Morgunblaðið - 14.06.1959, Page 3
Sunnudagur 14. júní 1959
VORCTJlSTtlAÐIÐ
Frá aðalfundi Eim-
skipafélags íslands
MEÐAN á prentaraverkfallinu
stóð var haldinn hér í Reykja-
vík aðalfundur Eimskipafélags
íslands.
Formaður félagsstjórnar Ein-
ar B. Guðmundsson hrl. setti
fundinn. Bauð hann sérstaklega
veikomna til fundarins þá Gretti
Eggertsson sem er fulltrúi V-
íslendinga í félaginu og á jafn-
framt saeti í stjórn þess og D.
Summerfield framkvstj. Thule
Ship Agency í New York en það
skipafélag annast alla fyrir-
greiðslu fyrir Fossana vestra.
Fundarstjóri var kjörinn Tóm-
as Jónson borgarlögmaður, en
fundarritari Björgvin Sigurðsson
frv.kvstj. I upphafi fundarins
minntist formaður níu manna,
er látizt höfðu frá því á síðasta
aðalfundi, er allir höfðu þeir
komið mjög við sögu félagsins,
en það eru þeir Garðar Gíslason
stórkaupm., Ólafur Johnson stór-
kaupm., Jóhannes Hjartarson
verkstjóri, G. W. Sörensen vél-
stjóri, Jón Aðalsteinn Sveinsson
vélstjóri, Bjarni Eiríksson kaup-
maður, Bolungarvík, Jón Björns
son kaupm., Þórshöfn, Þormóður
Eyjólfsson ræðismaður, Sigluf.,
og Sigurjón Jónsson fyrrv. banka
stjóri.
Risu fundarmenn úr sætum í
virðingarskyni við hina látnu.
í sambandi við skipabygging-
ar á vegum félagsins gat form.
þess, að Selfoss, nýjasta skip fé-
lagsins hefði kostað um 51 millj.
kr. Kvað form. skipið allt vera
hið vandaðasta og að næsta skip
félagsins, sem smíðað verður á
sama stað og Selfoss í hinni
miklu skipasmíðastöð í Álaborg
yrði væntanlega fullsmíðað og
og afhent Eimskip í árslok 1960.
Elnar B. Guðmundsson
formaður Eimskip
Ræðumaður kvað miklar vonir
tengdar við þessi nýju skip. Hér
væri hinsvegar um gífurlega fjár
festingu að ræða; kostnaðarverð
beggja skipanna yrði um 102
millj. kr. að óbreyttum aðstæð-
um. Við verðum að vona að fram
leiðsla íslendinga og atvinnu
hættir blómgist svo, að hægt
verði að nýta til fulls þessi skip
•vo og önnur skip félagsins og
annarra landsmanna, sagði for-
maðurinn.
Nokkuð ræddi hann um skatta
mál Eimskipafélagsins og því
næst um vinnudeilur og kjara-
mál. Vegna verkfalls háseta og
kyndara var um stöðvun að ræða
i 20 daga til mikils tjóns. Sjó
mannafélagið hefur ekki boðað
vinnustöðvun. Kvað formaður
hin tíðu verkföll, sem skollið hafa
á undanfarin ár, vera orðin
hreint þjóðarböl og að því þurfi
að vinna að koma málum þessum
í það horf að efnahag þjóðarinn
ar sé ekki stefnt í beinan og bráð
an voða.
Á árinu 1958 námu vöruflutn
ingar með skipum Eimskipafé-
lagsins og leiguskipum alls 260
þús. tonnum, en af þessu vöra
magni fluttu eigin skip 250 þús.
tonn. Hefur aldrei síðan styrjö’d
innj lauk verið flutt jafnmiKið
með Fossunum og jafnlitið með
leiguskipum. Árið 1957 námu
flutningar félagsins 227 þúsund
tonnum. Með skipum félagsins
ferðuðust 6230 manns, þar af með
Gullfossi 5838.
Formaður skýrði frá eigenda-
skiptum á hlutabréfum og kvað
þau hafa orðið allmiklu minni á
síðasta ári, en næstu árin á und-
an og kvaðst telja það sennilega
skýringu að á síðasta aðalfundi
Sr. Óskar J. Þorláksson:
Vernd Guðs og
vandamál þjóðlífsins
áfF:
Hlustið, þér himnar,
því að nú mun ég mæla,
og jörðin hlýði á mál munns míns.
Kenning mín streymi sem regn,
og ræða mín drjúpi sem dögg,
eins og gróðrarskúrir
á grængresið
og sem þungaregn á jurtirnar.
Því vil ég kunngjöra
nafn Drottins:
Gefið Guði voru dýrðina!
Bjargið — fullkomin eru
verk hans,
því að allir vegir hans
eru réttlæti.
(5.Mós:32.1—6).
FYRIR nokkru fékk ég bréf frá
gömlum lífsreyndum vini mín-
um, þar sem að hann óskaði eftir
því, að ég vekti sérstaka athygli,
í þessum sunnudagshugleiðingum
mínum, á 32. kap. V Mósebókar,
þar sem spámaðurinn Móses flutti
ísraelsmönnum boðskap í ljóð-
um, og hvatti þjóð sína til trúar
og þjónustu við Guð og varaði
við þeim hættum, sem fráfallið
frá Guði hefði fyrir örlög þjóð-
arinnar.
Selfoss í smíðum í Álaborg. — Krani flytur reykháfinn
að yfirbyggingu skipsins.
hafi verið ákveðið að greiða 10%
ársarð af hlutafénu í stað 4%.
Þá flutti formaður fundinum
þau gleðitíðindi, að reikningar
fyrir árið 1958, sýndu að aflcoma
félagsins hefði verið mun betri
það árið en sl. tvö ár. Tekjur
félagsins urðu meiri 1958 en áður
en sama máli gegnir og um allan
rekstrarkostnað þess fyrir það
ár. Urðu nettótekjur félagsins
liðlega 1900 þúsund krónur.
í sambandi við hin stórauknu
útgjöld félagsins gat formaður
þess að brúttó útgjöld Fossanna
hefðu orðið 60 millj. kr. árið
1951, en þessi sami kostnaður
nam 103 millj. á árinu 1958.
Formaður gat þess, að Eim-
skipafélagið yrði að haía tekjur,
er nægðu til þess að félagið gæti
jafnan aukið skipastól sinn og
þannig rækt það hlutverk, sem
því er ætlað í efnahagslífi ís-
lendinga.I þessu sambandi minnti
hann einnig á þær miklu greiðsl-
ur er félagið verður að inna af
hendi á næstu árum vegna hinna
nýju skipa félagsins.
Eimskipafélagið hefur á und-
anförnum árum ráðizt í miklar
og fjárfrekar framkvæmdir. Af
níu skipum þess hafa 8 verið
byggð á sl. llárum. Félagið hefur
og á síðustu árum fest kaup á
mjög verðmiklum geymsluhús-
um, lóðu: í og athafnasvæðum
við Skúlagötu, reist mikla vöru-
skála og komið upp miklu at-
hafnasvæði við Borgartún og
kotsað hefur verið kapps um að
hafa sem fullkomnust og stór-
virkust tæki við upp- og útskip-r
un. Hefir þess og jafnan verið
vandlega gætt að halda öllum
skipum, tækjum og búnaði, sem
bezt við og bera skip félagsins
glögg vitni um það, að þar er ö!lu
haaldið eins vel við og frekast
verður á kosið og þessi þróun
verðuir að halda áfram, sagði
formaður.
í lok ræðu sinnar færði form.
framkvæmdastjóra og öllum
starfsmönnum félagsins á skipum
þess og á sjó og landi, og öllum
viðskiptavinum félagsms innan-
lands og utan, þakkir félagsns.
Úr stjórn Eimskipafélagsins
áttu að ganga að þessu sinni þeir
Bjarni Benediktsson ritstjóri, Jón
Árnason fyrrv. bankastjóri, Pétur
Sigurðsson forstjóri og Árni Egg-
ertsson, Winnipeg og voru þeir
allir endurkjörnir. Ennfremur
var endurskoðandi félagsins Sig-
urbjörn Þorbjörnsson, endurkos-
inn.
Birgir Kjaran hagfræðingur,
gjaldkeri félagsstjórnar, geröi
glögga grein fyrir reikningum fé-
lagsins. Tillaga stjórnarinnar um
greiðslu á 10 prósent arði til lut
hafa fyrir árið 1958, var sam-
þykkt.
Varmárvöllur
i
Mosfelssveit vígður
Framkvæmdir v/ð völlinn
hafa stadid i 10 ár
REYKJUM, 13. júní. — Vígsla
Varmárvallar í Mosfellssveit fór
fram í gær með leik milli U.M.F.
Aftureldingar og U.M.F. Breiða-
bliks í Kópavogi. Athöfnin hófst
með því að Sig. Gunnar Sigurðs- '
son fyrv. formaður félagsins
ávarpaði viðstaðda og lýsti fram-
kvæmdunum, sem staðið hafa í
10 ár, en landið var gefið að
hreppnum á 40 ára afmæli fé-
lagsins 1949.
Fyrirliði gestanna Ármann J.
Lárusson afhenti blómvöld með
heillaóskum en síðan hófst leik-
urinn með því að fimm ára snáði
Sigurjón Ásbjörnsson spyrnti, við
blístru dómarans, til Tómasar
Lárussonar v. innherja Aftur-
eldingar. Sigurjón litli er sonar-
sonur Sigurjóns heitins íþrótta-
kappa frá Álafossi. Leikurinn var
fjörugur og skemmtilegur en
nokkuð ójafn og lauk með sigri
Aftureldingar 6 gegn 1 marki.
Dómari var Hannes Þ. Sigurðsson
og dæmdi hann ágætlega.
Eftir leikinn var hóf í Hlé-
garði og voru þar ræður fluttar
og árnaðaróskir. Hófinu stjórn-
aði formaður félagsins, Guðjón
Hjartarson Álafossi. Aðrir ræðu-
menn voru Guðjón Einarsson frá
Í.S.Í., Páll Ólafsson frá U.M.S.K.,
Þorsteinn Einarsson íþróttafull-
trúi, Jón M. Guðmundsson, for-
maður knattspyrnunefndar, Ól-
afur Þórðarson, Varmalandi,
Ólafur Jóhannesson frá Svína-
hóli og Einar Björnsson frá Knatt
spyrnufélaginu Val í Reykjavík.
Þjálfari hjá Aftureldingu er
Guðmundur Guðmundsson úr
Reykjavík og er hann nýlega
byrjaðurogbinda félgasmenn góð
ar vonir með hann. Gísli Hall-
dórsson teiknaði leikvanginn og
hefur hann og Þorsteinn Einars-
son verið sérlega hjálplegir með-
an á framkvæmdum stóð. Þá
minntist formaður félagsins á að
nokkrir aðilar hefðu veitt mikils-
verða aðstoð með efniskeyrslu,
t.d. Álfsnesmöl h.f., en aðaleig-
endur þess fyrirtækis eru Bene-
dikt á Vallá og Oddur Ólafsson,
en margir fleiri komu mjög
drengileg afram í aðstoð við þetta
nauðsynjamál æskufólks Mosflels
sveitar.
íslandsmótið í dag:
IBK — Akrnnes
Frnm — KR
í DAG fara fram tveir leikir í ís-
landsmóti- 1. deildar í knatt-
spyrnu. Verður annar leikurinn
háður í Njarðvíkum hinn í
Reykjavík. Leikurinn í Njarðvík
er á milli Keflvíkinga (IBK) og
Akurensinga. Er þetta fyrsti leik-
ur íslandsmóts 1. deildar er fram
fer í Keflavík. Leikurinn verður
leikinn á grasvellinum í Njarðvík
um og hefst kl. 4. — Dómari er
Jörundur Þorsteinsson en línu-
verðir Baldur Þórðarson og Páll
Pétursson. — Ferðir verða frá
Ferðaskrifstofunni kl. 3 og til
baka að leik loknum.
í kvöld keppa Fram og KR á
Melavellinum.
Ég vil hvetja yður, lesendur
góðir, að hugleiða efni þessa
kapitula Mósebókar, því að þótt
spámaðurinn hafi fyrst og fremst
talað þessi orð til þjóðar sinnar,
þá geta þau engu síður átt er-
indi til vor, sem nú lifum og
hugsum um vandamál dagsins i
dag. Spámaðurinn talaði skýru
máli um hinar miklu dásemdir
Guðs og velgjörðir hans, og
hann var ekki myrkur í máli,
þegar hann átaldi þjóðina fyrir
guðleysi hennar og spillingu og
sýndi fram á, að fráhvarf frá
Guði hlyti alltaf að hafa í för
með sér ógæfu fyrir þjóðina. Það
er þessi sama hugsun, sem kem-
ur allstaðar fram í ritum spá-
mannanna. Þeir voru vökumenn
þjóðarinnar, hin hvetjandi og að-
varandi rödd meðal fólksins.
Stundum vildi þjóðin ekki
heyra þessar aðvaranir spámann-
anna og ofsótti þá og líflét, en
sannleiks- og aðvörunarorð þeirra
gleymdust ekki og geta enn orð-
ið oss til lærdóms, því að Guð
talar enn til vor í orðum þeirra.
Og lögmál hins trúarlega og sið-
ferðilega lífs er hið sama í dag
og það var á dögum spámann-
anna.
n
Vernd Guðs hvílir yfir þjóð
vorri, á liðnum öldum hefur
hann leitt oss yfir margar og
erfiðar torfærur, bæði í tíman-
legum og andlegum skilningi.
Oss dylst ekki að vandamálin
eru mörg í lífi þjóðar vorrar í
dag og flest eiga þau rætur sín-
ar í trúarlegum og siðferðilegum
veilum mannshjartans. Guðs vilji
er mönnunum ekki það leiðar-
Ijós sem vera ber og því er hin
siðferðilega ábyrgðartilfinning
oft harla sljó.
Það má játa, að margt hefur
verið vel gert í þjóðlífi voru hin
síðari ár, en samt fáum vér ekki
varizt þeirri hugsun, að þjóðin
lifi um efni fram og að öryggis-
leysið í efnahagsmálum þjóðar
vorrar skapi glundroða og kæru-
leysi í hugum margra, ekki sízt
þegar vér hugsum um meðferð
fjármuna. Margir sóa fé sínu
gegndarlaust í áfengi, skemmt-
anir og fánýta hluti og afleiðing-
in verður fleiri áfengissjúklingar
og meira af taugaveikluðu og
óhamingjusömu fólki. Vér gerum
miklar kröfur til annarra, en
oft litlar kröfur til vor sjálfra
og því raskast jafnvægi þjóðlífs-
ins. Vér sláum oft á strengi
sundrungaraflanna, en hirðum
minna um hitt, að sameinast um
þau viðfangsefni, sem miða til
heilla.
Er hægt að breyta um stefnu
í þessum málum? Er hægt að
vekja þjóðina til vaxandi trúar
og siðferðilegrar alvöru?
Kristinn maður hlýtur að
vera bjartsýnn á sigur fagnaðar-
erindisins, þó að erfiðleikar verði
á veginum um stund. Guð og hans
vilji getur ekki beðið ósigur, það
væri með öllu óhugsandi. En vér
mennirnir getum beðið ósigur,
og það gerum vér í hvert sinn
er vér förum aðrar leiðir en Guð
ætlar oss. Þess vegna hefur
margs konar ógæfa dunið yfir
heiminn á ýmsum tímum. Slík
ógæfa getur orðið hlutskipti vort,
ef vér þekkjum ekki vorn vitj-
unartíma. Minnumst þess, að trú-
mennskan við Guð er eini öruggi
vegurinn til gæfu, hverjunrí ein-
staklingi og hverri þjóð.
„Yfir voru ættarlandi,
alda faðir skildi halt.
Veit því heillir, ver það grandi,
virztu að leiða ráð þess allt.
Ástargeislum úthell björtum
yfir lands vors hæð og dal.
Ljós þitt glæð í lýðsins hjörtum,
ljós, er aldrei slokkna skal.
(St. Th.).