Morgunblaðið - 20.08.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 20.08.1959, Síða 3
Fimmtuaagur 20. ágúst 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 3 mi&wm W&œSgSk \Þær sátu heima og hlustuðul MEÐAN á landsleiknum við Dani 6tóð í fyrradag, biðu menn spennt ir hér heima eftir úrslitunum. í>eir sem höfðu góð útvörp, reyndu að ná lýsingu á leiknum í dönsku útvarpsstöðinni, en aðr- ir biðu eftir frásögninni í íslenzka útvarpinu um kvöldið. Ekki hefur eftirvænting að- standenda íslenzku leikmann- anna verið minnst, og hefur blað- ið því snúið sér til mæðra fjög- urra knattspyrnumanna, sem stóðu sig með ágætum, og spurt þær hvernig þeim var innan- brjósts meðan þær hlustuðu á lýsinguna. Fréttamaður blaðsins á Akra- nesi heimsótti mæður þeirra Ríkharðar Jónssonar og Helga Daníelssonar átti við þær eftir- farandi viðtöl: © Náði loks í siðustu 15 mín. af leiknum Ég brá mér í gönguför í glaða sólskini og hressandi norðan- golu heim til foreldra Ríkharðar á Vesturgötu 37. Jón var auð- Fangelsin fyllt með svertingja- konum LÖGREGLAN í Natal-hér- aði getur nú enga grein gert sér fyrir því lengur, hve margar svertingjakonur séu innilokaðar í fangelsum hér aðsins. Það eru fyrst og fremst konurnar sem berj- ast gegn ofríki hvítu mann- anna og halda óeirðir áfram og magnast fremur. Sem dæmi er nefnt að 114 svert ingjakonur hafi verið fangelsað- ar í gær í bænum Umtawaluni. Á laugardaginn féllu tveir svert- ingjar í Pietermaritzburg fyrir byssukúlum lögreglumanna. — Svertingjakonurnar hefndu fyrir það með róstum í nágrenninu og báru eld að allstóru skólahúsi sem þar stendur. Brann skólinn að mestu, nema hvað lögreglunni tókst að verja eina álmu hans. vitað að sinna hafnarvarðarstörf- um, en frú Ragnheiður, vel í meðallagi há og þrekin kona, var heima. —- Hvernig var þér innan- brjósts, Ragnheiður, meðan á kappleiknum við Dani stóð? spurði ég, er ég hafði heilsað. — Ég veit ekki hvað ég á að segja svona óviðbúin, en ég heyrði á öllu að hún hafði verið milli vonar og ótta. Allan mið- og seinnihluta leiksins, sagði Ragnheiður var ég að reyna að ná sambandi við danska útvarp- ið. Þegar 15 mín. voru eftir af leik, náði ég loks dönsku stöðinni og þá stóð 1 gegn 0 íslendingum í hag. — Hvað fannst þér um úrslit- in? — Ég veit ekki hvað segja skal, hefði þótt vænna um, ef þeir hefðu haft einu marki yfir. Allt- af verður maður ánægður, þegar þeim gengur vel. — Hvað sagði bóndi þinn er heim kom og þú sagðir honum úrslitin? — Hann trúði því varla. © Ætlaði varla að trúa úrslitunum Þá lagði ég enn af stað til að hitta móður Helga markmanns, sem býr á Jaðarsbraut 11, Guð- laugu Helgadóttur. Guðlaug er há kona, beinvaxin og mjúk í hreyfingum. —- Ver gat það farið, varð henni að orði, þegar hún heyrði hvernig leikurinn fór. Ég var svo óheppin að útvarpið mitt var bilað, gekk því niður til dóttur minnar, er býr í sama húsi og hún sagði mér úrslitin. Ég ætl- aði tæpast að trúa þeim, en varð glöð við. Ég spurði Guðlaugu hvort knattspyrnustarfsemi Helga hefði oft reynt á hana. Hún varð fljót til svars. — Jú, sannarlega hef ég alltaf kviðið fyrir í hvert skipti, sem hann hefur farið á völlinn. En á meðan Helgi sonur minn stundar knattspyrnu, á ég enga ósk heitari en þá, að hann sýni góðan leik. — Oddur. © Amma, systirin og móðirin sátu við útvarpið Fréttamáður hringdi í gær til frú Rósbjargar Beck, móður Þórólfs Beck, en fréttamaður Mbl. rómaði góða knattmeðferð hans í leiknum. — Hlustuðuð þér á lýsinguna á leiknum, og voruð þéx hreykin af syninum? —» Jú, við sátum við útvarpið amma Þórólfs, systir hans og ég, og við vorum að sjálfsögðu allar hreyknar af frammistöðu hans. — Áttuð þér von á að þetta mundi ganga svona vel? — Það kom okkur ekki mjög á óvart. Við áttum að vísu ekki von á því, en allt getur gerzt. — Eruð þér áhugamanneskja um knattspyrnu? — Já, mér þykir gaman að fylgjast með knattspyrnu, ekki sízt núna eftir að Þórólfur fór að taka svona mikinn þátt í henni 1 ......... STYKKISHÓL.MI, 14. ágúst: — Undanfarið hefur tíð verið köld og votviðrasöm hér við fjörðinn og því gengið illa að þurrka hey og er útlitið ekki gott með hey- skapinn hjá mörgum og ef ekki rætist úr verða vandræði. — Er mikið af heyjum úti og sum þegar farin að skemmast. Vonandi eiga eftir að koma góðir þurrkar, en hér hefur hitinn komist niður í 3 stig og í fjöll hefur snjóað. Lítill afli. Engir. reknetjaveiði hefur ver- ið að undanförnu og hafa bat- arnir héðan sem slíka veiði stunda farið á Húnaflóa þar sem síldveiði hefur verið góð. Leggja þeir svo aflann upp á stöðum við Húnaflót.. Einnig hefur dregið úr handfæraafla og mun tíðarfarið valda þar nokkru um, en þessa dagana hefur ekki verið hægt að komasi á miðin á trillubátun- um vegna norðaustanáttar. Miklar ræktunarframkvæmdir. Ræktunarsamband Snæfelis- ness og Hnappadalssýslu hefur nú eins og undanfarin ár mikla starfrækslu með höndum. Eru nú 4 ýtur þess í jarðvinnslu viða um sýsluna og skurðgrafa sem annar ekki eftirspurn og mun verða unnið með vélum þessum svo lengi sem kostur er. Ein ýtan er nú eð ryðja veg í Berserkja- hrauni, en sá vegur á að ná að Mjósundum og fyrirhugað er að byggja brú yfir og verður þá leið- in til Grundarfjarðar miklu Brezka blaðið „Fishing News“ birti nýlega þessa mynd af eftir- manni Andersons sem stjórnanda brezka herskipaflotans við strendur íslands. Hinn nýi yfir- maður heitir H. H. Bracken og er 47 ára gamall. styttri og öruggari. Er nú unnið að þessari vegagerð. Var ákveðið að fyrrnefnd brú á Mjósundin yrði byggð í ár, en ekki eru þó framkvæmdir við hana hafnar ennþá. Ræktunarsambandið hefir unn- ið mikið og þarft verk í þjónustu bænda hér á Nesinu og verkefnin framundan mikil og ótæmandi. Formaðu.- þess og framkvæmda stjóri er Gunnar Jónatansson. Skólastjóri á förum. Skólastjórastaðan við barna- og miðskóla Stykkishólms hefur nú verið auglýst laus til um- sóknar með því að skólastjórinn Óláfur Haukur Árnason, hefur verið ráðinn skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Akranesi. Ólafur hefur verið hér frá árinu 1951 fyrst sem kennari og síðar skóla- stjóri og unnið þau störf af mestu prýði. Hann er skólamaður ágæt- ur og félagslyndur maður og fer ekki hjá því að bæjarbúar munu sakna hans er hann fer héðan. — Hann hefur einnig verið skóla- stjóri Iðnskólans í Stykkishólmi og gegnt því sem öðru með ágæt- um. Er það von Hólmara að hing- að fáist góður skólastjóri er Ól- afur fer og bætir það aðstöðuna að hér er ágætur skólastjórabú- staður, og á einum skemmtileg- asta stað í bænum. Gamla Saurbæjar- kirkjan vÍ£[ð VALDASTÖÐUM, 17. ágúst. — í gær fór fram vígsla á kirkjunni í Vindáshlíð að viðstöddu miklu fjölmenni. Eins og áður hefir verið umgetið, var kirkja þessi flutt frá Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd fyrir nokkru. Má segja að kirkjan hafi verið endur- byggð. Og á það a. m. k. við allt útlit hennar að innan. Lítur kirkjan nú prýðilega út og þeim til mikils sóma, sem að þessu hafa staðið. Við athöfnina voru viðstaddir biskupinn yfir íslandi Sigurbjörn Einarsson, fráfarandi biskup, Ás- mundur Guðmundsson, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, sem framkvæma aðalvígsluathöfnina, séra Sigurjón Guðjónsson, próf- astur í Saurbæ, sem flutti pred- ikun, séra Magnús Runólfsson, sem þjónaði fyrir altari og prest- arnir Friðrik Friðriksson, Magn- ús Guðmundsson í Ólafsvík Kristján Bjarnason á Reynivöll- um og Sigurjón Árnason í Reykja vík er aðstoðuðu allir við vígsl- una. Komið var fy/ir gjallarhorn- um, svo að allir gætu fylgzt með því sem fram fór, þar sem ekki komst nema lítill hluti við- staddra inn í kirkjuna. Var at- höfn þessi öll hin hátíðlegasta. NYTT SKIP — SEM BYRJAÐI VEL. — Þessi Mbl.-mynd sýnir Stapafell SH-15, sem kom til Iandsins seint í júlímánuði og fór strax á síldina og fyllti sig þegar. Myndin er •n á Siglufirði 29. júlí sL Ljósm.: Jóhannes Þórðarson. Miklar jarHrcektarfram- kvœmdir við Breiðafjörð, en lítið sjávarfang Fréttabréf úr Stykkishólmi STAK8IEIIVAR AHtaf endað með jkelf- ingu „Vesturland", blað Sjálfstæð- isflokksins á Isafirði kemst ný- lega að orði á þessa leið í foir- ystugrein sinni: „Framsóknarflokkurinn getur ekki neitað þeirri staðreynd, að þegar hann hefur haft stjórnar- forystu á hendi og Sjálfstæðis- flokkurinn verið utan rikisstjórn- ar þá hefur það endað með skelf- ingu. Þannig var það árið 1939 og aftur árið 1958. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur komið honum til hjálpar og byggt upp það, sem hafði hrunið meðan Framsóknar- flokkurinn réði. Þótt Framsóknarflokknum hafi heppnazt í síðustu kosningum að villa mörgu fólki sýn í kjördæma málinu, þá getur hann á engan veg búizt við að halda sama at- kvæðamagni í kosningunum i haust og hann hafði í sumar." Þetta er vissulega réttilega mælt. Allir muna hina hrikalegu uppgjöf Eysteins Jónssonar við fjármálastjórnina árið 1939. Hin fyrsta vinstri stjórn Framsókn- ar og Alþýðuflokksins hafði þá á undanförnum árum lagt á al- menning stórfellda nýja skatta og tolla. Lánstraust þjóðarinnar útá- við hafði gjörsamlega þorrið og fjárhagur ríkisins var í kalda koli. Uppgjöf vinstri stjórnarinnar á síðastliðnu hausti er einnig þjóðinni í fersku minni. Beðið ásjár að nýju Þegar þannig var komið að \ vinstri stjórnin hafði gjörsam- lega gefizt upp við að ráða fram úr vanda efnahagsmálanna og fjárhagslegt hrun var á næsta leiti, sá Framsóknarflokkurinn enn á ný ekkert úrræði annað til bjargar en að biðja Sjálfstæð- isflokkinr. að koma með sér í rík- isstjórn. Framsóknarmenn lögðu til á síðastliðnum vetri, að mynd- uð væri þjóðstjórn, en það þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn átti að koma í ríkisstjórn með flokkum vinstri stjórnarinnar til þess að hafa forystu um viðreisn úr þvi öngþveiti og glundroða, sem hún hafði komið málum þjóðarinnar í. Þannig endurtekur sagan sig. Af stjórnarforystu Framsóknar- flokksins í vinstri stjórn leiðir ævinlega stórfeld vandræði og efnahagslegar þrengingar. Hráskinnaleikur Kommúnistar og Framsókn- armenn látast nú allt í einu hafa ákaflega mikinn áhuga fyrir því að afnema ákvæði tryggingar- laganna um skerðingu á ellilíf- eyri. En allan tímann meðan vinstri stjórnin sat að völdum hreyfðu þessir sömu flokkar ekki legg né lið til þess að bæta úr því ranglæti, sem vissulega er framið á því gamla fólki, sem fær ellilífeyri sinn skertan við það að lcggja á sig vinnu og erf iði og afla sér þannig tekna. Eins og kunnugt er áttu kommúnistar félagsmálaráðherrann í vinstri stjórninni, sjálfan forseta Al- þýðusambands íslands, Hannibal Yaldimarsson. Hann hafði þá ekki meiri áhuga fyrir leiðrétt- ingu þessara ákvæða tryggingar- laganna en svo, að frá honum heyrðist hvorki stuna né hósti um að leiðréttingar væri þörf á þessu ákvæði. Nú berja þessir sömu menn sig utan og saka aðra um að hafa hindrað leiðréttingu á þessu rang iæti síðustu daga Alþingis! Sjálfstæðismenn hafa þrásinn- is bent á það að þessi skerðingar ákvæði tryggingarlaganna væra ranglát og óeðlileg. En úr þessu ranglæti verður ekki bætt með pólitískum hráskinnaleik eins og þeim sem kommúnistar og Fram- sóknarmenn léku síðustu daga Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.