfðu þeir ekkert
færi á að sleppa undan
lögreglunni.