Morgunblaðið - 13.08.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.08.1959, Qupperneq 12
12 MORCUVTtT 4 ÐIÐ Fimmtudagur 13. ágÆst 1959 Landshappdrœtti Sjálfstœðisflokksins er happdrœttið, sem allir kaupa miða í Heildarfiskaflinn fyria árshelming 259 þús. lestir SAMKVÆMT skýrslu frá Fiski- félagi íslands, hefir heildarfisk- afli landsmanna á fyrra helmingi þessa árs, þ. e. til 30. júní s.l. orðið 259 þús. lestir, en var á sama tíma í fyrra 280.600 lestir. Togarafiskur er nú samtals rúmar 76.700 lestir, en bátafisk- ur rúmlega 182 þús. lestir, þar af síld rúmar 6 þús. lestir. Þorsk- aflinn er nú samtals tæplega 180 þús. lestir eða nær 20 þús. lestum Mannskaðaveður í Sviss GE..F, 11. ágúst NTB-AFP. — Átta manns fórust og fjöldi manna særðist í hinum mikla stormviðri, sem gekk yfir Sviss í gær. Það olli einnig miklu eigna tjóni. Frá Ítalíu bárust fregnir að slysum á mönnum í óvenju- miklu hagléli á Torino-svæð- inu. Bæði í Sviss og Ítalíu olli ó- veðrið miklum umferðartöfiun. Það hélt áfram með nokkru minni ofsa inn yfir Míð-Evrópu í dag, og frá Frakklandi, Niður- löndum og Bretlandi berast fregn ir um óhemju rigningar. minni en í fyrra á sama tíma. Hihs vegar er karfaaflinn til muna meiri en í fyrra, eða rúm- ar 42.700 lestir í stað 18.400 í fyrra. Ef litið er á aflaskiptinguna eftir verkunaraðferðum. sést að af aflanum, öðrum en síld, hafa farið 150 þús. lestir til frysting- ar, (144 þús. í fyrra), 53 þús. lest- ir hafa farið til söltunar (tæpl. 62.900 í fyrra) og til herzlu hafa farið rúmlega 38.700 lestir eða nær sama magn og í fyrra. Trilliiriiar fiska AKRANESI, 11. ágúst: — f gær reru þrír trillubátar. Sá aflabæsti fiskaði 850 kg. á 10 bjóð, annar fékk 500 kg á 8 bjóð og þriðji 300 á 4 bjóð. Fiskurinn var nær sin- göngu ýsa og smalúða. Ein tril’a, sem á haukalóð í sjó hefur enga lúðu fengið í síðustu þrem vitj- unum. En lúðan er vön að örvast er dimma tekur nótt Þá fer hún að ganga út úr fjörðunum spik- feit, þar sem hún hefur haldið sig sumarlangt, einkum við læki- arósa. —Oddur. / Verðfall verðbréfa í New York NEW YORK, 11. ágúst. Reuter. Mikið verðfall hefur orðið í kaup- höllinni í New York. Hlutabréf í fyrirtækjum í stáliðnaði, olíuiðn- aði og rafeindaiðnaði féllu stór- lega j verði eða sem svarar 25.000.000.000 dollara. Er talið að verðfall þetta stafi af því, að horfur eru á batnandi sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, enda varð verðfallið mest í þeim fyrirtækjum, sem framleiða her- gögrt og annað til landvama. Þetta miklá verðfall hafði smá- vegis áhrif í kauphöllum í Evrópu í morgun, en þegar leið á dag- inn hækkuðu hlutabréf aftur og í sumum kauphöllum á megin- landinu urðu engar verulegar sveiflur á hlutabréfum. Bátar veiða mjög smáa síld f GÆRKVÖLDI bárust þær fregnir til Raufarhafnar, að fimm bátar hefðu verið að kasta inni á Reyðarfirði á hina grindhoruðu smásíld, sem gengið hefur þar inn á fjörðinn. Síðustu daga hafa nokkur skip verið að veiða þessa síld. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 sem nú eru til í ýmsum dýra- görðuin, m.a. 1 Höfn. Og það eru enn fleiri dýr, sem útrýming vofir yfir, ef ekki verð- ur að gert. Þannig hefur t.d. risaskjaldbökunum á Galapagos- eyjum heldur fækkað á se.inni ár- um. Og það eru einkum rottur, sem herja á stofninn. — Þær gæða sér sem sagt óspart á eggj- um og ungum skjaldbökunnar. Svipað gerðist með hina merki- legu tuatara-uglu á Nýja-Sjá landi, en þar lögðu einnig hundar innflytjendaugluna í einelti, svo að hún finnst nú aðeins á Stephan Island. í ★ • Storkurinn er í mikilli hættu staddur — fækkar jafnt og þétt. Moafuglinn, hinn stóri strútfugl, er gersamlega útdauður, eins og 1 geirfuglinn, dront-fuglinn á Majjr itius-eyjunum og fardúfan í Ameríku. Og kivistrútnum hefir verið nær útrýmt á Nýja-Sjá- landi. — Jafnvel hvalirmr eru taldir í hættu staddir. Það eru vandamál sem þessi, sem fyrst og fremst verður fjall- að um á þriggja daga ráðstefnu dýragarðsforstjóranna í Kaup- í mannahöfn. r ^ Signour Arna- dóttir 85 ára f DAG er Sigríður Árnadóttir, Skipasundi 61, 85 ára. Hún er fædd að Læk í Aðalvik, en fluttist 14 ára með Guðjóni Arnórssyhi að Brekku á Ingjalds sandi. Árið 1894 giftist hún Jör- undi Ebeneserssyni frá Hcfða- strönd í Grunnavíkurhreppi og eignuðust þau hjón 15 börn. Hér skal ekki rakin starfss iga Sigríðar; aðeins vil ég færa aí- mælisbarninu mína beztu kveðju og þökk fyrir ágæta kynningu. Njóttu heil þinnar huggleði og handlægni í þeirri frjóu lífstrú, að: „Allt mannlíf er vegiyndi vegleysnafjöld, með viðganginn langt út úr sýn“. Bjarni ívarsson. NorBmenn áhuga- samir um veidar v/ð Grænland OSLO, 11. ágúst. — Norska sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur skýrt frá því, að Norð- menn fylgist með því af mikl um áhuga, hvort fiskveiðilög- saga Grænlands verði færð út. Á undanförnum árum hafa norsk línuskip orðið að færa sig æ nær Grænlandsströnd- i um og fiska nú yfirleitt rétt utan við 3 sjómílna mörkin. Norðmenn gera sér vonir um, að þeir fái mcguleika til að stunda veiðar við Grænland á miili 6 og 12 mílna sjómílna, ef fiskveiðitakmörkin verði færð út, með hliðsjón af því að þeir hafi söguleg réttindi þar. — Við gæfum byggt Framh. af bls. 11 200 þúsund vinnustundir farið í að fullgera það. — Hvað er nú áformað að smíða mörg björgunarskip af þessari gerð og hvar stendur til að nota þau? — Samningurinn hljóðað'. am smíði á 4 skipum og eru tvö þeirra þegar fullgerð, en smiði hinna komin talsvert áleiðis. pau verða að öllum líkindum s:að- sett í Leningrad, Murmansk, Vladivostock og einnig við Svarta haf. — Störfuðu starfsmenn sKÍpa- smíðastöðvarinnar eingöngu að smíðinni — eða áttu fleiri hlut að máli? — Þegar smíði fyrsta skipsms hófst, komu nokkrir sovézkir sér- fræðingar á ýmsum sviðum, til þess að fylgjast með henni. Vom þeir lengst af 4 talsins, en í iok smíði fyrsta skipsins voru þeir orðnir þrettán. — Hvernig féll ykkur að starfa með þeim? — Eins og gengur og gerist eru eftirlitsmenn tortryggnir framan af og seinteknir, en þegar þeir fara að kynnast átarfsmönnum skipasmíðastöðvarinnar, reyn- ist. gott að starfa með þeiru. — Láta Rússar smíða mikið uf skipum í Svíþjóð? — Talsvert. Það er þð farið að minnka mikið á seinm árum En samkeppni milli einstakra skipa smíðastöðva í landinu er svo hörð að segja má, að barizt sé um hvert skip. Svíar standa, sem kunnugt er mjög framarlega í skipasmíðum, og hafa þeir því von um að halda skipaiðnaði sín- um í gangi á þessum erfiðu tím- um. — Hverng lýst yður á skipa- iðnað hér heima? - — Þessu er erfitt að svara en ef maður á að svara þeirri spurn ingu frá tæknilegri hlið, þá finnst mér að við gætum hægiega byggt okkar skip sjálfir. Við höí- um bæði góðar vélar og góða iðn aðarmenn til þess. Eitt enn er kannski hægt að drepa á: r'il þessa þarf stjórnmálalega að- stöðu, og vona ég að með tírnan- um vaxi skilningur á málinu og meðal okkar íslendinga fjölgi mönnum, sem eru þeirrar skoð- unar að við verðum að hafa skipa iðnað hér og halda við skipaflota okkar sjálfir ÓI. Eg. Leiga: 6 herbergi íbúð á ákjósanlegum stað í vesturbænum til leigu nú þegar. Þeir, sem áhuga hafa fyrir íbúð þessari leggi nafn sitt á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Ákjósanleg íbúð—4623“. LandsmáHX’arið VSríur Skemmtiferð i Fljótshlíft Sunnud. 16. ágúst 1959 Ekið verður austur um Hellisheiði og Selfoss að Þjórsártúni og staðnæmst þar. Síðan verður ekið að Hlíðarenda í Fljótshlíð og sta ðurinn skoðaður. Frá Hlíðarenda verður ekið að Múlakoti og stanzað þar. Síðan ekið í Bleiksárgljúfur og snæddur miðdegis- verður. Þaðan verður ekið niður Markarflj ótsaura að brúnni og áfram að Bergþórs- hvoli og sögustaðurinn skoðaður. Á heimle iðinni verður stansað í Odda. Kunnur leið- sögumaður verður með í förinni. Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 195.00 (Innifalið í verðinu er miðdegisverður og kvöldverður) — Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishús- inu kl. 8 árdegis, stundvíslega. StjÓril Varðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.