Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 2
2 Monrrwnr 4ðið Fimmtudagur 20. agust 1959 Slæmt veibiveður NESKAUPSTAÐ, 19. ágúst. — Bræla og lélegt veiðiveður er nú á síldarmiðunum. Margir bátar eru á leið til lands með smá- slatta eða tómir. 1 dag hafa land- að hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins Einar Þveræingur 600 mál- xim og Guðmundur á Sveinseyri 600 málum. Hafa þeir beðið lönd- unar frá því fyrir helgi og eru þrær verksmiðjunnar núi fullar og verður ekki tekið á móti síld fyrr en á morgun. Hér hefur ver- ið saltað úr tveimur bátum síðast liðinn sólarhring. Þráinn kom með 240 tunnur í salt, 112 til frystingar og 85 mál í bræðslu, og Goðaborg með 109 tunnur í salt, 70 í frystingu og 40 mál í bræðslu. Auk þess er byrjað að salta úr Snæfellinu, sem kom hingað með 250 tunnur. Faxa- borg og Amfirðingur hafa til- kynnt komu sína hingað, en ekki er vitað hve afli þeirra er mikill. VOPNAFIRÐI, 19. ágúst. — í nótt sem leið og í dag hafa nokkrir bátar komið hingað með síld úr Norðfjarðardýpi. Afla- hæstir voru Jón Finnsson með 596 mál og Víðir II með 560 mál. Fimm bátar komu með síld til söltunar og var saltað í nótt og í dag. Verksmiðjan hér á Vopnafirði hefur nú tekið á móti 103 þús- und málum til bræðslu og er lokið bræðslu á 87 þúsund mál- um af því og er nú 4000 mála þróarrými. Þyrill kom í gær og tók 500 tonn af lýsi til Hjalteyr- ar. Er það í annað skipti sem tankurinn hér verður fullur, en hann tekur 1400 tonn. — Verk- smiðjan hefur framleitt rúm 1900 tonn af lýsi og svipað af mjöli. ESKIFIRÐI, 19. ágúst. — Eftir- talin skip hafa komið hingað með síld til söltunar í nótt og í dag: Guðbjörg GK 250 tunnur, Gullfaxi NK 540 og 60 t il fryst- ingar, Sigurður Bjarnason 200 og Guðfinnur 500 tunnur. Hjá sölt- unarstöðinni Auðbjörgu hér á staðnum hafa nú alls verið salt- aðar 3750 tunnur. Þessir bátar hafa komið með síld í bræðslu í gær og í dag: Jón Kjartansson hefur komið tvisv- ar með samtals 1050 mál, Marz RE með 257 og Kambaröst SU með 100. Alls hafa verið brædd hér 15000 mál í sumar. Tveir bátar komu með síld til frystingar: Bergur VE með 40 tunnur og Þorlákur með 80. Nú er bræla úti fyrir og eru bátarnir sem óðast að tínast inn. Kort þetta af vegakerfinu á Vestfjörðum sýnir, hvar verið er að leggja veg úr Vatnsfirði yfir í Arnarfjörð (punktalínan) og annan úr Djúpi (breiða strikið frá Mjóafirði áleiðis í Ögur) ( s s s s s s j s s s s \ s s s j s I s j I j s s j s s i s j s s i Sagt um landsleikinn — Glefsur úr áönskum b'.ö^um HÖRÐUR Felixson lét svo ummælt eftir leikinn, að bæði liðin hefðu leikið tölu- vert betur, en síðast er þau áttust við í Reykjavík. Taldi hann Danina hafa átt meira í leiknum úti á vellinum, en hættuleg marktækifæri hefðu verið svipuð hjá báðum. © Línuverðirnir, er voru sænskir, voru mjög hrifnir af íslenzka liðinu og sögðust nú vel geta skilið, hvernig Norð menn fóru að tapa fyrir því í -Reykjavík. © Hinn kunni danski milli- ríkjadómari, Carl Fr. Jörg- ensen, sagði eftir leikinn, ,Eitt er víst, að álit mitt á íslenzkri knattspyrnu hefur gjörbreytzt. Þeir stóðu sig mun betur en ég hafði get- að gert mér í hugarlund.“ © Formaður KSÍ, Björgvin Schram, sagði eftir leikinn, að hann hefði aldrei séð ís- lenzkt iið leika betur. © Þjálfari landsliðsins, Karl Guðmundsson, var mjög á nægður með frammistöðu sinna manna. Sagði hann, að hver og einn hefði gert sitt ýtrasta. íslendingarnir hefðu ekki eingöngu sýnt mikinn baráttuvilja, heldur oft sýnt góðan samleik, sem skapaði hættuleg tækifæri. ' © Helgi Daníelsson, er vakti mikla athygli fyrir frábæra markvörzlu, var mjög ánægð- ur eftir leikinn, og sagði, að það hefði glatt sig einna mest, hversu .viðbrögð áhorfenda voru vinaleg. S s s s s s s s s s ) s s s s s s s s s s s s s s s s s s ) s s s s s s s s j s s s s s Landsliðsþjálfarinn, Karl Guðmundsson, fagnar leikslokum ásamt Heiðari Ársælssyni og Helga Daníelssyni. Akvegasamband að skapast við megin- hluta Vestfjarða NÚ Á NÆSTUNNI mun merkur áfangi nást í vegamálum, er stór liluti Vestfjarða verður tengdur aðalakvegakerfi landsins. — Eins og landsmönnum er kunnugt, eru Vestfirðir stærsta samfellt byggt landssvæði, sem ekki hefur verið í vegasambandi við aðalvegakerfi -andsins. A þessu mun bráðlega ráðin bót, því verið er nú að leggja veg úr Dynjandisvogi í Arnarfirði yfir í Vatnsfjörð á Barðaströnd, en með þeim framkvæmdum eru Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bol- ungarvík, Hnífsdalur, Súðavík og ísafjörður kominn í samband við aðalvegakerfið. Áður voru Patreksfjörður og Bíldudaiur komnir í akvegasamband. Vegamálastjóri* skýrði blaðinu svo frá í gær, að lagning þessa mikilvæga vegar héfði hafizt fyrir um 3—4 árum síðan og væri lokaspretturinn nú hafinn. Vinna 6 ýtur dag og nótt að verkinu, auk vegagerðarmanna. Vinnur einn hópur manna með 4 ýtur frá Arnarfirði og annar hópur með 2 ýtur vinnur frá Penings- dal, sem liggur inn úr Vatnsfirði. Einnig vinnur hópur manna að brúargerð við Þverdalsá, miðar verkinu vel áfram, og er áætlað að því ljúki fyrir haustið. Þar Sveinameistara- mót íslands í Stykkishólmi SVEINAMEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum fer fram í nágrenni Stykkishólms sunnud. 6. sept. n.k. Þátttaka er heimil öll- um drengjum innan vébanda ÍSÍ, sem fæddir eru 1943 og síðar. — Keppt verður í þessum greinum: 80, 200 og 800 m hlaupi; 80 m grindahl., 4x100 m boðhlaupi, há- stökki, langstökki, stangarstökki, kúluvarpi og kringlukasti. Þátt- töku skal tilkynna framkvæmda- stjóra mótsins Sigurði Helgasyni í síðasta lagi miðvikud. 2. sept. Keppendum verður séð fyrir fæði og gistingu meðan á mótinu stend ur og verður að panta það um leið og þátttaka er tilkynnt. Áætlun- arferðir eru frá Reykjavík til Stykkishólms 5. sept. kl. 1 og frá Stykkishólmi 7. sept. kl. 1. Gengið verður frá tímaseðli mótsins laugard. 5. sept. kl. 9 síðdegis, og þurfa þá fyrirliðar að vera mættir. með er stór hluti Vestfjarða kominn í vegasamband við aðra landshluta að miklu leyti. Þá er stöðugt unnið að vegalagning- unni inn úr Djúpi, áleiðis úr Mjóafirði í Ögur. Hafa jvær jarð- ýtur verið þar að verki undan- farnar vikur. VALDASTÖÐUM, 17. ágúst. — SL. föstudag og aðfaranótt laug- ardags gerði hér allmikið veður af norðri og norðaustri. Olli það allmiklu heytjóni hjá sumum bændum hér í sveitinni, þó að vísu mjög mismunandi, þar sem veður eins og þessi -eru ákafiega mishörð frá einum stað til ann- ars. Flestir áttu allmikið úti, vegna óþurrkanna undanfarið, og voru nú langt komnir með að þurrka, og koma því upp í sæti, en áttu eftir að koma því í hlöður, þar sem vannst tími til þess, enda kom hér ekki góður þurrkur fyrr en á föstudag. Og svo er komin rigning ofan í allt heyfokið áður en búið er að ná því mesta af því saman. Sumir bændur hafa misst svo skiptir tugum hesta, en aðrir lítið eða ekki neitt. Á einum bæ, Hækingsdal, sem sérstaklega er veðurhart i þess- ari átt, fauk svo mikið hey á tún- girðinguna, að girðingarstólparn ir brotnuðu undan heyþunganum. Þurfti þá ekki að sökum að spyrja, hvað af heyinu varð. Þar mun því heytjón hafa orðið all- mikið, og svo hefir víðar orðið, eins og fyrr getur. Það munu flestir skilja, hve mikið tjón það er bændum, að missa mikið af heyi úti í veðrið, ekki sízt þegar KR heldur nám- skeið í frjáls- íþróttiim FRC ÁLSÍÞRÓTTADEILD K. ,R gengst fyrir námskeiði fyrir byrj endur í frjálsíþróttum næsta hálfan má-.uð. Er það sérstaklega ætlað drer.gjum á sveinaaldri i '2 —16 ára), en að sjálfsögðu eru allir byrjendur velkomnir á ném skeiðið Aðalkennari á námskeið inu erður Benedikt ?akobsson, þjálfari frjálsíþróttamanna fé- lagsins. Honum til aðstoðar verða beztu frjálsíþróttamenn K. R., hver í sinni grein. Námskeiðið hefst á Melavell- inum fkumtudagskvöldið 20. ág. kl. 8.00, e;i heldur áfram á laug- ardaginn kl. 2 e. h. — í næstu viku verða svo 3—4 æfingar, og eins vikuna 30. ágúst 5. sept. Að námskeiðinu loknu mun deildin . gast fyrir hópferð til þátttöku í Sveinameistaramóti ís- lands, sem fram fer í Stykkis- hólmi helgina 5.—6! sept. nk. erfiðlega gengur að afla þess, eins og verið hefir það sem af er þessu sumri í þessari sveit. Frosts varð vart hér aðfaranótt sl. föstu dags, og olli það sums staðar skemmdum á kartöflugrasi. Geir G. Zoega reistur bauta- steinn FERÐAFÉLAG íslands efnir til þriggja hálfs annars dags helgar- ferða næstkomandi laugardag. Farið verður í Þórsmörk', Land- mannalaugar og til Hveravalla og Kerlingarfjalla. I síðastnefndu ferðinni verður ekið til Hveravalla á laugardag- inn. Á sunnudagsmorgun verður hverasvæðió skoðað og síðan ekið til Kerlingarfjalla. — Á leiðinni um kl. 10 fyrir hádegi verður staðnæmst við bautastein, sem Ferðafélag fslands hefur látið reisa til minningar um Geir G. Zoega, fyi rv. forseta félagsins, og fer þar fram stutt minningár- athöfn. Lagt verður af stað í allar ferðimar kl. 2 e. h. á laugardag frá Austurvelli. Allmikið heytjón í ofviðrí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.