Morgunblaðið - 14.06.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.06.1959, Qupperneq 16
16 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 14. júní 1959 T V Ö karlmanns- reibhjól til sölu og sýnis eftir hádegi í dag að Akurgerði 40. i Guðrún Hermannsdóttir prófastsekkja BEZT AÐ AVGLÍSA í MORGlllSBLAÐiMJ Minningarorð GUÐRÚN Hermannsdóttir próf- astsekkja frá Breiðabólsstað í Fljótshlíð andaðist snemma morguns þ. 4. júní sl., rúmlega 93 ára að aldri. Hún fékk hægt og friðsamt andlát, en vanheilsu og nokkura hrörnan, sem elli fylgir, hafði hún þolað síðustu misserin, sem hún bar með mestu hugprýði. Er hér fgllin ein af merkiskonum liðins tíma hér á landi, ér átti því láni að fagna að lifa dáðríku lífi og vera lengstum umvafin kærleiksörm- um nánustu ástvina. Guðrún Hermannsdóttir var fædd að Velli á Rangárvöllum 18. marz 1866, dóttir sýslumanns- hjónanna Hermanns Johnsens og Ingunnar Halldórsdóttur, og hef- ur allt þetta fólk verið nafn- kunnugt fram.að þessum tíma, er margt gamalt hverfur úr minni eða vitnast ekki upprenn- andi landslýðnum. En þetta geymist í bókum og má finna í blöðum frá liðnum áratugum, einnig var ítarlega skrifað um ævi frú Guðrúnar, er hún varð Til sölu Ihrír bílar Moskwitch ’55 i góðu ásigkomulagi Pobeda ’54 í slæmu ásigkomulagi. Volkswagen ’55 í góðu ásigkomulagi. BIFKBIÐ.4R OG LANDBÚNAÐARVÉLAR H.F. Brautarholti 20. — Sími 10386 og 10387 Plastplötur á borð og veggi H. Benediktsson M. Reykjavik — Sími 11228 Calv. saumur í flestum stærðum. H. Benediktsson M. Reykjavik — Sími 11228 Miðstöðvarofnar nýkomnir H. Benediktsson M. Reykjavík — Simi 11228 John Lindsay Austurstræti 14. — Reykjavík Lokað tii 31. júlí n.k. 75 ára og síðast á niræðisafmæli hennar. — Þau Vallarsystkin voru 6 alls, sem sé auk Guðrúa- ar, sem var elzt, Guðbjörg, gift séra Jfóni Thorstensen á Þingvöll um, Kristín gift séra Halldóri Jónssyni á Reynivöllum, og bræð ur Jón fyrrum tollstjóri í Reykjavík, Halldór prófessor og bókavörður í Vesturheimi og Oddur skrifstofustjóri. Nú eru þessi systkin öll látin, nema Jón, er einn lifir eftir, í hárri eili. Á öllum þeim var mikill menn ingar- og myndarbragur, svo sem öllum er kunnugt, er til þekktu. Þá er Guðrún Hermannsdóttir varð gjafvaxta og hafði hlotið beztu tiltæku menntun á þeirri tíð, sem ungum stúlkum féll í skaut, eitda góðum gáfum gædd, giftist hún árið 1889 Eggerti Pals- syni, er það sama ár varð prestur að Breiðabólsstað í Fljótshlíð og síðar prófastúr og alþingismaður í Rangárþingi. Hann lézt árið 1926, þá á hátindi virðingar sinn- ar í héraði, en brátt eftir fluttist frú Guðrún til Reykjavikur með einkadóttur þeirra hjóna, Ing- unni, er gift var Óskari Thorar- ensen forstjóra (d. 1953), og dvaldist hún hjá dótturinni alta tíð síðan á hinu kunna heimi.i Fjölnisvegi 1 hér í bænum. Fóst- urdóttir þeirra Breiðabólstaðar- hjóna var Ástríður, gift Skúla Thorarensen frá Móeiðarhvoli (d. 1948), og settust þau einnig síðar að hér í bænum; en þeir voru bræður, Skúli og Óskar (Þorsteinssynir á Móeiðarhvoli). Einnig ólst upp á Breiðabálsstað að miklu leyti bróðurdóttir próf- asts Guðrún Einarsdóttir, nú bú- sett í Reykjavík. — Börn Ing- unnar og barnaböm frú Guð- rúnar Hermannsdótt,ji eru 7 að tölu, öll vel upp komin, en þau eru; Eggert forst.ióri í Reykja- vík, Guðrún skrifstofustúlka, Þorsteinn lögfræðingur og blaða- maður, Skúli lögfræðinemi, Odd ur cand. theol., 'Sólveig írú og Ásta Guðrún (dveiur nú í Amer- íku). Það þótti í frásögur fær- andi, þegar þar að kom, að 6 af þessurn 7 systkinum höfðu iokið stúdentsprófi. Séra Eggert prófastur Pálsson var fyrirmannlegur, hvar sem á var litið, og á sinni tíð sá klerk- ur landsins, er einna mest sópaði að. Hann hafði góða greind og einkar farsælar gáfur. Þá voru að vísu margir prestar landsins auðþekktir í framkomu og fasi, gengu prúðbúnir (svart og hvítt), er þeir komu til höfuðstaðarins eða dvöldu þar, t. d. um presta- stefnuleytið á vorin. En nú sjá fæstir „aðgréining höfðingjanna", enda samkvæmt tíðaranda. Og eftir að séra Eggert tók sæti á Alþingi þekkti hvert mannsbarn hér í bæhum, mátti segja, þenna tilkomurpikla mann, sem einnig bar það með sér að hann t'ór sínu fram og vissi, hvert stefna bæri. Hann var tryggur heima- stjórnarmaður, meðan því gegndi, og íhaldssamur að upp- lagi (og þorði að kannast við það), en þó framfaramaður, sem bezt sýndi sig í búskap hans og frú Guðrúnar, sem blómgðist hið bezta á Breiðabólsstað, þótti lítið væri þá um „opinbera styrki", og þótti sumum á stundum í fuli mikið ráðizt. Varð þetta allt nafn togað um Suðurland og víðar. Þau voru bæði prófastshjónin grandvör í líferni sínu og lil fyrirmyndar í kallinn. Og satt að segja kvað ekki minna að hús freyjunni að sínu leyti. Stjórn- semi hennar var orðlögð og kapp með fullri forsjá. Heimilið að Breiðabólsstað í Fljótshlið náði í þeirri tíð aftur fyrri frægð, húsin gerð reisuleg, eftir því sem þá mátti bezt verða, og jarða- bætur riflegar. Frú Guðrún stýrði búi með festu og nöfð- ingsskap, með mörgu fólki i heim ili, sem allt virti húsbændurna og undi vel hag sínum. Áhöfn ríkuleg og búsílag gott. Feitar kýr og fjörugir hestar. Ásauður til góðra nota. Og það sem að öðru vissi: Glæisleg kirkja var reist á staðnum, undir forustu bróður próíasts, Einars J. Pals- sonar trésmíðameistara, og stend ur enn með prýði. — Mun þetta vera eitt hið síðasta fyrrum orðlagða prestsheimila að mætti og mikilfengi. Svo kom annar tími með öðrum háttum í land- inu, eins og almennt er nú kunn- ugt, og svo féll prófastur cá, og varð þá skarð fyrir skildi og söknuður'í svéit, og ekki var það aldurinn, sem tortímdi hónum. En Guðrún ekkja hans átti þó enn fyrir höndum langa lífdaga, 33 ár, þar til nú er hún horfm á tíræðisaldri, og í rauninni alka daga sátt við guð og menn. Með þeirrj menntun, sem frú Guðrún hafði öðlazt og ávallt jók með myndarskap til munns og handa, og áhuga á almennum málum, þótti sjálfsagt, að hún tæki nokkurn þátt í félagshreyf- ingum og þeim menningarmál- efnúm, er fyrif lágu, meðan liún var í héraði, enda fylgdist hún næsta vel með tímanum og eins eftir að hún var komin til Reykja víkur; hún lét sér nægja að taka engan beinan þátt í öllu því braski og bramli, sem landslýð- urinn hefur kynnzt síðari ára- tugina. Lagleg kona var hún og bar á sér frjálslegt yfirbragð, ófeimin og fór allajafna ekki í felur með sitt mál, hverii sem í hlut áttu, ákveðin og glögg í skoðunum, en hirti lítt að gleypa við hverri þjóðmálaftugu, sem um loftin þeyttist. Fróð var hún vel og minnug fram að siðustu árum. Að ræða við hana, þegar hún var í essinu sínu, var ekkert daufingjaverk. En stórlega vin- sæl var hún alla tíð. Nú er svo komið, að það er eirs og kalla verði fram í huganum þá mynd og það viðhorf, er ríkti í landi og hjá lýði fyrir áðeins nokkrum tugum ára, í byggð og bæ. Horfnir dagar. Líklega er þetta nokkuð einstakt hér á landi, þvf að hér hefur hraðinn á ótrúlega skömmum tíma náð ótrúlegum tökum á lífinu, sr.yni gæddu og skynlausu. Gömlu glæstu heimilin koma ekki aftur, eins og þau voru, annað tekur við. Og sannarlega vildi frú Guð- rún Hermannsdóttir, meðan mátti, líta á það allt með vei- vilja og með góðum vonum um Ijósa framtíð og gott gengi til handa landsins börnum. Afkomendur, vandamenn og vinir frá Guðrúnar Hermanns- dóttur geta með ánægju litið til baka yfir nú endaðan ævifeiil hennar og geymt minninguna um hana í ástúð og heiðri. G. Sv. Ný sending svissneskar sumarkápur ☆ Sumarkjólar í úrvali. — Verð frá kr. 759.— ^Uerzfunin UjuSrun ☆ Rauðarárstíg 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.