Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 12
12 MOHfiT’xnr Fimmtudagur 20. ágúst 1959 „Hef það ekki í hyggju". „Vitið þér, hvers vegna bróðir yðar hefur komið hingað til Leo poidville?" „Á þetta að vera yfirheyrsla?" ivaraði Anton. „Þvert á móti. Ég hélt aðeins, að yður langaði til að vita---“ Anton átti erfitt með að láta lem sér stæði á sama. „Að vissu leyti —svaraði hann. Lögreglustjórinn hallaði sér nær eyra hans. Hann varð að tylla sér á tá til þess. „Það hefur fundizt úran á svæði Bewes“, sagði hann. „Það á að reyna að ná svæðinu frá Sewe með brögðum“. Nú varð Anton að taka á því «em hann átti til, til þess að æpa ekki upp yfir sig. Hann hafði ver- Ið á höndunum eftir leyndarmáli Hermanns í marga daga. Hann hafði komið sér inn undir hjá börnum Hermanns og konu hans. Hann reyndi að koma Hermanni og Delaporte til að glopra ein- hverju út úr sér. Og nú var það Verneuil löreglustjóri, yfirmaður rannsóknar-iögreglunnar í Leo- poldville, sem sagði honum for- 1) Þakka þér fyrir, að þú sett- ir tryggingu fyrir mig, Davíð. Ætlarðu að fara aftur upp að ílugvélarflakinu, Markús? málalaust, yfir tveim kampavíns glösum, hvers vegna Hermann var kominn til Kongó. Hann horfði á lögreglustjór- ann. „Hvers vegna eruð þér að segja mér þetta?“ spurði hann. Þegar Verneuil ekki svaraði, hélt hann áfram. „Það er ekki tilgangs laust hjá yður að segja mér þetta. Ég þekki yður of vel til þess, Verneuii lögreglustjóri". Litli maðurinn yppti öxlum. Ein hinna laglegu kvenna gaf sig að honum. Það var farið að dansa í stóra sainum. Zenta var að dansa við Hermann. Anton gekk út á svalirnar. Ég sel Luvin þessa vitneskju, hugsaði hann. Tuttugu þúsund — líklega er hún meira virði. En ég geri það ekki fyrr en á morgun, eða hinn daginn. Eftir ferðina með Veru. Honum varð það skyndilega ljóst, að hann vildi ekki verða af ferðinni með Veru með nokkru móti. Klukkan var sex um morgun- inn. Loftið var þungbúið og það leit út fyrir rigningu. Morgun- þokan lá yfir Leopoldville. Kóngó 2) Já, Sirrý. Ég sá dálítið á einni af myndunum frá slysstaðn- um, sem gaf mér nýja hugmynd. 3) Á meðan: — Úr því að fljótið rapn við rætur Leopold- Vue-hæðarinnar, sem hús Wehrs stóð á. „Kwamouth" og „Kisan- gani“, tvö skip með gömlu lagi, ruddu sér hægt braut gegn um leðjuna í fljótinu. Grænn gróður stóð alls staðar upp úr fljótinu. Það var engu iíkara, en að skip- in væru að fara gegn um vatn og yfir engi. Vera stóð fyrir framan húshlið ið. Uppi sváfu börnin og Her- mann. Anton hafði hringt og sagt henni, að þau yrðu að leggja af stað klukkan sex, ef oau ættu að geta komizt aftur fyrir myrk- ur til „Leo“ frá nýlendu Adams Sewe. Hún var í ljósgráum flón- elsfötum og einfaldri, hvítri treyju. Hún var með regnkápuna á handleggnum. Á höfðinu hafði hún lítinn hatt úr gagnsæju efni. Henni var hrollkalt. Klukkan var sex. Hún varð fimm mínútur yfir sex. Hún fór að vona, að hann kæmi ekki. — Hvers vegna hafði hún fallizt á að fara þetta? Hana langaði að vísu til að sjá þorp Adams Sewe, sem hún hafði heyrt og iesið svo mikið um, en það var alltaf tími til þess. Og hvers vegna gat Her- mann ekki farið með henni til Kwango-héraðsins. Hvers vegna hafði Hermann trúað „afbrota- manni“ fyrir henni? Hún hefði átt að segja nei. Hún skildi ekki * sjálfri sér. Tíu mínútur yfir sex. Hún leit upp í gluggana, sem gluggatjöldin voru dregin fyrir. Hún bjóst við, að gluggi yrði opnaður. Hermann hlaut að athuga málið á síðustu stundu. Ef hann opnaði gluggann, þá ætl aði hún að koma með afsökun og hætta við ferðina. Glugginn var ekki opnaður og gluggatjöldin héngu kyrr fyrir. Jeppi kom í ljós á krókóttu göt- unni, sem lá upp að húsinu. Anton stökk út úr vagninum. Hann var í slitnum, dökkgulum hitabeltisfötum. „Ég kem tíu mínútum of seint“, sagði hann, þegar hún rétti honum höndina. „Ég átti i erfiðleikum með að fá vagninn". Hún settist hjá honum. „Þeir vildu ekki láta mig fá vagninn nema ökumaður væri með“, sagði hann. Hún fékk sting í hjartað. „Hvers vegna vilduð þér ekki fá ökumann með?“ „Það er þægilegra að hafa það' þannig". Þau töluðu lítið saman á með- an jeppinn ók gegnum Leopold- ville og fór eftir malbikuðu stræt in til suð-austurs. Þá komu þau á. veginn, þar sem Hermann Wehr hafði tekið svörtu stúlk- una, Lúlúu, upp í bílinn. „Það er aðeins jaðarinn á Kongó „Þetta er Kongó“, sagði Anton. og dauft endurskin af hinu stóra, leyndardómsfulla landi“. Markús hefir verið leystur út, þá er víst vissara, að þú hafir auga með honum, Rikharður. Það ætla ég líka að gera, hús- Hann fór að tala um Kongó. — Hann talaði um konung Egypta- lands, Nechao, sem hafði komið til Kongó fimm hundruð árum fyrir Krists burð. Hann talaði um hinn djarfa fráskýranda Henry Morton Stanley, sem iyfti hulunni af hinni dimmu heims- álfu. Hann talaði um blámenn- ina, rpinni og stærri, og um ham- ítana, sem byggju í landinu. — Veru birtist heimur hinna átta eldfjalla, heimur hlébarðanna, nashyrninganna, antilópanna og fílanna. Hann nefndi hina viltu ættstofna í Kabongó, Bambúli- dansendurna, dómstóla Niangora, sem voru útskornir með list- fengi og ullarmarkaðina í Uele. Hvert dýr, sem mætti þeim, hvert sjaldkæft tré, sem þau sáu, nefndi han með nafni. „Þér elskið Kongó“, sagði hún, þegar hann loksins þagnaði. Hann horfði alltaf fram fyrir sig. „Já. Þess vegna hata ég úran- ræningjana og trúboðana". „Þetta er undarlegur saman- burður". „Ekki svo mjög undarlegur. — Trúboðarnir koma með menning una. Uranræningjarnir, eins og ég kalla þá, vinna að eyðingu hennar. En báðir spilla náttúru þessa lands. Hamingjan er ekki bundin við neinar reglur, sizt af öllu við menninguna. Fólkið hérna var hamingjusamt. — Það verður vitrara og ósamingjusam ara með hverjum deginum, sem líður“. „Hafið þér á móti framförun- um?“ . „Framförunum út af fyrir sig — já. Það er allt undir því kom- ið, hvert er stefnt. Við stefnum til glötunar". Hún virti hann fyrir sér til hliðar. Henni var nú sama um það, hvort hún féllst á hinar af- káralegu skoðanir hans eða ekki, en hitt var mikils um vert, að hún fann nú til míkillar, þægi legrar rósemi. Hvernig hafði henni getað dottið það í hug eitt andartak, að hann vildi gera henni illt. Maður, sem elskaði náttúruna eins og þessi dökk- hærði maður við stýrishjól jepp- ans, gat ekki haft illt áform í huga. Hún var honum líka þakk- lát fyrir það, að hann hafði ekki reynt til þess að tala persónulega við hana. Nú nam hann staðar við grímur Mukuba-ættstofnsins, sem hann ætlaði að sýna henni. Eftir fimm stunda akstur lagði Anton bilnum á markaðssvæð- inu í Kimvula. Þessar fimm klukkustundir höfðu liðið eins og það væru fimm mínútur. — Adam Sewe var heima. Hann var að koma úr skólanum, þar sem hann var að kenna hinum svörtu börnum. Anton nefndi nafn sitt. „Mágkona mín, frú Wehr“, sagði hann. Það kom bros á hið breiða and iit Sewes. „Þér komið nokkuð seint, An- tóníó“, sagði hann. „Hvers vegna hafið þér hafnað öllum heimboð um mínum?“ Vera tók eftir því, að Anton leit niður fyrir sig. Sewe sneri sér að henni. „Mágur yðar hefur gert mér mikinn greiða. Það var fyrir — var það ekki fyrir fimn' árum, Antóníó? Þá hætti ekki að rigna. Við vorum einangruð frá heiminum. Börnin höfðu ekki neitt að éta-----“ „Mér er vel við börn“, tók bóndi. Hann hefir áreiðanlega falið gimsteinana á einhverjum afviknum stað. Antóníó fram í fyrir honum nærri því hranalega. „Það er ekki meira um það að segja. En ef þér viljið gera mér greiða, herra prófessor, þá sýi.ið konu bróður míns dálítið af nýlendu yðar. Við höfum lítinn tíma“. „Viljið þið ekki drekka tebolla að minnsta kosti?“ „Nei, þakka yður fyrir. Ef til vill síðar“. Þau höfðu Sewe á milli sín. — Anton sýndist meira að segja lít ill við hliðina á honvm. — Þau fóru þvert yfir garðinn og komu á miðsvæði Pomosa. „Þér vitið það frú, að maður- inn yðar kom til mín fyrir skömmu", sagði presturinn. „Ég veit það“. Anton tók þegar fram í fyrir henni: „Sennilega hefur bróðir minn boðizt til að kaupa yður burt héðan“. Vera varð að nema staðar. Hún horfði á mennina galopnum aug- um. „Eitthvað I þá áttina", sagði Sewe rólega og hélt áfram. „Þér hafið auðvitað neitað því“, sagði Anton. „Já“. „Það var skaði“. „Hvers vegna?“ „Af þvi áð nýlenda yðar verð- ur hvort sem er tekin af yður fyrr eða síðar. Fyrst voru þarna viilimenn. Síðan komu trúboðarn ir, og nú koma villimenn aftur. Sá einn er munurinn, að nú eru þeir hvítir og framleiða kjarna- sprengjur". Sewe svaraði ekki. Þetta er þá leyndarmál Her- manns, hugsaði Vera, og mikil reiði kom upp í huga hennar. — Hún bar virðingu fyrir Adam Sewe, en það • var ekki þess vegna. Nú var hún ekki að hugsa um Sewe, heldur aðeins um Her- mann. Hún hafði nú aftur staðið hann að lygi. Nú var hénni það líka ljóst, hvers vegna hann hafði sent hana til Sewe — og átt það á hættu að iáta hana vera eina með bróður sínum. Hún átti að öðlast samúð Adams Sewe, sem hann svo gæti notað sér til gagns. Leiðsagan stóð í fullar þrjár klukkustundir. ailltvarpiö Fimmtudagur 20. á.gúst 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar.) 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, til- k.). — 16,30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — (19. 25 Veðurfregnir). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Dagskrá frá Færeyjum. (Sigurð- ur Sigurðsson). 21.10 íslenzk tónlist. Lög eftir Hall- grím Helgason. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. III. lest- ur. (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hreinlæt- ið“ eftir Evu Ctamm. V. (Frú Álf- heiður Kjartansdóttir). 22.30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68 („Pastorale") eftir Betlhoven. — Concertgebouw-hljómsveitin 1 Amsterdam leikur. Erich Klciber stjórnar. 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 21. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. ■— 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir. Tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. (19.25 Veðurfregnir). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Knattspymulýsing: Útvarp frá landsleik Norðmanna og íslend inga í knattspyrnu í Osló. (Sig- urður Sigurðsson). 21.25 Þáttur af músiklífinu (Leifur Þórarinsson). 22.00Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hrein- lætið“ eitir Evu Ramm. VI. (Frú Álfheiður Kjartansdóttir þýðir ir og les). 22.30 íslenzku dægurlögin. — Lög eftir „Tólfta september“ 23.00 Dagskrárlok. ÞVOTTAVÉLAR li í: 13 ÍS t| I ► ► > ► íi Servis-þvottavélar með og án suðu og rafknúinni vindu fyrirliggjandi. Hekl* Austurstræti 14 Sími 11687 a r í ú ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.