Morgunblaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. sept. 1959 MOPCrnvnr jf)IÐ 13 r uticMviNt*! LAUGABÓL við ísafjarða^djúp er eitt af stórbýlum Vestfjarða. Þar hefir um langan aldur verið búið af miklum myndarbrag og svo er enn. Væri þessi pistill ritaður fyrr á öldum hefði Lauga- ból einu nafni verið nefnt höfð- ingjasetur. Þar búa nú Sigurður Þórðarson og kona hans Ásta Jónsdóttir. Glaðlegt og hlýtt viðmót Það var síðari hluta sunnudags að við, nokkrir ferðafélagar, ók- um sem leið liggur inn Langa- dalsströnd og ferðinni var heitið að Laugabóli. Úti var norðaust- an kuldagjóstur, himininn úlf- grár og það jaðraði við rigningu. Ekki verður því sagt að móðir náttúra skartaði sínu fegursta er við komum til þess glæsta og fornfræga staðar. En ekki var fyrr sezt inn í skrautbúnar stof- ur þeirra Laugabólshjóna en sól- in virðist brjótast fram, svo glað- legt og hlýtt var allt þeirra við- mót. Ég furðaði mig á því hve gest- kvæmt var þarna, því nú er bær- inn ekki í þjóðleið. En eftir að hafa verið þar um stund undrað- ist ég ekki lengur. Jafngestglaða húsbændur hef ég sjaldan fyrir hitt, sidrandi fjör og frásagnar- gleði húsbóndans myndarskapur og viðmótshlýja húsmóðurinnar eru einstök. Vel setin jörð Er við höfum dvalið þarna nokkra stund kom lítill drengur innan frá Múla akandi á heim- ilisdráttarvél og erindið var að sækja hjól á snúningsvéi, sem Sigurður hafði fengið lánað hjá granna sínum. Vinnumenn bónda voru ekki heima svo það kom í hlut hans sjálfs að sækja hjólið niður á tún og afhenda drengn- um. Við brugðum okkur með hon um og skoðuðum í leiðinni hvern- ig eitt að stórbýlum Vestfjarða er setið. Þótt túnið á Laugabóli sé eitt með þeim stærstu á Vest- fjörðum hefir Sigurður bóndi fullan hug á að auka ræktunina og hann er búinn að láta ræsa fram land í þessu skyni. Fram- farahugurinn er óskertur þótt kominn sé bóndinn fast að sjö- tugu. Allt, srriátt sem stórt ber þess merki að þessi jörð hefir um langan aldur verið vel setin. íbúðarhúsið er orðið nokkuð gamalt, en það er stórt og mynd- arlegt og því er vel við haldið og einmitt nú er verið að ljúka við aðgerð á því og viðbyggingu við það. Raflýst er með stórri dieselvél og er rafmagnið svo mikið að nægir til lýsingar og hitunar 1 íbúðarhúsi og öllum úihúsum, svo og til súgþurrk- unar. Sigurður klappar aflvélinni og segir að sér líki vel við hana, Þar sem dugnaður, fjör og glettni eiga sér heiöurssœti Heimsókn að Laugabóli við Isafjarðardjúp þótt honum líki eins og stendur bölvanlega við þá, sem fram- leiddu hana, nefnilega þegna hennar hátignar Bretadrottning- ar. Nýtízkiu fjárhús Úr mótorhúsi göngum við til fjárhúsa, sem eru nýlega byggð og öll samkvæmt kröfum tímans og einhver hin reisulegustu, sem ég hefi séð. Húsin standa nokk- urnveginn á flatlendi. í þeim eru grindur og undir krónum er tað- kjallari svo hár, að hann rúmar tveggja ára forða a-f taði ef þurfa þykir. Krærnar eru 9 feta breið- ar og er því hægt að aka drátt- arvél með uppmokstursskóflu inn í þær og er þá sýnilegt hve auð- velt er að flytja burt taðið, eða „stinga út“ eins og áður var nefnt. Að sjálfsögðu hagnýtir Sig- urður sér alla véltækni nútímans til þess að leggja á sláttuvélaljái og kemur hún fleirum en honum einum að gagni, því nágrannarn- ir njóta góðs af. „Hætta að þjóna Guði“ Sigurður er sérstaklegi fjörug ur og skemmtilegur maður. Jafn- við klerk: „Ég fer að hætta þess- um fjanda, að þjóna guði“. En honum þótti fásetin kirkjan. Eins sagðist Sigurður verða að hætta að hafa hænsni. Hlöðurnar voru fullar af ilm- andi súgþurrkuðu heyi, þótt tíð- arfarið hafi verið laklegt til hey- skapar hefir það ekki komið neitt við þá sem hafa það þarfaþmg, góða súgþurrkun. Sjómaður og refaskytía Niðri í nausti hefir Sigurður brýnt ofurlitum báti. Kunnugur ferðafélagi minn sagði mér, að Sigurður væri sjómaður góður, hefði gaman af að sigla hvassan beitivind og gerði það stundum þótt öðrum þætti ekki árenni- legt til sjóferða á litlurr? bátum. Sigurður er hreppstjóri Naut- eyrarhrepps og því yfirvald sveit arinnar. En hann er líka ein harðsnúnasta refaskyttan. Harih á mikið og gott vopnasafn þ. e. a. s. góðar byssur og riffla. Gafst okkur færi á að skoða kjörgripi þessa og mun okkur óhætt að fullyrða, þótt lítt séum fróðir um vopnaeign manna almennt hér á landi, að fáir munu eiga jafn- an átti hann gamansögu af hverju tilefni. Þegar við litum inn í fjós- ið sáum við inn í hænsnahús þar inn af. Örfáar hænur kúrðu þar á priki og höfðu meira en nægi- legt pláss. Sigurður sagði að ein- hver bölvuð lumbra,hefði komið í pútturnar hjá sér og væru þær að drepast niður. í þessu sam- bandi tók hann sér orð prófasts nokkurs í munn, er hann sagði við meðhjálpara sinn, lítinn mann og pervisinn samanborið Laugaból við ísafjarðardjúp. góða gripi sem þessa. Meðan við handfjötluðum byssur hreppstjór- ans sagði hann okkur ýmsar re'fa- sögur bæði frá eigin veiðum og annarra. Yoru þær eins og aðrar frásagnír Sigurðar kryddaðar fyndni og glettni. Átti fljótustu hestana, en nú fljótasta jeppann Sigurður er mikill og dugleg- ur ferðamaður og þykir fara geyst um landið þegar harin er Ferjubryggjan á Arngerðareyrl, sem orðið hefur bændum á Langadalsströnd að ómetanlegu gagni við afurðaflutninga þeirra, auk þess sem hún var nauðsynleg vegna áætlunarferða bifreiða og fólksflutninga til og frá tsafjarðardjúpi. Sex slíkar ferjubryggjur hafa verið byggðar í fjór- um Djúphreppanna og ein í Grunnavík. Hafinn er undirbúningur að byggingu einnar ferju- bryggju til viðbótar að Mýri á Snæfjallaströnd. Sigurður Þórðarson bóndi á Laugabóli í hinum fallega skrúð- garði við hlið íbúðarhússins. Þennan garð hafa þær fyrst og fremst ræktað Halla Eyjólfsdóttir skáldkona, móðir Sigurðar, sem látin er fyrir mörgum árum og frú Ásta Jónsdóttir, kona hans. Frú Ásta hefur einnig ræktað jarðarber í túninu á Laugabóli. en hann svarar af mestu hðg- værð: „Láttu ekki svona maður, nú passar þetta í einn brúsa“. — Varð ekki frekar um eftirmál vegna mjólkurtapsins, því Sig- urði þótti tilsvar vinnumanns hið snjallasta. Nú flytja bændur á Langadals- strönd alla sina mjólk um borð 1 Djúpbátinn á bryggjuna á Arn- gerðareyri og Melgraseyri. Gigtaráburðurinn Inni í skrautbúinni stofu þar sem margt er fagurra muna bæði úr tré og járni svo og málverka á veggjum, sumt gjafir í tilefni hátíðisdaga í lífi þeirra hjóna, segir Sigurður okkur enn glettni- sögur. Ekki man ég í hvaða sam- bandi hann sagði okkur söguna um gigtaráburðinn. Karl einn fátækur og lítill fyr- ir sér býr með kerlingu sinni aldraðrt. Slæmska hljóp í gömlu konuna og lagðist hún í rúmið, var auk heldur fárveik. Engin meðul átti karl og sen.nilega lítil efni né áræði til að útvega þau. Verður honum þá fyrxr er hann fær ekki lengur afborið þjáning- ar konu sinnar að hann tekur gigtaráburð og gefur henni inn vænan skammt. Sagði karl svo frá síðar, er hann var spurður hverjar verkanir inngjöfin hefði haftv á kerlingu hans. „Ó, hún skáblíndi og ranghvolfdi á mig augunum af eintómri ást og kær- ileika og dó siðan'*. Á Laugabóli er fagur skrúð- garður og gafst okkur tækifæri að skoða hann. Garðinn hafa þær ræktað frú Haila Eyjólfsdóttir skáldkona móðir Sigurðar, sem látin er fyrir mörgum árum, og Ásta kona hans. Hún hefir auk þess ræktað jetðarber í túninu á Laugabóli. Eg á að koma þangað aftur Ég hef sjaldan átt skemmtilegri dagstund en þennan úlfgráa sunnudag á Laugabóli. Þar var veitt af höfðingskap. Að loknum kvöldverði hafði einn gestanna orð á því við Sigurð hvílíkur afbragðsmatur þetta hefði verið. Hann svarar: „Þakka skyldi manni, þó mað- ur ætti tpálungi matar með 400 fjár og eiga jafn ágæta konu og ég á“. Framh. á bls. 23. seztur upp í jeppann sinn. Það er haft í spaugi um þennan glettna fjörmann, að áður fyrr hafi hann átt fljótustu hestana í sveitin-ni, en nú eigi hann fljót- asta jeppann þar vestra! Fyrir nokkrum árum hafði Sig- urður talsverða mjólkurfram- leiðslu og var mjólkin þá flutt á litlum báti um borð í Djúpbát- inn, sem síðar flutti hana til fsa- fjarðar. í seinni tíð hefir hann aftur dregið úr mjólkurframleiðsl unni en aukið fjárstofninn. Ein af sögum Sigurðar var af mjólk- urflutningi hans og eins af vinnu mönnunum. Það var slæmt í sjó- inn og bátkæna-n, sem þeir voru á, Sigurður og vinnumaður, var ókyrr við hlið stóra bátsins. Sig- urður hélt bátnum að en vinnu- maður snaraði mjólkurbrúsunum um borð. Voru þeir einir 8 eða 10 talsins. Framan af gekk ferm- ingin slysalítið, en þar kom að vinnumaður sporðreisti einn brús ann á lunningu Djúpbátsins og fór helmingurinn af mjólkinni niður úr honum. Eitthvað snugg ast þá í Sigurði bónda og biður hann vinnumann að gæta sín bet- ur næst, en vinnumaður íullviss- ar hann um að þetta muni allt lagast, þrífur síðasta brúsann og vindur honum upp á borðstokk- inn, en allt fer á sömu leið, helm ingurinn af mjólkinni í sjóinn. Segist Sigurður nú Verða fok- vondur og skamma vinnumann,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.