Morgunblaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ
Hægrviðri, þokuloft. Dálítil súld
með köflum.
0f01tttlLlð$jUk
201. tbl. — Þriðjudagur 15. september 1959
.. ............
Krusjeff
í Bandaríkjaför. — Sjá bls. 10.
8000 laxar
i Ölfusá
og Hvítá
1 NÝJU BLAÐT Siiðurlands. er
skýrt frá því að í sumar hafi
8000 laxar veiðzt á vatnasvæði
Ölfusár og Hvítár. Segir ritstjór-
inn, er heimsótt hefur veiðibænd-
ur á svæðinu frá ósum og upp að
Vörðufelli á Skeiðum, 7200 laxar
veiddir í net og auk þeirra fjöldi
laxa sem veiðzt hafa á stöng.
Telur ritstjórinn að heildarlax-
veiðin sé ekki undir 8000 löxum.
Segir hann þetta vera mestu
veiði, sem verið hefur £ Ölfusá
og Hvítá síðan 1932. Síðar í grein-
inni segir ritstjórinn frá nýrri
og notadrjúgri veiðiaðferð, Uöl-
stangaveiði, kallar hann það og
lýsir henni á þessa leið:
„Henni e’r þannig háttað, að
sami maður veiðir með, sumir
segja, 4—5 veiðistöngum sam-
tímis. Veður með stangirnar út
um ála og eyrar og leggur þeim
þar við prik og vitjar síðan um
líkt og sjómenn á Suðurnesjum
um þorskanet sín á vertíðum.
Furðulegra „sport“ hefur aldrei
sézt í Ölfusá“.
Ritstjórinn telur að heildar-
verðmæti veiðanna sé milli 1 og 2
milljón króna.
Suðurland segir að Kaupfélag
Árnesinga hafi tekið laxinn í um-
boðssölu. Sá lax sem ekkí einu
sinni sást á netafar, hvað þá
meira hafi farið til útflutnings
til Frakklands.
segir upp
samningum
Á FUNDI er haldinn var í
Verkamannafélaginu Dags-
brún sl. sunnudag var sam-
þykkt tillaga frá stjórn félags-
ins þess efnis að segja upp
núgildandi kaup- og kjara-
samningum félagsins við at-
vinnurekendur frá 15. sept.
að telja.
Lögreglumoður
tóh ú móti
hurninu
Selfossi, 14. sept. —
FYRIR nokkrum dögum var
Jón G»uðmundsson, lögreglu-
þjónn hér, beðinn að fara í
sjúkrabílnum að Hreiður-
borg í Sandvíkurhreppi.
Flytja skyldi þaðan. á fæð-
ingarstofuna hér í spítalan-
um, konu bóndans. Er Jón
kom að Hreiðurborg, sá hann
að þess myndi skammt að
bíða að konan myndi fæða.
Ákvað hann að hringja á
ljósmóður til að vera nær-
kona húsmóðurinnar. Tók
Jón lögregltuþjónn að undir-
búa fæðinguna. En áður en
ljósmóðirin kom frá Sel-
fossi, fæddi konan barnið.
Tók Jón Guðmundsson á
móti baminu og tókst það
mjög vel. Þegar Ijóðmóðir-
in kom var fæðingin afstað-
in og var nú hætt við að
flytja konuna að Selfossi og
búið um hana og barnið þar
á heimilinu. Líðtur móður og
barni prýðilega í alla staði.
— G. G.
Síl din
kveður
Myndin að ofan var tekin á Siglu
firði fyrir nokkrum dögum og
sýnir hún hvernig umhorfs er nú
á söltunarstöðvunum þar, en tug-
ir þúsunda síldartupna voru salt-
aðar þar í sumar og bíða nú skips
ferðar. í baksýn er síldarverk-
smiðjan Rauðka og nýja hafskipa
bryggjan og er það Dísarfell, sem
liggur þar við landfestar og er
að taka síld til útflutnings.
Syðri hluti hafskipabryggjunn-
ar á Siglufirði var tekinn í not-
kun í sumar — jafnframt því
sem unnið var að gerð norður
bryggjunnar. — Á myndinni að
neðan sést stálþilið, sem rekið
var niður utan um norður lilut-
ann. Vöruskemman, sem sést á
myndinni, verður flutt. Það er
Tungufoss, sem liggur við syðri
hluta hafskipabryggjunnar, og
er hann að lesta síld.
(Ljósm.: Jóhannes Þórðarson)
vík hafa gripið í þessar veiðar.
Munu þess dæmi að hér. hafi
veiðzt á stöng 400 punda hámeri.
I sambandi við komu Norton
Bracy, hefur verið aflað nauð-
synlegra gagna, vottorða um
stærð fisksins sem veiðist og ann
að þess háttar, með það fyrir
augum, að fái hann stærri há-
meri en 271 punda, þá verði gerð
ar ráðstafanir til þess að fá það
viðurkennt sem heimsmet. Stað-
fest heimsmet á hámeri veiddri
á stöng, er ekki ncma 271 pund.
Norton Bracy kemur með stöng
og tilheyrandi veiðarfæri og
hann kemur með hinn sérstak-
lega smíðaða stól fyrir hámera-
veiðar á stöng. Hér biður hans
12 tonna bátur, sem Margrét
heitir. Er gert ráð fyrir, hamli
veður ekki, að veiðimaðurinn
geti farið út á miðin á fimmtu-
daginn. Á þessum tíma árs eru
ihámeramiðin út af Reykjanesi og
Brjósfmynd Stefáns
skólameistara gefin
N áttúrugripasafninu
VALTÝR Stefánsson .ritstjóri,
hefir nýlega afhent Náttúrugripa-
safninu höfðinglega og mjög kær
komna gjöf, brjóstmynd af föður
sínum, Stefáni Stefánssyni, skóla-
meistara og grasafræðingi,
steypta í eir.
Myndina gerði Sigurjón Ólafs-
son, myndhöggvari ,eftir ljós-
mynd á fyrstu námsárum sínum
í Kaupmannahöfn; síðar gerði
Sigurjón styttu þá af Stefáni
skólameistara, sem reist var við
Menntaskólann á Akureyri, og er
höfuð þeirrar styttu nákvæm eft-
irmynd þessarar.
Náttúrugripasafnið þakkar
hjartanlega þessa ágætu gjöf; það
er því mikils virði að eiga þessa
mynd af Stefáni, hinum merka
brautryðjenda á sviði íslenzkrar
grasafræði ,höfundi Flóru ísiands,
ekki sízt þar sem það átti áður
brjóstmyndir tveggja annarra
brautryðjenda náttúrufræðinnar
á íslandi, þeirra Bjarna Sæmunds
sonar, dýrafræðings og Þorvald-
ar Thoroddsens, jarðfræðings.
Mynd Stefáns verður nú komið
fyrir í Grasafræðideild Náttúru-
gripasafnsins.
(Frá Náttúrugripasafninu).
KOSNINGASKRIFSTOFUR
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi:
KEFLAVÍK:
Sjálfstæðishúsinu, síml 21. —
Opin 10—18 alla virka daga.
HAFNARFJÖRÐUR:
Sjálfstæðishúsinu, síml 50228,
Opin 10—18 alla virka daga.
KÓFAVOGUR:
Melgerði 1, sími 19708. Opin
10—19 alla virka daga.
Sjálfstæðisfólk og aðrir stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins,
hafið samband við skrifstofurn-
ar. —
Á hámeraveiðar
við Reykjanes
HÁMERAVEIÐAR eru vinsæl
íþrótt í ýmsum löndum. Einn
þeirra veiðimanna, sem frægðar-
orð fer af í Þéssari íþrótt er
Englendingurinn Norton Bracy
skipstjóri og kom 'iann hingað
til lands í gærkvöldi og hér
hyggst hann reyna að veiða
stærri og þyngri hámeri, en
veiðst hefur á stöng hingað til.
Hámeraveiðar eru t.d. stund-
aðar allmikið í Bandaríkjunum
og þar er veiðunum jafnað á við
túnfiskveiðar, en þær eru taldar
eitthvert mesta sport sem til er
af stangarveiðum á opnu hafi.
Nokkrir menn hér í Reykja-
þangað fer N. Bracy á bátnum.
Njáll Símonarson, fulltrúi hjá
Flugfélagi íslands, sagði Mbl. í
gær, að ef þessum fræga veiði-
manni gengi vel hér, þá geti svo
farið að áhugamenn um hámera-
veiðar, muni leggja leið sína
hingað og freista gæfunnar og
gæti þá svo farið að hér opnuðust
nýir möguleikar fyrir erlenda
stangaveiðimenn, því sem kunn-
ugt er, þá erum við sjálfir búnir
að taka laxveiðiárnar, en hámera
veiðar eru mjög stundaðar af auð
mönnum.
Kaupmannahöfn, lJf. sept.
Einkaskeyti til Mbl.
DAGBLAÐIÐ BÖRSEN skýrir
svo frá, að Henrik Winberg,
framkvæmdastjóri sænsku flug-
málastjórnarinnar, hafi vakið
athygli sænska flugmálaráðu-
neytisins á því, að grundvallar-
atriðið í viðræðum um lendingar
rétt Loftleiða í Gautaborg á leið
frá Reykjavík til Hamborgar sé
úr sögunni, þegar félagið byrji
að nota flugvélar af Douglas DC-
6b-gerð, sem það hyggst festa
kaup á og áætlar að taka í not-
kun snemma á næsta ári.
Segir blaðið, að Svíar hafi
leyft Loftleiðum að hafa við-
komu í Gautaborg með lægri far-
gjöld en samþykkt alþjóðasam-
taka flugfélaga (IATA) mælir
fyrir um — einungis vegna þess,
að félagið hafi notað gamla flug-
vélategund.
Gæziiisvellirnar
fjárþurfi
NEW YORK, 14. sept. — Gæzlu-
sveitir Sameinuðu þjóðanna á
landamærum Israels og Egypta-
lands munu verða leystar upp og
varðgæzlu hætt innan nokkurra
mánaða, ef ekki fæst aukinn fjár-
styrkur til starfsins.
Það er álit sænsku flugmála-
stjórnarinnar, segir Börsen, að
málið sé þess eðlis, að það beri
að leysa í samráði við dönsk og
norsk stjórnarvöld.
Fjórðungsþing
ungra Sjálfstæðis-
manna á Norður-
larnli
ÞING Fjórðungssambands ungra
Sjálfstæðismanna á Norðurlandi
var haldið á Blönduósi sl. laugar-
dag. Sóttu það um 30 fulltrúar og
nokkrir gestir. Þingið ræddi um
flokksmál og um stjórnmála-
ástandið og samþykkti ályktanir
þar að lútandi. Sigmundur Magn-
ússon á Hjalteyri, fráfarandi for-
maður sambandsins, baðst undan
endurkosningu. í hans stað var
kjörinn Leifur Tómasson á Akur-
eyri. Þingforseti á fjórðungsþing-
inu var Stefán Á. Jónsson, form.
félags ungra Sjálfstæðismanna í
Austur-Húnavatnssýslu. — Frá
þinginu verður nánar sagt innan
skamms.
Ætla Svíar að loka
fyrir Loftleiðum ?