Morgunblaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 8
8 MORCtnvntAÐIÐ Sunnudagur 2. ágúst 1959 Sö^itlietjiirnciFj einó on Lörnin ójcí MÉR datt í hug, að e. t. v. hefði Morgunblaðið gaman af því að sýna lesendum sínum, eldri og yngri, hvernig' norsk bðm gera sér í hugarlund atburði úr Eglu, segir í bréfi frá Sigurði Mark- an, sem hann ritaði blaðinu á dögunum. Og Sigurður sendi okkur jafnframt norska útvarps- blaðið — en í því voru myndir af nokkrum teikningum norskra Eftir fall Þórólfs: Aðalsteinn konungur sat í hásæti. Hann lagði Og sverð um kné sér, og er þeir sátu saman um hríð, þá dró konungur sverð úr slíðrum og tók gullhring af hendi sér, mikinn og góðan, og dró á blóðferilinn, stóð upp og gekk á gólfið og rétti yfir eldinn til Egils......... En er Egill settist, dró hann hringinn á hönd sér og þá fóru brúnir hans í lag ........... barna, sem Sigurður gat um í upphafi. Og hann heldur áfram: Til nánari skýringar skal þess getið, að í laugardagsbarnatíma norska ríkisútvarpsins undan- farnar vikur hefur „Onkel Laurits" flutt þætti um ísland og íslenzka sögu á framúrskar- andi hugþekkan og lífrænan hátt. Lang- eða langalangafi Laurits Johnson var íslenzkur prestur, Jón Espólín Jónsson, er starfaði að ég held í Norður-Noregi. — Hann er ættfaðir margra merkra Norðmanna. ☆ Fyrir nokkru átti ég viðræður við Jón Espólín Johnson, lækni í Tönsberg, sem er bróðir Laur- its. Sagði Jón mér, að Laurits hefði blátt áfram ofurást á ís- landi og hefði hann sagt við sig, að hann mætti ekki yfirgefa þennan heim án þess að hafa heimsótt ísland. Þannig lýkur bréfi Sigurðar Markan — og við þökkum hon- um línurnar og sendinguna. Hér birtum við nokkrar mynd- anna, sem yngstu hlustendur norska útvarpsins hafa teiknað eftir að hafa hlustað á „Onkel Laurits" segja frá Agli Skalla- grímssyni. Okkur fannst hlýða að gera samanburð á þessum teikningum og einhvprju, sem íslenzk börn og unglingar hefðu teiknað með Islendingasögur sem fyrirmynd. Við náðum í þrjár myndir — og nú ættuð þið að dæma sjálf. Fóstra segir við Þorbjörn Öngul: Nú er kyrrt veður og bjart. Vil ég nú, að þú farir til Drangeyjar og troðir illsakar við Gretti. Mun ég fara með yður og vita hversu geymiliga hon- um fara orð. Mun ég hafa ‘eitthvað fyrir satt, hef og séð hversu heilladrjúgir þeir munu vera og mun eg þá mæla fyrir mein slíkum orðum sem mér líkar. — (Úr Grettissögu). — Teikning: Siguröur Sigurjónsson, 12 ára, Laugarnesskóla. Teikning Trond Nordli, Kjernmoen. Þorgerður brák hét ambátt Skalla-Gríms. Hún hafði fóstrað Egil í bamæsku. Hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög. Brák mælti: „Hamast þú nú, Skalla- Grímur, að syni þínum.“ Skalla-Grímur lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Hún brást við og rann undan, en Skalla- Grímur eftir. Fóru þau svo í utanvert Digranes. Þá hljóp hún út af bjarginu á sund. Skalla-Grímur kastaði eftir henni steini miklum og setti milli herða henni, og kom hvorugt upp síðan. Þar er nú kallað Brákarsund. Teikning Sissel Dyrkven, 12 ára, Haslum. . ... r’' ... I . Sjóorrusta. Teiltning: Guðmundur Guömundsson, 11 ára, Miöbœjarbarnaskólanum. Ljótur sá hvar Egill stóð og heyrði orð hans og mælti: „Gakk þú hingað, inn mikli maður, á hólm og berst við mig, ef þú ert allfús til, og reynum með okkur. Er það miklu jafnlegra en ég berjist við Friðgeir, því að ég þekkist eigi að meiri maður, þó að ég leggi hann að jörðu.“ — (Úr Eglu). — Teikning: Arvid Fossum, 13 ára, Drivstua. Ilrafna-Flóki kemur til íslands: Ok er þeir létu lausan In fyrsta (hrafn), fló sá aftur um stafn, annarr fló í loft upp og aftur til skips, inn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir funúu landit. Þeir kómu austan at Horni og sigldu fyrir sunnan landit. — (Landnáma). — Teikning: Erling Andersen, 12 ára, Miðbœjarbarnaskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.