Morgunblaðið - 13.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1959, Blaðsíða 16
16 Monnuwnr, aðið Fimmtudagur 13. ágúst 1959 „Hvernig hefur yður liðið í Leopöldville?“ spurði Sewe. „Vel, þakka yður fyrir. Ég hefði átt að heimsækja yður. — Pómósa er orðinn ennþá fal legri“. „Þér ættuð að sjá hinar stöðv- arnar! Við erum nýbúnir að reisa barnaheimili við fljótið. — Þér verðið að sjá það“. „Það vildi ég gjarna". Hún virtist annars hugar. Hún beið eftir spurningu, en þegar ekki varð af þvi, hélt hún áfram. „Ég kom hingað, herra prófess- or, af því að ég er hrædd um yður“. ‘ „Hrædd um mig?“ „Það er verið að vinna eitt- hvað gegn yður“. „Hver ætti að vinna eitthvað gegn mér?“ „Það veit ég ekki sjálf. Ég hef aðeins heyrt undarlegt þvaður". „Það er margt skrafað". Hún horfði fram fyrir sig eins og hún væri hrædd við að mæta augnaráði hans. „Ég fer oft í „Perroquet“. „Hvað er Perroquet?" „Vinstofa. Þangað sækja marg ir, sem eiga einhvern þátt 1 nám- unum. Aðallega úran“. „Og hvað meira?“ „Síðustu dagana hef ég heyrt nafn yðar nefnt hvað eftir ann- að“. Hún brosti. „Nafn yðar heyr ist oft nefnt, herra prófessor, en ekki í „Perroquet“-vínstofunni Og svo er annað — fólk talaði öðr.u vísi en annars er talað um yður. Það" talaði ekki með ást og virðingu. Það var hvíslað. Það var talað fjandsamlega. Ég veit ekki, hvernig ég á að skýra það“. „Getið þér munað nákvæmlega nokkra sérstaka athugasemd, Lúlúa?“ „Nei“. Hún krosslagði hand- leggina á brjóstinu eins og hún var vön áður fyrr, þegar hún dvaldist með ættstofni sínum. Presturinn virti stúlkuna fyrir sér. Hugsanir hans virtust hvarfla langt frá því, sem hann hafði nýlega heyrt. Hún fann, að hann var ekki að hugsa um sjálf an sig. Hann mælti: „Þér hafið þroskazt dásamlega, Lúlúa. Þér eruð orðin þroskuð og hyggin. Hvað hefur gerzt með yður?“ „Það byrjaði hérna hjá yður, herra prófessor“, sagði hún. „Síð an hitti ég mann, sem hefur lát- ið sér annt um mig. Allt, sem ég veit og er, á ég honum að þakka. Þess vegna er ég kyrr hjá hon- um, þótt ég viti, að hann yfirgef ur mig einn góðan veðurdag“. „Er það hvítur maður?“ spurði Sewe. Sníðadama Vön sníðadama óskast strax Upplýsingar ekki gefnar í síma. Barnafatagerðin s.f. Vesturgötu 25. Hárlagningavökvi í Franska hárlakkið komið aftur Bio Dop rauðu og hláu túburnar Polycolor Allir litir irrmTin Bankastræti 7 „Það er hvítur maður, sem er litblindur. Eins og þér“, bætti hún við. „En auðvitað líka allt öðru vísi. Ég get ekki útskýrt það“. Hún stóð upp. „Ég kom ekki hingað mín vegna. En ég varð að segja yður------“. Hún þagnaði. Að baki hinum háu pálmum, sem litu út eins og gíraffar, kom maður í ljós. Hann stefndi að húsi Sewes. „Verið þér varkár“, hvislaði Lúlúa að prestinum. Hann rétti henni höndina. Þegar hún hljóp niður þrepin, lenti hún nærri því í fanginu á komumanni. Hermann Wehr staðnæmdist frammi fyrir Sewe. „Herra Sewe prestur?“ sagði hann. ,,Ja . „Hermann Wehr, verkfræðing- ur“. , „Þér talið þýzku?“ „Já, ég er Þjóðverji. Ég er ætt aður úr heimalandi yðar, Slesíu, herra prófessor“. „Það gleður mig að sjá yður. Viljið þér gera svo vel að fá yð- ur sæti“. Nokkrar mínútur liðu við end- urminningar um hið horfna heimaland. Hermann talaði í ákafa, eins og hann væri nýkom- inn frá Slesíu. Presturinn virtist líka vera með allan hugann við æskustöðvar sínar. Hermann virti prestinn fyrir sér. Hann hafði hugsað sér „Engil Kongó“ allt öðru vísi, enda þótt hann hefði séð myndir af hon- um. Það var ekkert í fari þessa stóra, sterka manns, í hinum víðu léreftsfötum, sem benti á, að hann lifði utan við heiminn. — Hann var enginn draumóramað- ur, sem hægt var að vefja um fingur sér. „Ég vinn fyrir „Société Congo- laise de l’avenir", sagði hann. Frófessorinn virtist ekkert kannast við nafnið. „Það er fallegt nafn“, sagði hann. „Kongófélag framtíðarinn ar“. Hann brosti. „Við vinnum svo að segja að sama markmiði". „Vissulega“, sagði Hermann fljótt. „Félag mitt hefur mikinn áhuga á áformum yðar. Reyndar i ekki algerlega í óeigingjörnum tilgangi. Við þurfum faglærða starfsmenn. Því betri sem lífs- skilyrði innfæddra manna verða, því auðveldara verður að fá þá“. „Þér eruð hreinskilinn, herra verkfræðingur“. „Hvers vegna ekki? Ég ætla ekki heldur að leyna yður því, herra prófessor, að við höfum áhuga á að styðja áform yðar inni í landi“. „Inni í landi?“ „Er það ekki rétt, að þér hafið í hyggju að stofna fleiri nýlend- ur inni í miðju Kongó?“ „Það eru sannarlega loftkast- alar enn sem komið er. Við erum ánægðir, ef við getum ^afnað nægu fé til að halda við jorpum okkar hérna í Kwangó“. „Og ef yður byðist tækifæri til að reisa stærri og fallegri ný- lendu lengra inni í landi. hvað segðuð þér um það?“ „Stærri og fallegri nýlendu? Vissulega væri það gott, ef það yrði ekki á kostnað þeirrar, sem nú er“. Hann er þá ekki viðutan, hugs aði Hermann. Skyldi hann gruna, að úranmálmgrýti hefur fundizt í héraði hans? „Við skulum setja sem svo, að félag mitt hefði áhuga á þessu svæði hérna------“ „Þá hefði það slæmar líkur“. „Er einn hluti landsins ekki jafn mikilvægur og annar í yð- ar augum?“ „Við vorum áðan að tala um heimaland okkar, Slesíu, herra verkfræðingur. Slesía er í Þýzka landi. Samt sem áður er Slesía eitthvað meira en Þýzkaland, bæði í yðar og mínum augum, og meira en Evrópa. Hefðuð þér farið til Berlínar, til Brússel og meira að segja til Afríku, hefðuð þér ekki verið rekinn úr Slesíu?“ Hann beið ekki eftir svari Her- manns. „Jæja, sjáið þér til. Ég myndi ekki fara burt héðan — nema ég væri rekinn héðan með valdi“. „Og ekki þótt yður opnaðist trúboðssvæði, sem er stærra en I þetta og þar sem innfæddu mennirnir hefðu meiri þörf fyr- ir yður?“ Sewe hafði horft upp fyrir sig. Skyndilega sneri hann sér að Hermanni. Hann lagði báða hnef ana á hið lága borð. „Ég hef búizt við yður, herra verkfræðingur", sagði hann. — „Yður eða einhverjum öðrum. Ég veit, að það hefur fundizt úr- an í Kwango. Kwango er stórt. Ég get ekkert ráðið við, að það verði ríotað. En í þessu héraði verður ekki byrjað á neinum námum á meðan ég er á lífi“. „Hvað hafið þér á móti nám- um, herra prófessor? Innfæddu Útsala Útsala MikiII afsláttur KÁPUR — KJÓLAR PILS — PEYSUR og fleira. Kápu & Domubúðin 15 Laugavegi 15 mennirnir yðar fengju vinnu í þeim“. „Og innu að því að framleiða málm, sem sprengjur eru búnar til úr“. „Hafið þér aldrei heyrt getið um kjarnorku til friðsamlegra nota?“ Hann þagnaði snöggvast. „En þér lifið í yðar eigin heimi. Þér vitið ekkert um samningana milli belgisku stjórnarinnar og Anglo-amerísk-kanadiska félags- ins. Til ársins 1950 eiga þessi þrjú veldi 90 hudraðs hluta af Kongó-úraninu. Það er að segja, því úrani, sem þegar er fundið“. „Hvað eigið þér við með því?“ „Ný-fundin úransvæði falla ekki undir þann samning. Hið nýja úran myndum við eingöngu nota í friðsamlegum tilgangi“. Sewe hallaði sér aftu. á bak í stólinn aftur. „Þér álítið mig draumóra- mann, herra verkfræðir.gur. Ég er enginn draumóramaður". —. Hann teygði úr hinum langa handlegg sínum í áttina til þorps ins. „Draumóramaður hefði ekki getað reist þetta þorp. Og þar sem ég er ekki draumóramaður, hef ég ekki trú á „friðsamlegum tilgangi“. Það hefur verið talað of mikið um vopn, sem eru í „friðarþarfir". Hér er ég og hér verð ég“. Hann reis á fætur. —. „Skyldu sprengjur einhvern tíma falla á þetta friðsama land, þá skulu það ekki verða sprengjur, sem eru upprunnar í þessum jarð vegi“. Hermann var líka staðinn upp. Hann var hár og herðabreiður, en honum fannst hann þó vera lítill og grannur í sambandi við prestinn. „Mér þykir það leitt, að þér leyfið mér ekki svo mikið sem að gera yður tilboð“, sagði hann. „Mig furðar líka á því, að þér talið um þetta svæði eins og það væri yðar eign. Eftir því, sem mér er kunnugt, þá hefur vel- gerðafélagið „Adam-Sewe-félag- ið“ umráð yfir því. Eruð þér viss um, að þeir, sem styðja það með fjárframlögum, líti sömu augum á þetta eins og þér sjálf- ur?“ aiUtvarpiö u r L ú 1) Tómas, viltu segja mér, hvað gengur eiginlega á — hvar Rík- haröur er, og .... ? Þarna kemur hann — ásamt I að sjá þig. Ætlarðu kannski að sýslumanninum. koma með okkur upp á fjallið? 2) Sæll, sýslumaður — gaman 3) Markús — ég held við þurf- um ekki að klífa fjallið — núna! Hafið þér þá fundið gimstein- ana? Fimmtudagur 13. ágústs 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. 8,40 Tónleikar. — 10.10 Veður* fregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Á frívaktinni“, sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, tU- kynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — (19. 25 Veðurfregnir). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Indíánar í Norður-Amer- íku og lifnaðarhættir þeirra. (Sr. ' Hákon Loftsson). 20.55 íslenzk tónlist. Lög eftir Sigfús Einarsson. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. I. lest- ur. (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hreinlæt- ið“ eftir Evu Ramm, II. (Frú Álf- heiður Kjartansdóttir). 22.30 Sinfóniskir tónleikar: Brahms: Sinfónía nr. 3 I f-dúr. Hljómsveitin Philharmonia leikur. Otto Klemperer stjórnar. 23.05 Dagskrárlok. Föstudagur 14. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar.) 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, til- k ). — 16,30 Veðurfr. 19.00 IÞingfréttir. — Tónleikar. (19. 25 Veðurfregnir). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Málaferlin gegn Zacco og Vanzetti. (Bárður Jakobsson, lög- fræðingur). 20.55 Tónleikar. Hollywood Bowl hljóm sveitin leikur lög eftir Carl Bohm, De Curtis, Toselli o. fl. Carmen. Dragon stjórnar. 21.10 Ítalíubréf frá Eggert Stefánssyni: í ítölskum útgerðarbæ. (Andrés Björnsson flytur). 21.25 Þáttur af músíklífinu. (Leifur “ t»órarinsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hreinlæt ið“ eftir Evu Ramm, III. (Frú Álf- heiður Kjartansdóttir). 22.30 Á léttum strengjum: Errol Garner og hljpmsveit Ray Martin leika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.