Morgunblaðið - 13.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.1959, Blaðsíða 19
T'Immtudagur 13. agúsf 1959 WORCr/)VBtlÐÍÐ 19 Flotinn í síld fyrir Austurlandi í GÆR var komið bezta veður á miðunum fyrir Austurlandi o« streymdu síldarskipin út. Bárust fréttir um að þau hefðu flest eða öll verið í síld sem sums- staðar hefði vaðið, en víðast þó ekki. Fréttaritari blaðsins á Norð firði símaði, að bezta svæðið mundi vera frá 15—30 sjómíl- um SA frá Skrúð. Einnig höfðu bátar kastað 18—24 sjómílur SA af Norðfjarðarhorni. Munu engin skip hafa verið fyrir norðan Langanes, enda var þar hálfgerð bræla í gærkvöldi. Til Norðfjarðar komu þrír bát- ar með síld í söltun: Muninn II með 250 tunnur, Glófaxi með 400 tunnur og Guðmundui frá Sveins eyri með 150 tunnur. Stapafell kom með 350—400 mál af Revð- arfjarðarsíld í bræðslu Var í gær kvöldi að verða lokið bræðslu í síldarverksmiðjunni Er nú bii- ið að bræða þar kringum 40 þús. mál alls, og salta í um 20 þús. tunnur. Til Vopnafjarðar komu í gær — Alþingi Frh. af bls. 3 ráðstafanir til þess að borinn verði sendur til Krýsuvíkur nú á næstunni? Ef svo er, þá hve- nær borinn sé væntanlegur tii Krýsuvíkur? Ég taldi ekki ástæðu til að bera þessa spurningu fram sem sérstaka fyrirspurn á þingskjali, en vil af þessu gefna tilefni, og þar sem ég þykist þess fullviss, að hæstvirtur forsætisráðherra sé kunnugur gangi þessa máls, vænta þess að hann sjái sér fært að gefa svör við því, sem ég hefi óskað eftir. Vinsældir eða skynsemi? Karl Kristjánsson kvað seina- gang á málinu hjá stjórnarvöld- unum og taldi óþarft að þingið fengi það til meðferðar aftur. Málið væri svo vinsælt, að sér- stök ástæða væri fyrir stjórnina, að vinna duglegar að framgangi þess. Emil Jónsson kvað fleira skipta máli en vinsældirnar og væri ekki úr vegi að hafa líka í huga hvað skynsamlegt mætti telja. Enn lægi ekki fyrir fullnaðar- skýrsla frá jarðhitadeild raf- orkumálaskrifstofunnar .og skorti því enn á að undirbúningur væri fullnægjandi. Þá væri engan veg inn ástæðulaust að Alþingi yrði falið að ganga endanlega frá málinu og m. a. leggja á ráðin um útvegun fjár til kaupa og reksturs borsins. Hann svaraði fyrirspurn M. M. á þá leið, að hann hefði léð máls á því við bæj aryfirvöldin í Hafn- arfirði, að borinn yrði tekinn til notkunar í Krýsuvík, þegar Reykjavíkurbær lýkur borunum sínum og mundi það væntanlega verða svo. Matthías Matthíasson þakkaði fyrir þessar upplýsingar og fagn- aði því, ef innan skamms yrði unnt að hefja frekari rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík. Fléiri kvöddu sér ekki hljóðs um málið. 4 skip, Auður, Áskell, Marz og- Jón Kjartansson, með samtals 1816 mál í bræðslu. Veiddist síldin djúpt í Reyðarfirði. A Vopnafirði hefur verið lítið um löndunartafir að undanförnu, þó aðeins sé eitt löndunartæki þar. Verksimðjan bræðir 2500 mál á sólarhring, en þrær taka 20 þús. mál. Alls hefur verksmiðjan brætt í sumar um 80 þús. má'. Til Seyðisfjarðar komu þesfi skip: Ásúlfur ÍS með um 200 mál, Ófeigur III VE. með 380 mál, Gjafar VE með 400 má' og Sunnutindur með 350 mál. Var þetta smásíld, sem veiddist suð- ur af Reyðarfirði og Fáskrúðs- firði. Er blaðið átti tal við Seyð- isfjörð um 9 leytið var verið að landa úr Helgu RE um 500 mál- um og Askur KE beið með um 250 mál. ÞAÐ var lítiff um aff vera á síldarplaninu í Neskaupstað í fyrradag, er þessi mynd var tekin þar. Þá var bræla á mið- unum og þó bátarnir væru aff leggja frá einn og einn, komu þeir flestir fljótlega inn aft- ur. 60 bátar lágu inni á Norff- firffi frá því á laugardag og þangaff til í gærmorgun. Voru haldnir dansleikir á föstudag, sunnudag, mánudag og þriðju- dag, og urffu hvergi nokkrar minnstu óspektir, þó 6—700 affkomumenn væru í bænum. Sama var aff segja á Eskifirffi, þar voru um 40 bátar inni í fyrrakvöld og haldnir dans- leikir, en varla sá vín á nokkr- um manni. Er þetta ísl. sjó- mönnum til verðugs hróss. I gær komu bátar meff sölt- unarsíld til Norfffjarffar og hefur þá aftur færst líf og fjör í söltunarstöðina. — Ljósm. jha Milljónaprinsmn og kœrasta hans í feluleik KRISTIANSAND í Noregi, 12. ágúst (Reuter). — Bandaríski milljónaprinsinn Steven Rocke- feller og norska kærastan hans hafa falið sig á einhverri hinna fjölmörgu smáeyja í norska skerjagarðinum. Þau voru orð- in þreytt á sífélldri ásókn blaða- manna, sem höfðu sett hús Ras- mussen-fjölskyldunnar í Sögne í stöðugt umsátur. í felum Á sunnudaginn tókst kærustu- parinu að komast undan og villa svo um fyrir blaðamönnunum, að þeir hafa ekki hugmynd um hvar þau eru niður komin. Steven og kærastan hans létu sem þau ætl- uðu upp í fjallahótel norðar í Noregi og óku þangað, en þaðan munu þau aftur hafa farið með annarri bifreið suður á bóginn. Blaðamennirnir eltu þau til fjalla hótelsins og ætluðu að hefja sama umsátrið um það, en þá voru þau Stevens og Maria löngu á bak og burt og er þegar sýnt, að ómögulegt verður að hafa upp á þeim, því að eyjarnar í skerja- garðinum við Suður-Noreg eru mörg hundruð talsins. 100 manna veizla Steven og Maria verða gefin saman í Sögne-kirkju þann 22. ágúst. Er nú þegar byrjað að Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 80 ára afmæli mínu þann 6. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Sigurlinadóttir, Lönguhlíð 19. flikka kirkjuna upp, þvo hana hátt og lágt og bera ofnsvertu á kolaofn kirkjunnar, svo hann gljái eins og spegill. Faðir brúðgumans, Nelson Rockefeller ríkisstjóri í New York, er væntanlegur til Noregs um næstu helgi. Hann ætlar að dvelja rúma viku í Noregi. Hald- in verður vegleg brúðkaups- veizla og er búizt við að um 100 manns sitji hana. — Lögreglan Framh. af bls. 1. og áreitnisfullur, hafði lögregl- an engin umsvif, en dreifði hópnum með kylfum og sterkum vatnsbunum úr brunaslöngum. Við kylfuárás lögreglunnar meiddust nokkrir menn. Sér- staklega er vitað um einn mann, sem—meiddist á höfði og missti meðvitund. Sáu menn að blóðið lagaði úr höfði hans. Varð að aka honum brott í sjúkra- bifreið. Þótt mótþrói manna í Little Rock hafi þannig verið brotinn á bak aftur og svertingjar þannig unnið mikilvægan sigur í kyn- þáttastríðinu eru margir hræddir um að sá sigur kunni að verða skammvinnur, því að atburður þessi og yaldbeiting lögreglunn- ar kunni að æsa hvíta menn upp í Suðurríkjunum. Lokað vegna jarðarfarar milli kl. 1—4. Váiryggingarfélasgið h.f. Trolle & Rothe h.f. Maðurinn minn, ODDGEIR HJARTARSON rafvirk, Vestmannaeyjum, lézt þriðjudag. 11. ágúst á Landspítalanum. Jarðarförin ákveðin síðar. Ásta Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur Minningarathöfn fer fram í Hallgrímskirkju föstudag. 14. þ.m. kl. 11 f.h. Móðir okkar, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Byggðarhorni andaðist þann 10. þ.m. Jarðarförin fer fram laugard. 15. ágúst frá Selfosskirkju kl. 3 s.d. Sama dag verður kveðju- athöfn frá Dómkirkjunni kl. 10,30 árdegis, sem verður útvarpað. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðið. Bíl- ferð verður frá Bifreiðastöð Islands kl. 1. Börnin GUÐRtJN VIGFÚ SDÓTTIR Grettisgötu 36 B andaðist aðfaranótt hins 12. ágústs í Landspítalanum. Vandamenn Jarðarför bróður okkar, JÓNATANS HALLGRlMSSONAR sem andaðist 8. ágúst, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði, föstudag. 14. ágúst kl. 2 e.h. Haiidór Hallgrímsson, Jóhannes Hallgrímsson Hjartkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR BJARNASON frá Seyðisfirði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 14. ágúst kl. 3. Blóm afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar líknarstofnanir. Fyrir mína hönd, barna, barnabama og tengdabama. Ingibjörg Ólafsdóttir Maðurinn minn JÓN SIGUBÐSSON sem andaðist að heimili sínu Óðinsgötu 17 A 5. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 14. þ.m. kl. 1,30. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna. Ásgerður Guðmundsdóttir Innilegar þakkir færi ég öllum, sem auðsýndu mér og börnum mínum samúð og vinarhug við fráfall og jarðar- för konu minnar, RAGNHEIÐAR HALLGRlMSDÓTTUR KRÖYER Haraldur Kröyer Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar, JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR Aðalbjörg Jónsdóttir, Jenný Stefánsdóttir, Guðrún A. Guðjohnsen, Jón Alfonsson Þökkum hjartanlega alla samúð við andlát og jarð- arför konunnar minnar og móður okkar, GUÐNÝJAR PÁLSDÖTTUR Vesturvegi 20, Vestmannaeyjum Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunar- liði handlækningadeildar Landspítalans fyrir alla um- hyggju og hjúkrun í veikindum hennar. Þorgrímur Guffmundsson og börn I Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför dóttur minnar, RAGNHILDAR GEIRSDÓTTUR Sérstaklega vil ég þakka systrunum Hrefnu og Ástu Geirsdætrum, fyrir veitta hjálp. Neríður Ketilsdóttir, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.