Morgunblaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID
V-kaldi, léttir til og lægir.
165. tbl. — Sunnudagur 2. ágúst 195»
Reykjavíkurbréf
Sjá bl. 11.
Mikið hafði verið saltað
í fyrrinótt á Raufarhöfn
Veður virtist vera að versna á miðunum
'árdegis í gœrmorgun
FRÉTTARITARI Mbl. á Raufar-
höfn, sagði í gærdag að á föstu
dagskvöldið og aðfaranótt laugar-
dags hefði verið saltað mjög mik
ið á öllum söltunarstöðvum á
Raufarhöfn. Var stanzlaus söltun
alla nóttina og var það ein hin
bezta söltunarsíld sem sézt hefur
þar, sem fór til söltunar. Var hún
af skipum sem verið höfðu út af
Ekkert svar frá
Seðlabankanum
SÍÐDEGIS í gær hafði ekkert
svar borizt frá Seðlabankanum
varðandi lánveitngu vegna sölí-
unar þeirra 50 þúsund tunna um-
fram sölusamninga, sem ríkis-
stjórnin hefur ábyrgzt útflutn-
ingsuppbætur á.
Skv. upplýsingum er Mbl. afl-
aði sér hjá Sveini Benediktssyni,
formanni Félags síldarsaltenda á
Norður- og Austurlandi, höfðu
viðskiptabankarnir þá látið svo
ummælt, að þeir treystu sér ekki
til víxilkaupa vegna söltunar
þessarar, nema trygging væri fyr-
ir því að Selðlabankinn endur-
keypti víxlana.
Tvö jafntefli
hjá Inga R.
SKÁKÞING Norðurlanda heldur
áfram í Örebro í Sviþjóð, og hafa
nú borizt fregnir af úrslitum í
annarri og þriðju umferð í lands-
liðsflokki og frammistöðu ís-
lenzku keppendanna í öðrurn
flokkum.
Biðskákir úr 2. umferð fóru
þannig, að Ingi R. Jóhannsson
gerði jafntefli við From, Dan-
mörku, Stahlberg vann Reiise,
Haar vann Johannessen, og Ols-
son og Peterson gerðu jafntefli.
í meistaraflokki vann Bjórn
Jóhannesson sína skák.
í 3. umferð fóru leikar svo í
landsliðsflokki, að Ingi R. gerði
jafntefli við Nyman, Svíþjóð,
Olsson vann Reiise, Haar vann
Liljenström og Petterson vann
From, en biðkákir urðu hjá Jo-
hannessen og Niemelg svo og
Nielsen og Stahlberg.
í öðrum flokkum töpuðu þeir
Björn Jóhannesson og Ólafur
Magnússon, en biðskákir urðu
hjá þeim nöfnum Jóni Þorsteim-
syni og Hálfdánarsyni.
Svínalækjartanga. Munu sumar
stöðvarnar hafa verið búnar að
salta verulegt magn í gærmorg-
un. '
í gærmorgun höfðu um 40 skip
komið til Raufarhafnar og var
síldin af þeim miklu blandaðri
en sú sem kom í fyrrakvöld.
Yeiði hafði einnig verið á vest
ursvæðinu við Grímsey og var
síldarleitinni á Siglufirði kunn-
ugt um 25 skip sem verið höfðu
með veiði eftir nóttina um 9000
mál og tunnur. Síldarleitin á
Raufarhöfn taldi sig vita um 35
skip af austursvæðinu með um
14000 mál og tunnur.
í gærmorgun hafði verið einT
hver veiði út af Digranesflaki.
Þar var kominn strekkingur þó
enn væri veiðiveður um hádegið,
en ekki mátti veður aukast neitt
að ráði frá því sem var, svo að
ekki tæki þá alveg fyrir veiðina.
Aflahæstu skipin til Siglufjarð
ar voru: Sæfari SH 600; Svanur
RE 1200; Hrafn Sveinbj. 700;
Grundfirðingur II. 500; Rán 900;
Aflahæstu skip til Raufarhafn-
ar voru: Muninn II. 500; Örn Arn
arson 600; Arnfirðingur 600; Guð
finnur 500; Stefán Árnason 700;
Húni 800; Jón Kjartansson 700;
Stígandi VE 850; Heimir KE 850;
Gissur hvíti 600; Sig. Bjarnason
500; Guðm. Þórðarson RE 700.
Lífið er skemmtilegt.,
,.en annasamt
//'
NUNNAN, sem stendur við hlið-
ina á bílnum sínum á efri mynd-
inni er systir Klementía. Hún
kallar sig „sendisvein“ Landa-
kotsspítala. En hún er líka vin-
sæl kennslukona í Landakots-
skólaninn.
Hún var komin á miðjan aldur
og hafði ald^ei snert á bíl, þegar
Spá veðurfrœðinganna
Ratnandi veður
sunnanlands
ÞAÐ var ekki skemmtilegt veð-
ur hér í Reykjavík í gærmorg-
un og margir munu hafa hugsað
Stöðvast strandferða-
skipin vegna þernuverk-
fallsins
ENNÞÁ mun ekkert hafa þokast
í samkomulagsátt í kjaradeilu
þeirri sem risin er út af kaupi-
og kjörum 9 skipsþerna á strand
ferðaskipunum Heklu og Esju.
Hefur félagsstjórnin í Fél. mat-
reiðslumanna boðað verkfall á
skipunum frá og með 5. ágúst.
Verkfall þernanna myndi hafa
í för með sér að bæði skipin
myndu stöðvast. Fyrirhugað er
að Esjan fari til Vestmannaeyja
í sambandi við þjóðhátíðina þar,
á fimmtudaginn kemur. Þá er
næsta hringferð skipsins austur
um land 9. þ.m. Mun fjþldi fólks
sem er í sumarleyfi þá, ætla að
fara með skipinu í hringferð, en
það er nú orðið mjög vinsælt
meðal almennings, að nota sum-
arleyfið þannig. Af þessum sök-
um þurfti að skammta skemmti-
ferðafólkinu rúm í skipinu,
því ella hefði allt verið upp-
pantað, svo venjulegir strand-
ferðafarþegar, sem ekki geta
ákveðið um ferðir sínar langt
fram í tímann, hefðu ekki kom-
izt með skipinu.
Að því er forstjóri Skipaút-
gerðarinnar, Guðjón Teitsson
tjóðí blaðinu í gær, munu þernur
á öðru skipanna a.m.k. ekki
standa að baki verkfallsboðun-
inni.
sem svo: Skyldi veðrið nú eiga
að vera svona um verzlunar-
mannahelgina. Skemmtilegt veð-
ur til ferðalaga og útilegu, eða
hitt þó heldur.
En þegar veðurstofan sagði
veðurfréttir sínar klukkan rúm-
lega 10, fyllti bjartsýnin hugina:
Veðurstofan spáði batnandi
veðri um sunnanvert landið: Um
það bil sem blaðið átti að vera
fullbúið til prentunar, síðdegis í
gær, átti að birta til með norð-
vestan golu, í nótt átti svo að
lægja. Nú er að sjá hversu þessi
spá reynist haldgóð.
Verzlunarmannahelgin er án
efa mesta skemmtiferða helgi
ársins. Heita má að allir sem
þá eiga frí frá störfum og heim-
angengt eiga, bregði sér þá út
fyrir bæinn í lengri eða skemmri
ferðalög. Verði hagstætt veður
til ferðalaga, eins og líkur benda
til, má búast við gífurlegri um-
ferð bíla á vegunum og skyldi
þá hver og einn sem undir bíl-
stýri situr, að vera minnugur
þess að á honum hvílir mikil
ábyrgð.
Sigfús í Heklu, umboðsmaður
Fólksvagnanna bauðst til að kosta
bílkennslu fyrir hana. Hún
þurfti ekki nema 25 tíma og
þannig komst hún í gegnum próf-
ið.
Bæjarbúar hafa stundum séð
hana þjóta um göturnar á Volks-
wagen-sendiferðabílnum. Hún
annast innkaup til sjúkrahússins.
Áður en ég fékk bílinn þurfti
ég að bera flesta pinklana upp
Túngötuna, einstaka sinnum tók
ég leigubíl.
Blaðamaðurinn spurði: —Fyrst
þér eruð nunna, þá brjótið þér
víst aldrei umferðarlögin.
— Jú, það hugsa ég að ég geri
oft, en ekki af ásettu ráði. Einu
sinni var ég kærð fyrir að „park-
era“ vitlaust fyrir framan O.
Johnson og Kaaber.
En hvernig farið þér að, ef
springur hjólbarði undir bílnum?
-— Það hefur aðeins komið fyr-
ir einu sinni. Við Vorum nokkrar
nunnurnar í berjum við Króka-
tjörn uppi á Mosfellsheiði. Þegar
við snerum að bílnum var einn
hjólbarðinn loftlaus. Við hjálp-
uðumst að við að skipta um.
En hvað ef vélin bilar?
Það hefur aldrei komið fyrir
ennþá og bíllinn- er tveggja ára.
Loks sagði systir Klementía;
— Það er mikill misskilningur
hjá fólki að ímynda sér að það
sé nokkuð leiðinlegt eða dapur-
legt að vera nunna. Við vinnum
að áhugamáli okkar. Flestar
nunnur eru fjörugar og glaðar.
Lífið er skemmtilegt en stund-
um dálítið annasamt.
Á neðri myndinni sést önnur
nunna þar sem hún er að raka
dreifar á blettinum fyrir framan
Landakotsspítalann.
Já, lífið er annasamt.
Síldarsöltunarvandamálið:
Saltendur á Siglufirði
láta í Ijósi álit sitt
Úr Harðarhólma
SÍÐASTLIÐIÐ fimmtudagskvöld
synti Helga Haradsdóttir úr Harð
arhólma í Hvalfirði í Bláskeggs-
árós, um 1500 metra vegalengd,
á 38 mínútum. Hún synti bringu-
sund alla leiðina og var bæði ó-
smurð og án hlífðargleraugna.
SÍLDARSALTENDUR á Siglu-
firði komu saman til fundar í
fyrradag, til þess að ræða ástand
ið í síldarsöltunarmálunum.
Fundurinn gerði nokkrar sam
þykktir, sem sendar voru Síld
arútvegsnefnd, og segir þar m.a
a. á þessa leið:
„Þar sem Síldarútvcgsnefnd
hefur tilkynnt síldarsaltendum
norðanlands og austan, að bú-
ið sé að salta upp í þegar gerða
fyrirfram sölusamninga, vill
fundurinn biðja Síldarútvegs-
nefnd að kvika með engu móti
frá þeirri ákvörðun, að sú síld,
sem söltuð verður eftir 30. júlí
verði ekki leyfð til yfirtöku
upp í þá samninga, sem þegar
. hafa verið gerðir“.
1 sambandi við tilkynningu
nefndarinnar, taldi fundurinn
„sjálfsagt að banna með öllu
söltun síldar umfram þegar
gerða samninga, þar til við-
bótarsamningar væru fyrir
hendi — eða ríkisábyrgð fyrir
frekari söltun".
Þessar ályktanir fundarins
voru einróma samþykktar af síld-
arsaltendum.