Morgunblaðið - 18.07.1959, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.07.1959, Qupperneq 19
Laugardagur 18. júlí 1959 MORCHKBT/AÐIÐ 19 List um landið Á VEGUM Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðs fara nú í tón- leika- og upplestrarför um Vest- firði Stefán íslandi, óperusöngv- ari og Andrés Björnsson, cand. mag. Fyrst verður komið við á Olafs firði, sunnudaginn 19. júlí, síðan haldið til Stykkishólms og Búðar- dals, um Patreksf jörð og Bíldudal til ísafjarðar, Þingeyrar og Bol- ungarvíkur og endað á Suðureyri og Flateyri. Tónleikarnir hefjast klukkan níu að kvöldi á öllum þessum stöðum nema í Bolungar- vík, þar sem þeir hefjast klukkan fimm síðdegis. Ríkisútvarpið hefur með þess- ari listkynningu í samvinnu við Menntamálaráð viljað koma til móts við hlustendur í dreifbýlinu, sem sjaldan eiga þess kost að heyra lifandi list við bæjardyrn- ar heima hjá sér. List um landið var upp tekin fyrir þremur árum og hefur reynst einkar vinsæl. AKRANESI, 17. júlí. — Fimm trillubátar reru héðan á miðviku dag og fékk Hafþór mstan afla, 1700 kg. Engir reknetjabátar komu hingað inn í dag, Þorleifur Bessa- son 75 ára í DAG verður Þorleifur Bessasoa, Vallargötu 7 á Siglufirði 75 ára. Hann er fæddur 18. júlí 1884 á Skútu við Siglufjörð, sonur hjónanna Bessa Þorleifssonar, skipstjóra og konu hans Ingi- bjargar Stefánsdóttur, sem ættuð er úr Fljótum. Þorleifur hefur lengst af starfað hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins og er mætur borgari Siglufjarðarbæjar. Geislamælinga- tæki brennur ÞAÐ ÓHAPP vildi til í Rann- sóknarstofu Háskólans í fyrrinótt, að með einhverjum hætt kvikn- aði í geislamælingatæki, sem haft er þar í gangi á nóttunni. Brann tækið niður úr borði, sem það stóð á, og ónýttist. Ekki urðu aðrar skemmdir í rannsóknar- stofunni, utan smávegis spjöll af reyk. Tvelr rússneskir geimfarar, hundur og kanína. Þriðji geimfarinn, sem líka var hundur, missti af myndatökunni. Hann var í læknisskoðun. Nokkrar athugasemdir við synoduserindi sr. Jóns Auðuns ERINDI sr. Jóns Auðuns, er flutt var þ. 22. júní er höfuð- tilefni greinarkorns þessa. Boð- skapur erindisins og niðurstöð- ur vöktu furðu mína. Eitt er það, sem ég byggi þess ar athugasemdir mínar á, og bið menn að hafa í huga þegar þetta er lesið: Þegar prestsefni tekur vígslu, mælir biskup eftirfar- andi, þá er vígsluþegi stendur fyrir altarinu: Ég brýni fyrir þér að predika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum, og í anda vorr ar Evangelísku Lúthersku kirkju. — Síðan heitir vigslu- þegi að gera þetta, og staðfest ir heit sitt með handsali. í umræddu erindi var aðallega tvennt, sem mér þótti athugaverð ast. í fyrsta lagi var þvi haldið fram að engin trúarbrögð eða kirkju- deild gæti sagzt hafa allan sann- leikann. Þessi skoðun samræmist ekki hinum spámannlegu ritum, né heldur hinum postullegu, og er ekki á anda hinnar Evangel- ísku Lúthersku kirkju. í bréfi Páls postula til Efesusmanna 4. kap. 5. versi stendur: Einn Drott inn, ein trú, ein skírn. Ennfrem- ur má tilgreina orð Krists sjálfs í Jóhannesarguðspjalli 18, 37: Til þess er ég fæddur og til þess kom ég í heiminn,. að ég beri sann- teikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin heyrir mína rödd. Og ennfremur í Jóh. 14, 6: Ég er vegurinn, sannleikturinn og lífið. Þetta er Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum postullegu ritum. Jesús Kristur segist vera sann- likurinn, allur sannleikurinn, og samkvæmt því hefir kristin trú allan sannleikann. Það ætti að nægja að nefna enn einn stað í hinum postullegu ritum þessu til staðfestingar: í. Korintubréf 3, 11: Annan grundvöll getur eng- inn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. í öðru lagi vitnaði sr. Jón Auð B-landsliðið gegn Færeyjum valið f GÆR barst fréttatilkynning frá K.S.f. um lið það sem leika á sem B-landslið íslands í Fær- eyjum. Sú ferð stendur 10 daga og verða leiknir 3 leikir. Eftir því sem altalað er í bænum var liðsmönnum tilkynnt s.l. mánu- dag um val þeirra en fyrst í gær — 4 dögum síðar — er valið gert opinbert. Feimni landsliðsnefndar við að gera valið opinbert er skiljan- legt, þegar litið er á valið. Sakna tnenn ýmissa traustra og reyndra leikmanna sem talið var að ekki yrðu í A-liðinu vegna þess að í það kemst aðeins takmarkaður fjöldi. En fjarvera þeirra verður vart skýrð á annan veg, en að þeir verði með A-liðinu. Nú er spurningin, hvenær á að reyna að gera valið í A-liðið opin bert? Varla er hægt að velja B-lið án þess að taka frá þann hóp, sem utan á að fara sem A-lið. Því ekki að tilkynna þau nöfn líka? Hverju er að leyna? En sýnd skal þolinmæði og beðið með frekari umræður þar til bæði lið liggja nokkurn veginn fyrir. Tilkynning KSÍ hljóðar svo: Ákveðið er að þessir aðilar taki þátt í Færeyjaferðinni á veg um Knattspymusambands ís- lands 25. júlí til 5. ágúst n.k. Ragnar Lárusson varaformað- ur KSÍ, Fararstjóri, Páll Ó. Páls- son varmaður í stjórn KSÍ, Al- freð Alfreðsson form. íþrótta- bandalags ísfirðinga, Karl Guð- mundsson þjálfari K.S.f. Leikmenn. Gunnlaugur Hjálmarsson Val Þóruðr Ásgeirsson Þrótti Einar Sigurðsson Í.B.H. Helgi Hannesson f.A. Hörður Guðmundsson Í.B.K. Magnús Snæbjörnsson Val Guðmundur Guðmundsson Í.B.K. Ragnar Jóhannsson Fram Ingvar Elíasson Í.A. Guðmundur Óskarsson Fram Högni Gunnlaugsson Í.B.K. Björn Helgason Í.B.f. Baldur Scheving Fram Grétar Sigurðsson Fram Gísli Sigurðsson ÍÁ.. Guðm. Sigurðsson Í.A. uns til spurningar sem lögð var á sínum tíma fyrir Ambrósíus , kirkjuföður, og var á þá lund,: hvort mögulegt væri, að það væri aðeins ein leið að svo stóru marki, j sem er Guð. Enginn furðar sig i á því, þótt heiðingi spyrji þannig. Hitt vakti undrun mína, að prest lærður maður, þjónn hinnar Evangelísku Lúthersku kirkju, skuli taka undir þau ummæli, að Kristnin hafi aldrei svarað þess- ari spurningu. Svar við henni má finna í orðum Jesú Krists sjálfs, er skráð eru í Jóhannesar guðspj. 14, 6: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemnr til föðurins nema fyrir mig. Postulasagan 4, 12 er sam- hljóða: Ekki er hjálpræði í nein- um öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða. (Þ.e. Jesú nafn). Sömuleiðis má nefna orð Jesú í Fjallræðunni: (Matt. 7, 14) Þröngt er hliðið og mjór vegurinn, sem liggur til lífsins. Og ennfremur I. Tímóteus arbréf 2,5: Því að einn er Guð, einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Jesús Kristur. Þetta er Guðs orð hreint og ó- mengað, eins og það er að finna í hinum postullegu ritum, og á þeim byggir Evangelísk Lúthersk | kirkja. Þetta er svar Kristninnar við j umræddri spurningu. Það er alkunna að um ofan- j skráð atriði er töluverður ágrein ingur. Hitt ætti einnig að vera öllum ljóst, að hin postulegu rit j eru á einu máli um þetta atriði, , svo og Jesús Kristur sjálfur. Andi Evangelísk Lútherskrar kirkju og játningar hennar eru grundvallaðar á hinu ritaða orði. Ég beini hér með þeirri áskor- un til allra þjóna og meðlima umræddrar kirkju að standa þétt an vörð um játningar hennar og boðskap, sem er í fullu samræmi við Guðs orð eins og það er að finna í hinum spámannlegu og j hinum postullegu ritum. Sigurður Pálsson, kennari, Reykjavík. j Einangrunar- GLER hmtar í íslenzkri veðráttu. — fi/M/ /2056 CUDOCLER HF k BRAt/TARHOL T! Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, ÞUBlÐAB GUÐBUNAB EYLEIFSDÓTTIB, frá Árbæ andaðist í Landspítalanum að kvöldi hins 15. júlí. Ásta og Björgvin Grímsson, Elín og Balph Hannam, Stella og Leifur Guðlaugsson, Guðrún og Björgvin Einarsson, Erlendur Guðlaugsson. Hjartkær eiginkona, móðir og systir MABGBÉT ABINBJÖBNSDÓTTIB andaðist að heimili sínu Suðurgötu 27 Keflavík 17. júlí. Guðni Þorvaldsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Andrea Guðnadóttir, Ingibjörg Pálsdtótir, Arinbjörn Þorvarðarson, Oddný Valdimarsdóttir, Jón Arinbjörnsson, Bannveig Filipusdóttir, Þorvarður Arinbjörnsson. Útför bróður okkar, GlSLA BAGNABS GUÐMUNDSSONAB bókbindara, sem lézt 14. þ.m. í Bæjarsjúkrahúsinu, fer fram frá Dóm- kirkjunni mánud. 20. júlí kl. 10,30 f.h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Bióm vinsamlegast afbeðin. Systkini hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, bróður og mágs, MABINÓS J. EBLINGSSONAB Ósk Kristjánsdóttir, María Guðvarðardóttir, Gísli E. Marinósson og barnabörn Sigþrúður Jónasdóttir, Þórður H. Erlendsson Þökkum innilega öllum fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall BEBGÞÓBU SVEINSDÓTTUB frá Skammadal. Sveinn Pálsson, Guðríður Pálsdóttir, Páll Marteinsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Ársæll Sigurðsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunar minnar, móður, tengdamóður og ömmu ÓLAFÍU ÖGMUNDSDÓTTUB Borg, Ytri-Njarðvík, Einar Jónsson Sigrún Einarsdóttir, Friðrik Valdimarsson, Hulda Einarsdóttir, Jón Ingibertsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.