Morgunblaðið - 02.09.1959, Blaðsíða 12
12
MORCV iVBr.^BíB
Miðvikudagur 2. sept. 1959
íbúBir til sölu
Til sölu sérstaklega skemmtilegar 4ra herb. íbúðir í
fjölbýlishúsi (vesturendi) í Háaleitishverfi. íbúðirnar
verða seldar fokheldar með miðstöð og aJit sameigin-
legt pússað. Bílskúrsréttur getur fylgt. Lán á 2. veð-
rétti til 5 ára ef óskað er. Upplýsingar í síma 32190
írá 6—9 í kvöld og næstu kvöld.
Maður öskast
til spjaldskrár- og lagerstarfa á raf-
magnsvörulager í Reykjavík. Nokkur
enskukunnátta nauðsynleg. Einnig vant-
ar menn til verzlunarstarfa í 4 mánuði
að kaupfélagi á Norðurlandi. Upplýs-
ingar gefur Starfsmannahald SÍS, Sam-
bandshúsinu við Sölvhólgötu.
PiLTAR,
EFÞlÐ EIGIPUNNUSTUNA
ÞÁ Á ÉG HRINö-ANA j
/tftf/sfraer/ S \1 U^—
— Kristín
Jónsdóttir
Framh. af bls. 11
hinir beztu menn hafa lagt mikið
af mörkúm til að fegra heiminn
og staekka hann.
En hér ber enn allt að sama
brunni. Okkar heimur stendur
veikum fótum. Við vitum það og
viðurkennum að vegir Guðs eru
órannsakanlegir.
Einn> traustur hlekkur í þeirri
festi, sem bar uppi þann heim,
sem veitti okkur svo mikla ham-
ingju, hefur brostið. Einn úr for-
ustuliði í menningarbaráttu okk
ar litlu þjóðar, Kristín Jónsdótt-
ir, listmálari, hefur kvatt samferð
arfólk sitt um sinn.
Fyrir fáum vikum stóð hún í
vinnustofu sinni með pensilinn
í annarri hendi og lykilmót að
lífsgátu sinni í hinni, og ugði
ekki að sér.
Kristín Jónsdóttir var i engu
venjuleg manneskja. Hún var
skilgetið afkvæmi þeirra, er sköp
uðu handa okkur þann víða heím
og litríka, sem við lifum í. Hún
fann og skildi flestum betur þá
ábyrgð, er á þeim hvílir, sem fuli
komna eigið sköpunarverkið,
blása nýju lífi í brjóst samferða-
mannanna, halda eldunum log-
andi. í þrotlausri leit og tilraun-
um í hinni nýju veröld mannsins,
var hún ódeig, hiklaus og opin-
ská. Gagnvart náttúrunni, lífs-
kvikunni, var hún sem barn er
les sér blóm á engi.
í lífsviðhorfi var Kristín Jóns-
dóttir — eins og aðrir mikilhæfir
listamenn — þrælbundin þeirri
skyldu gagnvart Guði og mönn-
um, að taka ekkert frá öðrum
og kalla sitt. Til þess var okkur
gefið frelsi, að því yrði beitt
til að opna nýjar leiðir, gera nýj-
an heim, þar sem hver nýr dagur
ber fram ný óþekkt vandamál,
og lausnin, sem fannst í gær,
gildir ekkí í dag né íramar. I
þessum umbrota heimi ómildrár
baráttu, og öðrum þræði ólýsan-
legrar hamingju, þó sjaldan gæf-
ist færi til að létta akkerum eða
rifa seglin, lifði Kristín Jónsdótt-
ir lengstan hluta ævinnar í ör-
uggri fylgdi óviðjafnanlegs lifs-
félaga, Valtýs Stefánssonar, rit-
stjóra, og hin síðari ár, tveggja
dætra þeirra, sem örugglega hafa
haldið uppi merki hinna mik.u
foreldra.
Það á að mörgu leyti fremur
við um þessa þjóð en nágrann-
ana, að hún býr enn i ónumdu
landi. Henar eigin heimur er að
eins í mótun. En forsjónin heíur
séð fyrir ævintýralegum mögu-
leikum og fyrirmyndir hennar
eru hér dregnar skýrum og ramm
gerðum dráttum. Umfram allt
hefur hún þó gefið okkur Jpp-
örfvandi fordæmi mikilhæfra
manna, sem varðað ,hafa leiðina
um byggðir og öræfi.
Við fráfall Kristinar hefur
hlekkur brostið, sem erfitt mun
reynast að bæta.
Ragnar Jónsson.
Kins og undanfarin ár
tek ég að mér
leikkennslu og leikstjóm frá leikfélögum og öðrum
menningarfélögum í Reykjavík og út um land.
INGIBJÖRG STEINSDÖTTIR, leikkona,
p.t. Múlakamp 14 — Sími 34786.
Skrifstofustúlka
Innflutningsfyrirtæki óskar eftir skrifstofustúlku
með góða kunnáttu á ritvél, ensku og dönsku. Um-
sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist Morgunblaðinu merkt: „Vel fær á ritvél
— 4801".
Framtíðaratvinna
Ungur maður lagtækur við vélar getur fengið fasta
atvinnu í verksmiðju nú þegar. — Há laun. Um-
sóknir er greini aldur og fyrri störf sendist af-
greiðslu Morgunbl. fyrir 10. sept. merkt: „Fram-
tíðaratvinna—4731“.
yÉR SELJUM:
KÆLIVÉLAR OG KÆLIKOMPRESSOR
frá 140 — 8000 kcl/h.
fyrir sláturhús, matvöruverzlanir, veitingahús, hótel.
iðnfyrirtæki, sjúkrahús, svo og fyrir kæligeymslur allra
tegunda.
Um þrjátiu ára skeið höfum vér haft á boðstólum viður-
kenndar sem þýzk gæðavara, hin alþekktu
DKK KÆLITÆKI OG KÆLIKOMPRESSORA
sem tryggja ábyggilega starfrækslu, lágan reksturs-
kostnað og mikil afköst.
Tilboð og allar nánari upplýsingar fáið þér hjá:
VEB DKK SCHARFENSTEIN Jömi
bu-tHlujrLg
SCHARFENSTEIN, ERZGEBIRGE, DDR.