Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. agúst 1959 MORCTJNTtL 4Ð1Ð 15 Páll Arason efnír fil Italíuferðar FERÐASKRIFSTOFA Páls Ara- sonar efnir til Ítalíuferðar 7. sept. n.k. Ferðin stendur í 32 daga og farið verður um meginhluta Italíu. Héðan verður flogið til Parísar og þremur dögum varið til að skoða borgina, síðan verð Reknetjasíld ÖLAFSVÍK, 19. ágúst — Undan- farið hefur reknetaveiði verið mjög léleg héðan og voru allir bátar nema tveir farnir til Húna- flóa. í dag brá hins vegar svo við, að þeir bátar, sem eftir voru, fengu dágóðan afla af sæmilegri síld. Víkingur fékk 95 timnur og Fróði 55. Síldin fór í frystingu. Hún er nokkuð blönduð, en við erum að vona að síldin sé nú að koma á miðin. Reknetabátarnir, sem eru á Húnaflóa, hafa fengið fremur lít- ið og síldin, sem þar veiðist, fer öll í bræðslu. — Fréttaritari. íslenxkar dýramyndir DANSKT úttgáiufyrirtæki og prentsmiðja „DYVA BOGTRYK“ hefur 'átið búa til kartonbækur með myndum af íslenzkum dýr- um fydr yngstu „lesendurna“ Myndir þessar eru teiknaðar af hinum vinsæla listamanni Hall- dóri Péturssyni, enda eru þær afbrags góðar. Seinna mun svo „DYVA BOGTRYK“ gefa út dýramyr.du' frá hinum Norður- löndunum. „DYVA BOGTRYK“ hefir veitt Innkaupas .mbandi bóksala einka sölu á dýramyndum þessum hér á landi Bækur þessar fást nu i öllum bókabúðum landsins og kosta kr. 16,50 þær þynnri og kr. 22 þær þykkri. Átta menn létu lífið í jarðskjálffa ur farið yfir Sviss til Mílanó á Ítalíu, þaðan til Genúa, Rivera- strandar og Písa og dvalið 3 daga í Róm. Síðan verður haldið til Napili, út á Capri, til Pompei. Á heimleiðinni verður farið um Róm, þaðan til Florenz, dvalið 1 dag í Feneyjum og ekið norður um Brennerskarð yfir Austurríki til Múnchen í Þýzkalandi og Ham borgar, þar sem dvalið verður 1 dag — síðan til Kaupmannahafn ar og með Gullfossi til Reykja- víkur. Þeir, sem vilja vera fljót- ari í förum geta flogið frá Kaup- mannahöfn og heim, og tekur ferðin þá 26 daga. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar hefur gengizt fyrir ítalíuferðum síðan 1954 — kostar ferðin nú 15 þúsund krónur. BUTTE, Montana, 19. ágúst. NTB-AFP. — Meirihluti þeirra 150 manna, sem í gær lentu í sjálfheldu milli rofinnar árstíflu og feiknarlegs skriðuhlaups í Madison-dalnum í Montana-fylki Bandaríkjunum, var í kvöld kominn heilu og höldnu heim fyrir tilverknað björgunarsveita, sem unnu sleitulaust frá því jarðskjálftinn í gær bylti svæð- inu. Björgunartækin voru af ýmsu tagi, m. a. voru notaðar flugvélar og þyrilvængjur, og búizt er við að allir þeir, sem lentu í sjálfheldunni, bjargist úr hennl. Hins vegar hefur jarðskjálftinn þegar kostað a. m. k. átta manns- líf, en um sextíu manns hafa ver- Norskur sjómaður slasast illa NESKAUPSTAÐ, 19. ágúst. — Síðdegis á mánudag kom hingað inn norski vélbáturinn Solnæs með slasaðan háseta. Báturinn hefur veitt í reknet hér við land að undanförnu og var hásetinn sem slasaðist einn á dekki við spil að draga inn streng. Lenti hann með höndina í spilinu og mun hafa farið tvo hringi með því er skipstjórinn kom á vett- vang og stöðvaði spilið. Meidd- ist maðurinn mikið og var fluttur í sjúkrahús staðarins. Handlegg- urinn tvíbrotnaði og auk þess brotnaði rifbein. Líðan hans var slæm í dag. — Axel. ið fluttir í sjúkrahús. Búizt er við að dánartalan hækki nokkuð, en ekki mjög mikið. Hin mikla stífla, sem heldur í skefjum milljónum rúmmetra af vatni, hefur ekki enn verið lagfærð svo tryggt sé að hún haldi, en í gær rofnaði stórt skarð í hana. Sérfræðingar sem kvadd- ir hafa verið á staðinn segja, að hún muni halda ef ekki verði fleiri jarðskjálftakippir. Spáir fleiri kippum Prðfessor Charles Richter við jarðskjálftastofnun Kaliforniu- háskólans sagði í dag, að búast mætti við nýjum jarðskjálftum á Madison-svæðinu innan nokk- urra daga. Dr. Richter byggir kenningu sína á því, að þegar jarðskjálfti varð á svæðinu árið 1935 hafi annar jarðskjálfti kom- ið í kjölfar hans nokkrum dög- um síðar. I nótt varð vart nokkurra minniháttar jarðskjálfta á nokkr um stöðum í Montana. Sumar fregnir herma að hundr uð manna hafi týnt lífinu, þegar fjallstindur hrundi yfir tjaldbúð- ir skemmtiferðafólks. Arobor hafna tíllögum Hammar- skjölds um flóttamenn — Foot Framh. af bls. 1. samkvæmt hinni nýju stjórn- arskrá, Grivas hershöfðingi, fyrrver- andi leiðtogi EOKA-samtakanna á Kýpur, hefur ráðizt harkalega á grísku stjórnina og lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að taka völdin í Grikklandi. Sagði hann í ræðu í Norður-Grikk- landi í gær, að 90% af grísku þjóðinni væru því fylgjandi að hann tæki völdin og leiddi Grikk land til vegs og sæmdar. Ræðuhöld Grivasar upp á síð- kastið urðu þess valdandi, að hætt var við athöfn á eyjunni Korfú í kvöld, þar sem sæma átti hann gullpeningi. Níu af 24 borgarráðsmönnum héldu því fram, að það gæti leitt til óeirða, ef Grivas kæmi fram og héldi ræðu. Þá hefur Páll Grikkjakonung- ur frestað svipaðri athöfn, sem fram átti að fara í Aþenu, sam- kvæmt tilmælum grísku stjórn- arinnar. Konungurinn ætlaði að sæma Grivas heiðursmerki, en eins og sakir standa þykir heppi- legt að fresta því. Kairó, 19. ágúst. NTB/Reuter. KAÍRÓ-blaðið „A1 Ahram“ skýrði frá því í dag, að nefnd sérfræð- inga frá Arababandalaginu hefði hafnað tillögu frá Hammarskjöld framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um lausn á vandamáli Palestínu-flóttamannanna. Hamm arskjöld hefði lagt til að arabísku flóttamennirnir frá Palestínu fengju borgararéttindi í þeim löndum, þar sem þeir dvelja nú í flóttamannabúðum. Nefndin var einhuga í andstöðu sinni við þessa tillögu, segir blað Greta svndir j 27. þ. m- LONDON, 19. ágúst. — Danska sundkonan Greta Andersen, sem gift er og búsett í Bandaríkjun- um. kom í dag til Bretlands, og er eíindi hennar að synda yfir Ermasund hvíldarlaust fram og tii baka. Sundið þreytir hún 27. þ.m. og aðra leiðina tekur hún þátt í alþjóðlegri keppni yfir sundið. Greta hefur verið hjá foreldrum sínum í Danmörku til að fita sig um þau 15 pund, sem henni telst til að hún muni létt- ast á sundinu. Viðgerðir á rafkerti bíla og varahlutir Bafvclaverkstæði og v- -.lun Halldórs Ólafsaonar Rauðarárstig 20. Sími 14775. ið. Flóttamannavandamálið verð- ur aðeins leyst með því, að flótta- mennirnir fái að fara aftur heim til Palestínu. Jafnframt for- dæmdi nefndin innflutning á Gyðingum til Palestínu og kvað hann vera fjandskaparbragð sem stefnt væri gegn Aröbum. Hins vegar var nefndin sam- þykkt áskorun Hammarskjölds til aðildarríkja S. Þ. um áframhald- andi hjálp handa flóttamönnun- um, en lagðist gegn þeirri tillögu að Arabaríkin tækjust á hendur nokkur þeirra verkefna, sem skrifstofa Palestínuflóttamanna S. Þ. innir nú af hendi. Sparifjáreigend ur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Stýrimannastíg 9. Sími 15385. Hópferðir Höfum allar stærðir hópferða- bifreiða til lengri og skemmri ferða. — Kjartan Inglmarsson Sími 32716. Ingimar Ingimarsson Sími 34307. 5-7 herb. íbúð óskast til leigu í nýju eða nýlegu húsi, í 1 til 2 ár. Fyrir- íramgreiðsla. Góð umgengni. Tilboðum sé skilað til afgr. Mbl. fyrir næstk. laugard. merkt: „September—4700“. Þakka hjartanlega heimsóknrr, gjafir og hlýjar kveðjur á 60 ára afmæli mínu 14. ágúst síðastliðin. Lifið heil. Sigurjón Jónsson, Fosshólum Hjartans þakkir til allra, sem heiðruðu mig með skeyt- um og gjöfum á sjötíu ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Jóna Guðmundsdóttir, Æðey. Beztu þakkir og kveðjur til þeirra, er sýndu okkur vin- semd og hlýhug á sextugs afmælum okkar. Kristín Sigurðardóttir og Erlendur Björnsson Vatnsleysu. Faðir okkar, GUÐMUNDUR STEFÁNSSON frá Norðfirði andaðist að EIli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þriðju- daginn 18. þ.m. Börnln Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ARINBJÖRNS ÞORVaRÐARSONAR Kirkjuvegi 15, Keflavík fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 22. ágúst kl. 2 e.h. Ingibjörg Pálsdóttir, synir, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför konunnar minnar, JÓHÖNNU BJÖRNSDÓTTUR Brunnstíg 10 fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 21. þ.m. kl. 3 e.h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Fyrir hönd vandamanna Eiríkur Þorsteinsson Þökkum samúðarkveðjur og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar og tengdamóður, INGIBJARGAR PÉTURSDÓTTUR fyrrum húsfreyju að Suður-Bár Þorkell, Sigurðsson, Kristín Kristjánsdóttir, Pétur Sigurðsson, Guðríður Kristjánsdóttir, Halldór Sigurðsson, Margrét Gísladóttir, Margrét Sigurðardóttir, Ásgeir Markússon, Þórarinn Sigurðsson, Þorbjörg Daníelsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir. Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu hluttekn- ingu og heiðruðu minningu okkar kæru móður, tengda- móður og ömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Björgvin á Eyrarbakka Halldóra Víglundsdóttir, Jón Guðmundsson Þökkum öllum ,sem sýnt hafa samúð og hluttekningu, við. andlát og jarðarför móður og tengdamóður okkar, SESSELJU HELG ADÓTTUR, Efstasundi 53. Sérstaklega þökkum við Kristínu Borgþórsdóttur og Marenu Jónsdóttur, þeirra miklu hjálp í veikindum hennar. Fyrir okkar hönd og annara vandamanna. Kristín Björnsdóttir, Þórður Guðnason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.