Morgunblaðið - 30.08.1959, Síða 18
18
MORCTJNBIAÐ1Ð
Sunnudaeur 30. agflst 1959
Spann
Spánarför okkar í september er fullskipuð en fá-
einir farþegar að auki geta fengið flugfar með
Viscountflugvél til MadricJ 7, sept. og frá Barcelona
til Reykjavíkur 29. sept.
Fljót og þægileg ferð og hagstætt verð.
FERÐAFÉLAGH) íiTSÝN
Nýja Bíó — Sími 23510 kl. 5 til 7 e.h.
Haust- og vetrartízkan
nýkomin:
frönsk, þýzk og ensk
síðdegis- og kvöldkjólaefni.
*
ic
Vesturgötu 2 *
JVýtt
„Guitare“
Varalitirnir margeftir-
spurðu komnir í 7 lit-
um.
Ailir nýjustu litirnir I
Lous Philippe
Vonder Base
cream foundation
Nýjung
CUTIPEN
naglabandaeyðir
Augnskuggar
margir litir
NÝTT
fyrir karla og konur cool and dry sprey i brúsum
við fótraka mjög gott.
Snyrtivörubuðin
Laugaveg 76 — Sími 12275.
JVýtt
Á eftirfarandi stöðum óskast strax
UMBOÐSMENN
til sölu og dreifingar á okkar heimsþekktu
Tréveggtjöldum
KÓPAVOGI — KEFLAVlK
KEFLAVÍKURFLUGVELLI
SANDGERÐI — HELLISSANDI
ÓLAFSVÍK — GRAFARNESI
BÍLDUDAL — FLATEYRI
SUÐUREYRI — HNlFSDAL
HÓLMAVK — HVAMMSTANGA
RAUFARHÖFN — DdUPAVOGI
EYRARBAKKA — HVERÁGERÐI
iinkasalan GLUGGAR H.F.
Skipholti 5 — Reykjavík — Sími 23905.
75 ára á morgun
Snorri Sigfússon námsstj.
Á MORGUN verður einhver
mætasti barnafræðari þessa
lands 75 ára. Hann er Svarfdæl-
ingur og mun það vera eitt af
því fáa, sem hann sjálfur telur
sér til ágætis. Ég hefði síður en
svo haft á móti því, að þessi
sómamaður gæti rakið ættir sín-
ar til Skaftfellinga austan Mýr-
dalssands.
Afmælisbarnið heitir Snorri
Sigfússon.
Ekki kann ég að rekja ætt né
uppruna Snorra, en trúlega er
hann af konungum kominn langt
fram í ættir. Og einhvers staðar
hefur einhver formóðir hans
hrifist af góðum söngmanni og
skáldi, því að hvorttveggja er
honum í blóð borið, söngur og
hagmælska.
Hér skulu eigi heldur talin hin
margvíslegu störf, sem Snorri
hefur tekið sér fyrir hendur um
dagana. En aðalstarf hans um
liðlega hálfrar aldar skeið var í
þágu uppeldis og fræðslu barna,
Hann var lengst af skólastjóri,
fyrst á Flateyri og síðan á Akur-
eyri, en flestir munu þó hafa
kynnzt fjölhæfni Snorra, starfs-
gleði hans, hvetjandi leiðbein-
ingum til starfs og dáða þau árin,
sem hann var námsstjóri á Norð-
urlandi. Þau urðu býsna mörg
bréfin, sem Snorri námsstjóri
sendi kennurum á Norðurlandi,
til leiðbeininga á mörgum svið-
um, og margar greinar ritaði
hann í tímaritið HEIMILI OG
SKÓLA, sem hann stofnaði og
ritstýrði í mörg ár. Þá hefur
hann einnig ritað um áhugamál
sín í ýmis blöð og tímarit og
flutt fjölda útvarpserinda. Mý-
margt fleira mætti segja um
skólamanninn Snorra Sigfússon,
en hér skal látið staðar numið.
Að lokum þó þetta: Uppistaðan
í störfum Snorra er hin þjóðlega
menning, sem horfnar kynslóðir
hafa mótað, en ívafið er siðgæðis
hugsjón kristinnar trúar.
Þótt 5 ár séu nú liðin síðan
Snorri „lét af embætti fyrir ald-
urs sakir", þá hefur hann verið
— og er enn — sístarfandi og
hugsandi um þau mál, sem verða
mega æskufólki þessa lands og
þjóðinni til heilla og velfarnaðar.
Þannig verður Snorri meðan
hann heldur lífi og heilsu.
Um þessar mundir dvelur
Snorri í kóngsins Kaupinhöfn
ásamt sinni ágætu konu, Bjarn-
veigu Bjarnadóttur, sér til hress-
ingar. Ég sendi honum hugheilar
afmæliskveðjur, þakka honum
lærdómsríkt samstarf og óska
þess, að hann megi enn um langt
skeið miðla öðrum af þekkingu
sinni og reynslu.
Lifðu heill og sæll sem lengst,
■ kæri vinur, Snorri.
Helgi Elíasson.
Ms. TUNGUFOSS
fer frá Reykjavík þriðjudaginn 1.
sept. til Norður- og Vesturlands.
V iðkomustaðir:
Bíldudalur
Akmreyri
Siglufjörður
ísafjörður
Vörumóttaka á mánudag.
Hf. Eimskipafélag tslands.
Akranes
Til sölu er bílskúr úr timbri,
járnklæddur, til flutnings. —
Nánari upplýsingar veitir Val
garður Kristjánsson, lögfræð-
ingur, Akranesi, sími 398.
VII NIIIIIRITIWIRK ZWOHITZ
Við framleiðum:
Segulbandstæki — diktafóna
Bifilar — Oseiilógrafa
Katódugeisla — Oscillógrafa
Elektrokradiografa — Kardioskópa
Mælitæki fyrir Encefalografa.
Vinsamlegast biðjið um myndalista með
öllum upplýsingum hjá:
Handelsvestretung der Kammer fúr
Aussenhandel,
Austurstræti 10 A, Reykjavík
Deutscher Ihnen- und Aussenhandel
Elektrotechnik
Berlin C 2. Liebknechtstrasse 14