Morgunblaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 12
12
MORGVlSBLAÐlÐ
Sunnudagur 2. ágúst 1959
— Reykjavlkurbréf
Framh. af bls. 11
eða viðskipta. Nú er ástandið aft-
ur á móti hitt, að' 1/6 hluti fé-
lagsmanna nægir til þess að hafa
öll ráð á aðalfundi þessara öfl-
ugu félagssamtaka.
„Valdníðslan
í garð KRON“
Skýring séra Guðmundar
Sveinssonar á þeirri ráðstöfun
SÍS-herranna að rýra atkvæðis-
Aukavinna
Knattspyrnufélagið Víkingur vill ráða mann til
starfa fyrir félagið nú þegar (kvöldvinna). Upplýs-
ingar gefnar í félagsheimilinu (við Réttarholtsveg)
mánudaginn 3. ágúst milli 5—6 e.h.
STJÖRNIN.
Eldhúsviftur
Vandaðar amerískar eldhúsviftur
nýkomnar.
J. Þorláksson & IMorðmann hf.
Bankastræti 11.
Skálholfsldrkja
Þeir, sem enn hafa ekki vitjað uppdrátta að tillög-
um sínum í samkeppni um steinda glugga í Skál-
holtskirkju, eru beðnir um að sækja þá á teiknistofu
húsameistara ríkisins, Borgartúni 7, fyrir 10. ágúst
næstkomandi.
Húsameistari ríkisins.
VIÐGERÐIR
á eftirtöldum tækjum:
E A S Y þvottavélum
BLACK & DECKER rafmagnshandverk fseri
PARTER CABLE do.
RAC ESTATE eldavélar
A B C olíukyndingartæki
P & H rafsuðutæki
HARRIS logsuðutæki
RIDGE snittvélar
a n n a s t :
Raftækjavinnustofa Jóns Guðjónssonar
Borgarholtsbraut 21 — Sími 19871.
Verb kr. 595
795 — 995
1395 - 1695 - 1995
Alll aS
75% aísláttur
MARKASIIRIKIU
Laugaveg 89.
Á fjörunni þar sem fjárborgin stendur og rekinn liggur.
rétt félagsmanna í KRQN með
því að halda eðlilegum viðskipt-
um frá þessu fjölmennasta sam-
vinnufélagi landsins er „vald-
níðsla í garð KRON“, ekki vald-
níðsla SÍS, heldur bæjarstjórn-
armeirihlutans í Reykjavík! En
um þessa fulltrúa yfirgnæfandi
meirihluta Reykjavíkurbúa segir
séra Guðmundur, að þeir fórni
„hagsmunum almennings“ „fyrir
aurasjóð nokkurra kaupmanna".
En ef bæjarstjórn Reykjavíkur
hefur verið KRON jafn erfið og
séra Guðmundur Sveinsson vill
vera látai af hverju jók þá stjórn
SÍS á efriðleika þessa fjölmenn-
asta samvinnufélags landsmanna
í stað þess að reyna að létta þeim
af? Af h'verju hefur SÍS sett upp
allar sínar smásölubúðir í Reykja
vík í fceppni við KRON í stað
þess að láta KRON eftir aðstöðu
SÍS og þar með hjálpa félags-
mönnum KRON til að rétta hlut
sinn?
Hitt er svo önnur saga, að
þegar litið er til þess að í nýút-
kominni símaskrá Reykjavíkur,
eru auk aðalskrifstofu KRON
taldar 19 verzlanir KRON, þá
virðist naumast fá staðizt að
KRON hafi verið varnað að fá
„aðstöðu til verzlunarreksturs í
öllum hverfum höfuðborgarinn-
ar“.
— Kollav'ik
Framh. af bls. 9
höfðu verið þvegnar eða að
minnsta kosti vandlega sópaðar
eftir að fé var sleppt í vor. Þetta
litla dæmi sýnir eitt snyrti-
mennskuna á öllum sviðum á
þessum bæ. Hvergi gat að líta
rusl eða vanhirt brak né véladót,
sem allt of víða ber fyrir auga
ferðamannsins.
Heimilisrafstöð
Á heimleiðinni skoðuðum við
rafstöðina. Furðaði okkur að
hún skyldi afkasta 10 kw þar
sem okkur sýndist lækurinn
næsta lítill. En fallhæðin er rúm
ir 70 metrar og það gerir gæfu-
muninn. Uppi í rjáfri rafstöðv-
arinnar hékk harðfiskur í kipp-
um, eitt af hlunnindum þessa
staðar. Þótt ekkert hlunninda. sé
mjög stórt eða gefi mikið af sér,
1 eru þau öll nokkurs virði, þegar
þau eru jafnvel nýtt og hér er
gert.
Þegar við göngum heim túnið
sjáum við strákling hnúa heyinu
með nýlegri dráttarvél. Það er
verið að þurrka af síðasta blett-
inum í fyrra slætti og enn eru 4
dagar til júlíloka.
Jakob Sigurðsson er alinn upp
' á Fjöllum við víðsýni og mikið
landrými. Blá fjöllinn í fjarlægð
( inni er sá rammi er hann kann
bezt við að hafa sem takmörk
útsýnisins. Hann hefir því aldrei
fest yndi í þröngum dal, þótt
sumarhýr sé. Þrátt fyrir þetta
hefir hann með samhentri fjöl-
skyldu búið sér gott bú í víkinni
við Þistilfjörð.
í
|Jakob hefir verið dugnaðar- og
áhugamaður alla æfina og er
enn. Hann þjarkaði og þrefaði í
mörg ár um að fá lagðan vegar-
spotta ofan í víkina sína og mörg
orð voru sögð áður en síminn
| komst þangað. Enn þjarkar hann
I um áð lokið verði við Hálsveg
svo samband komist á við Rauf-
arhöfn, því þangað er helmingi
'tyttra til allra aðdrátta en til
órshafnar. Nú er aðeins eftir
að leggja sem svara 12—14 km.
til þess að þetta vegarsamband
komist á. Þá hefir nágranni
Jakobs, næsta norðan við hann,
er býr í Krossvík, loks mögu-
leika til þess að komast í vegar-
samband, en þangað er enginn
vegur.
Ég kveð þennan dagfarsprúða
og glaðlega öldung með þá ósk
í huga, að slíkir mem. megi
verða fyrirmynd hinnar ungu
kynslóðar.
vig.
Aðalfmidur Fél.
veggfóðrara-
meistara
FYRIR nokkru var aðalfundur
Félags veggfóðrarameistara í
Reykjavík haldinn. Formaður fé-
lagsins, Ólafur Guðmundsson,
veggfóðrarameistari flutti yfir-
lit um starfshætti félagsins á
liðnu ári.
Félagsmenn eru nú 28.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Ólafur Guðmundsson, formaður,
Guðmundur Kristjánsson, vara-
formaður, Valdimar Jónsson, rit-
ari, Beinteinn Ásgeirsson, gjald-
keri og Valur Einarsson, með-
stjórnandi.
í varastjórn voru kjörnir: Ólaf-
ur Ólafsson og Halldór Stefáns-
son.
Endurskoðendur eru Hallgrím-
ur Finnson og Sveinbjörn Kr.
Stefánsson.
Húsmæðraskólinn Holbæk
í fögru umhverfi. Um klukku-
stundar ferð frá Kaupmanna-
höfn. Tekur á móti ungum stúlk-
um á 5 mánaða námskeiði í heim
ilisstörfum frt. 4. nóv. og 4. maí.
3ja mánaða námskeið byrjar 6.
jan. Skólaskrá og uppl. sendar
eftir beiðni.
Skrifstofustúlka
Stúlka óskast til skrifstofustarfa, þarf helst að hafa
verzlunarskólapróf eða vera vön skrifstofustörfum.
Umsókn sendist í pósthólf 529.
LjósmóðursfaZa
Starf bæjarljósmóður í Keflavík er hér með auglýst
laust til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu
minni eigi siðar en 15. ágúst. Starfið veitist frá 15.
september n.k.
Keflavík, 31. júlí 1959
BÆJARSTJÓRINN
Veikstjéií
vanur, reglusamur óskast að útgerðarstöð á Suður-
nesjum frá næstu áramótum. Tilboð merkt: „Reglu-
samur — 9145“ leggist inn á afgreiðslu Morgun-
blaðsins fyrir 14. ágúst n.k.
Ráðskona
vön matreiðslu, þrifin og reglusöm óskast frá 1. sept.
n.k. um framtíðarstarf getur verið að ræða. Tilboð
merkt: „Hreinleg — 9144“ sendist Morgunblaðinu
fyrir 10. ágúst.
íþróffaþing
Iþróttasambands íslands verður haldið í Reykjavík
dagana 25.—27. sept. 1959 og hefst kl. 8,30 síðdegis
föstud. 25. sept. n.k.
Framkvæmdastjórn íþróttasambands Islands.