Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. júlí 1959
MORCUNBLAÐIÐ
13
í Keykjadal, verður mönnum star
sýnast á ríka sjálfsbjargarhneigð,
hinn mikla framkvsemdamann og
persónuleika hans. En ef spurt
væri, hvert hafi verið mark hans
og lífsmið, þá var búrekstur hans
og aðrar framkvæmdir og margs
konar umsvif að vísu nauðsynleg
rás athafnaþörf hans og baráttu-
löngun, en þegar betur er gáð þó
aðeins braut, sem hann kaus sér,
óvitandi og vitandi vits til að
geta rétt þeim hjálparhönd, sem
um veginn fóru.
Um árabil hefur hann fylgzt
með ástæðum sveitunga sinna
betur en flestir aðrir og vakað
yfir velferð þeirra, reiðubúinn að
veita lið, þar sem þess var þörf.
Og það var athyglisverðast við
þennan eðliþátt hans, hve sýnt
honum var um að koma að fyrra
bragði, finna hvar aðstoðar hans
og atbeina var þörf og rétta fram
hjálparhönd sína ótilkvaddur.
Fyrir þetta stöndum við sveitung
ar hans í ómetanlegri þakkar-
skuld við hann.
Og þegar skyggnzt er um svið-
ið að le'iðarlokum, undrast ég,
hvernig hvað eina hefur eins og
hnigið á eina sveif allt frá upp-
vaxtarárum, að ævistarf hans
fengi krýnzt svo dýru djásni sem
orðið er. Því að það mun uppi
um aldur í Mosfellssveit, að hann
hefur ánafnað þorra eigna sinna
sjóði, sem verja skal til að reisa
kirkju að Mosfelli, þar sem hún
stóð frá fornu fari, unz hún var
ofan tekin fyrir 71 ári. Kirkju
Islands er mikil sæmd að þessari
höfðinglegu gjöf, minnug þess, að
sínum gjöfum er hver líkastur.
Ungur drakk hann í sig ást á
þessum gamla kirkjustað frá upp-
alendum sínum og umhverfi. Frá
bernsku ól gamla kirkjuklukkan,
sem varðveitzt hefur á æskuheim
ili hans í 70 ár, á lotningu fyrir
þeim helgidómi, sem hún hefur
kallað menn til um aldaraðir. En
sú, sem kallaði á hátíðis- og gleði-
dögum, átti líka róm harms og
grafar. í dag að aflíðandi nóni,
þegar veikur ómur hennar berst
um dalinn, slær þögn á hollvætt-
ir í fellunum í kring, því að um
áratugi hefur sú klukka ekki kall
að nema yfir opinni gröf í kirkju-
reitnum forna. En sú kemur
stund, að hún kallar þar til tíða
á ný.
Guð blessi minningu Stefáns í
Reykjadal, gæfumannsins, sem
skilaði lífsstarfi sínu í mark.
Bjarni Sigurðsson.
f
Það er g->mall og góður siður
að kveðja vini sína þegar þeir
leggja upp í ferðalag, og þeim
mun vandlegar, sem ferðin er
áætluð lengri. Nú hefur einn
vina minna lagt upp í sína sið-
ustu ferð án þess, að ég ætti
kost á að kasta á hann kveðju.
Því skrifa ég linur þessar.
Stefán Þorláksson ólst upp
hjá fósturforeldrum, Ólafi Magn
ússyni bónda á Hrísbrú í Mos-
fellsdal og konu hans Finnbjörgu
Finnsdóttur. Ungur fór hann
heiman og fór að sjá fyrir sér
sjálfur, sem honum tókst m£ð
ólíkindum, því ekki munu farar
efnin hafa verið mikil. Hjá fóstur
foreldrum sínum nam hann þá
list að treysta á sjálfan sig, enda
skorti hann ekki áræði, þegar
út í lífsbaráttuna kom. Greind
átti hann einnig góða og aflaði
sér furðuforða af hagnýtri þekk-
ingu. Stefán var um allmörg ár
búsettur í Reykjavík og fékkst
þar við ýms störf, fluttist síðan
að Reykjahlíð í Mosfellsdal og
var þar bóndi um nokkur ár.
Siðan byggði hann nýbýli úr
landi Reykjahlíðar og kallaði
Reykjadal. Þar var heimili hans
það sem eftir var ævinnar.
Ýms opinber störf voru hon-
um falin — meðal annarra
hreppstjóra-embætti í Mosfells-
hreppi — og rækti hann þau öll
af alvöru og samvizkusemi. Er
mér þetta vel kunnugt sem sam-
starfsmanni hans i einni af nefnd
um þeim, er hann var formaður
fyrir,
En það eru ekki þessi störf
hans, sem ég hef hér lauslega
drepið á, er valda því, að ég kveð
hann nú með línum þessum.
Að vísu þakka ég samstarfið,
sem alltaf var snurðulaust. En
fyrst og fremst kveð ég manninn
og vininn, Stefán Þorláksson.
Manninn, sem aldrei virtist geta
gleymt því, er honum var einu
sinni kært. Ég kynntist Stefáni
fyrst veturinn 1922—23. Lausleg
voru þau kynni á meðan hann
átti heima í Reykjavík, en þau
ukust eftir flutning hans í
sveitina, og þó mest síðustu ár-
in. Þá ræddi hann oft við mig
um æskuárin og æskustöðvarn-
ar og þó sérstaklega um fósíur-
foreldra sína, sem hann talaði
ætíð um með sérstakri virðingu.
Af eigin raun veit ég að tryggð
Stefáns við æskuvinina var ó-
brigðul. Að vísu var ég ekki
einn af þeim. En ég var tengdur
fjölskyldu, sem heima átti nær
því í sama túni og hann í æsku.
Það fólk þótti honum vænt um
og það var nóg til þess, að ég
var sjálfsagður með í vinahópinn.
Seinna áttu svo börn mín vel-
vilja han«, og hjálpfýsi vísa.
Þessa tryggð Stefáns áttu allir
hans_ vinir — ungir og gamlir —
og þeirra vinir og venslamenn.
Og hún kom oftar fram í verk-
um en orðum. Hún var aldrei
auglýst af honum sjálfum, því
honum var svo eiginlegt að lifa
eftir þessari gömlu speki Háva-
mála: „Vin sínum skal maðr vinr
vesa, þeim ok þess vin“.
Þegar hann leggur nú upp í
sína löngu ferð, viljum við, kona
mín og ég, þakka samfylgdina,
hjálpfýsina og tryggðina. Þakka
fyrir okkur og börn okkar og
kveðja hann með gömlu, fallegu
kveðjunni:
Vertu blessaður og sæll og
góða ferð.
Lárus Halldórsson.
t
ÞEGAR ég frétti lát míns góða
vinar og félaga, Stefáns Þorláks-
sonar í Reykjadal, varð mér orð-
fall. Það var svo skammt að minn
ast, er við glöddumst saman, oft
í stórum vinahóp, og fannst allir
vegir færir. Það var ekki verið
að súta þó vegurinn væri ógreið-
ur og vöðin óglögg. Haldið var
áfram meðan unnt var. Ósjaldan
lentum við í torfærum, en við
vorum bjartsýn og Stefán ráða-
góður. Samvinnan brást heldur
ekki og minnist ég ekki að við
þyrftum nokkurn tíma á aðkomu-
hjálp að halda til að sigra torfær-
urnar. Það var einn af mörgum
'góðum kostum Stefáns, að hann
gafst ekki upp, þó torsótt væri
að markinu. Úr fátækt braust
hann áfram til bjargálna og síðan
til fulls sjálfstæðis og hefir sjálf-
ur reist sér óbrotgjarnan minnis-
varða með verkum sínum.
Við sem þekktum Stefán, og
nutum vináttu hans, myndum þó
ekki telja dugnaðinn aðalkost-
hans. Því fer fjarri.
Það sem við vinir hans mund-
um minnast lengst og bezt, verð-
ur hin síglaði og góði drengur og
félagi, sem öllum vildi vel gera
og var boðinn og búinn til hjálp-
ar og aðstoðar, hvenær sem á
reyndi. Tryggð Stefáns, dreng-
lyndi og fórnfýsi, var með ágæt-
um og gestgjafi var hann fram-
úrskarandi. Þetta er samkvæmt
minni kynningu af honum, í fá-
um orðum sagt. En þessi kveðju-
orð eru ekki til að rifja upp
minningar um fallinn vin. Þau
eru aðeins til að þakka fyrir
ágæta samfylgd og margskonar
vináttu við mig og fjölskyldu
mína.
Við kveðjum þig Stefán, með
þakklátum hug.
Vertu sæll. Góða ferð og góða
heimkomu.
Kristján Karlsson.
Your Tröllafoss spills sweiling
tears,
Your valley cradles emptiness,
Stefán, you are missed.
Ferhaps you are only on the road
alone again
(From your new house in another
valiey)
Bringing flowers from Reykja-
dalur?
In Sorrow — F. Ponzi.
Bjarni Ólafur Björnsson
Minningarorð
ÞAÐ FLÖGRAÐI sízt að mér að
morgni 3. júnx s.l., er ég átti orða-
skipti við Bjarna Ólaf Björnsson,
að það yrði hinzta sinni. Það er
erfitt að saetta sig við það, að
góður starfsfélagi og kær vinur,
fullur af æskuþrótti, hverfi svo
skyndilega úr hópi lifenda. Og
sízt myndi kunnuga óra fyrir, að
klettar eða klungur yrðu Bjarna
að fótarkefli, svo öruggur og á-
i-æðinn sem hann var í þeim efn-
um. En þau urðu þó örlög hans
að hrapa í sjó úr Bjarnarey hinn
4. júní s.l., er þar var hópur
Eyjabúa við eggjatöku.
Bjarni Ólafur Björnsson eða
Daddi eins og kunnugir kölluðu
hann, var fæddur í Vestrríanna-
eyjum 9. maí 1935 og var því 24
ára að aldri, er hann lést. Hann
var eitt af 8 börnum hjónanna
Ingibjargar Ólafsdóttur og
Björns heitins Bjarnasonar vél-
stjóra, Bólstaðarhlíð i Vestmanna
eyjum. Foreldrar Ingibjargar
móður Bjarna, voru Sigríður
Ólafsdóttir frá Múlakoti og Ól-
atfur b. í Eyvindarholti undir
Eyjafjöllum, Ólafsson b. í Hólm-
inum, Jónssonar b. í Miðey Jóns-
sonar, Þorkelssonar b. að Ljót-
arstöðum, Grímssonar. Foreldrar
Björns heitins, föður Bjarna,
voru Hálldóra Jónsdóttir og
Bjarni Einarsson, útvegsbóndi frá
Hlaðbæ í Vestmannaeyjum, en
Björn lézt á árinu 1947. — Að
loknu barnaskólanámi gekk
Bjarni í Gagnfræðaskólann í
Vestmannaeyjum og síðan í
Verzlunarskólann. Að námi
loknu réðist hann skrifstofumað-
ur til Vestmannaeyjabæjar og
starfaði þar síðan og hafði þar
m. a. með höndum reikningshald
og greiðslur fyrir Áhaldahús bæj
arins.
Svo sem títt er um harðfenga
æskumenn, þótti Bjarna jafnan
gott að vera, þar sem nokkuð
reyndi á afl og atgjörfi, og með-
al annars var hann hinn mesti
fullhugi við fjallaferðir og veiði-
skap, enda léttur og fimur kletta-
maður. Hann var félagslyndur og
hafði gleði af mannfagnaði. I
orðaræðum var hann liðtækur og
hafði svör á reiðum höndum, en
aldrei lagði hann þó öðrum illt
til í orði, hvað ég vissi, né vildi
öðrum illt. Til þess var hann oí
nukill mannvinur að eðli og upp-
lagi. Hann var ör og örlátur og
vildi hverjum greiða gera, er
hann átti þess kost. Hefur marg-
ur kunningja hans, sem átti í hús-
byggingu notið góðs af greiða-
semi hans gegn litlu gjaldi.
Bjarni var ókvæntur og bjó
hin siðari ár heima hjá aldraðri
móður sinni í Bólstaðarhlíð í
Vestmannaeyjum og er þungur
harmur kveðinn af henni við
skyndilegt fráfall þessa dugmikia
sonar. Starfsfélagar Bjarna votta
móður hans og systkinum inni-
lega samúð um leið og þeir þakka
honum ljúfar samverustundir
liðinna ára. Allir, sem hann
þekktu, munu minnast hans með
hlýjum huga.
Jón Hjaltason.
Nýkomið
i Jeppa bila
Opið í allan dag.
Segulrofar
Bremsudælur
Bremsuslöngur
Bremsuborðar
Bremsugúmmí
Kveikjuhlutir — allir
Benzíndælur, venjulegar
og rafmagns
Fjaðrir
Háspennukefli
Ampermælar
Startara- og dynamokol
Stefnuljósaluktir
Stefnuljósarofar
Stefnuljósablikkarar
Slitboltar
Couplingsdiskar
Flautu-Cutout
Benzínstig
Strekkjaragúmmí
Pedalagúmmí
Fjaðragúmmí
'OýHlMHf
Laugavegi 103, Reykjavík
Sími: 24033
Einar Ásmundsson
hæstarcltarlögniabui.
Hafsteinn Sigurðsson
héraðsdómslögmaður
Skrifst Hafnarstr. 8, II. hæð.
Sími 15407, 1981?
ALLT 1 RAFKERFIB
Bilaraftækjaverzlun
Halldórs ÓlaLsonar
Rauðarárstíg 20. — Simi 14775.
Chevrolet mótor V.8.
nýlegur til sölu. Passlegur í Garathvörubíla.
Upplýsingar í sma 24102.
SIGURÐUR SIGTRYGGSSON.
A T V I N N A !
Vanur afgreiðslumaður eða stúlka, óskast til að leysa
af í sumarleyfi.
Jónskjör h.f.
Sólheimum 35. — Sími 35495
NauSungaruppboð
Nauðungaruppboð það, sem auglýst var í 18., 19. og
20. tölublaði Lögbirtingablaðsins, á verksmiðjuhúsi
Garðs h.f., í Sandgerði, fer fram eftir kröfu sveit-
arstjórans í Sandgerði á eigninni sjáifri, fimmtud.
23. júlí 1959, kl. 17.
SÝSLUMAÐURINN f
GULLBRINGU- OG KJÓSARSýSLU
P I P I) R
OG
FITTINGS
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19 — Símar: 13184 og 17227.
Til solu
Upplýsingar í síma 12-555