Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 10
10
lUORCr\nr 4ÐJÐ
Sunnudagur 30. ágúst 1959
Utg.: H.í. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áhm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
IITAN UR HEIMI
íslendingar ættu að
lítil gistihús uppi
byggja
í sveit
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Simi 22480.
Askrdftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÚTSVARSFRJÁLS AUÐHRINGUR
NIÐURJÖFNUN útsyaranna
í Reykjavík er nú lokið.
Enda þótt þau séu 10%
lægri en þau voru sl. ár mun
mörgum að sjálfsögðu þykja sú
byrði allþung, sem á þá er lögð.
En í Reykjavík hefur fólkið
fengið mikið fyrir það, sem það
borgar til bæjarfélags síns. Stór-
felldum framkvæmdum hefur ver
ið haldið uppi í bænum á öllum
sviðum. Reykjavík hefir haft for-
ystu um hagnýtingu vatnsafls og
jarðhita til sköpunar margvísleg-
um lífsþægindum og uppbygg-
ingu atvinnulífsins í bænum.
Sogsvirkjanirnar og hitaveitan
eru eín glæsilegstu mannvirki,
sem gerð hafa verið hér á landi.
í Reykjavík hafa einnig verið
byggðar glæsilegustu menningar-
stofnanir þjóðarinnar, fagrir og
fullkomnir skólar og heilbrigðis-
stofnanir. Myndarleg hafnarmann
virki og stórfelld gatnagerð hafa
einnig kostað bæjarfélagið mikið
fé, svo aðeins sé nefnt örfátt af
því, sem gert hefur verið fyrir
það fé, sem borgararnir greiða í
útsvar. Framlög Reykjavikurbæj
ar til tryggingamála og annarrar
lýðhjálpar nema einnig geysileg-
um upphæðum.
Þótt fáir séu glaðir yfir útsvar-
inu sínu er þó óhætt að fullyrða
að flestir Reykvíkingar fagni
uppbyggingu og fegrun borgar
sinnar.
Og lengsirum hefur það ver-
ið þannig, að Reykvikingar
hafa horgað lægra útsvar held
ur en fólk í flestum öðrum
bæjarfélögum sem þó hafa
ekki notið nándar nærri eins
mikilla lífsþæginda og íbúar
höfuðborgarinnar búa við.
Sérstök áherzla hefur jafnan
verið á það lögð af hálfu Sjálf-
stæðismanna, sem stjórnað hafa
Reykjavík í áratugi að hlífa barn
mörgum og efnalitlum fjölskyld-
um, sem mest við útsvörum. Er
það vissulega ^-étt og sanngjörn
stefna.
Forréttindi S.Í.S.
Það vekur athygli í sambandi
við niðurjöfnun útsvaranna í ár,
að stærsta og auðugasta fyrir-
tækið í bænum, Samband ísl.
samvinnufélaga borgar nú ekki
einn eyri í útsvar. En ástæða
þess er sú að bæjarfélagið getur
lögum samkvæmt ekkert útsvar
lagt á þennan auðhring. Svo hag-
anlega hefur Framsóknarflokkur-
inn komið þessu fyrir. Aðeins
hagnaður samvinnufélaga af við-
skiptum við utanfélagsmenn er
útsvarsskyldur og SÍS telur fram
tap á þeim viðskiptum og hefur
niðurjöfnunarnefnd ekki talið sér
fært að vefengja þær upplýsing-
ar.
Ef hins vegar að lagt hefði
verið á Sambandið útsvar eftir
sömu reghim og gilda um aðra,
ætti það að greiða 4.5 millj. kr.
í útsvar til Reykjavíkurbæjar.
En það borgar engan eyri.
Þannig er það „réttlæti", sem
Framsóknarmenn berjast fyrir.
Grímulaus forréttinda-
stefna
Gamla sagan er ennþá að ger
ast. Framsóknarflokkurinn berst
fyrir grímulausri forréttinda-
stefnu til handa fyrirtækjum sín-
um. Hann krefst þess að auðug-
asta fyrirtæki landsins, sem er
raunverulega eini auðhringur á
íslandi, sleppi við að borga gjöld.
sem öllum öðrum er skylt að
greiða eftir efnum og ástæðum.
Eina afsökunin sem Framsóknar-
menn eiga á þessu augljósa rang-
læti er sú að Sambandið sé sam-
eign mikils fjölda fólks í landinu,
sem sjálft beri persónuleg gjöld
til jafns við aðra landsmenn.
Allskonar fjárplógsstarf-
semi
En allur almenningur veit það
og þekkir að SÍS er ekki rekið
sem nein góðgerðarstofnun eða
almenningsfyrirtæki. Það er
fyrst og fremst rekið með kald-
rifjuðustu gróðasjónarmið fyrir
augum. Og gróði SÍS rennur svo
sannarlega ekki aðallega til
bænda eða annarra félagsmanna
í kaupfélögunum víðs vegar um
land. Hann er notaður í alls kon-
ar brask og fjárplógsstarfsemi,
sem forráðamenn auðhringsins
telja gróðavænlega. Sagan af
olíubraski auðhringsins er öllum
landslýð kunn. Það hefur vissu-
lega ekki verið neinn hugsjóna-
blær yfir verðlagsbrotum sumra
dótturfyrirtækja Sambandsins, t.
d. í sambandi við olíuverzlunina.
Og enginn veit ennþá hvað á
eftir að koma í ljós í sambandi
við olíubrask þeirra á Keflavík-
urflugvelli, sem nú stendur yfir
opinber rannsókn á.
Engum sanngjörnum manni
kemur til hugar að draga þús-
undir bænda og annarra sam-
vinnumanna úti um allt land til
ábyrgðar fyrir gróðabrall SÍS-
forkólfanna hér í Reykjavík. —
Mörgum mætum forvígismönn-
um samvinnufélaganna fyrr á ár-
um mundi áreiðanlega þykja illa
komið fyrir samtökum sínum, ef
þeir hefðu lifað það, að sjá þátt-
töku þeirra í öllu því braski og
gróðabrallsstarfsemi, sem SÍS
hefur stundað í skjóli forréttinda
sinna undanfarin ár. Þeim hefði
heldur ekki þótt sérstakur sómi
af því að fyrrtæki samvinnu-
manna skuli á undanförnum ár-
um hafa verið dæmt í stórsektir
fyrir stórfelld verðlagsbrot.
Almenningur borgar
fyrir auðhringinn
Það er vissulega hámark
óskamfeilninnar og hræsninnar
þegar Tíminn, málgagn forrétt-
indastefnunnar og hins útsvars-
frjálsa auðhrings, lýsir því yfir
í gær að útsvörin í Reykjavík
séu óhóflega há. Tímaliðið minn-
ist ekkert á það, að almenningur
og atvinnurekstur í Reykjavik
verður og raun og veru að borga
útsvar fyrir hin útsvarsfrjása auð
hring, sem Tímaliðið ver í líf og
blóð.
Þetta er það, sem Framsókn
armenn kalla réttlæti. Þetta
finnst þeim fögur og göfug
hugsjón, að almenningur sé
látinn borga fyrir ríkasta
fyrirtæki landsins, sem hefur
úti allar klær til þess að
græða, hvar sem það sér
fimmeyrings von.
En yfirgnæfandi meirihluta
tslendinga finnst þetta ekki
réttlæti
Samtal við Sören Bögh, kunnan og
reyndan danskan hótelstjóra, sem var
hér í sumar
KA UPMANN AHÖFN
x ágúst 1959.
— ÞETTA var framúrskarandi
ánægjuleg ferð, sagði Sþren
Bþgh, forstjóri „Hotel Cosmo-
polite“, þegar ég hitti hann að
máli eftir heimkomu hans frá ts-
landi. Við dáðumst að náttúru-
fegurðinni, veiddum lax og feng-
um alls staðar frábærar viðtökur.
Hin einstæða vinsemd og gest-
risni, sem okkur var sýnd, í sam-
bandi við hina tilkomumiklu
fegurð Iandsins, gerir mér þessa
ferð ógleymanlega.
— Hvernig atvikaðist það, að
þér fóruð í þessa ferð?
— Þetta var fyrsta íslands-
ferðin mín. Vinur minn, Terkel
M. Terkelsen, aðalritstjóri „Ber-
lingske Tidende", var svo hrif-
inn af ferð sinni til Islands í
fyrra, að hann fór þangað aftur
í sumar. Hann taldi mig á að
fara með sér, og ég sé sannar-
lega ekki eftir því. Ég vona inni-
lega, að ég eigi eftir að koma
aftur til þessa fagra lands.
Bögh forstjóri er lögfræðingur
og landsréttarlögmaður. Hann
mun vera eini lögmaðurinn í
Danmörku, sem gegnir gistihús-
forstjórastarfi.
Þetta starf hefur gefið honum
mikla reynslu viðvíkjandi ferða-
málum og gistihúsum. Er því
eðlilegt að spyrja hann, hvernig
hann líti á ísland sem ferða-
mannaland.
—. Ég er sannfærður um, að
þarna eru miklir möguleikar fyr-
ir hendi, segir hann. Náttúru-
fegurðin íslenzka er svo töfrandi,
að hún getur dregið fjölda ferða-
manna til sín. En ísland hefur
líka annan kost sem ferðamanna-
land. Ég á þarna við veðráttuna.
Fólk, sem ferðast oft suður á
bóginn, þreytist á hitanum í s;uð-
rænu löndunum og leitar svo til
annarra landa, þar sem veðrátt-
an er svalari og breytilegri. Þess
konar veðrátta laðar marga að
sér og er vafalaust ein af ástæð-
unum til þess, hve stórkostlega
ferðamannastraumurinn til Dan-
merkur hefur aukizt.
Ég er viss um, að það er hægt
að gera ísland að tízku-ferða-
mannalandi. Ég get hugsað mér
að þannig fari, að fólk segi við
kunningja sína: „Þú hefur verið
í Rómaborg, dvalið á Miðjarðar-
hafsströndinni frönsku, í París og
víðar, en þú hefur aldrei farið
til íslands. Eins víðförull maður
og þú getur ekki verið þekktur
fyrir það“.
Þegar skemmtiferðafólkið hef-
ur ferðazt í Suðurlöndum, þá
leitar það norður á bóginn. Á
íslandi eru jöklar og grænir dal-
ir, fögur náttúra en engir suð-
rænir hitar.
veiðarnar. Þær ættu að vera
handa íslendingum sjálfum, af
því möguleikarnir eru þarna til-
tölulega litlir. En mér virðist svo,
að víða sé hægt að veiða silung.
Mörgum ferðamönnum mundl
vera mikill fengur í því.
— Hverjir ættu að láta byggja
þessi gistihús?
— Líklega yrði erfitt fyrir
einstaklinga að leggja út í þetta.
Mér finnst eðlilegast að flugfé-
lögin íslenzku, Eimskipafélag Is-
lands, stofnanir og fyrirtæki, sem
mundu njóta góðs af ferða-
mannastraumnum, létu byggja
gistihúsin. Ríkið ætti að veita
lán til þess með góðum kjörum.
Þetta ætti sem sagt að vera
byrjunin. Seinna gæti komið til
mála að reisa „lúxushótel“ og
jafnvel líka lækningastofnanir
nálægt hverunum.
Sþren Bþgh.
lega lítil gistihús upp í sveit, í
dölunum og fjalllendinu. Þau
ættu ekki að vera stærri en það,
að hægt væri að hýsa 10—20
manns í hverju þeirra. Ferða-
fólkið ætti að sofa þarna í fasta-
rúmum, oft 2 í hverju herbergi.
Verðið á herbergjunum yrði að
miðast við greiðslugetu fólks,
sem langar til að ferðast, en
hefur ekki efni á að búa í dýr-
um gistihúsum, sem hafa upp á
alls konar þægindi að bjóða.
Skipulagðar ferðir
Svo þyrfti að skipuleggja ferð-
ir frá þessum gistihúsum. Þarna
kæmu til mála gönguferðir eða
ferðir á hestbaki í nágrenninu.
Þar að auki lengri ferðir í bif-
reiðum. Og loks ættu víða að
vera möguleikar á silungsveið-
um. —
Ég nefni í þessu sambandi að-
eins silungsveiðarnar. Mér finnst,
að þið ættuð ekki að auglýsa lax-
500 millj. danskra króna.
— Þér nefnduð auglýsinga-
starfið sem annan þáttinn í ferða-
mannamálunum.
— Já. Ferðamannastraumurinn
til Danmerkur hefur sem kunn-
ugt er aukizt stórkostlega síðastl.
ár. Erlendir ferðamenn færa nú
landinu meira en 500 millj. d. kr.
í erlendum gjaldeyri. Þetta er
meira en verðmæti útflutts
smjörs frá Danmörku. Tekjurn-
ar af erlendu ferðafólki eru því
orðnar þýðingarmiklar, þegar um
öflun erlends gjaldeyris er að
ræða. Aukning ferðamanna-
straumsins er að miklu leyti
stórkostlegu auglýsingastarfi að
þakka. Ferðafélagið ver milljón-
um til þess að vekja erlendis á-
huga á ferðum til Danmerkur.
Aðilar Ferðafélagsins eru marg-
ir, sumpart opinberar stofnanir,
bankar, stórar verzlanir o. fl.
og sumpart einstaklingar. Árs-
gjöld aðilanna og styrkur úr
ríkissjóði skapar efnahagslegan
grundvöll fyrir kynningarstarf-
inu.
Að lokum barst viðtalið að
Grænlandsferðum Flugfél. . Is-
lands. Mörgum mundi þykja ný-
stárlegt og um leið eftirsóknar-
vert að geta farið til Grænlands
og séð eitthvað af þessu landi í
sambandi við íslandsferð.
Fáll Jónsson.
Ekki lúxushótel
— Hvernig munduð þér fara
að, ef þér ættuð að gera Island
að miklu ferðamannalandi?
— Mikið auglýsingastarf er
nauðsynlegt til þess að kynna
landið erlendis og vekja löngun
fólks til þess að fara til íslands.
En áður en menn gera þetta,
verður allt að vera tilbúið til að
taka á móti ferðamannastraumn-
um. Það verður að vera nægi-
legt af gistihúsum, og það þarf
að skipuleggja ferðir aðkomu-
fólksins um landið.
Ég mundi ekki byrja með að
reisa „lúxushótel", en aftur á
móti gistihús handa ferðamönn-
um, sem eru eins og fólk er flest.
Heppilegt væri að byggja tiltölu-
Kirkjunnar þjónar geta fleira en predikað fagnaðarerindið eða
tónað fyrir altarinu. Þeir geta líka verið liðtækir við að sparka
knetti — eins og sjá má af myndinni. — Hún er frá knatt-
spyrnukappleik, sem fram fór á dögunum í Danmörku, en þar
áttust við klerkar frá Sjálandi og Fjóni annars vegar og Jót-
landi hins vegar. Það voru „eyjaskeggjar“, sem sigruðu í þess-
um kappleik — 6:4. — Og nú ætla danskir prestar að velja
landslið gegn Noregi — þ. e. a. s. norskum bræðrum í Kristi.