Morgunblaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 20
20
MORnrNnr 4ðib
Þriðjudagur 15. sept. 1959
sali, sem vori* prýddir gullbúnu
gipsskrauti. Háu Rokoko-ofnarn-
ir, sem voru gildir að neðan en
mjóir að ofan, minntu hana á
þjóðhöfðingjahallir, sem hún
hafði komið í, þegar hún var
barn. Svartir þjónar í hnébrók-
um úr silki veittu kampavín í sí-
fellu. Gullbúnir speglar, sem voru
jafnháir veggjunum, gerðu það
að verkum, að salirnir sýndust
stærri, en þeir voru í raun og
veru. Ljósið, sem hinir stóru
ljósahjálmar úr Murano-kristalli
gáfu frá sér, var mjög bjart, eins
og alls staðar í Leó.
Vera gekk út á svalirnar. Hún
andaði að sér hreinu svala næt-
urlofti. Hún dró andann léttar,
af þvi að hún loksins var orðin
ein.
Hún gekk út að grindunum og
beygði sig fram fyrir þær.
Hin mjallhvíta aðseturshöll
landstjórans stóð á hæð austan
við Pointe Kalina. Hinum feikna
stóra skemmtigarði hallaði lítið
eitt niður að fljótsbakkanum, en
í honum voru vel hirtar enskar
grasflatir og háir, grannir pálm-
ar. Frá skemmtigarðinum lágu
steinþrep niður að fljótinu, en
báðum megin við þau voru grísk
ar standmyndir. Á standmyndirn
ar sló daufri birtu frá huldum
kastljósum. Við rætur hæðarinn
ar rann Kongó;fljótið. Það var
gruggugt fljót, og það var eins og
það væri hægt að finna, hve hægt
það rann. Það hafði farið mörg
þúsund mílur og nú var það á
leiðarenda. Það var orðið óhreint
eftir hið langa ferðalag. Það var
ljótt fljót, fljót Leopoldville.
„Má ég trufla yður andartak,
frú?“ heyrði Vera að sagt var rétt
hjá sér.
Hún hrökk við og sneri sér við.
Verneuil, litli lögreglustjórinn,
stóð hjá henni.
Hún hafði ekki tekið eftir hon-
um innan um hina mörgu gesti.
Það bar ekki heldur mikið á hon-
um. Hann var lítill, bar höfuðið
hallt, og var alltaf að depla aug-
unum. Honum fór kjóllinn illa —
hann hlaut að hafa fengið kjól-
inn leigðan, því hann var honum
alltof stór. Litlu heiðursmerkin,
sem voru fest með gullspöng og
hann bar á vinstra kjólbarmin-
um, voru líkust merkjum á
grímudansleik.
„Gott kvöld, herra lögreglu-
stjóri", sagði Vera undrandi.
„Góð veizla", sagði Verneuil,
Myndaframköllun
Kona, sem fengist hefir við myndafram-
köllun, getur fengið vinnu nokkra tíma
HaínfirBingar
Oss vantar duglagan
afgreibslumann
frá næstu mánaðarmótum
að telja.
Upplýsingar á skrifstofu
blaðsins í Reykjavík.
JHwgittiMiiftft
og beygði sig líka fram fyrir
grindurnar. „Mjög góð veizla“.
Vera kinkaði kolli.
„Ég var að spyrja sjálfan mig“,
hélt Verneuil áfram, „hvort höfð
ingjarnir eru ekki að halda veiði
veizluna, áður en veiðiferðin er
um garð gengin“.
„Hvað eigið þér við með því?“
Verneuil sneri sér að danssaln-
um. Hinar háu bogadyr hans
stóðu opnar og hljómsveitin var
að byrja að spila vals.
„í hverjum krók og kima“,
sagði hann, „hefur maður rekizt
á afdrif Adams Sewe. Almenn-
ingsálitið er reyrstrá í vindi, frú
mín. Fyrir fjórum vikum var
Adam Sewe ennþá helgur mað-
ur, en nú er talað um hann eins
og versta braskara".
Veru varð hugsað til Antons.
Hafði hann ekki sagt eitthvað
svipað um hina innbornu menn,
sem brugðust Sewe?
„Braskararnir drekka vegna
endaloka hans“, sagði hún. „Það
skil ég. En hvað er um þau þús-
und manna, sem hann hefur
hjálpað?"
„Þakklæti, frú mín, er ekki
ávísun, sem maður getur fram-
vísað í banka, þar sem maður
hefur engin viðskipti”.
Vera gaut augunum til lögreglu
stjórans. Hann hafði áreiðanlega
ekki komið til hennar til þess
að segja gömul kínversk spak-
mæli eða snjallar setningar eft-
ir Óskar Wilde.
„Hafið þér komizt á slóð inn-
bornu stúlkunnar?" spurði hún.
Það kom glampi í augun bak
við gleraugun.
„Ég ætlaði einmitt að tala um
það við yður, frú“, sagði lög-
reglustjórinn með furðulegri
hreinskilni. Hann þagnaði snöggv
ast. „Munið þér ennþá, hvenær
maðurinn yðar kom heim frú
Briissel?“
„Auðvitað. Það eru ekki nema
fáir dagar síðan. Það var á laug-
' ardaginn".
„Eruð þér alveg viss um það?“
„Auðvitað“.
„Og hann flaug frá Briissel
beint til Leopoldville?"
„Náttúrlega".
Lögreglustjórinn þagnaði. —
Hann horfði út yfir skemmtigarð
inn, út yfir fljótið.
„Við eigum ekki aðeins heima
í hjarta Afríku", sagði hann
hugsandi eftir nokkra stund. „Við
eigum líka heima í landamæra-
landi“. Hann lyfti upp hinum
mjóa handlegg sínum og benti
út á Kongó-fljótið. „Þarna,
hinum megin við fljótið — eru
ljósin í Brazzaville. Það er
franska Mið-Afríka“.
„Ég veit það“, ^svaraði Vera
kvíðin. „Ætlið þér að veita mér
fræðslustund í landafræði, herra
lögreglustjóri?“
Verneuil hristi höfuðið.
„Lúlúa er sloppin, burt til
Brazzaville. Og maðurinn yðar
dvaldi í Brazzaville á föstudag-
inn“.
Tvö pör komu út á svalirnar í
sama bili. Annað þeirra, ungt
og laglegt hélzt í hendur. Hitt
var hlæjandi.
Vera leit í augu Verneuil.
„Hvers vegna eruð þér að
segja mér allt þetta, herra lög-
reglustjóri?“ spurði hún.
Framluktir
Brettaljós
Stöðuljós
Stefnuljós
Togrofar
Flautur
Númerljós
Stefnuvísar
og m. fl.
Verzlun
Friðriks
Bertelsen
sími 12-8-72.
Sendisvemn
^ óskast hálfan daginn.
fuiisimuu,
Vesturgötu 29.
Ofninn er í góðu lagi núna, lekki vera mjög áhyggjufullur, að mæta fyrir rétti, ásakaður ] ég að vera áhyggjuíullur, Rík-
Markús. . . . Við skulum eldalMarkús, þótt þú eigir bráðlega | um stórþjófnað. Hvers vegna ætti | harður, samvizka min er hrein.
okkur einhvern mat. Þú virðist
En litli maðurinn svaraði ekki.
Hann hneigði sig lítillega og gekk
hægt til danssalarins.
Það var ákveðið, að réttarhöld
in í málinu skyldu hefjast klukk
an tíu að morgni í réttarsalnum
í Leopoldville. En klukkan var
ekki orðin • átta, þegar mörg
hundruð manns voru farin að
þyrpast að hinni hvítu höll, sem
var byggð í aldamótastíl. Þeir,
sem höfðu aðgöngumiða, ruddu
sér með erfiðismunum braut
gegnum hinn mikla fjölda hvítra
og svartra forvitinna manna. —
Það voru blaðamenn, sem
streymdu að hvaðanæva, embætt
ismenn nýlendunnar, herforingj-
ar, konur og karlar úr samkvæm
islífi Leopoldville, verkfræðing-
ar, námustjórar og námueigend-
ur. —
Dómhöllin stóð gegnt dýragarð
inum. Gegn um grindurnar, sem
voru utan um dýragarðinn götu-
megin, sáust giraffar, apar og
fílar. Stundum komu þeir nær
grindunum og furðuðu sig senni
lega á því, að sjá svo mikinn
mannfjölda hinum megin göt-
unnar. Blökkumenn höfðu ekki
aðgönguleyfi að réttarsalnum. —.
Það var sérstakur réttur fyrir
innborna menn í nánd við mark-
aðssvæðið. Þrátt fyrir það þyrpt-
ist fjöldi innborinnar i.-anna að
dómhöllinni. Hinir hvítklæddu
lögreglumenn, með sólhjálma og
gúmmíkylfurnar, höfðu ekki aug
un af þeim. í hvert skipti sem
fimm eða sex innbornir menn
söfnuðust saman í hóp, var þeim
dreift.
SUUtvarpiö
Þriðjudagur 15. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
12.00—13.15 Hádegisútvarp. — 0223
Fréttir og tilkynningar),
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttíj
og tilk ). — 16.30 Veðurfregnir.
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðuifr).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Þegar Bretar tæmdu NortJ
ursjóinn af fiski. (Júlíus Hav-
steen, fyrrv. sýslumaður).
20.55 Tónleikar: Fiðluleikarinn Wolf-
gang Schneiderhan og pianóleik-
arinn Carl Seemann leika sónötu
í C-dúr eftir Hindemith.
21.10 Upplestur: Steingerður Guð-
mundsdóttir leikkona lej ljóð
eftir Einar Benediktsson og Matt-
hías Jochumsson.
21.25 Tónleikar: a) Forleikur óp. 30
eftir Saint-Saéns. b) Spænslc
rapsódía eftir Ravel. Sinfóníu-
hljómsveitin í Boston leikur.
Charles Múnch stjórnar.
21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Guðbjörg
Jónsdóttir).
23.05 Dagskrárlok. a
Miðvikudagur 16. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00—12.50 Hádegisútvarp. — (12.25
Fréttir, tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
tilkynningar). — 16.30 Veðurfr,
19.00 Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir).
19.40 Tilkynningar. 1
20.00 Fréttir
20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran
leikari).
20.55 íslenzk tónlist: Verk eftir Árna
Björnsson og Sigursvein D. Krist-
insson.
21.20 Upplestur: „Stórbýlið" smásaga
eftir Guðlaugu Benediktsdóttur.
(Sigurlaug Árnadóttir les).
21.40 Frá tónlistarhátíðinni í Bjórgvin
1959: Lagaflokkurinn „Morgunn
— miðdegi — kvöld" eftir Sparre
Olsen við ljóð Inge Krokann.
Ingrid Bjoner syngur með orgel
undirleik Sigmund Skages.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr*
um" eftir Karen Blixen .IV. lesU
ur. (Arnheiður Sigurðardóttir).
22.30 í léttum tón: Tónlist frá holl*
enska útvarpinu.
23.00 Dagskrárlok.
Sigurður Ölason
Hæstaréttarlögmaður
Þorvaldur Lúðvíksson
Héraðsdómslögmaður
Málflutningsskrií'stofa
Auslurstræti 14. Sin»i 1-55-35