Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 1959next month
    MoTuWeThFrSaSu
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 24

Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 24
VEÐRIÐ Suðaustan kaldi — skúrir 119. tbl. — Sunnudagur 31. maí 1959 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13 Stormur og ísrek við Nýfundnaland í VIKUNNI sem nú var að líða var frekar dauft yfir karfaveið- inni vestur á Nýfundnalandsmið- um. — Sem kunnugt er af frétt- um gerði storm þar og mikinn ís rak inn á veiðisvæðið. Eftir að veðrinu slotnaði hefur verulega dregið úr aflabrögðum. Menn gera sér þó vonir um að fiskurinn muni jafna sig brátt aftur, en eins og er, þá er aflinn ekki mik- ill. Eru skip nú á heimleið af miðunum og eru sum sem ekki eru með fullfermi. í síðustu viku var rólegt í tog- arahöfninni og aðeins þrír togar- ar lönduðu Fylkir 338 tonnum, Marz 313 og Jón forseti 350 tonn- um. Frá togurum sem eru við A- Grænl. á Fylkismiðum segir, að karfaaflinn sé góður. Er Askur væntanlegur af þessum miðum í dag eftir stutta útivist og er með fullfermi. Neptúnus er einnig væntanlegur af þessum sömu mið um á mánudaginn með fullfermi. Á mánudaginn kemur hingað einnig togarinn Egill Skalla- grímsson með fullfermi af Ný- fundnalandsmiðum. Nú eru fjórir togarar við Grænland á saltfiskveiðum, allt togarar frá Bæjarútgerð Reykja- víkur. Utankjörsíaðakosning hefst í dag UTANKJÖRSTAÐAKOSNING hefst í dag og verður kosið frá kl. 2—6 síðdegis. Kjörstaður í Reykjavík er Melaskólinn. Úti á landi er kosið hjá sýslumönnum, Söngmót að Hlé- garði á sunnudag Á SL. vori var stofnað Kirkju- kórasamband Kjósarsýslu, að til- hlutun söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar. Eftir áramót hófust söngæfing- ar hjá þrem kórum, sem hafa æft að staðaldri, og nú síðast með að- stoð söngkennara, Kjartans Jó- hannssonar. Samsöngur verður í Hlé- garði sunnudaginn 31. maí kl. 9. Ferðir verða frá Bifreiðastöð ís- lands kl. 8,30. bæjarfógetum og hreppstjórum. Erlendis er kosið hjá sendiherrum og ræðismönnum. Sjálfstæðisfólk, sem verður f jar verandi úr bænum á kjördag, er beðið að hafa samband við kosn- ingaskrif stof u S jálf stæð isf lokks- ins, Morgunblaðshúsinu 2. hæð, símar 12757 og 135G0. Bjarni mm Gunnar Jóhann Ólafur Ragnhildur Fyrsfi kosningafundur Sjálf- stæðisfélaganna n.k. þriðjud. S JÁLFSTÆÐISFÉ- LÖGIN í Reykjavík efna til 1. almenna kjós- endafundarins í Sjálf- stæðishúsinu n.k. þriðju- dag 2. júní. Ræðumenn á fundin- um verða Bjarni Bene- diktsson iritstj., Gunnar Thoroddsen borgarstj., Jóhann Hafstein banka' Allmikill ís frá Jan Mayen suður að Hvarfi RIKISÚTVARPIÐ hafði það eftir Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi í hádegisfréttum sínum í gær, að óvenjulega mikill ís hafi verið við Jan Mayen síðustu vikuna. Þaðan hefði ísbrúnin svo legið nær beint í suðvestur í stefnu á Kolbeinsey. Var hún fyrir rúmri viku 30 sjómílur fyrir norðan eyna. Þaðan hefir ísbrúnin legið í suðvestlæga stefnu, en beygir til suðurs hér um bil samhliða Vestfjarðaströndinni. Var hún Arbók F.l. um Barða- strandasýslu, er komin út ÁRBÓK Ferðafélags íslands 1959 | er nýkomin út. Er hún að þessu sinni um Barðastrandasýslu, og hefir Jóhann Skaptason, bæjar- fógeti tekið bókina saman, en for- mála ritar Jón Eyþórsson, veður- fræðingur. — Bókin er 176 blað- síður að stærð, gefin út í 655 ein- tökum. Árbækur Ferðafélagsins hafa að geyma margvíslegan fróðleik um land og þjóð, enda ritaðar af völdum mönnum, paulkunnugum þeim héruðum, sem fjallað er um hverju sinni, sögu þeirra, atvinru vegum og lífi fólksins, sem þar býr og hefir búið. Mun ekki ann- ars staðar að finna ýtarlegri Js- landslýsingu en í þessum merku bókum F. í. Auk hinnar greinargóðu hér- aðslýsingar í Árbókinni nýju, er þar m. a. skýrsla um heiðuvsfé- laga, ævifélaga og kjörfélaga F. í. Formaður Ferðafélags Akureyr- ar, Kári Sigurjónsson, segir frá síðasta aðalfundi félagsins og starfi þess. — Jón Eyþórsson rit- ar minningarorð um Geir G. Zoega, fyrrv. vegamálastjóra og forseta F. í. um 22 ára skeið. Þá er birt 1 ritinu ársskýrsla F. f. fyrir starfsárið 1957—’58 og fund argerð aðalfundar 1958. Einnig er birtur rekstrarreikningur félags- ins 1957—1958. Mikill f jöldi ágæta mynda prýð ir Árbókina. Hafa margir lagt til myndir, en þar er þó örýgstur hlutur Páls Jónssonar, bókavarð- ar, en flestar myndir hans eru nýjar. — Árbókin er hin prýði- legasta að öllum frágangi eins og jafnan áður. um 30 sjóm. norðvestur af Barða og Straumnesi í lok næstsíðustu viku, og samkvæmt síðustu fregn um frá varðskipinu Ægi virðist hún haf i færzt heldur nær land- inu á þeim slóðum. ísbrúnin liggur síðan áfram til suðvesturs að 64. gr. norðl. br. og 45. gr. v.l., en þaðan er mjótt belti af ísreki suður undir Hvarf á Grænlandi, sums staðar nokkuð þétt, en víða eru stór lón á miiii. Sundkeppni í Hafnarfirði SUNDKEPPNI milli Hafnfirðinga og Akureyringa verður háð í Sundhöll Hafnarfjarðar kl. 5,30 í dag. Keppt verður um verðlauna- grip sem Kaupfél. Hafnfirðinga hefur gefið. stj., ólafur Björnsson prófessor, Ragnhildur Helgadóttir cand. jur. Funduirinn hefst kl. 20,30. Allt Sjálfstæðis- fólk velkomið. Flokkráðsfundur Sjálíslæðis- manna í Gullbringu- og Kjósarsýsla Rætt verður um undirbúning alþingiskosninganna og skipulags mál flokksins í kjördæminu. Ólafur Thors, form. Sjálfstæð- isflokksins og Gunnar Helgason, erindreki, mæta á fundinum. FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisfiokks- ins í Kjósarsýslu, Kópavogi og Gullbringusýslu halda sameigin- legan fulltrúafund í Sjálfstæðis- húsinu í Reykjavík fimmtudag- inn 4. júní n.k. kl. 8,30 s.d. Stofnfundur Sjálfslæðisfélags Garðahrepps á miðvikudag STOFNFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Garðahrepps verður haldinn í samkomuhúsi hreppsins mið- mvikudaginn 3. júní kl. 8,30 s.d. Á f'undinum mætir alþingismað ur kjördæmisins, Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins og mun hann að lokinni stofnun félagsins flytja yfirlitsræðu um stjórn- málaviðhorfið. Sveit Stefáns Cuðjóhnsen íslandsmeistari í bridge Vorboða-fundur annað kvöld HAFNARFIRÐI. — Annað kvöld kl. 8,30 heldur Sjálfstæðiskv.enna félagið Vorboðinn fund í Sjálf- stæðishúsinu og verður þar með- al annars rætt um stjórnmála- viðhorfið og kosningarnar. Frum mælendur verða þeir Matthías Á. Mathiesen frambjóðandi flokks- ins og Stefán Jónsson formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna. Á fundin- um verður fram- reitt kaffi. Eru Vorboða-konur svo og aðrar Sj álf stæðiskonur velkomnar á fundinn meðan húsrúm leyfir. Þetta er fyrsti fundur Vorboð- ans í kosninga- baráttunni, sem nú er hafin, en Sjálfstæðiskonur hér í Hafnar- Matthías firði munu sem fyrr vinna af einhug og festu að sigri Sjálf- stæðisflokksins. Þær hafa jafnan átt mikinn þátt í eflingu flokks ins og sigrum hans, og svo mun einnig verða nú. Almenn ánægja ríkir í röðum Vorboða-kvenna sem og annarra Sjálfstæðis- manna hér, um framboð Matthíasar Á. Mathie- sens, en hann er sem kunnugt er framúrskarandi vel látian af öllum sem hann þekkja, enda drengur hinn bezti, og hinn hæf- asti maður. Ná vinsældir hans langt út fyrir raðir Sjálfstæðis manna, og binda Hafnfirðingar miklar vonir við Matthías sem þingmann sinn. — G.E. Stefán íslandsmeistaramótinu í sveita- keppni lauk í fyrrakvöld. Sveit Stefáns J. Guðjohnsen bar sigur úr býtum og hlaut 11 stig í sjö leikjum. Auk Stefáns eru í sveit- inni Eggert Benónýsson, Guð- laugur Guðmundsson, Gunnlaug ur Kristjánsson, Jóhann Jó- hannsson og Kristján Kristjáns- son. I síðustu umferðinni tapaði sveit Stefáns fyrir sveits Halls Símonarsonar (íslandsmeistari 1958), en það kom eigi að sök, því sveit Hjalta, er var eina sveitin er gat náð sömu stigatölu og sveit Stefáns, tapaði einnig. Úrslit í 7. umferð urðu: Sveit Halls Símonarsonar vann sveit Stefáns J. Guðjohnsen 60:40 Sveit Óla Kristjánssonar vann sveit Hjalta Elíasonar 59:36. Sveit Sigurhjartar Péturssonar vann sveit Eggrúnar Arnórsdótt- ur. Sveit Svavars Jóhannssonar vann sveit Sophusar Guðmunds- sonar 66:27. Háskólafyrirlest- ur í dag PRÓFESSOR dr. Margaret Schlaush, prófessor við háskól- ann í Varsjá og yfirrmður ensku deildarinnar þar, mun halda fyrirlestur í I. kennslustofu Há- skóla íslands þriðjudaginn 2. júní kl. 8,30 e.h. Prófessor Schlauch er kunn m.a. fyrir rannsóknir sínar á forn um íslenzkum bókmenntum, og mun fyrirlestur hennar fjalla um pólska þýðingu Joachims Lele- wels á Sæmundar Eddu og áhrif hennar á verk pólska skáldsins Slowackis. Sveit Vigdísar Guðjónsdóttur jafnt Mikaels Jónssonar 36:32. Endanleg röð sveitanna varð þessi: 1. sveit Stefáns J. Guðjóhnsen 11 stig, 2. sveit Ásbjörns Jóns- sonar 10 stig, 3. sveit Hjalta Elí- assonar 9 stig, 4. Sigurhjartar Péturssonar 9 stig, 5. sveit Halla Símonarsonar 9 stig, 6. sveit Óla Kristjánssonar 8 stig, 7 sveit Mikaels Jónssonar 7 stig, 8. sveit 'Svavars Jóhannssonar 7. stig, 9. sveit Vigdísar Guðjónsdóttur 6 stig, 10. sveit Ragnar Þorsteins- sonar 4 stig, 11. sveit Sophonar Guðmundssonar 3 stig, 12. sveit Eggrúnar Arnórsdóttur 1 stig. Verkfall? Þ E G A R Morgunblaðið var fullbúið til prentunar síðdegis í gær, stóð yfir fundur hjá sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsyni, í kaup- og kjara- deilu prentara og prent- smiðjanna. Þegar þessi fundur hófst um klukkan 3, höfðu samn- ingaumleitanir, sem áður höfðu farið fram, ekki horið neinn árangur. Hið íslenzka prentarafélag hefur boðað til verkfalls prentara frá klukkan 12 á mið nætti á sunnudagskvöld hafi samningar þá eigi tekizt. Ef til þess kemur stöðvast eðli- lega öll blaðaútgáfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 119. tölublað (31.05.1959)
https://timarit.is/issue/110951

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

119. tölublað (31.05.1959)

Actions: