Morgunblaðið - 13.08.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 13.08.1959, Síða 10
10 MOFCTnvrtL 4ÐIÐ Fimmtudagur 13. ágúst ■* Utg.: H.í. Arvakur Reykjavlk. Fraxnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. nitstjórar: Valtýr Stefánsson (áhm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askí.iftargald kr 35,00 á mánuði innarnands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. NÚ KEMUR AÐ LAUSN ANNARA VERKEFNA HIN nýja stjórnarskrárbreýt ing, sem Alþingi sam- þykkti í fyrradag, öðlast að vísu ekki formlegt gildi fyrr en forseti íslands ásamt ráðherra hefur undirritað hana. Engu að síður segir jafnvel Tíminn í gær með stórum stöfum, að breyt- ingin sé nú „lögfest". Hann telur því með réttu alveg sjálfsagt, að forseti íslands veiti henni staðfestingu sína. En synj- un Alþingis á stjórnarskrárbreyt- ingunni nú hefði verið jafn frá- leit og synjun forseta. Þjóðin hef- ur þegar kveðið upp svo ótví- ræðan dóm, að það hefði verið algert brot á fyrirmælum stjórn- arskrárinnar, ef hann hefði verið að engu hafður. ★ Þjóðin felldi dóm sinn eftir, að kjördæmamálið hafði verið ræki- legar rætt og skýrt fyrir kjós- endum en nokkuð annað mál allt frá uppkastinu fræga 1908. Þá eins og nú blönduðust raunar ýms önnur atriði inn í kosningabar- áttuna, en engum gat eftir á blandast hugur um, að úrskurður þjóðarinnar var með öllu ótví- ræður. Andstæðingar stjórnarskrár- breytingarinnar nú hafa ekki getað nefnt nafn eins einasta fram bjóðanda stuðningsflokka kjör- dæmabreytingarinnar, er látið hafði uppi minsta hik í afstöðu sinhi til málsins. Allir lýstu þeir ótvíræðum stuðningi sínum við það. Enginn kjósandi, er greiddi þeim atkvæði sitt, gekk þess vegna að því gruflandi, að þeir mundu styðja þessa breytingu. ★ Umræður um kjördæmamálið eru og engin nýjung í íslenzkum stjórnmálum. Það hefur verið eitt helzta deiluefni í íslenzkum stjórnmálum nú um þrjátíu ára skeið. Þrennar alþingiskosningar hafa fyrst og fremst um það snú- izt: 1931, 1933 og 1942. Endur- skoðun stjórnarskrár lýðveldis- ins hefur fyrst og fremst stöðvazt af ósamkomulagi um kjördæma- skipunina nú um fimmtán ára bil. Síðasta stjórnarskrárnefndin, sem leita átti samkomulags um endurskoðullina, varð óstarfhæf um áramótin 1952'—1953, vegna ósamkomulags um þetta mál. Þá lýstu Sjálfstæðismenn skoð- un sinni. Hún var áréttuð ágrein- ingslaust í samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins vórið 1953. Sú ályktun hefur síðan verið á vitund allra þeirra, er fylgjast vilja með stjórnmálum hér. Þegar V-stjórnin var mynduð 1956, var það sagt eitt höfuð verkefni hennar, að finna lausn á kjördæmamálinu. Lausn þess var þá og orðin enn meir aðkall- andi en nokkru sinni fyrr, vegna hræðslubandalagsins við kosn- ingarnar 1956. Mikill meirihluti þjóðarinnar var því andvígur og taldi það stefna að hróplegri mis- notkun gildandi fyrirkomulags. ★ Allt frá því í desember í vetur hefur kjördæmamálið verið helzta viðfangsefni allra stjórn- málaflokka. Áður höfðu Sjálf- stæðismenn rætt það ýtarlega árum saman í flokki sínum og meðal trúnaðarmanna flokksins. Á landsfundi nú í vor, sem var fjölmennari en nokkru sinni fyrr, var lýst einhuga stuðningi við lausn í meginatriðum samhljóða þeirri. sem nú hefur verið ákveð- in. Svipaða meðferð hefur málið fengið innan allra annarra flokka. Engum var þess vegna komið að óvörum við alþingis- kosningarnar nú í júní. Málið hafði verið íhugað betur en nokkuð annað, það lengur rætt og rækilegar útskýrt fyrir þjóð- inni en dæmi eru til um önnur deiluefni sem núlifandi kynslóð íslendinga hefur tekið ákvörð- un um. ★ Vilji þjóðarinnar var og alveg ótvíræður. Nær þrír fjórðu hlut- ar kjósenda lýstu stuðningi sín- um við málið en einungis röskur einn fjórði var á móti. Þess vegna er beinn fjandskapur við lýðræði og rétta stjórnarhætti að halda lengur uppi andófi við það mál, sem þjóðin hefur lýst jafn greini- legum stuðningi sínum við, að svo rækilega athuguðu máli. Framsóknarmenn gera sér auð- vitað allt þetta ljóst. Barátta þeirra nú miðast þess vegna ein- göngu að því að reyna að afla sér atkvæða í haust með andófi við málið á meðal þeirra, sem kusu flokkin í sumar vegna and- stöðu sinnar við það en eru flokknum ella andvígir. Þetta gera Framsóknarmenn m. a. und- ir yfirskini þess að leita hafi átt samkomulags um málið. Vilji sjálfra þeirra til sam- komulags var þó ekki meiri en svo, að þeir greiddu atkvæði á móti þinglegri meðferð málsins, þó að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefði þegar kosið þingmeirihluta, sem hafði lofað afdráttarlausum stuðningi við það. Framsóknarmenn sýndu í þessu sem öðru, að þeir hugsa eingöngu um viðhald forréttinda sinna en skeyta engu vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Hvað sem um fortíðina er, þá er málinu nú að allra dómi ráð- ið til lykta. Allir sannir unnend- ur lýðræðis og réttlætis gera sér það að sjálfsögðu ijóst. Þeir munu því hafa að engu tilraunir til að draga athygli manna frá þeim verkefnum, sem nú bíða úrlausn- ar og þjóðin þarf að segja til um í næstu kosningum, hvernig hún vill að leyst verði. HEIMSÓKNIR BLAÐAMANNA Heimsóknir erlendra blaða- manna vekja að vonum athygli. Enginn efi er á því, að heimsóknir þessar geta orðið málstað ísiendinga í land- helgismálinu til aukins skilnings og til vaxandi þekkingar á hjg- um okkar. Á þetta tvennt hefur mjög skort. Brezku blaðamenn- irnir fóru ekki duit með það síð-i ustu daga dvalar sinnar hér, að þeir litu þjóðina og málstað henn ar mjög öðrum og skilningsbetri augum en þeir í fyrstu höfðu gert,- í ferðalok var því hreyft af hálfu hinna brezku blaðamanna, að æskileg væri svipuð heimsókn íslenzkra biaðamanna til Bret- lands. Málstaður íslendinga er svo góður, að í slíkri för höfum við allt að vinna en engu að tapa. eyjandi dýr Dýragarðar hafa hjargað möirg- um dýrafeg'undum frá . uf rýmingu U M þessar mundir eru 100 ár liðin síðan hinn frægi dýragarður í Kaupmanna- höfn var stofnaður og í til- efni þess verður. haldið þar, nú í lok ágústmánaðar, þing framkvæmdastjóra dýra- garða víðs vegar um heim. Margir munu, að óhugsuðu máli, telja hlutverk dýra- garða fyrst og fremst það að vera forvitnum áhorfendum til augnayndis og skemmtun- ar — en þeir hafa öðru hlut- verki að gegna, sem telja má mikilvægara: Að sporna gegn algerri útrýmingu sjaldgæfra dýrategunda. — Óhætt mun að fullyrða ,að mikið hafi áunnizt í þessari viðleitni, og hefir verið góð samvinna á þessu sviði milli dýragarða og náttúrustofnana vjðs veg- ar um heim. f tilefni fyrrgreinds afmælis dýragarðsins í Kaupmannahöfn og þings þess, sem haldið verður þar í borg, birti blaðið „Dagens Nyheder" á dögunum viðtal við Svend Andersen, forstjóra garðs ins, þar sem hann ræðir einkum hið síðarnefnda hlutverk dýra- garðanna og þann árangur, sem náðst hefir í að forða deyjandi dýrategundum frá algerri glöt- un. — Fara hér á eftir kaflar úr þessu viðtali, í lauslegri þýð- ingu. ★ • Forstöðumenn dýragarða hafa lengi litið á það sem hið göfugasta hlutverk slíkra stofn ana að sporna gegn útrýmingu sjaldgæfra dýrategunda, segir aðeins 20 „pör“ utan dýragarða. Svend Andersen. — ug pær eru hreint ekki svo fáar dýrategund- irnar, sem bjargað hefir verið frá glötun fyrir þeirra tilverknað. Liggi það Ijóst fyrir, að útrým ing einhvers dýrs sé yfirvofandi, gera dýragarðarnir samstillt á- tak til þess að koma í veg fyrir, að svo verði. En tvennt er til í þeim efnum. Ef dýrið hefir ákjós anlegust skilyrði til þess að lifa á þeim stað, sem það er, hafa dýragarðarnir samtök um að láta það vera þar í friði. ★ • Þannig er það t.d. með Java- nashyrninginn. Af honum eru aðeins til um 40 dýr, sem lifa á skaga nokkrum og eru undir eft- irliti alþjóða náttúruverndarráðs ins. Skagi þessi er mjög afskekkt- ur og einangraður, og hefir skot- mönnum ekki reynzt greiður gangur þangað, en nashyrningur þessi er mjög eftirsóttur vegna horns síns. Það hefir verið malað og selt í Austurlöndum sem duft — og hafa menn þar þá trú, að hornduft þetta sé þeirrar náttúru að geta gefið gömlum manni æsku sína á ný. Það þarf því ekki að ganga að því gruflandi, að eftir- spumin er mikil og verði þar af leiðandi lítt í hóf stillt — og hver vill ekki nokkuð gefa fyrir að heimta aftur horfna æsku? Rottur ógna risaskjaldbökunum En svæði það, sem viðkomandi dýr lifa á, er aftur á móti svo lítið, að þeim getur ekki fjölgað þar eðlilega, þá koma dýragarð- arnir til skjalanna og „grisja" hjörðina. — Til þess að tryggja viðkomuna, hafa dýragarðarnir samþykkt, þegar um mjög sjald- gæf dýr er að ræða, að kaupa þau því aðeins, að þeir geti feng- ið bæði karl- og kvendýr. — Orr sökin til þess, að við urðum að láta hinn fáséða panda-björn eða bambus-björn, sem var til sýnis hér í garðinum á árunum, segir Svend Andersen, var einmitt sú, að ókleift reyndist að útvega hon- um maka. — Hann fór til London og þar gera menn ráð fyrir að fá bráðlega maka handa honum — svo þessu sérstæða dýri ætti einnig að vera bjargað. Heimkynni bambus-björnsins er í Kína, nálægt landamærum Tíbets, en talið er, að stofninn sé nú aðeins um 20 „pör“. -k • Það var einnig dýragörðunum að þakka, að Evrópu-vísundinum varð forðað frá útrýmingu, en það mun hafa verið á fyrri stríðs- árunum, að- vísundurinn mætti sínu endadægri í hinni frjálsu náttúru. Er hann því aðeins til í dýragörðum nú, m.a. í Ilöfn. Ættingja vísundsins, moskus- uxanum, hafði á sínum tíma nær verið útrýmt úr heimkynnum hans á Grænlandi, en þá sam- þykktu dýragarðarnir, fyrir frum kvæði prófessors Adofs Jensens, að hætta að verða sér úti um ný „eintök“ og sleppa aftur þeim, sem í görðunum voru. — Reynd- ar höfum við moskus-kálfa hér í garðinum, en það er með sér- stöku samkomulagi við aðra dýra „Pére Davids-hjörturinn“ — aðeins til í dýragörðtam. garða, á þeim forsendum, að dýr- ið sé á sinn hátt „danskur borg- ari“. Villihestinum, eða prwewalski- kestinum svonefnda, var einnig bjargað af dýragarði á sínum tíma — og þess vegna getum við séð hann hér í garðinum enn í dag. — Nýlega var gerður út leið angur til heimkynna viUihestsins á Galapagos-eyjum. í Mongólíu, flogið i þyrlu yfir svæðið. En enginn villihestur var þar lengur sjáanlegur, og teija menn hann því útdauðan, ef frá eru taldir þeir fáu \einstaklingar, sem til eru í dýragörðum. Á • Fyrir um það bil 20 árum virt- ist hinn svonefndi stökkhafur (bontbuck) véra að deyja út. Þá var stofninn aðeins 27 einstakl- ingar, og ef heimkynni hans í Suð ur-Afríku hefði þá ekki verið einangrað og friðað væri þetta dýr vafalaust ekki lengur til. — Nú eru hins vegar um 400 „i>ör“ af stökkhöfrum á friðunarsvæð- inu í Suður-Afríku — og þaðan fær dýragarðurinn okkar bráð- lega eitt par að gjöf, í tilefni 100 ára afmælisins. Nú kunna einhverjir að segja, að það sé heimskulegt að flytja dýr, sem lifa góðu lífi í gömlum heimkynnum sínum, í dýragarða. En því er alls ekki svo varið, held ur er það gert í öryggisskyni. Iíugsum okkur bara, ef hjörðin smitaðist kannski af skæðum sjúk dómi — og öll dýrin lægju í valn um að skömmum tíma liðnum. — Þá væri of seint að iðrast. • Hinn svonefndi „Pére Davids- hjörtur“ er eitt þeirra dýra, sem eru algerlega útdauð í hinni frjálsu náttúru, en þess má geta, að þeir þóttu á sínum tíma hið mesta „stáss“ í hinum keisaralegu görðum í Peking og það var ein- mitt þar, sem hertoganum af Bed- ford tókst að ná í „hjón“ — tvö af síðustu dýrunum — og hafa með sér heim til Englands, en þaðan eru komin þau „eintök“, F-ramh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.