Morgunblaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 1
24 siður
Ingólfur Jónsson
Guðlaugur Gíslason
Sig'urður Ó. Ólafsson
Jón Kjartansson
Fáll Scheving
Steinþór Gestsson Ragnar Jónsson Sigurjón Sigurðsson Siggeir Björnsson Sr. Sigurður Haukðal
Gunnar Sigurðsson
Jóhann Friðfinnsson
Frambo&slisti Sjálfstæðis-
manna á SuBurlandi ákvebinn
Framboðslisti Sjálfstæð-
manna í Suðurlandi Var
íkveðinn á fundi að
Hellu s.l. sunndag. Sátu
hann fulltrúar úr öllum
héruðum hins nýja Suð-
urlandskjördæmis. Þess-
ir menn skipa listann:
1. Ingólfur Jónsson, alþingismaður, Hellu.
2. Guðlaugur Gíslason, alþingismaður, Vestmannaeyjum.
3. Sigurður Ó. Ólafsson, aiþingismaður, Selfossi.
4. Jón Kjartansson, sýslumaður, Vík.
5. Páll Scheving, vélstjóri, Vestmannaeyjum.
6. Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli.
7. Ragnar Jónsson, kaupfélagsstjóri, Vík.
8. Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftsholti.
9. Siggeir Björnsson, bóndi, Holti.
10 Séra Sigurður Haukdal, Bergþórshvoli.
11. Gunnar Sigurðsson, bóndi, Seljatungu.
12. Jóhann Friðfinnsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjum.
Lunik // á tunglinu
Framboðslistinn var samþykkt-
ur með samhljóða atkvæðum og
ríkti hinn mesti einhugur og
áhugi á fundinum fyrir að gera
sigur Sjálfstæðisflokksins í næstu
kosningum sem stærstan.
— nýtt áróðursvopn Knúsjeffs
MOSKVU, LONDON og WASHINGTON, U. sept.
SAMTÍMIS því sem bandarískir ráðamenn leggja síðustu höndina
á undirbúning að móttöku Krúsjeffs beinist athygli almennings
víðast hvar um heim að tunglflauginni rússnesku, sem hæfði mark-
ið. Rússar hafa orðið fyrirstir til þess að skjóta eldflaug til tungls-
ins og í Rússlandi og öðrum kommúnistaríkjum hefur því verið
lagnað mjög um leið og Vesturveldunum er bent á það, að tungl-
skotið rússneska sanni ágæti kommúnismans enn betur.
Á meðan eldflaugin var á leið
til tunglsins var henni fylgt af
tæknilegum áhuga jarðarbúa, en
þegar það vitnaðist, að senditæki
eldflaugarinnar hefðu þagnað
skyndilega um niu leytið á sunnu
dagskvöldið og fullvíst talið, að
hylkið, sem síðasta þrepið flutti,
hefði lent á tunglinu — þá varð
fregnin hápólitísk — og umsagn-
ir stjórnmálamanna um víða ver-
öld urðu háværari en ummæli
visindamannanna.
★
I kveðjuorðum frá Krúsjeff,
sem útvarpað hefur verið um ger
völl Ráðstjórnarríkin, daginn áð-
ur en hann leggur upp í hina
margumræddu Bandaríkjaför,
segir hann, að tunglskotið sé
sterkasta sönnunin fyrir friðar-
vilja kommúnistaríkjanna og því
hvernig vísindin séu í þágu vís-
inda og aukinnar menningar. —
Kvaðst Krúsjeff ætla að flytja
Eisenhower nákvæma eftirlík-
ingu af skjaldarmerki Ráðstjórn-
arinnar, hamri og sigð, sem Lun-
ik 2., en svo hefur eldflaugin
verið nefnd, flutti til tunglsins.
Neitaði Krúsjeff því eindregið,
að tunglskot þetta hefði verið
ákveðið í sambandi við Banda-
Framh. á bls. 2.
ríkjaför hans — og í áróðurs-
markmiði.
★
Á Vesturlöndum er það hins
vegar ekki talin nein tilvilj-
un, að Rússar gerðu þessa
skottilraun einmitt nú. Vís-
Vilja ráðstefnu
MOSKVU, 24. sept. — Ráðstjórn-
in hefur lagt til, að efnt verði til
alþjóðaráðstefnu til þess að
fjalla um Laosmálið.
Skýrsla
sem allir þurfa oð lesa
INNI í blaðinu er birt
tilkynning lögreglustjór-
ans á Keflavíkurflug-
velli, Björns Ingvarsson-
ar. Skýrslan lýsir ótrú-
legri óstjórn af hálfu ís-
lenzkra stjórnvalda á
varnarmálunum suður |
þar. Með skýrslunni er |
sannað, svo skýrt sem ■
verða má, að hinir ís- :
lenzku yfirstjórnendur j
varnarmálanna eru ■
fjarri því að vera starfi :
sínu vaxnir. Sjá bls. 8. j
<s>--------------------—
Rjargað
LONDON, 14. sept. — Tveir rúss-
neskir flugmenn hafa nú bjargað
vísindamönnunum 10, sem flutu
með rannsóknarstöð sinni á ís-
jaka um 300 mílur austur af
norðurodda Grænlands — suður
á bóginn, Stöðin hefur verið
starfrækt á ísjakanum á hálft
fjórða ár.
★-------------★
Þriðjudagur 15. september
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Drangey.
— 6: Barátta fyrir málefnum kvenna
í 65 ár.
—8: Ótrúleg óstjórn á Keflavikur-
flugvelli.
— 10: Bandaríkjaheimsókn Krúsjeffs
— 12: Forystugreinin: „Bandaríkja-
för Krúsjeffs**.
Maðurinn að baki Eisenhowers
(Utan úr heimi).
— 13: Heimsókn að Laugabóli við
Djúp.
— 17: Á Ströndum — og í Reykjavik.
~ 22: íþróttir.
*--------------------------*