Morgunblaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 22
22 MORGVNfít AÐIB Þriðjndagur 15. sept. 1959 Ungu mennirnir léku sér að þeim gömlu og sigruðu með 9;1 IiANDSLIÐIÐ frá 1949 stóðst ekki snúning unglingunum sem í dag mundu skipa ungl- ingalandslið íslands, er þessi lið mættust í leik til ágóða fyrir unglingastarf KSÍ s.l. sunnudag. Slíks var heldur varla von því í unglingalands- liðinu voru 4 menn sem æfin- lega hafa verið valdnir tii landsliðsins á þessu ári. Það væri sannarlega um afturför að ræða ef æfingalausir menn — sem allir hafa iagt skóna á hilluna, færu með sigur yfir þeim, sem skipa eiga landslið- jið á næstu árum og skipa bað í dag. • En að mörgu leyti var gaman af leiknum. „Gömlu mennirnir" Björgvin í 1500 m hlaupinu. sáust gera ýmsar listir með knöttinn sem sannarlega hefðu átt að getaleitt til hættu við mark unglinganna, ef úthald og hlaup- hraði hefði verið fyrir hendi. En flestir höfðu þeir dálítinn ístru- dropa að bera framan á sér svo fæturnir voru ekki eins fljótir og áður fyrr — og því fór sem fór. Unglingarnir réðu lengstum lögum og lofum á vellinum. f fyrra hálfleik skoruðu þeir þrisv- ar, fýrst Bergsteinn Magnússon síðan Ellert með skalla og loks Þórólfur. Þannig lauk hálfleik. f síðari hálfleik varð sókn ungl- inganna heldur sterkari og að umsömdum leiktíma loknum (35 mín. á mark) stóð 7 gegn 0. Hafði Ellert skorað tvísvar, Bergsteinp einu sinni og Hólmbert, Keflvík- ingur einu sinni. Flest þessi mörk komu eftir að unglingarnir höfðu leikið sér kringum „gömlu menn- ina“ og stundum spilað alla vörn þeirra sundur og ginnt mark- vörðinn út og sendu svo í tómt markið. En gömlu mennirnir neituðu að fara út af fyrr en þeir hefðu skorað. Og úr varð lengsti hálf- leikur, sem leikinn hefur verið á íslands — og það voru æfingar' lausir menn sem um slíkt báðu. Hvað margir-jfeeirra hafa legið í rúminu í gær, tókst blaðinu ekki að fá upplýst, en svo lauk leikn- um að unglingarnir bættu 2 við eða skoruðu 9 mörk alls og þá fengu „gömlu mennirnir" sér dæmda vítaspyrnu fyrir hindrun og skoraði Ellert Sölvason úr henni. Hafði þá hálfleikurinn staðið í 65 mínútur — og leikur- inn alls í 100 mínútur. • Að sjálfsögðu var þetta „gam- anleikur" en gamanið gekk held- ur langt að hafa leikinn svo langan. Að þessum leikjum á að vera gaman, en hætta ber hverj- um leik, þá hæzt stendur og það gamla máltæki á við hér. Hitt kom of skýrt í ljós að unglinga- landsliðið er of sterkt fyrir æf- ingalausa menn þó góðir hafi ver- ið. Eiga að minnsta kosti engir landsliðsmenn að vera í unglinga- liðinu — en þeir voru sem fyrr segir 4 í leiknum í gær. /íifjPriii ’J V*JÉÍÍj Björgvin Hólm nálgast met Arnar í tugþraut MEISTARAMÓTI ÍSLANDS í frjálsum íþróttum lauk um helg- ina með keppni í tugþraut, 4x800 m boðhlaupi og 10 km hlaupi. 1 tugþrautinni sigraði Björgvin Hólm, ÍR, náði glæsilegum ár- angri, en í 10 km hlaupinu Krist- leifur Guðbjörnsson, KR, og sveit KR í boðhlaupinu. Meist- arastigin hafa þá fallið svo að ÍR og KR hafa hlotið 9 hvort, Ármann 5 og Ungmennafélag Reykdæla 1 meistarastig. Tugþrautin Árangur Björgvins í þraut- inni, 6456 stig, er betri en hann hefur nokkru sinni náð og annar bezti árangur €r íslendingur hefur frá upphafi náð. Aðeins Örn Clausen er Björgvin betri og skilja 433 stig milii þeirra. Björgvin sigraði með miklum yfirburðum að þessu sinni. Vann hann sigur í öllum greinum þrautarinnar utan hinn- ar siðustu, 1500 m hlaupsins. Bezti árangur Bjöfgvins til þessa afreks er 6376, sem hann náði í fyrra. Afrek Björgvins í einstökum greinum er sem hér segir: 100 m hlaup 11.3 sek., langstökk 6.75, kúluvarp 13.77, hástökk 1.70, 400 m hlaup 51.8 sek., 110 m grhl. 15.4, kringlukast 40.59 m, stang- arstökk 3.52 m, spjótkast 54.78 og 1500 m hlaup 4:51.5 mín. Annar í þrautinni varð Ólafur Unnsteinsson, UMSÖ, með 4760 stig (11.4 — 6.18 — 11.79 — 1.55 54.6 — 16.9 — 33.46 — 2.55 — 42.37 og 4:49.2 mín.) * ■ Þriðji í þrautinni varð Sigurð- ur Sigurðsson, UMS A-Hún. Aðrar greinar í 4x800 m hlaupi kepptu tvær sveitir. Sveit KR sigraði á 8.27,4 mín. Önnur varð drengjasveit ÍR á 8.51,2 mín., sem er nýtt drengja met og nýtt unglingamet. Gamla metið var 8.58,8, sett af sveit KR á síðasta ári. í sveit ÍR voru Kristján Eyjólfsson, Friðrik Frið- riksson, Steindór Guðjónsson og Helgi Hólm. I 10 km hlaupinu sigraði Krist- leifur Guðbjörnsson á 34:42,8 mín. Fékk Kristleifur hlaupa- sting í hlaupinu og varð tíminn lélegri en búizt var við. Aðrir luku ekki keppni. Skíðaskáli ÍR eins og hann er nú. Reisugildi hjá ÍR-ingum Skíðaskáli að rísa í Hamragili — Tilbúinn á nœsta ári í HAMRAGILI norðan Kolviðar- hóls er nú risinn nýr skíðaskáli ÍR. Á sunnudaginn hjöluðu 4 fánar við stangir sínar í andvar- anum og djúpri fjallakyrð. Þá var unnið að þaki skíðaskálans — og ÍR-ingar efndu tii reisugildis. Af því tilefni heimsótti íþrótta- síðan skálan í hópi annarra blaðamanna, litaðist um þar efra og þáði góðar veitingar sem ÍR- stúlkur stóðu fyrir. ★ Hörður Björnsson arkitekt lýsti húsaskipan eins og hún á að verða. Skálinn er um 150 fer- metrar. Verður hann að mestu leyti einn og óskiptur salur að undantekinni forstofu og eldhúsi næst henni. Yfir hluta af salnum er svefnloft sem verður opið nið- ur í salinn. En til hliðar svefn- loftið og „milli hæða“ (í sal og svefnlofti) verður baðstofa einn- ig að nokkru opin niður í aðal- salinn. Auk þess eru svo tvö sérherbergi með 12—16 rúmum. í baðstofu verða rúmstæði fyrir 16 og á svefnlofti rúm fyrir 15— K.S.I. a nu 9 gulldrengi Á SUNNUDAGINN fór fram í Laugardal, í sam- bandi við leik landsliðsins 1949 og unglingalandsliðs 1959, verðlaunaafhending fyrir knattþrautir KSÍ en þær eru þrískiptar og veit- ast brons, silfur og gull- merki fyrir. Einn drengur vann til gull- merkis. Var það Jón Sig- urðsson í KR. Er hann 9. „gulldrengur“ KSÍ. Þrír unnu til silfurmerkja — all- ir úr Fram og 11 unnu tii bronsmerkja — allir úr Fram. Þá voru og afhent verðlaun frá unglingadeg- inum í sumar. Verður nánar skýrt frá verðlaunaafhend- ingu þessari síðar. 20. Rúmar skálinn því 40—50 manns án þess að nokkur sé í aðalsalnum. Ef til hans er gripið, geta hæglega gist í skálanum 80—100 manns. Sagði Hörður sem skálann teiknaði, að reynt hefði verið að hafa sem fæst lokuð herbergi, því í skíðaferðum eiga allir að vera saman — ekki í afkróuðum kimum. Skálinn stendur á hinum feg- ursta stað á öxl við mynni Bola gils. Á þrjár hliðar eru hin feg- urstu fjöll með ákjósanlegustu skíðabrekkum en til suðvesturs sér út yfir Bolavelli og Svína- hraun. Grind skálans er nú fullgerð og unnið er að klæðningu hans. Grunnur var steyptur í fyrra og grindarsmíðin hófst um miðjan ágúst. önnuðust aðkeyptir smið ir það verk en sjálfboðaliðar klæða og þeir gerðu og grunn- inn. Reynt verður að loka húsinu fyrir veturinn, sagði arkitekt- inn. .... og klára næsta sumar, gall við í Sigurjóni Þórðarsyni, for- manni bygginganefndar. Skálaskáldið ráðið Það var hópur ÍR-inga þarna í skálanum. Valdimar örnólfsson, hinn kunni skíðamaður sagði að Grímur Sveinsson væri þegar ráðinn sem skálaskáld. — Og sjálfur ætlar Valdimar að radd- setja og æfa þann kór er syngja ætlar ljóð skálaskáldsins. Skálasaga lR Síðan var gengið til kaffihófs er iR-stúlkur höfðu búið í Vals- skálanum, skammt frá, en Vals- menn hafa veitt ÍR-ingum húsa- skjól við skálabygginguna. Þar sagði Þórir Lárusson, formaður skíðadeildar ÍR, frá skálasögu fé- lagsins. Lagðist Kolviðarhóll nið- ur 1952 er ÍR-ingum tókst ekki að fá neinn umsjónarmann á Hólinn er þeir treystu og 3 árum síðar keypti Reykjavíkurbær hús ið. Þessi ár voru ÍR-ingar í litl- um skála skammt frá Hólnum, sem þeir nefndu Valgerðarstaði, eftir Valgerði Þórðardóttur, er lengi var húsfreyja á Kolviðar- hóli. Þessi litli skáli rúmaði að- eins 12—15 manns og var það mjög bagalegt fyrir deildina. í júní 1956 var skálastæði valið i Hamragili og undirbúningur byggingar hafinn og stjórnandi ráðinn Haraldur Pálsson, skíða- maður frá Siglufirði. 1957 hindr- aði fjárskortur frekari fram- kvæmdir, en í ár hefur verið unnið af krafti og kvað Þórir það von sína að nú yrði ekki staðar numið fyrr en skálinn væri fullgerður. Sagði hann skíða deild ÍR aldrei hafa verið sterk- ari félagslega og íþróttalega en nú og hét á alla félaga að láta nú ekki merki félagsins falla. Hann sagði að félagsmenn hefðu unnið á 4. þúsund tíma í sjálfboðavinnu og þakkaði það mikla starf svo og form. hús- bygginganefndar og formanni félagsins Albert Guðmundssyni, sem sýnt hefði málinu mikinn skilning og greitt úr mörgu fyr- ir deildina. Síðast en ekki sízt þakkaði hann stúlkunum er unnu að kaffiborðinu, sem var að hníga undir gómsætum kök- um og ljúffengu brauði. Gestir Framh. á bls. 23. Danir unnu 4:2 — ísland i 2. sæti i sinum riðli Á sunnudaginn léku Danmörk og Noregur landsleik í knattspyrnu — og var það síðasti leikur í þeim riðli undankeppni Olympkileik- anna sem ísland var í. Danir unnu 4:2. Stóð 11 í hálfieik. Síð- an skoruðu Danir og Norðmenn jöfnuðu er 20 mín voru af siðari hálfleik. En síðan tryggðu Danir sér sigiur með 2 mörkum. Danir hafa því hlotið 7 stig í riðlinum, ísland 3 og Noregur 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.