Morgunblaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 18
18 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. águsí 195& ~~J\uenjijóSin oíj heiniiíiá Konur skipta um hár um leið og þær skipta um föt HÁRIÐ hefur löngum þótt mesta prýði konunnar og fagurhærður kvenmaður hvarvetna vakið at- Ljóshærð í dag hygli og aðdáun. Er því ekki að undra að konur um allar aldir hafi keppzt við að halda hári sínu sem faliegustu, með misjöfnum árangri þó. En nú hefur hárkollumeistur- unum tekizt að leysa þetta vanda- Fullgerð hárkolla Kústaskápurinn Regiusemi í burstaskápum Ágætt er að festa króka í göt uðu masonítplöturnar, sem mik- ið eru notaðar í sýningarglugg- um, og koma þeim fyrir á hent- ugum stöðum á heimilinu. — Hér «r sýnishorn af burstaskáp, þar sem slíkri plötu er komið fyrir á skáphurðinni innanverðri, og eru ýmis smáhlutir hengdir þar upp, svo sem burstar og afþurrk- unarklútar. Einnig er þægilegt að hafa þær í skápum þar sem geymdir eru litlir pottar, brauð- form o. fl. mál. Á markaðinn eru komnar svo snilldarlega vel gerðar hár- kollur að eigi verða þær greind- ar frá lifandi hári, eins og með- fylgjandi myndir sýna. Kona með stuttklippt hár hefur nú tæki- færi til að breyta útliti sínu með þvf að skipta um hár um leið og hún hefur fataskipti. Er ekki að efa að þetta verður mjög vin- sælt hjá kvenþjóðinni. í dag get ur hún verið með ljóst, sítt hár, Dökkhærð á morgun á morgun rautt og slétt hár, hinn daginn dökkt og þar fram eftir götunum. En þetta er ekki aðeins hentugt fyrir þær, sem eilíflega vilja vera að breyta til, heldur og fyr- ir þær, sem fyrir því óláni verða að missa háfið, eða ef það gisn- ar og verður rytjulegt. Áður fyrri áttu þær engra kosta völ annað en hylja kollinn með skýluklút- um eða þess háttar.. Um eina konu úti á landi sem fyrir því óláni varð á miðjum aldri að verða sköllótt segir hún hafi búið sér til hárkollu úr geitarhári og sett á höfuð sér. Eigi hefur það höfuðfat þótt auka á yndisleik konunnar, enda hentu gárungar óspart gaman af því, og varð hún að síðustu að taka það niður og hylja skallann með klút. Má því segja að öldin sé önn- ur nú, er hægt er að fara út í búð og kaupa hár af allskonar gerðum og mun margur fagna því. Borðið meira salat yfir sumartímann SUMARIÐ er stutt hér á landi og hefur það þvj mikla þýðingu fyr- ir alla landsmenn að nota það vel, vera mikið úti og borða holla og næringarríka fæðu. Grænmeti er ágætis vítamíns- gjafi og ættu því allir að borða eins mikið af grænmeti og hægt er að koma við, ekki aðeins sem Spjallað v/ð rak- arann í Álfheim- um Ilmbað Setjið ögn af baðsalti í fram- hólf handsturtunnar, skrúfið frá, og þar með hafið þér fengið ang- andi baðvatn. Það er auðvelt að skrúfa í sundur framhólfið, þar sem baðsaltinu er hellt í, og eng- in hætta er á að baðsaltskristall- arnir stífli sturtuna, þar sem þeir leysast fljótt uþp í vatninu. SÍÐA hárið hefur verið í tízku öldum saman um heim allan allt fram á 20. öld. Hárgreiðsla kvenna á hverjum tíma hefur þó verið mjög mismunandi, hárið fléttað, bundið í hnút og skrýft með heitu krullujárni. — Hér- lendis fiéttuðu konur hár sitt, venjulega í tvær fléttur og náðu þær oft niður í hnésbætur. Þóttu þær fallegastar, er gátu hulið sig í hári sínu. En þegar í byrjun aldarinnar voru skærin tekin fram og kvenhár klippt svo um munaði. Áður fyrr þótti það heillaráð að taka við'og við neð- an af hárinu með vaxandi tungli, en nú var hárið klippt upp undir eyru, alveg sama hvernig stóð á tungli. Síðan hefur hárið allt- af verið að styttast, til mikilla þæginda fyrir kvenþjóðina alla. En það er ekki sama hvernig hárið er klippt. Við gengum því á vit eins ágætasta rakara hér í bæ, Jóns Geirs Árnasonar, sem hefur rakarastofu í Álfheimum 31, og báðum hann að segja okk- ur eilítið um klippingu á kven- fólki, en hann hefur getið sér góðan orðstír fyrir að klippa kon- ur og börn svo vel fari. — Klippingin er undirstöðu- atriði fyrir hárgreiðslu kvenna, sagði Jón Geir. Stutt klippt hár er enn mest í tízku, Kim Novak greiðslan er sérlega vinsæl, en þár er allt hárið klippt mjög stutt aðeins 2—5 cm. allur kollurinn. Aðrar vilja hafa hárið síðara og er klippingin þá mjög breytileg, það fer allt eftir höfuðlagi og smekk hvers og eins. Og svo eru það þær, sem vilja síða hárið, Bardot-greiðsluna, þær verða að gæta þess að toppurinn sé rétt Lílið I gluggann um helgina Brúðarvendir — Kjólablóm — Gjafavörur o. fl. Blóm & Ávextir Kaupum notaðar blómakörfur. Taunus M-IS De Luxe til sýnis og sölu við Skúlagötu 78 Ein nýklippt — klipptur ,má hann nema alveg við augabrún en ekki lengra. — Blásið þér og lagfærið hárið eftir klippinguna. — Nei, ég blæs ekki hárið með handþurrku. Ég legg aðaláherzl- una á klippinguna. Hárgreiðslu- stofurnar eru miklu færari og hafa betri aðstöðu til að leggja hárið eftir klippingu. Að vísu er hægt að laga hárið á skemmti- legan hátt með handþurrkunni einni saman, en þa.ð tekur langan tíma, ef vel á að fara. Oft nægir líka að þvo hárið vel eftir klipp- inguna, bursta það og setja í það spennur. Ef stúlkan er laghent getur hún sjálf gert kraftaverk á hárinu, en aðeins ef hún er rétt klippt, þá tollir lagningin miklu lengur og hárið verður allt áferðarfallegra. — En hvað um blessuð börnin? — Það dugar ekkert annað en klippa þau nógu oft. Ég er alger- lega á móti því að börn safni hári. Að vísu er einkar fallegt að sjá litlar telpur með sítt hrokk- ið hár, en það er verra fyrir þær upp á framtíðina. Hárið vill slitna og þynnast, fer oft í flóka og veldur börnunum óþægindum í leik. — Eru allir viðskiptavinir þín- ir konur og börn? — Nei, nei, aldeilis ekki. Hing- að koma alveg jafnt konur og karlar, þetta er rakarastofa fyrir alla, sagði Jón Geir að lokum, brosti og hélt áfram að klippa. aukarétt heldur líka sem aðal- máltíð saman við kjöt og fisk. Salatskálin ætti því að vera á óorðum hjá öllum íslendingum yfir þennan tíma. Hún verður að vera stór og rúmgóð, svo hægt sé að blanda vel saman, öllu því góðgæti sem í hana er sett. Kjöt- eða fiskafganga frá deginum áð- ur er prýðisgott að nota, einnig skinka og reyktan fisk. Það er skemmtilegt að blanda sam- an nýjum réttum í hvert skipti. Hver er kominn til að segja að í salatinu eigi aðeins að vera tómatsfjórðungar, agúrku- og kartöfluskífur ásamt afgangnum af steikinni. Saxað kál, hakkaður laukur, soðnar baunir, pipar, soð- inn mais, harðsoðin egg og ost- bitar eiga einnig vel heima í salatskálinni, ennfremur hráar ertur, soðnar seljurætur og hrá- ir sveppir en það síðastnefnda er erfitt að fá hér á landi. En at- huga verður vel í hvert skipti, að hinar mismunandi fæðutegundir bragðist vel saman. Salatsósan hefur meiri þýðingu en margir halda, því það er hún sem gefur réttinum sitt sérkenni- lega bragð. Hægt er að fá salat- sósu tilbúna í búðum — það er handhægt, en auðvitað töluvert dýrari en heimatilbúin sósa, og oft og tíðum ekki eins góð. Gott er að hræra saman mayonaise og rjóma og bragðbæta það með sósukrafti, en sú sósa verður að vera mjög þunn. Einnig má hræra salatsósu úr eggjarauðu, rjóma, sítrónusafa, salti og pipar en ekki má nota sykur, þv| hann dregur úr hinu ferska brágði grænmet- isins. En bezt af öllu er frönsk salatsósa, sem samanstendur at 3 hlutum salatolíu, 2 hlutum vín- ediki, salati, pipar og hvítlauk eftir smekk. Þessi sósa geymist mjög vel á köldum stað, allt að 2—3 dögum. En munið, að salat er ætíð boð- ið fram kalt. Og að lokum eru hér tvær upp- skriftir: Gulrótasalat 250 gr. gulrætur 1 sítróna 50 gr. sykur 2-3 rúsínur Gulræturnar eru raspaðar, sítr- ónan pressuð, sykurinn hrærður út í (það er einnig mjög gott að nota púðursykur) og að síðustu eru rúsínurnar settar út í. Mjög gott er að bæta þeyttum rjóma út í, en þó ekki nauðsynlegt. Þetta salat má bæði hafa sem sér- rétt, ofan á brauð og með k’*ti og fiski. Skinka- og melónusalat 300 gr. melónur 150 gr. soðin skinka 2 matsk. graslaukur, saxaður 1 salathaus 3 matsk. matarolia 1 matsk. edik eða sítrónusafi salt, pipar. Skerið melónu og skinka í jafn stóra ferninga, og setjið sax- aða graslaukinn og salatið saman við. Þeytið olíuna, edikið eða sítrónusafann og kryddið saman og hellið því yfir salatið. Þetta er borið fram ískælt sem forréttur í skál, skreytt með salatblöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.