Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORVUmiLAÐIÐ Sunnudagur 30. ágúst 1959 Eisenhower o« Macmillan hef ja viðræður BENSON, Engl. 29. ágúst: — (Reuter) — Eisenhower forseti kom hingað til flugstöðvarinnar nokkru fyrir hádegið, eftir eins dags dvöl með konungsfjölskyld unni brezku í Balmoral-höll í Skotlandi. Macmillan forsætisráðherra var mættur í flugstöðinni og tók á móti Eisenhower, er hann steig út úr Comet-þotunni, sem flutti hann frá Skotlandi. — Geysimik- ill mannfjöldi hafði safnazt að og laust upp fagnaðar- og hyll- ingarópi, er þeir Macmillan heils uðust. — Skömmu síðar óku þeir af stað til Chequers, sveitaseturs brezka forsætisráðherraríl, þar sem þeir hefja viðræður sínar í dag. — Macmillan lét svo um mælt, að þeir Eisenhower „mundu hefja starfið í dag — en ekki vinna of mikið“. í viðræðunum mun verða fjall- að um helztu heimsvandamálin, með sérstöku tilliti til væntan- legrar heimsóknar Krúsjeffs til Bandarikjanna eftir hálfan mán- uð. Þeir tókust þétt í hendur og voru brosmildir á svip, Macmillan og Eisenhower, þegar sá siðar- nefndi kom til Englands sl. fimmtudag. Fulltrúar verkalýðs á ráðstefnu f GÆR kom saman hér í Reykja- vík ráðstefna, er Alþýðusamband íslands boðaði til með fulltrúm þeirra verkalýðsfélaga, sem hafa lausa samninga, eða þurfa að taka afstöðu til samningauppsagnar 1 náinni framtíð. Verða viðhorfin í þessum mál- um rædd á ráðstefnunni, en þar verður tekin afstaða til samnings uppsagna, enda ákvörðunarvald- ið um það atriði í höndum hinna einstöku verkalýsfélaga. Á ráðstefnu þessa mættu full- trúár frá verkalýðsfélögunum 1 Reykjavík og grennd og einnig fulltrúar frá verkalýðsfélögum 1 Reykjavík og grennd og einnig fulltrúar frá alðþjóðasambönd- um fjórðunganna. Voru alls um 40 manns á ráðstefnunni, sem gert var ráð fyrir að lyki í gær eða dag. Sá myndir Kjarvals og kom til Islands, þar sem harni mdlaði hús með auga 1 miðjunni Þótt fátt hafi verið sagt af opinberri hálfu í London og Washington um síðustu atburði ráð fyrir, að það mál komi til á landamærum Indlands, er gert umræðu hjá þeim Eisenhowers og Macmillan. — — Varnarliðsmenn Framh. af bls. 1. varnarliðsins til þess að fram- kvæma slíka rannsókn sé þess óskað, m. ö. o. að farið verði í einu og öllu eftir íslenzkum umferðarlögum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna harmar atburð inn 5. ágúst og hefur lýst því yfir, að hún muni gera allt það sem í hennar valdi stend- ur til þess að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig og að öllum, sem sekir kunna að reynast, verði refs- að. Yfirmaður varnarliðsins, Pritchard hershöfðingi, hefur gengið á fund utanríkisráð- herra og látið í Ijós einlægan harm sinn yfir að þessi alvar- legi atburður skuli hafa átt sér stað. Utanríkisráðherra hefur jafnframt verið tjáð, að yfirmaður sá, sem talinn er bera aðalábyrgðina á því, að herlögregla var kölluð út, sé farinn af landi burt. (Frá utanríkisráðuneytinu) Á Eldingu um- hverfis landið AKRANESI, 29. ágúst — Hrað- báturinn Elding kom hingað kl. fimm s.d. í gær. Lagði Hafsteinn froskmaður upp frá Hornafirði og kom við á leiðinni ; Vest- mannaeyjum og Keflavík. — Oddur EINS og getið var um í vor þeg- ar Tívolígarðurinn opnaði, þá hugðust forráðamenn garðsirts efna til fegurðarsamkeppni í haust um titilinn Ungfrú Reykja vík 1959. Nú hefur verið ákveðið að halda þessa keppni um eða eftir næstu helgi þ. S. sept. nk. Þessi keppni verður með svip- uðu sniði og aðrar fegurðar- samkeppnir, sem haldnar hafa verið í Tívolígarðinum, að keppn in fer fram á tveimur kvöldum. Fyrra kvöldið koma allir þátt- takendurnir fram í kjólum og verður þá greitt atkvæði um 5 UNGUR danskur málari, Jo- hannes Obel, sýnir nokkrar vatnslitamyndir eftir sig í sýningarglugga Morgunblaðs- ins um þessar mundir. Er hann var að koma myndum sínum fyrir um daginn, spurði fréttamaður blaðsins hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að koma til Islands, eftir að hafa ferðazt svo mik- ið á suðlægum slóðum undan- farin ár. — Jú, Sg kom á heimili Elsu Sigfúss í Kaupmannahöfn, í vor. Þar sá ég þrjár bækur með eftir- prentunum af málverkum. — í einni voru myndir Kjarvals, annari myndir Jóns Stefánssonar og þeirri þriðju myndir Ásgríms Ég varð svo hrifinn af þessum myndum, einkum myndum Kjar vals, að ég sagði við sjálfan mig: Ég verð að fara til þessa lands og sjá með eigin augum það sama og þessir málarar. — Ég hef heldur ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hér hef ég upplifað dásamlega litadýrð. — Hann benti á eina af myndum sín um. — Þessi er máluð þegar sól-- in skín við Mývatn, og þessi rétt eftir regn í Hveragerði, en stúlkur til úrslita, sem koma fram kvöldið eftir og þá í bað- fötum, úr þeim hópi verður svo Ungfrú Reykjavík kjörin og hlýt- ur þann titil sú stúlka, sem áhorf endur greiða flest atkvæði. Ungfrú Reykjavík hlýtur í verð laun ferð til Mallorka ásamt 10 daga dvöl, sú sem verður nr. 2, hlýtur flugfar fram og til baka til Kaupmannahafnar eða Lon- don eftir vali, ennfremur verða mörg fleiri verðlaun. Ábendingum um stúlkur í keppn ina verður veitt móttaka í síma 13428 og 33983 í dag og næstu daga. þar hef ég átt samastað, meðan ég hef dvalið hér. Og hér er hús, — einasta húsið, sem mig hefur langað til að mála slandi. Það er annars skrýtið, því í öðrum löndum, hef ég ákaflega oft valið mér hús að viðfangsefnum. — En Johannes Obel þetta eina hús á Egilsstöðum hélt áfram að vekja athygli mína og draga mig að sér, þangað til ég hafði málað það í surrealistísk- um stíi, með eitt auga í miðj- unni. — En myndirnar hér í glugg- ar.um eru ekki allar frá íslandi er það? — Nei, þetta eru allt vatnslita myndir, og aðeins 7 frá íslandi. Hinar eru til orðnar á íerðalagi á Ítalíu, þar sem ég var í vor. — En eruð þér samt ekki bú- settur í Kaupmannahöfn? — Jú, Kaupmannahöfn liggur miðsvæðis og þar er mikill lista áhugi, og þar hef ég haft flestar sýningar mínar. En ég hef líka sýnt í Noregi, Hollandi og átt myndir á sýningum víðar. — Níu myndir hafa listaverkakaup- menn í Bandaríkjunum keypt af mér og einstaklingar í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Þýzkalandi, Portúgal og á Spáni hafa einnig AKRANESI, 29. ágúst: — Drátt- arkarlinn er fundinn upp í vél- smiðjunni Loga hér á Akranesi, en er ekki norðlenzk uppfinning eins og ranghermt var í frétt frá mér í blaðinu í gær. Tvö ár eru liðin síðan tilraunir voru fyrst hafnar með þessa völundarsmíði. Dráttarkarlinn kostar kr. 650, en ekki 6000 kr. eins og mis- prentaðist í MbL í gær. — Oddur. verið keyptar af mér myndir — og nú hef ég selt nokkrar hér á íslandi. Næsta sýning á verkum mínum verður í Aarhus, en þar búa foreldrar mínir. Sjálfur er ég fæddur í litlum bæ í Hol- landi, og alinn þar upp. — Og vaknaði listaáhuginn þar? — Já, málaralistin hefur alltaf átt einhver tök í mér, síðan ég var drengur. En það er ekki fyrr en allra síðustu árin, sem ég hef getað lifað á því að mála. Síðan hef ég haft heppnina með mér, h. að hefur leitt af öðru, og ég lít björtum augum á framtíðina. Þó ég verði að halda sparlega á, þá vildi ég ekki skipta fyrir góða vel launaða stöðu í þjóðfélaginu, því mér finnst ég hafa eitthvað að gefa heiminum. t 600 mál til Vopnafjarðar Vopnafirði, 29. ágúst: — 1 nótt komu hingað 3500 mál síldar og var afli einstakra skipa sem hér segir: Snæfell 700 mál, Þórkatla 550, Snæfugl 600, Sigurður Bjarnason 400 og Haförn 1250. Bræðsla gengur ágætlega hér en hún stöðvaðist í tvo sólar- hringa á dögunum vegna þess að lýsisgeymarnir voru fullir. Var tíminn notaður til að hreinsa vél- arnar og er nú brætt af fullum krafti. Verksmiðjan hefur fengið 127 þúsund mál til bræðslu í sumar. í fyrra var brætt hér í fyrsta skipti í hálfkláraðri verksmiðj- unni og bárust þá 30 þús. mál. Nokkur skip eru á leið hing- að, en ekki er vitað um afla þeirra. Þau munu fylla 2500 mála hólfið í þrónum, sem tæmist á miðnætti í nótt. Meðal þeirra er Guðfinnur með um 750 mál. Veður er mjög gott hér á Vopnafirði. — S. J. SEYÐISFIRÐI, 29. ágúst. Fimm skip hafa komið hingað í nótt og morgun með um 4000 mál síldar. Verða sum þeirra að bíða lönd- unar allt til fyrramáls þar sem þróarpláss er ekki fyrir hendi. Skipin eru þessi: Svanur RE 9000 mál, Glófaxi NK 350 mál, Hrafn Sveinbjarn- arson 750, Svanur KE 650, Gylfi II. 700 og Mummi GK 600 mál. Reynt hefur verið að salta smá- slatta úr sumum skipanna, en jafnan orðið að hætta við það, sökum þess hve síldin er smá. Þrær verksmiðjanna hér á syðri fjörðunum eru fullar og verða Fellibylur á Formósu TAIPEI, Formósu, 29. ágúst. — (Reuter) — Einn harðasti felli- bylur, sem menn minnast, skall yfir Formósu í gærmorgun. — Komst vindhraðinn allt upp i 300 metra á klukkustund, þar sem hann var mestur. — Felli- bylurinn skall yfir öllu fyrr en spáð hafði verið, en þegar ljóst var að hverju fór, var útvarpað aðvörunum til landsmanna með stuttu millibili og tekið að flytja fólk burt af þeim svæðum, sem lægst liggja á eyjunnl, þar sem búizt er við, að mikil flóð fylgi í kjölfar fellibylsins. fjarðar eða jafnvel norður fyrir Langanes, til Raufarhafnar. —Fréttaritari. 4600 mál tll Neskaupstaðar Neskaupstað, 29. ágúst: — Eft- irtaldir bátar hafa komið með síld hingað í dag: Vonin II. 600 mál, Guðmundur Þórðarson RE. 950, Goðaborg 300, Sigrún 750, Faxaborg 150, Hafbjörg 200, Smári 450, Sæfaxi 700 og Magnús Marteinsson 500. Þrær verksmiðjunnar eru full- ar, en vinnsla gengur vel. Verk- smiðjan hafði fengið 67 þús. mál áður en þau skip komu inn, sem nú voru talin. Lítilsháttar var saltað hér í morgun úr Smára og Bergi. Út- lit er fyrir að í dag verði saltað í fimmþúsundustu tunnuna hér í Neskaupstað og fær stúlkan, sem hana saltar, kr. 500 sem auka- þóknun. — Fréttaritari. ESKIFIRÐI 29. ágúst: — Mikil síld veiddist í nótt um 40 mílur úti á Reyðarfj arðardj úpi. Vitað var um mörg skip, sem fengu góð köst í nótt og í morgun. — Eftirtalin skip komu með afla hingað: Víðir SU 700 mál, Hólma vík, SU 600, Jón Kjartansson, SU 750. Verið er að landa úr Viði og Hólmavík, en Jón Kjartansson verður að bíða. —Fréttaritari. Fáskrúðsf irði, 29. ágúst. — Hing að kom Ljósafell í morgun með 900 mál síldar i bræðslu. Veiddist síldin um 20 mílur út af Seley. Hér er dásamlegt veður í dag, logn og hiti. — M. Þ. Ungfrú Reykjavík 1959 va//n um nœstu helgi Síldarfréftir skipin þvi að leita til Vopna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.