Morgunblaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 16
16
M o r n r w n i a ð i ð
Miðvikudagur 2. sept. 1959
THERE HE GOES/
POWN BETWEEN
THOSE TREES/
NOW WE'RE GETTING 'S
SOMEWHERE...HE TOOK
OFF WITH A r<
PIECE/
KEEP OUT OF SIGHT, I
ROBERTS/... WE'RE
GOING TO WATCH THAT
MAGPIE UNTIL HE
\ PICKS UP THAT .
. foil / rr
9 WELL HE WON’T
LAST LONG ... A HAWK
IS CIRCLING ABOVE
VOUR MAGPIE/
Gólf, sem eru áberandi hrein,
eru nú gljáfægð með:
ou>
ijU
'Wfit
SWOLFGANGi
„Hnífstungur eru hérna dagleg
ir viðburðir", sagði Hermann
ákveðinn. „En annars verð ég að
endurskoða álit mitt á Anton. —
Menn breytast. þeir verða meira
að segja oft betri. Anton hefur
verið í slæmum félagsskap, það
er allt o sumt. Ef þú vildir bera
dálitla umhygkju fyrir hon-
um-------“
„Á ég að bera umhyggju fyrir
hinum glataða bróður þínum?“
Anton hefur sagt sannleikann,
hugsaði Vera. Hermann lýgur og
Anton hefur sagt satt. Allt virt-
ist verða rangsnúið í augum henn
ar.
„Ég á við, ef þér er þab ekki of
ógeðfellt“, bætti Hermann fljótt
við. „Það er auðvitað ekki áríð-
andi. En það er varðandi leiðind |
in — já, leiðindi eru versti ráð-
gjafinn. Ég hef verið að brjóta
heilann um, hvað þú gætir gert,
þegar heimilisstörfin eru ekki
nægileg handa þér. Þú hefur
áhuga á þessum Adam Sewe —“
Hún sperti upp augabrýrnar.
„Já, sagði hún, „ég hef áhuga
á Adam Sewe“.
Hann fikraði við hin opnuðu
umslög utan af morgunpóstinum,
sem lágu á borðinu. því næst
sagði hann, eins og það kæmi
ekki málinu við:
„Delaporte hefur sagt mér, að
margar konur félagsmanna helgi
hinu góða verki Sewes nokkra
daga eða viku í hverjum mánuði.
Þær hjúkra sjúklingum í Pomosa,
kenna tungumál eða safna bein-
línis fé í Leopoldville. — Væri
það ekki fallegt verkefni handa
þér?“ Hann lagði umslögin til
| hliðar. „Það væri því þakklátara
starf sem Sewe á bersýnilega í
erfiðleikum".
„í erfiðleikum?"
„Það er fullyrt, að hann sé að
taka þátt í úran-braski.
„Hver fullyrðir það?“
Hún athugaði Hermann ná-
k\æmlega. Á honum voru eng-
in svipbrigði að sjá. Gat hann lát
ið svona ólíkindalega? Þekkti
hún hann svona lítið eftir tólf
ár? Eða var Anton Wehr sá
ósvífnasti lygari, sem hún
nokkurn tíma hafði kynnzt?
„Menn, sem hafa áhuga á svæði
hans í hagsmunaskyni“, sagði
Hermann rólega. „Honum mun
áreiðanlega þykja vænt um, að
við sýnum honum, að við stönd-
um með honum“.
„Hvað get ég gert til þess?“
svaraði hún. „Menn eins og þú og
Delaporte ættu að standa við
hlið hans“.
„Það myndi líta svo út, sem
við ættum fjárhagslegra hags-
muna að gæta með Sewe. — Al-
menningur er hér mjög viðkvæm
ur fyrir öllum málum, sem
snerta úran“.
„Hvað veit almenningur um
allt þetta mál?“
„Því miður er þegar farið að
ræða það —“ Hann greip saman-
brotið blað, sem lá hjá tekatlin-
um. „Lestu þetta“.
Hún tók við blaðinu. — Hönd
hennar titraði.
Hún tók eftir fyrirsögn neðan
til á fremstu síðu. Hún var ekki
áberandi stór, en ekki mjög lítil.
Hún las:
„Orðrómur um Kwango veldur
óróleik í Leopoldville".
Þar fyrir neðan las hún:
„1 Leopoldville hefur gengið
orðrómur í nokkra daga varð-
andi „Adam-Sewe-félagið“. Það
er sagt, að félagið, sem á svæðin
kringum Kimvula, þar sem þorp
Adams Sewe prófessors standa,
hafi fundið geysilega verðmæt
hráefni í jörðu. Þessi orðrómur
veldur því meiri ókyrrð, þar sem
það er fullyrt, að er félagið náði
eignarhaldi á svæðunum milli
Ngidinga og Popokabaka, hafi
því þá þegar verið kunnugt, að
þar voru hráefni, sem eru mikil-
væg í liernaði. Ef þessi orðróm-
ur reynist réttur, sem vér vitan-
lega ekki viljum fullyrða neitt
um, þá kemur upp sú spurning,
hvort „Adam-Sewe-félagið“ hafi
á sínum tima starfað í góðgerða-
skyni, eða hvort hér sé um að
*ræða eitthvert áhættusamasta
brask í sögu Kongó. Það er bæði
í þágu landsins og hins mikils-
virta félags, að opinber rann-
sókn fari fram.
Það er auðvitað fullvist, að
„Engill Kongó“ er engan veginn
flæktur í þetta mál, og hvað sem
öðru líður, gæti hann aðeins ver-
ið fómarlamb samvizkulausra
braskara".
Vera var orðin föl. Hún lagði
frá sér blaðið.
„Hefur þú ekki sagt mér“,
spurði hún, „að Le Journal du
Ccngo“ sé gefið út af vini þínum
Delaporte?“
Nú tók hún eftir því í fyrsta
skipti, að hann deplaði augunum
bak við gleraugun.
„Delaporte á hluta af blaðinu,
en hann getur ekki bælt niður
orðróm, sem gengur um alla Leo-
poldville".
Vera hafði höndina á blaðinu.
Hún sagði, eins og við sjálfa sig:
„Þeir þora þá ekki ennþá að
ganga í berhögg við Sewa“.
„Vonandi þarf aldrei til þess
að koma“, svaraði Hermann.
í sömu svifum kom önnur
svarta þjónustustúlkan inn í
dyrnar.
„Það er beðið um frúna í sím-
ann“, sagði hún.
Vera sn :ri sér við.
„Hver vill tala viö mig?“
„Einhver Verneuil lögreglu-
stjóri“, svaraði stúlkan.
Það var horft undrunaraugum
á hina fögru, hvitu konu í léttu,
ljósgráu sumarfötunum, þegar
hún gekk eftir göngunum í inn-
borinna sjúkrahúsinu. — Vera
Wehr gekk bein og reyndi að láta
SÓL GRJÓH efla hreysti
og heilbrigði
eggjahvltuefnl.
Láttu ekki á þér bera, Ríkharð-
Ur. Ég ætla að fylgjast með fugl-
unum, þangað til hann tekur silki
pappírinn. — Seinna. — Nú fer
ég að'ná einhverjum árangri . . .
Hann tók sig á loft með silfur-
pappír. Þarna fer hann, niður á
mill1 trjánna. O, hann lifir nú
varla lengi. Það er fálki á hring*
flugi yfir spörfuglinum þínum.
Reynið í dag sjálf-bónandi
Dri-Brite fljótandi Bón.
Fœst allsstaðar
Mjög auðvelt í notkun!
Ekki nudd, — ekki bog-
rast, — endist lengi, —
þolir allt!
Jafn bjartari gljáa er varla
hægt að imynda sér!
' líta svo út, að hún léti ekkert á
sig fá. Hún gekk eftir hinum
þröngu göngum, þar sem var
karbóllykt. Svartir hjúkrunar-
menn og hjúkrunarkonur óku
svörtum sjúklingum fram hjá í
hjólastólum.
Vera staðnæmdist við dyrnar
á herbergi 88. Hún hikaði. Síðan
barði hún að dyrum.
Anton lagði frá sér bókina, sem
hann var að lesa. Það birti yfir
svip hans og bros lék um varir
hans.
„Hvílík ánægja", sagði hann.
„Og hve óvænt heimsókn".
Vera lagði blómin, sem hún
kom með, á borð. Það voru hvít-
ar og rauðar nellikur.
Anton þakkaði og kallaði á
hjúkrunarsystur. Hún kom þegar
og tók blómin til þess að láta þau
í blómaker. Hún ýtti eina stóln-
um, sem var í herberginu, að rúm
inu.
Vera settist.
„Ég verð að tala við yður,
Anton“, sagði hún. Hún reyndi
að brosa. „Ep fyrst verðið þér að
segja mér, hvernig yður líður“.
„Ágætlega. Ég verð látinn
fara á morgun".
Hún litaðist um.
„Já“, sagði hann, og tók eftir
því, hvert hún horfði, „ég er
eini hvíti sjúklingurinn hérna.
Það er allt gagnstætt réttum
reglum, en hvað á að gera við
sjúkling, sem heimtar, að honura
sé hjúkrað í sjúkrahúsi innbor-
inna manna?“
Hún var aftur orðin alvarleg
á svipinn. Hann spurði sjálfan
sig, hvort hún myndi skilja sig.
Hann tók eftir því, að hún hafði
lagt af. Hún var dálítið föl í and-
liti.
„Ég veit nú, hver það var, sem
reyndi að deyða yður“, sagði hún.
„Er yður sama um það?“ spurði
hann ánægður.
„Nei. En ég hef vitað það frá
upphafi. Hún er villidýr, hin litla
Lúlúa“.
„En hvernig vitið þér það?“
„Verneuil kom til mín. Hann
yfirheyrði mig rækilega. Hann
heldur, að ég hafi reynt-------“
„Ég veit það“, tók Anton fram
í fyrir henni. „Sá góði Verneuil
gerir of mikið úr þeim áhrifum,
sem ég hef á konurnar“.
SHtltvarpiö
Miðvilcudagur 2. septembcr
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir).
12.00—12.50 Hádegisútvarp. (12.25
Fréttir, tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar
af plötum.
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
tilkynningar). — 16.30 Veðurfr.
19.00 Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir
20.30 Að tjaldabaki (Ævar H. Kvaran
leikari).
20.50 íslenzk tónlist: Verk eftir Pál
ísólfsson.
21.15 Erindi: Uppbaf lieimsstyrjaldar-
innar 1939. (Ólafur Hansson
menntaskólakennari. — I>ulur
flytur).
21.45 Tónleikar: Sónata fyrir klari-
nettu og píanó eftir Saint-Saéns.
Ulysse Delecluse (klarinetta) og
Jacques Delecluse (píanó) leika.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Alít fyrir hrein-
lætið" eftir Evu Ramm. X. lestur
og sögulok. (Frú Álfheiður Kjart-
ansdóttir).
22.30 Létt tónlist frá Rúmeníu. Rúm-
enskir listamenn syngja og ieika.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 3. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tiikynningar).
12.50—14.00 „Á frívaktinni1*, sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir.
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðuifr ).
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Samfelld dagskrá í tilefni 40 ára
afmælis flugs á íslandi. (Sigurður
Magnússon fulltrúi undiibýr d?«g-
skrána).
22.00 Fréttir og ve&mtmgnir.
22.10 Kvöldsagan: „Sveitasæla" eftir
Lars Dilling í þýðingu Málfríðar
Einarsdóttur. Fyrri lestur. (Edda
Kvaran leikkona les).
22.30 Sinfónískir tónleikar: — Sinfónía
um franskan fjallasöng op. 52
eftir D’Indy. Planóleikarinn Aldo
Ciccolini og hljómsveit tónlisfcar-
skólans í París leika. André Cluyt
ens stjórnar.
23.00 Dagskrárlolc.