Morgunblaðið - 14.06.1959, Side 6

Morgunblaðið - 14.06.1959, Side 6
c MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. júni 1959 Borgarnes. Ásgeir Pétursson: Cóðar samgöngur eru grundvöllúr framfara og velmegunar Rœtt v/ð Magnús Jónsson, Borgarnesi EG HEF um dagana fengið ræki lega sönnun fyrir því að grund- völlur að bættum lífskjörum okk ar Islendinga er fyrst og fremst fólginn í því að koma á samgöng um, þar sem áður var veglaust og bæta þær, sem fyrir eru, segir Magnús Jónsson. Og hann bætir við: Ég hef orðið vitni að því hvern ig betri afkoma fylgdi í kjölfar samgöngubóta á sjó og landi. í fljótu bragði kann mörgum að virðast að hér sé aðeins um hvers dagslega fullyrðingu að ræða, sjálfsagðan hlut. Mér er þó nær að halda að fjöldi manna geri sér ekki nægilega ljósa grein fyr- ir þýðingu samgangna. En það er dýpri sannleikur í þessu en marg- ir gera sér í rauninni grein fyr- ir, Það verður að vísu enginn hissa þótt hann heyri því haldið fram að í kjölfar bættra sam- gangna fylgi framfarir og betri afkoma. í hverju er það þá fólgið að framfarir fylgja samgöngubót- um? Magnús hugsar sig um dálitla stund, en segir síðan: ■ Já, það er sannarlega þess vert að gera sér grein fyrir þvi. Að minni hyggju er skýringin m. a. sú, að hin beinu áhrif sam- göngubótanna eru einkum í því fólgin, að verkaskipting kemst á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Áður urðu sveitaheimilin að búa sem mest að sínu. Hér er að vísu ekki unnt að fara langt út í þá sálma, en þess er vert að minnast, að ótrúlegt basl og erfiði fór í það að afla eða smíða ýmislegt, sem til búsins þurfti. En með bættum samgöngum koma bændur afurð- um sínum á markað og fá aftur ýmsar vörur úr kaupstað, eink- um innfluttar vörur. Búsáhöld, verkfæri og tæki ýmiskonar, svo sem jarðræktartæki, er fást nú flutt heim á bæina. Vegir og brýr verða eins og æðakerfi sem flytur næringuna með sér. Bættar sam- göngur gera mönnum kleift að koma ýmsum afurðum t.d, mjólk inni í verð. Viðskiptin aukazt er kauptún og kaupstaðir fara að myndast. Það þýðir, að því fólki fjölgar, sem ekki framleiðir sjálft nauð- synjar, svo sem landbúnaðarafurð ir. Við það vex markaðurinn. Fæðuöflunin verður almennt fyr irhafnarminni. Sjávarafurðir flytjast meira til sveitanna en áður og kaupstaðarfólk kaupir meiri landbúnaðarafurðir. Það er mikill munur í þeim efnum, seg- ir Magnús, frá því er allt var flutt í klyfjum. — En hvað er þá um hin óbeinu áhrif samgöngubótanna að segja? Áðan talaðir þú um hin beinu áhrif. Já, ég er nú þeirrar skoðunar að þau séu í rauninni ekki þýð- ingarminni. í fáum orðum sagt, er leyndardómur hinna óbeinu á- hrifa samgöngubóta fólgin í þeim menningarstraumum, sem sam- göngunum fylgja. Það verða öll samskipti manna auðveldari. Menn geta frekar komizt að heiman. Nú fara þeir í kaupstað- inn eða í aðrar sveitir og lands- hluta. Þar sjá þeir nýjungar, kynn ast mönnum og málefnum og síð- ast en ekki sízt nýjum tíðaranda. Þeir sjá ný tæki og verða fyrir áhrifum af framfaraanda. Eins og ég sagði: Nýir straumar íara um byggðir landsins. Þjóðlega menningu höfðu sveit- irnar álltaf varðveit.t, en mikið skorti á verklegar framkvæmdir. Þetta breyttist allt með bættum samgöngum, — breyttist í raun- inni órúlega fljótt, og það er gæfumunurinn. En hvernig varð þessi þróun hér í héraðinu? Hvenær hófst hún? Ég held að það gerði ekkert til þó áð við ræddum lítið eitt um samgöngur um Borgarfjörð almennt, áður en ég'svara spurn- ingunni í einstökum atriðum. Má þá fyrst geta þess að í fom- sögunum er sagt frá því að þeir, sem voru í kaupferðum til ann- arra landa, oftast frá Noregi, tóku land í Borgarfirði. Sigldu þeir alla leið inn í Hvítá og höfðu kaupstefnur á Hvítárvöll- um. Hélst sá háttur frameftir öld um. Ekki er þess þó getið, svo að ég viti til, að slíkar kaupstefnur hafi verið haldnar í Borgarnesi á söguöld. Helzt er að sjá, að skip hafi sjaldan tekið þar land til verzlun- ar. Það gerðist ekki fyrr en löngu síðar eða ekki fyrr en verzlunar- staður var löggiltur á Brákarpolli árið 1867. Skipunum var lagt við festar í Brákarsundi eða fyrir utan eyj- ar, ef fleiri en eitt voru sam- tímis. Bátar voru hafðir viðbún- ir til að flytja viðskiptamenn og varning milli skips og lands. Þeir sem stunduðu þessa verzlun voru kallaðir lausakaupmenn eða „spekúlantar". Stóðu þeir sjald- an við nema nokkrar vikur, frá vertíðarlokum til sláttar. Þessi verzlun, ullarkauptíðin, mun hafa verið einna líflegust síðari hluta júnímánaðar, þegar ull bændanna var tilbúin til sölu. Hún var auðvitað mjög þýðingar mikill verzlunarvarningur. Var verzlað með ullina í lausakaup- um um land allt, þó um fasta- verzlanir væri ella að ræða. Ekki hePur öll verzlun farið fram að vorlagi? Nei, það var einnig haustkaup tíð. Hófst sú verzlun eftir réttir. Þá fóru bændur með sláturfé til sölu á kauptíðinni. Heim fluttu þeir svo vetrarforða, það er að segja þann hluta hans, sem feng- inn var úr kaupstað. svo sem korn o. fl. Það hefur verið lifsnatuðsyn fyrir fólkið í sveitunum, að hafa nægan matarforða frá hausti til vors? Já, meðan vegleysur voru um öll héruð var óhjákvæmilegt að hafa þann hátt á. Væri það ekki gert, eða þess ekki kostur, kvaddi neyðin dyra. Einkum gerðist það þegar harðindi voru. Sú rauna- saga var því miður fjarskalega algeng og er enn í minnum þeirra, sem voru á barnsaldri síðari hluta nítjándu aldar, og jafnvel yngri manna en það. Þannig hafði lífið verið í þessu landi um alda raðir. Samgönguleysið var sannkall- aður herfjötur á íbúum Borgar- fjarðarhéraðs, beggja vegna Hvít- ár. Réðist engin bót á þessu að ráði fyrr en vegabætur hófust innan héraðs, í byrjun 20. aldarinnar. Samgöngur á landi við Vestur- og Norðurland, svo og til Akraness og Reykjavíkur, komust ekki á fyrr en á fjórða tug aldarinnar, nema póstferðir. En var ekki notazt við opna báta? Jú, undir lok 19. aldar voru jafnan einhverjar samgöngur við Mýra- og Borgarfjarðarsýslur sjó leiðina um Borgarfjörð. Það var nærri eingöngu að kalla, með j opnum skipum. Þær sjóferðir ; hafa sjálfsagt tíðastar verið um i vertíðarlok að vori, enda munu I ýmsir Borgfirðingar hafa átt skip, sem róið var á vetrarvertíð frá verstöðum við Faxaflóa. Bændur notfærðu sér þá þessi tækifæri til flutnings á vörum keyptum í Reykjavík og öðrum verzlunar- stöðum við Faxaflóa, og til að- drátta á sjávarafurðum til búsí- lags. Sjálfsagt hafa menn líka flutt byggingarefni með vertíðar- skipunum. En hvar lögðu þessi skip varn- inginn á land? Það gerðu þau beggja megin fjarðarins, allt inn í ármynni Andakílsár, Hvítár, Norðurár svo og í Gufuárós. Oft munu líka norskar skútur hafa komið inn í Borgarfjörð, með timburfarma. Seldu Norðmenn bændum timbur við skipshlið. Ef farmurinn seld- ist ekki allur var afgangnum skip að upp í Borgarnesi og einhverj- um falið að selja hann. Vissurðu deili á einhverjum þessara norsku timbursala? Um aldamótin var einna þekkt- astur þeirra maður er Vaardahl nefndist. Hann kom hér fyrst laust fyrir aldamótin og dvaldi hér nokkurn tíma árlega, eftir því sem ég bezt veit. En um timbrið er það að segja að það var oftast flutt þannig, þegar um nokkurt magn var að ræða, að því er fleytt inn fjörðinn á flekum, sem skip drógu. Með aðfalli var þeim svo fleytt allt inn í árósa eða þá til þeirra staða annarra, sem bezt þóttu henta. Tókst þú þátt i að koma timb- urflekum frá Borgainesi inn fjörðinn? Já, ég gerði það. Þó aðeins inn að Hvanneyri. Haustið 1903 brann íbúðar- og skólahúsið þar og kirkjan hafði fokið skömmu áð- ur. Var hús og kirkja endur- byggt 1904. Þurfti því að flytja þangað mikið timbur. Oftast var það neglt saman og bundið í fleka við hlið timburskipsins, þar sem það lá úti á skiplegunni. Varð að ljúka því verki áður en sjór féll. Það var oft erfiður róð- ur að koma flekunum upp ána, því þeir voru margir stórir og- lágu djúpt í. Svo þurfti að koma timbrinu á land. Það var auðvit- að erfitt verk og seinlegt, þegar um verulegt magn var að ræða. Vandað timbur var flutt á bátum. skrifar úr daglegq lifinu Segulbandstæki og kvik- myndavélar i varðskipum. MAÐUR nokkur, sem nýlega hafði átt tal við einn af varðskipsmönnunum okkar, hef- ur það eftir honum, að ekki séu nokkur segulbandstæki eða kvik myndatökutæki um borð í varð- skipunum. Þeir höfðu sjallað um málið og taldi varðskipsmaðurinn að slík tæki gætu oft komið að miklu gagni. Enda virðist það augljóst mál. Þegar kallað er til skipa eða talazt við í loftskeytatækjum getur heyrzt ógreinilega, ekki sízt þegar um erlend mál er að ræða, þannig að menn átta sig ekki undir eins á merkingu þess sem þeir heyra. f slíkum tilfeil- um er t. d. ekki ónýtt að geta tekið upp segulband og leikið það aftur og aftur. Ekki veit ég hve mikið sönnunargildi það hefur, sem sýnt er fram á með endur- flutningi af segulbandi. en upp- lýsingargildi hlýtur það þó að minnsta kosti að hafa. Sama er að segja um kvik- myndir. Hugsum okkur að árekstur milli varðskips og her- skips væri kvikmyndaður frá varðskipinu. Væri þá hægt að rengja þann framburð? Varla, ef t. d. einhver af herskipsmönn- um þekktist á myndinni, og þar með sannað að að ekki gæti ver- ið um fölsun að ræða. Ég er alls ókunnugur því, hvernig á slíkt er litið lögum samkvæmt, en frá leikmanns sjónarmiði gæti það haft þýðingu. Ekki veit ég hvers vegna varð- skipin hafa ekki þennan útbúnað. Mér hefur verið sagt að óskað hafi verið eftir honum. Ef sparn- aður er ástæðan fyrir því, virð- ist hann ganga nokkuð langt, þó við séum auralítil þjóð, sem verð ur að horfa í hvern eyri. Þessi fáu varðskip okkar verða blátt áfram að hafa allan þí.nn út- búnað, sem að gagni ma koma. Vonandi eru spólurnar enn til. Iþessu sambandi rifjast það upp fyrir mér, að Stefán Jónsson fréttamaður útvarpsins tók upp á segulband ýmsar skemmtilegar og fróðlegar sam- ræður frá fyrstu dögum deil- unnar, eins og t. d. samtalið milli Eiríks Kristóferssonar og And- ersons skipherra, þegar Eiríkur neitaði að taka við handteknum vaðskipsmönnum. Skyldu þessar segulbandsspólur ekki vera til enn, þó þess væri eingöngu aflað sem fréttaefnis? Ég tel það alveg víst að það sé geymt í safni út- varpsins. Ef þetta er það eina, sem til er frá fyrstu dögum deil- unnar er það mikils virði. Hvað segja börnin við foreldrana? AÐUR hefur verið rætt um reið hjólstuld barna og ungiir.ga hér í þessum dálkum. Eftir að sumarið er komið með góðu /eðri verður freistingin e. t. v. ennþá meiri hjá unglingunum að ná sé í slíkan dýrgrip með einhverju móti og sumir falla fyrir freist- ingunni. En hvað segja þessi börn svo við foreldra sína, þegar þau koma heim með ný reiðhjól? Þurfa þau enga grein að gera fyrir þeim? Eða getur það farið fram hjá foreldrunum að börnin þeirra eru allt í einu farin að þjóta um á reiðhjólum? Þessa hlið málsins er erfitt að skilja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.