Morgunblaðið - 14.06.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.06.1959, Qupperneq 24
VEÐRIÐ SV-kaldi eða stinningskaldi, rigning öðru hverju. * Ufvarpsum- rœðurnar ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIO 23. og miðvikudagskvöldið 24. þessa mánaðar fara fram útvarpsum- ræður stjórnmálaflokkanna. Hefj ast þær kl. 8,10 bæði kvöldin, og verður ein 45 mín. umferð fyrra kvöldið, en þrjár umferðir síðara kvöldið. Hefur hver flokkur þá 20 mín., 15 mín. og 10 mín til umráða. Fyrra umræðukvöldið verða framsöguræðurnar fluttar af seg ulbandi og verður röð flokkanna sem hér segir: Alþýðflokkur, Sjálfstæisflokkur, Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Þjóð varnarflokkur. Síðari umræður fara fram í út- varpssal og tala flokkarnir þá í þessari röð: Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokkur, Þjóðvarna- flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur. 13 Akranesbátar AKRANESI, 13. júní. — 16 bátar munu fara héðan frá Akranesi norður til síldveiða í sumar. Fyrsti báturinn, Ólafur Magnús- son, hefði lagt af stað þangað i dag ef veður hefði leyft. En svo varð ekki, því að nú er hann stinningshvass á suðvestan og talsverður hroði í sjóinn. Birgir Kjaran Björn Ólafsson Sveinn Guðmundsson Auður Auðuns Bjarnl Benediktsson Kosningafund ur annað kvöld ANNAÐ kvöld kl. 8,30 efna Sjálfstæðisfélögin í Reykja- vík til kosningafundar í Sjálfstæðishúsinu. Ræðumenn verða þessir: Björn Ólafsson, alþingis- maður Bjarni Benediktsson, ritstjóri. Reykvískir Sjálfstæð- ismenn! Ilorðum enn sóknina. Fjölmennum í Sjálfstæðishúsið annað kvöld. Pétur Sigurðsson Fundir á vegum Sjálfstæðismanna Á MORGIJN og hinn daginn efn- ir Sjálfstæðisflokkurinn til funda og samkoma, sem hér segir: í Grindavík Sjálfstæðisflokkurinn boðar til stjórnmálafundar í samkomuhús inu í Grindavík annað kvöld og hefst hann kl. 8,30. Frununæl- endur á fundinum verða Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins og Jóhann Hafstein, alþingismaður. Á Siglufirði Sjálfstæðismenn á Siglufirði efna til samkomu þar á staðn- um annað kvöld. Þar flytja ræð- ur: Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, og Einar Ingimundarson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins á Siglufirði. Skemmtiatriði annast Haraldur Á. Sigurðsson, Ómar Ragnarsson og Hafliði Jónsson. f Garði Sjálfstæðisflokkurinn boðar til stjórnmálafundar í samkomuhús- inu í Garði þriðjudaginn 16. þ.m. og hefst hann kl. 8,30 sd. Frummælendur á fundinum- verða: Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Á. Mathiesen, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði. Frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Birgir Kjaran, hagfræðingur Sveinn Guðmundsson, vél- fræðingur Pétur Sigurðsson, sjómaður Stefnis-fnndur kl. 4 HAFNARFIRÐI. — Átta ungir Hafnfirðingar halda stuttar' ræður á Stefnis-fundinum í dag, sem hefst í Sjálfstæðis- húsinu kl. 4. Auk þeirra taka til máls Matthías Á. Mathiesen og Geir Hallgrímsson. Er allt stunðingsfólk Matthíasar vel- komið á fundinn meðan hús- rúm leyfir. Vinstri stjórnin sat að völdum í 2% ár, en gat þó aldrei borið fram úrræði til að leysa vanda efnahagsmálanna. Eftir að hafa fleytt sér áfram með bráðabirgðaúrræðum allan sinn feril vildi stjórnin enn fá umhugsunarfrest í nóvemberlok í vetur og það Alþýðusambandið um, að það féllist á, að full vísitala kæmi ekki á kaup eins og lög gerðu ráð fyrir. Þá hrökklaðist stjórnin frá og forsætisráðherrann Hermann Jónasson sagði á Alþingi um leið og hann kvaddi: „Af þessu leiddi, að hin nýja kaupgreiðsluvisitala kom til framkvæmda um mánaðamótin, og NÝ VERÐBÓLGUALDA ER ÞAR MEÐ SKOLLIN YFIR“. Fyrsfu ummœlin um norrœnu myndlistar- sýninguna DÖNSKU blöðin hafa þegar birt nokkrar greinar um norrænn listsýninguna í Odense, sem opnuð var 7. júní sl. — Berlingske Tidende birtir myndir af listaverkum frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal mynd af einu málverki eftir Jóhannes Kjarval. Kay I lor, listagagnrýnandi blaðsins segir um íslenzku listamennina: Abstrakt list er sérstaklega áberandi meðal íslenzku þátttak- endanna. Fyrstan þeirra má telja Svavar Guðnason, þá Þorvald Skúlason, ásamt Guðmundu And- résdóttur, Jóhannesi Jóhannes- syni og Hafsteini Austmann, sem öll sverja sig í ætt hinnar beinu línu í samspili við litaþríhyrn- inga „útklippu-mosaikurinnar". Jóhannes Kjarval, aldursfor- seti málaranna sýnir algerlega aðra og frjálsa hæfileika til þess að endurnýja list sína, enda þóit hún byggist á skoðun og tækni, sem líkist honum gegnum ö.’i árin, hvort sem um er að ræða hina stóru vornæturmynd hans með dulrænum töfrum náttúr- unnar í litafletinum eða hina sér- kennilegu mynd með hinum tveimur andiitum, er nefnist „Hvísl“. Sigurður Sigurðsson er einl fulltrúi hinnar „naturalistisku" málarastefnu. Litirnir í kyrralífs- og blómamyndum hans eru mjög tærir og hreinir. Af íclenzku myndhöggvurun- um minnist Kay Flor á Ólöfu Pálsdóttur, Kemst hann þannig að orði, að kyrrð og látleysi mséti manni í höggmynd hins íslenzka myndhöggvara Ólafar Pálsdótt- ur af krjúpandi telpu og högg- mynd hennar af gömlum manni, sýni reisn. En einnig meirihluti íslenzku myndhöggvaranna er abstrakt, segir blaðið. „Politiken" sýnir einnig my nd- ir frá sýningunni frá hinum ýmsu löndum, og eina frá ís- landi af höggmynd eftir Ólöfu Pálsdóttur. — Frétt.aritari. Kjördæmablaðið viðurkennir rangfærsiu sína ó ummælum Olafs í Hóbæ I KJÖRDÆMABLAÐINU, sem út býtt var í gær, þó að það sé dag- sett þriðjudaginn 16. júní er birt svohljóðandi bréf frá Ólafi hrepp stjóra Sigurðssyni í Hábæ: „I tilefni af blaðaviðtali, sem við áttum hér sunnud. 24. f. m. vil ég gera athugasemd. Þar sem ég lýsti því yfir í fyrstu orðum viðtalsins, að ég hefði alltaf verið Sjálfstæðismað- ur, en aðeins þetta eina mál bæri á milli nú í bili, þar sem ég taldi það ópólitískt með öllu, þá man ég ekki til að mitt síðasta orð væri þannig framborið, að ég vildi fella þríflokkana. Þetta hef ég beðið Morgunblaðið að leið- rétta“. í umsögn sinni um bréfið segir ritstjórinn m.a.: Hann mótmælir því aðeins „að hans síðasta orð hafi ver- ið þannig framborið, að hann vildi fella þríflokkana". Ekki er að efa, að þetta er rétt með farið hjá Ólafi og biður blað- ið hann velvirðingar á óná- kvæmninni. —“ í þessu felst viðurkenning á rangfærslu þess meginatriðis á ummælum þeim, sem Kjördæma blaðið hinn 2. júní hafði eftir Ólafi, þar sem hann er látinn skora á menn að „fella fram- bjóðendur þríflokkanna". Rit- stjórinn verður að játa að hafa búið þessi ummæli til. Er ekki að efa í hvaða skyni það var gert. Með því er gefið í skyn, að Ólafur væri snúinn frá Sjálf- stæðisflokknum, sem er viðs fjarri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.